Stjórnvísi í samstarfi við Nolta stjórnunarráðgjöf bjóða æðstu stjórnendum og stjórnarfólki íslenskra vinnustaða á hugarflugsfund 18.janúar kl. 08.45-12.15 á Hilton, Suðurlandsbraut 2.
Tilgangur fundarins er að koma saman, eiga gott samtal og svara spurningunni: #Metoo og hvað svo? Konur hafa stigið fram með hugrökkum hætti og talað um óeðlileg samskiptamynstur og áreitni.
Nú er komið að vinnustöðum að bregðast við og láta verkin tala.
Á fundinum verður skipst á skoðunum, leitað svara og hagnýtum hugmyndum safnað saman sem geta aðstoðað okkur við að taka góð skref fram á við til að gera vinnustaðina betri.
Þetta er tækifæri til að sýna í verki að okkur er alvara, við líðum ekki misgjörðir á vinnustöðum heldur snúum bökum saman til að skapa betra vinnuumhverfi.
Dagskráin hefst kl. 8.45
Í upphafi eru tvö áhugaverð erindi 15 mín hvort. Fyrirlesarar eru þau:
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og ein af upphafskonum #metoo á íslandi
Eyjólfur Árni Rafnsson formaður SA.
Fundarformið er alþekkt stórfundarfyrirkomulag.
Fyrri umferð hugarflug og flokkun
Seinni umferð dýpkun á umræðunni, forgangsröðun og topp þrjár aðgerðir
Samantekt og lok kl. 12.15
Allar niðurstöður fundarins verða aðgengilegar á heimasíðu og facebooksíðu Stjórnvísi og facebooksíðu Nolta.