Sjálfstæði - færni - framfarir

Linkur á teams viðburð hér

Á næsta viðburði hjá faghópi markþjálfunar mun Bragi Þór Svavarsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar vera með rafrænan fyrirlestur um nýtt þróunarverkefni sem Menntaskólinn Borgarfjarðar er að innleiða og starfa eftir.

Bragi hyggst fjalla um þann góða grunn sem starf Menntaskóla Borgarfjarðar byggir á og ekki síst um það þróunarverkefni sem nú er í gangi. Áhersla skólans hefur frá stofnun verið að líta til hvers nemanda sem einstaklings sem þarf mismunandi leiðir í námi til að efla sig sem best.

Bragi Þór Svavarsson

Bragi Þór lauk prófi frá kennaradeild Háskólans á Akureyri árið 1999 og meistaraprófi í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2017. Hann tók við sem skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar í upphafi árs 2020 en þar áður starfaði hann  hjá Íslandsbanka,  frá árinu 2007, fyrst um fjögurra ára skeið sem þjónustustjóri en frá árinu 2011 sem breytingastjóri og deildarstjóri í tækniþjónustu bankans. Áður var Bragi Þór kennari við Grunnskólann á Varmalandi og síðan vefstjóri og umsjónarmaður kennslukerfis við Háskólann á Bifröst um sex ára skeið.

Menntaskóli Borgarfjarðar

Menntaskóli Borgarfjarðar er einkahlutafélag sem var formlega stofnað árið 2006. Frá upphafi undirbúnings Menntaskóla Borgarfjarðar var lögð á það áhersla að skólinn færi ótroðnar slóðir í starfsháttum og yrði í fremstu röð framhaldsskóla í uppeldi og kennslu. Meðal nýjunga í skólastarfi við stofnun skólans má nefna að stúdentsprófi luku nemendur að jafnaði á þremur árum, áhersla  lögð á leiðsagnarmat  í stað hefðbundinna prófa og nemendum skylt að nota fartölvu við nám sitt.  Við skólann er nú rekið skólaþróunarverkefnið „Menntun fyrir störf framtíðar“ það er liður í því markmiði skólans að fara ótroðnar slóðir og vera í fararbroddi þegar kemur að nái og kennslu.

Linkur á teams viðburð hér

 

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Abracadabra = Ég skapa þegar ég tala

Teamslinkur á fundinn
Til eru mismunandi sérhæfingar innan markþjálfunar eins og til dæmis stjórnendamarkþjálfun, lífsmarkþjálfun, heilsumarkþjálfun og svo er það sköpunargleðimarkþjálfun.

Markmið sköpunargleðimarkþjálfunar er að aðstoða fólk í sköpunargleðiferlinu, hvort sem það er til þess að skapa list, leysa vandamál eða skapa ný viðskiptatækifæri.

Sköpunargleði er sögð ein mikilvægasta hæfni nútímans og hefur verið skilgreind sem hugsanamynstur sem leiðir af sér nýjar og nytsamlegar hugmyndir. Góðar spurningar geta stýrt þessu hugsanamynstri á nýjar slóðir og hjálpað okkur að sjá ný tækifæri og lausnir.

Á þessum morgunfundi mun Birna Dröfn Birgisdóttir tala um sköpunargleðiferlið, töfrana sem geta gerst þegar við hugsum upphátt og hvernig markþjálfun getur nýst til þess að efla sköpunargleði fólks.

Birna Dröfn Birgisdóttir hefur rannsakað hvernig efla má sköpunargleði á meðal starfsmanna í doktorsnámi sínu við Háskólann í Reykjavík og hefur þjálfað hundruðir einstaklinga og fyrirtæki í sköpunargleði. Birna Dröfn er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Griffith University í Ástralíu. Einnig er hún stjórnendamarkþjálfi, hefur lært NLP (Neuro-linguistic programming) og mannauðsstjórnun og hefur meðal annars starfað við stjórnun og kennslu.

Teamslinkur á fundinn

Fjar-Aðalfundur faghóps um markþjálfun

Teamslinkur á aðalfundinn

Við boðum til aðalfundar faghóps um markþjálfun

Dagskrá aðalfundar:

  1. Dagskrá faghópsins síðastliðið starfsár
  2. Kosning stjórnar
  3. Fyrirhugaðir viðburðir næsta starfsárs
  4. Önnur mál.

Við leitum að fleirum sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í starf faghópsins til að fá inn nýja strauma og auka fjölbreytileika viðburða.

Áhugasamir hafi samband við Lilju, s. 867-6981, liljagu@gmail.com eða markthjalfun@stjornvisi.is

Hvernig velur þú markþjálfa?

Viðburðurinn fer fram á Teams. Linkur hér.

