Fullbókað: Réttur til aðgangs að eigin persónuupplýsingum, hvað ber að afhenda? Innleiðingarferli Orkuveitu Reykjavíkur á persónuverndarlöggjöfinni

Faghópur Stjórnvísi um persónuvernd boðar til fyrsta fræðslufundar haustsins.
Fundinum verður streymt á Facebook síðu Stjórnvísi.

Að þessu sinni verður fjallað um rétt til aðgangs að eigin persónuupplýsingum, hvað ber að afhenda og sagt frá innleiðingarferli Orkuveitu Reykjavíkur á persónuverndarlögunum og helstu áskorunum í því ferli.

Alma Tryggvadóttir, persónuverndarfulltrúi Landsbankans mun fjalla um aðgangsréttinn en ný persónuverndarlög veita einstaklingum rétt til aðgangs að eigin persónuupplýsingum og afritum af þeim. Rétturinn er þó ekki skilyrðislaus og í undantekningartilvikum er heimilt að halda eftir persónuupplýsingum. Rætt verður um afhendingarskylduna almennt, hvar mörkin liggja og hvenær undantekningar frá aðgangsréttinum eiga við.
Íris Lind Sæmundsdóttir, lögfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur mun segja frá innleiðingu OR á nýju persónuverndarlögunum, helstu áskorunum sem mættu þeim á vegferðinni og segja frá stöðu innleiðingarinnar í dag.

Fræðslufundurinn er fyrir alla þá sem koma að afgreiðslu aðgangsbeiðna, persónuverndarfulltrúa sem og aðra er láta persónuverndarmál sig varða. Við hvetjum alla til að mæta hvort sem þeir eru langt komnir í innleiðingarferlinu eða jafnvel að stíga sín fyrstu skref.

Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, 19. september nk. í stofu M215 kl 12:00-13:00

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Persónuvernd: Hvað ber að afhenda?

Faghópur um persónuvernd hélt í morgun áhugaverðan fund í HR sem fullbókað var á.  Fundinum var streymt og fylgdist mikill fjöldi með streyminu.  Að þessu sinni var fjallað um rétt til aðgangs að eigin persónuupplýsingum og hvað ber að afhenda.  Fyrirlesarar voru þær Alma Tryggvadóttir, persónuverndarfulltrúi Landsbankans sem fjallaði um aðgangsréttinn og Íris Lind Sæmundsdóttir, lögfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur sem sagði frá innleiðingu OR á nýju persónuverndarlögunum, helstu áskorunum sem mættu þeim á vegferðinni og stöðu innleiðingarinnar í dag. Ný persónuverndarlög veita einstaklingum rétt til aðgangs að eigin persónuupplýsingum og afritum af þeim. Rétturinn er þó ekki skilyrðislaus og í undantekningartilvikum er heimilt að halda eftir persónuupplýsingum.   Krafa er á að hafa upplýsingar skýrar fyrir einstaklinginn og þægilegar.  Ábyrgðaraðilum ber að afhenda gögn innan mánaðar þ.e. 30 daga frestur en hann má framlengja um 2 mánuði ef það er nauðsynlegt vegna fjölda beiðna eða flækjustigs. Einstaklingar áttu áður rétt á vitneskju ekki afritarétti sem nú er.  Þrátt fyrir að gögn séu 30-40 ára gömul þá þarf að afhenda þau. 

Eldri viðburðir

Heilsufarsupplýsingar - alþjóðaflutningar, heilbrigðisrannsóknir, áskoranir og tækifæri

Heilsufarsupplýsingar eru stór hluti af daglegu lífi okkar og fara víða – bæði innanlands og utan. Vinnslu þeirra fylgja flóknar reglur og áskoranir, sérstaklega þegar þær eru fluttar út fyrir landssteinana. Á þessum viðburði á vegum faghóps um persónuvernd ræðum við m.a. hvernig þessi mál standa í dag, hvaða upplýsingar þetta eru og hvaða reglur gilda en einnig hvaða tækifæri eru til nýtingar gagnanna.

Við byrjum á morgunkaffi, te og smákökum í salnum kl. 9 áður en erindin hefjast kl. 9:15. Áætlað er að viðburðurinn standi til klukkan 11 ef líflegar umræður skapast. 

Viðburðurinn verður haldinn hjá Íslenskri erfðagreiningu, Sturlugötu 8, 102 Reykjavík í salnum Tjörninni sem er til hægri þegar gengið er inn í húsið. 

Við hvetjum ykkur til að mæta, taka þátt í umræðum og efla tengslanetið. Ath. að ekki verður boðið upp á streymi frá viðburðinum.

