Nýársfögnuður Stjórnvísi 2023 - Leikreglur úr spuna í lífi og starfi

Allir velkomnir - Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi verður að þessu sinni í Marel og er fundurinn opinn öllum Stjórnvísifélögum.  Sigríður Harðardóttir formaður stjórnar mun fara örstutt yfir hvernig stuðningi við stjórnir faghópa hefur verið háttað í vetur.  Í framhaldi verður boðið upp á frábæran fyrirlestur "LEIKREGLUR ÚR SPUNA Í LÍFI OG STARFI".  

Dóra Jóhannsdóttir spunaleikkona fjallar um aðferðir og hugmyndir í spunavinnu og gríni sem sem allir geta nýtt sér í leik og starfi.  Verðmæt tól sem allir geta nýtt sér til að bæta hlustun og efla jákvæð samskipti, sköpunarkraft og samvinnu. 

 

  

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Streita eða slökun í desember - þitt er valið

Njóta eða þjóta - er valið þitt?

IOGT á Íslandi bjóða okkur til sín í nýtt húsnæði sitt í Hverafold 1-3, næg bílastæði fyrir framan og neðan hús. Viðburðinum verður jafnframt streymt hér

Skoðum DESEMBER og allar þær áskoranir sem fylgja því að forgangsraða tíma sínum þegar um margt er að velja þennan annasama jólamánuð.

Við skyggnumst inn í atvinnulífið og kynnumst því hvað fyrirtæki gera fyrir starfsfólkið sitt á álagstímum og heyrum að auki mikilvæga umfjöllun um starfsumhverfi barna í desember.

Erindin efla þátttakendur til að taka meðvitaðar ákvarðanir um hvernig við viljum njóta okkar í leik og starfi í desember. 

Dagskrá:

  • "Verndaðu þínar 90 mínútur" Margrét Björk Svavarsdóttir hjá Akasíu gefur okkur góð ráð um hvernig við getum forgangsraðað tíma okkar og komið því mikilvægasta að fyrst.
  • Hvernig halda stjórnendur VIRK utan um starfsfólkið sitt og styðja það í desember. Auður Þórhallsdóttir sviðsstjóri mannauðsmála deilir með okkur því sem þau gera.
  • Lóa Ingvarsdóttir ætlar að segja okkur frá því hvað Bláa Lónið er að gera fyrir sitt starfsfólk í aðdraganda jólanna til að minnka stress og streitu eins og kostur er. Við fáum innsýn inn í hvernig leiðarljós Bláa Lónsins Wellbeing for People & Planet endurspeglast inn í þessa þætti.
  • "Að velja einfaldleikann" Jensína Edda og Arna Guðrún frá leikskólanum Laufásborg. 
  • Umræður og spurningar

 

 

Fyrirlesarar:

  • Auður Þóhallsdóttir hefur starfað sem sviðsstjóri mannauðsmála hjá VIRK síðan árið 2014. Áður starfaði hún sem fræðslustjóri og mannauðsráðgjafi hjá Samskipum og þar áður sem leiðtogi fræðslumála hjá Ísal. 
  • Lóa Ingvarsdóttir er forstöðumaður fræðslu, gæðamála mannauðs og innri samskipta á mannauðssvið Bláa Lónsins. Hún hefur starfað í yfir 5 ár hjá félaginu í mannauðsmálum en auk þess er Lóa jógakennari og kennir jóga og hugleiðslu á The Retreat at Blue Lagoon Iceland.
  • Margrét Björk Svavarsdóttir hjá Akasíu er stjórnunarráðgjafi  og hefur mikla reynslu í starfsmanna- og stjórnendaþjálfun.  Hún heldur námskeið og fyrirlestra þar sem hún kennir og þjálfar starfsfólk og stjórnendur til að ná betri tökum á eigin starfi. Margrét hefur áratuga stjórnunarreynslu úr íslensku atvinnulífi bæði af opinberum vettvangi sem og hjá einkafyrirtækjum.  

 

Linkur á streymi hér.

