Hilton Suðurlandsbraut 108, Reykjavík
Stjórn Stjórnvísi,
Skv. ábendingum fagráðs var ákveðið að forgangsmál innan Stjórnvísi væri að rýna stefnu félagsins og uppfæra hana m.a.v. þann raunveruleika sem við komum til með að búa við næstu misserin. Hér fyrir neðan kemur dagskrá frá Þórunni M. Óðinsdóttur eigandi Intra ráðgjafar, fyrrverandi formaður Stjórnvísi og situr í fagráði félagsins sem ætlar að stýra þessari vinnu fyrir okkur:
Dagskrá 13. Jan:
- Núverandi staða:
- Rýnum hlutverk, framtíðarsýn, gildi og meginmarkmið Stjórnvísi. Veltum fyrir okkur hvernig mögulega hægt væri að þróa stefnu Stjórnvísi áfram m.a.v. raunveruleikann sem mun blasa við okkur eftir Covid.
- Undirbúningur fyrir fund:
- Skoða stefnu Stjórnvísi og velta fyrir sér umbótatækifærum miðað við raunveruleikann sem við teljum að gæti orðið eftir Covid
- Kíkja á glærurnar úr design thinking vinnunni sem Fjóla María stýrði, pössum samt upp á að við erum að sigla inn í allt annan veruleika en talið var þegar þessi greining var gerð
Dagskrá 14. jan:
- Framtíðarstaða:
- Vinnum áfram úr niðurstöðum gærdagsins, tökum ákvörðun um framtíðarhlutverk, framtíðarsýn, gildi og meginmarkmið félagins. Skilgreinum hvar og hvernig stefnan verður kynnt og helstu verkefni sem þarf að vinna til að innleiða nýja stefnu
- Undirbúningur fyrir fund: Velta fyrir sér hver framtíðarstefna gæti verið.
Praktísk mál:
- Til að fá sem besta vinnu þá stefnum við á að vera í fundarsal á Hilton með 2 metra á milli og með hámarks sóttvörnum. Möguleiki er á að vera með á Teams (ef fólk býr úti á landi