Dagskrá:

  • Alþjóðaflutningur persónuupplýsinga og heilbrigðisrannsóknir
    Anna Kristín Úlfarsdóttir, fagdirektør í alþjóðadeild norsku Persónuverndar (Datatilsynet) og sérfræðingur í undirhópi Persónuverndarráðsins (EDPB) um alþjóðaflutning síðan 2018. Erindið var einnig haldið 16. október sl. í París á ráðstefnu um persónuvernd í heilbrigðismálum (EHDPC).

  • Heilsufarsupplýsingar – reglur, vernd og framtíðarmöguleikar
    Elfur Logadóttir, framkvæmdastjóri ERA og sérfræðingur í tæknirétti, fjallar um hvaða reglur gilda, um hverja þær gilda, hvernig gögnin eru vernduð í dag og hvað við getum gert til að bæta öryggi og nýtingu þeirra eða m.ö.o. hvernig er hægt að heyja túnið þannig að uppskeran verði að gagni.

  • Skipulag og starfsemi Datatilsynet
    Anna Kristín lokar svo viðburðinum með því að gefa okkur innsýn í hlutverk og starfsemi norsku Persónuverndarinnar.

Mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP)

Viðburður: Mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP)

Á fundinum verður fjallað um mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP) og praktísk atriði sem því fylgja. Við fáum til okkar fulltrúa Persónuverndar, Rebekku Rán Samper, sem mun fjalla um lagalegu kröfurnar og framkvæmd MÁP og persónuverndarfulltrúa Landspítalans, Elínborgu Jónsdóttur, sem mun deila reynslusögum frá spítalanum í tengslum við MÁP. 

Fundurinn verður haldinn í Háskóla Reykjavíkur í stofu M215, 5. desember nk., kl. 9 - 10:30. 

Við í faghópi um persónuvernd hvetjum alla þá sem hafa áhuga á persónuvernd og öryggi persónuupplýsinga til að mæta og taka þátt í umræðunni. 

Join the meeting now 

Kennslulausnir í skólastarfi

Click here to join the meeting

Hvað þarf til að kennslulausn fáist samþykkt til notkunar í skólum?

Á viðburðinum verður fjallað um ferðalag Reykjavíkurborgar um völdundarhús greininga og mats á kennslulausnum til að verja börnin okkar og komast hjá því að brjóta lög. 

Fyrirlesari:

Helen Símonardóttir er verkefnastjóri hjá Stafrænni Reykjavík og sinnir um þessar mundir stóru verkefni er snýr að hraðri innleiðingu á stafrænni tækni í grunnskólum borgarinnar. Hún er með B.Ed. í grunnskólakennarafræðum með 16 ára reynslu á því sviði og útskrifaðist með Master of Project Management frá Háskólanum í Reykjavík. 

Staður og stund: 

Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7, 107 Reykjavík og í streymi.

Þau sem hafa tök á eru hvött til að mæta á staðinn. 

Aðalfundur faghóps um persónuvernd

Aðalfundur faghóps um persónuvernd verður haldinn þriðjudaginn 9. maí klukkan 12. 

Dagskrá:

  • Starfsár gert upp
  • Kosning til stjórnar 
  • Önnur mál

Þeir sem vilja bjóða sig fram í stjórn eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á ragna.palsdottir@islandsbanki.is.

Rafræn vöktun og persónuvernd

Click here to join the meeting

Fyrr á þessu ári tóku gaf Persónuvernd út nýjar reglur um rafræna vöktun, nr. 50/2023. Fjallað verður um þær breytingar sem hinar nýju reglur hafa í för með sér og ýmis álitaefni sem hafa komið upp í tengslum við hlítingu við reglur af þessum toga.

Fundurinn fer bæði fram á Teams og staðfundi hjá IÐUNNI fræslusetri, Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík. Hvetjum sem flesta til að mæta á staðinn á meðan húsrúm leyfir.

Dagskrá:

09:00 - 09:05: Formaður faghóps um persónuvernd kynnir faghópinn og stýrir fundinum.

09:05 - 09:25: Bjarni Freyr Rúnarsson, sviðsstjóri öryggis og úttekta hjá Persónuvernd mun fara yfir nýlegar reglur um rafræna vöktun og helstu breytingar.

09:25 - 09:45: Hólmar Örn Finnsson, persónuverndarfulltrúi Mosfellsbæjar og ráðgjafi hjá ERA fjallar um rafræna vöktun hjá sveitarfélögum og helstu áskoranir.

09:45 - 9:50: Bergþóra Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Samtökum iðnaðarins fjallar um samráð við fyrirtæki og atvinnulíf við gerð regluverks.

09:50 - 10:00: Umræður og spurningar

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?