Hvernig fáum við fólkið með ? Fræðsluerindi um breytingastjórnun og reynslusaga úr byggingariðnaði

Mikilvægi breytingastjórnunar er að fá fólkið með !

 Við ætlum að hlusta á tvo frábæra fyrirlesara ræða um breytingastjórnun. 

  • Lára Kristín Skúladóttir leiðtogaþjálfi verður með hugvekju um það hvernig setja má fólk í forgrunn í breytingaverkefnum.

  • Sigrún Melax, gæðastjóri Jáverk, fjallar um hvernig JÁVERK hefur tekist á við breytingar í tengslum við auknar áherslur á umhverfismál og vottanir byggingaframkvæmda og lærdóminn sem hefur orðið á þeirri vegferð.

-----------------------------------------------------

Dagskrá: 

09:00-09:05  Berglind Ósk Ólafsdóttir, stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun - kynnir og stýrir fundinum​

09:05-09:20  Lára Kristín Skúladóttir, leiðtogaþjálfi – hugvekja um hvernig setja má fólk í forgrunn í breytingaverkefnum

09:20-09:50  Sigrún Melax, gæðastjóri JÁVERK – breytingar á auknum áherslum á umhverfismál og vottanir byggingaframkvæmda 

09:50-10:00  Umræður og spurningar

-----------------------------------------------------

Hlökkum til að sjá ykkur ! 

 

FramtíðarGróksa – Innlendir innviðir og alþjóðlegar ógnanir

FramtíðarGróksa – Innlendir innviðir og alþjóðlegar ógnanir

Tvö stutt erindi um innviði til að takast á við framtíðaráskoranir, ásamt hugleiðingum um áherslur Sameinuðu þjóðanna, til að takast á við „Svörtu fílanna“ við sjóndeildarhringinn. Staðarfundur með kaffi og smá veitingum.

Alþjóðlegar ógnanir, ráð og stefnukostir

     Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri Framtíðarseturs Íslands

Þjóðaröryggisráð Íslands. Hlutverk og starfsemi

     Þórunn J. Hafstein, ritari þjóðaröryggisráðs

 

Góðir stjórnarhættir: Stefnumið og sjálfbærni - ný viðmið, fyrirmyndir og gagnsæi

Áhugaverður viðburður þar sem farið verður yfir breytta lagaumgjörð, viðmið um bestu framkvæmd og fyrirmyndir meðal annars með erlendum fyrirlesara frá Hollandi.

Aðalfyrirlesari verður Simon Theeuwes sem mun fjalla um samþættingu fjárhagslegra og ófjárhagslegra upplýsinga, auknar kröfur um sjálfbærni upplýsingar og um stefnumiðaða stjórnarhætti. Auk þess mun Bjarni Snæbjörn Jónsson fjalla um innleiðingu stefnumiðaðra stjórnarhátta og Sigurjón Geirsson um breytta lagaumgjörð á þessu sviði og um aukna ábyrgð stjórna.      

Teymisþjálfun (Team Coaching)

Nánar síðar

ISO 31.000 áhættustjórnun

Nánari lýsing kemur seinna...

Áhrif veitingaaðstöðu og -þjónustu á vinnustaðaupplifun starfsmanna

Veitingaaðstaða og -þjónusta vega þungt í vinnustaðaupplifun og starfsánægju starfsmanna. Meðal hápunkta vinnudagsins eru hjá mörgum hádegishléið þegar matar er neytt í góðu spjalli við samstarfsfélaganna eða þegar stutt vinnuhvíld er tekin með góðum kaffibolla í huggulegu horni. Eftir Covid er þetta ekki bara vaxandi mannauðsmál sem starfsfólk horfir til í ráðningarferlinu heldur einnig mikilvægari aðstaða þar sem veitingarýmin hafa í mörgum tilfellum fengið nýtt og fjölbreyttara hlutverk sem veitinga-, félags- og fundarrými.

Fundurinn er haldinn af faghóp um aðstöðustjórnun í samstarfi við faghóp um mannauðsstjórnun. Thorana Elín Dietz, Sunna Arnardóttir og Matthías Ásgeirsson eru skipuleggjendur viðburðarins á vegum faghópana tveggja.

Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri hjá Distica, mun kynna veitingaaðstöðu- og þjónustu hjá fyrirtækinu og áhrif þess.

Carl Fernholm, formaður þróunar veitingaþjónustunnar hjá COOR, mun kynna hvernig fyrirtækið hefur aðstoðað viðskiptavini sína að bæta veitingaaðstöðu - og þjónustu á Norðurlöndum.

Veldisaukning í tækni - Tíu ára sjónarhorn.

„Veldisaukning í tækni - Tíu ára sjónarhorn.“/Exponential Technologies - a Ten Year Perspective.

Vaktaðar eru um 400 tækninýjungar. Farið verður yfir tækni sem gætu haft afgerandi áhrif næstu árin eins og gervigreind, stafrænar umbreytinga og bálkakeðjutækni.

Því miður hefur þessu erindi verið seinkað nokkrum sinnum og biðjumst við afsökunar á því. Eins og áður þá er  nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vefslóðinni https://fastfuture.com/events/ 

Eins og fram kemur þá verður málstofan kl 03.00-04.

Frekari upplýsingar veitir Karl Friðriksson, karlf@framtidarsetur.is 

Næsta erindi frá Fast Future í þessari röð erinda er:

18 október nk kl 03:00. - Cities of the Future - Pathways to 360 Degree Sustainability

The session will provide an exploration of proven practices and powerful new ideas on how to ensure a sustainable future for our cities from community, health, education, and environment through to economy, infrastructure, business, and employment.

Kynning á Rohit Talwar

Rohit Talwar is a global futurist who focuses on the intersection between society, economy, business, and emerging technologies and how they could impact our lives, society, the environment, and government. His latest book Aftershocks and Opportunities 2 provides a deep dive into emerging shifts, opportunities, and risks; the evolving geopolitical, economic, and societal landscape; the crypto economy; and  over 400 technologies that could come to market in the next decade. His report on the future of the crypto economy for corporates and individuals will be published in February 2022.

 

 

 

"Live" Markþjálfasamtal

Hér ætlar MCC Markþjálfinn Arnór Már Másson að taka "live" samtal við hana Aldísi Örnu.

Nánari upplýsingar síðar....

Jákvæð nálgun á heilsueflingu á vinnustöðum

Nánari lýsing á viðburði væntanleg.

Eldri viðburðir

Hvað er djúptækni og hvernig hefur hún áhrif?

Click here to join the meeting

Djúptækni er svið þar sem beitt er vísindalegri og verkfræðilegri nálgun, oft þverfaglegri, við þróun lausna.  Til sviða í djúptækni teljast m.a. efnistækni, eðlisfræði, verkfræði, líftækni,raunvísindi, læknisfræði,hönnun, listsköpun sem og og tengsl við tölvunarfræði, gervigreindarþróun og fjölmörg önnur tæknisvið

Í fyrirlestrinum mun Hans Guttormur Þormar ræða um djúptækni og tengsl hennar við fjórðu iðnbyltinguna og þýðingu fyrir þekkingaruppbyggingu í samfélaginu.

Hans Þormar, er líffræðingur og hefur komið að mörgum frumkvöðlaverkefnum, og hefur verið framarlega í umræðunni um róttæka nýsköpun og tækifæri sem í henni leynast.

 

24 nóv. kl 9:00 Fenjamýri

Tilnefninganefndir - reynslan og hvað næst?

Fjallað verður um nýjungar sem tengjast tilnefninganefndum, velt fyrir sér gildi þeirra til framtíðar, aðkomu lífeyrissjóða sem hluthafa að vali fólks í stjórnir, og fjallað um samhengi þeirra og hluthafalýðræðis.

Formaður faghópsins mun stýra fundi, flytja örstuttan inngang og síðan verða flutt tvö stutt erindi um efnið af þeim Hrafnhildi S. Mooney (Seðlabankinn) og Magnúsi Harðarsyni (Nasdaq Iceland). Að því loknu verður gefið tækifæri til spurninga og eða athugasemda.

Um er að ræða staðarfund sem haldinn verður hjá Nasdaq Iceland, Laugavegi 182.

Sætaframboð er takmarkað og fundinum verður ekki streymt.

Það eru allir velkomnir á Stjórnvísiviðburði sér að kostnaðarlausu, en í Stjórnvísi eru um 4500 stjórnendur frá 400 fyrirtækjum sem greiða árgjald.

Stjórnvísi er í eigu sinna félagsmanna og rekið án fjárhagslegs ávinnings.

Viðeigandi aðlögun á vinnustað

Click here to join the meeting

Í erindinu verður fjallað um réttindi fatlaðs fólks og fólks með skerta starfsgetu á vinnumarkaði og leiðir til þess að mæta fötluðum einstaklingum á vinnustað.

Markmið erindisins er að styðja við stjórnendur og veita ráðgjöf um viðeigandi aðlögun á vinnustað.

Sara Dögg starfar hjá Landssamtökunum Þroskahjálp sem verkefnastjóri samæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra. Hún er grunnskólakennari að mennt og var m.a. skólastjóri hjá grunnskólum Hjallastefnunnar ásamt því að verkefnastýra grunnskólastarfi Hjallastefnunnar um tíma. Sara Dögg var skrifstofustjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu ásamt því að taka þátt í að leiða samstarf SVÞ og Verslunarskóla Íslands um aukin námstækifæri fyrir verslunarfólk og hönnun nýrrar stafrænnar viðskiptalínu innan skólans.

--------------------------------------------------

English

Reasonable accommodation

The goal with this session is to inspire top management on how to manage full and effective participation people with disabilities and inclusion at label market. As well to give advance on how we meet people with disabilities at the work place and explane what that means in practies.

Sara Dögg is an Project Manager – Coordination of Education and Employment for people with intellectual disabilities at National Associaton  of Intelectual Disabilities, Þorskahjálp.

Sara Dögg is educated as a teacher and worked at Hjallastefnan ehf. for many years as a headmaster of primary schools and as Projcet Manager. 

Before Sara Dögg started at Þroskahjálp she was an Office Manager at Samtök Verlsunar og Þjónustu as well as she was one of who led the team of SVÞ and Verzlunarskóli Íslands that implimented new Cours at Verzlunarskóli Íslands - Stafræn Viðskiptalína/Digital Buisness line.

Framtíðaráhrif fjarvinnu á framboð á vinnuafli – tækifæri og ógnanir

Gunnar Haugen, Talent manager leikja fyrirtækisins CCP, bíður faghóp framtíðarfræða á morgunfund. Þar ætlar hann að fjalla um áhrif fjarvinnu á framboð á vinnuafli og þau framtíðaratriði sem geta haft áhrif á þá þróun. Gunnar þekkir vel íslenskan atvinnumarkað og er reynslumikill þegar kemur að hæfni starfa.

Fundurinn verður á skrifstofur CCP Games í Grósku (Bjargargata 1), 3ja hæð. Gengið upp stiga í miðrými eða lyftur beint fyrir aftan hann

Glæstar vonir - Háskólinn í Reykjavík og Controlant segja frá

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00 – 09:05  Bryndís Pjetursdóttir, stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun kynnir faghópinn og stýrir fundinum

09:05 – 09:20  Þóranna Jónsdóttir, stjórnendaráðgjafi og lektor við HR fjallar um breytingaþarfir, væntingastýringu og hvernig athygli á mannlega áhættustýringu í breytingaferlum getur aukið árangur

09:20 – 09:50   Aðalheiður Pálmadóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Controlant fjallar um stigveldisbreytingar hjá fyrirtækinu á tímum farsóttar og fjarvinnu

09:50 – 10:00  Umræður og spurningar

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?