Hvernig velur þú þér markþjálfa?

Hvað þarf ég að hafa í huga þegar ég vel mér markþjálfa?

Hvaða kröfur geri ég til þess markþjálfa sem ég vil ráða?

Hvað er mikilvægt að hafa í huga?

Hvað er fagleg markþjálfun og hvað þýða þessar vottanir? 

Farið verður yfir helstu niðurstöður könnunar sem faghópurinn sendi út “Hvernig velur þú þér markþjálfa?” 

Einnig verður farið yfir og kynntar vottanir International Coaching Federation – ICF, hvað liggur á bak við þær og hvers vegna þær geta skipt máli.

Tilgangur faghóps markþjálfunar er að efla vitund um fagmennsku og virði markþjálfunar. Könnunin er leið okkar til að efla vitund og skoða hvernig samfélagið velur sér markþjálfa.

Fyrirlesarar eru Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og Lilja Gunnarsdóttir formaður faghóps markþjálfunar hjá Stjórnvísi. Ásta Guðrún og Lilja eru fyrrverandi formenn ICF Iceland og brenna fyrir því að efla vitund um fagmennsku og virði markþjálfunar.

Við værum þakklátar ef þú myndir svara könnuninni okkar (tekur 2 mínútur) og þú mátt gjarnan deila henni áfram. Hér er linkur á könnunina.

Verkefnið er unnið í samstarfi við ICF Iceland.

Linkur á teams viðburð.

Hvar liggur virði markþjálfunar að mati stjórnenda?

Linkur á fundinn 

Faghópur markþjálfunar tekur aftur upp þráðinn með stjórnenda spjallinu sem átti að vera í upphaf árs. Hér ætlum við að bjóða upp á samtal við þrjá stjórnendur sem hafa verið að nýta sér markþjálfun í starfi sínu. Þetta eru þau Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðsstjóri Advania, Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir starfsþróunarstjóri VÍS og Hólmar Svansson framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri.

  • Hvað græðir fyrirtækið/stofnunin?

  • Er nauðsynlegt að bjóða upp á markþjálfun fyrir stjórnendur/starfsfólk?

  • Er gott að stjórnendur/leiðtogar kunni aðferðina?

  • Hvers vegna ættu fyrirtæki/stofnanir að bjóða upp á markþjálfun eða senda starfsfólk sitt í markþjálfanám?

Þessum og ykkar spurningum munum við taka fyrir á þessum viðburði með þremur flottum stjórnendum og fá þeirra innsýn.

 

Viðburðurinn verður með þeim hætti að Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir úr stjórn faghóps markþjálfunar mun stýra umræðunni og hlusta eftir því hvernig aðferðin hefur nýst þeim í starfi þeirra sem stjórnendur og einnig hvernig hún nýtist mögulega þeirra starfsfólki.

 

Viðburðurinn er 45 mín og óskum við eftir því þátttakendur taki virkan þátt með því að spyrja þau spjörunum úr þannig að saman búum við til skemmtilegt flæði.

 

Sigrún Ósk Jakobsdóttir - Mannauðsstjóri Advania

Sigrún hefur unnið við mannauðsmál hjá Advania í rúm sex ár, þar af í eitt og hálft ár sem mannauðsstjóri. Áður starfaði hún sem ráðgjafi hjá Hagvangi. Hún tók grunnnám í sálfræði, meistarapróf í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði og lærði markþjálfun hjá CoachU og Opna háskólanum.

 

Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir - Starfsþróunarstjóri VÍS

Bergrún hefur unnið hjá VÍS síðustu 12 árin - lengst af sem stjórnandi í Einstaklingsþjónustu. Fyrir ári síðan færði hún sig yfir á mannauðssvið og starfar þar í dag sem starfsþróunarstjóri. Hún er viðskiptafræðingur í grunninn með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Situr í stjórn FKA framtíðar og er formaður LEAN faghóps Stjórnvísi.

 

Hólmar Svansson - Framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri

Hólmar er framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri. Hann hefur sinnt ýmsum stjórnunarstörfum í gegnum árin, meðal annars hjá Sæplast, Samskip, Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna. Hólmar starfaði um átta ára skeið sem stjórnendaráðgjafi hjá Capacent. Hólmar er Markþjálfi þó hann hafi ekki stundað formlega markþjálfun síðan hann lauk vottuðu námi hjá Evolvia 2016. Hann er bæði iðnaðarverkfræðingur og viðskiptafræðingur með MBA gráðu.


Fundurinn er á Teams.
Linkur á fundinn

 

The Team Coaching Revolution Is here. Are YOU ready?

Linkur á viðburð: https://us04web.zoom.us/j/73699155617?pwd=iUeubM4fjwM9YxxgEFE6GApAS7uD4V.1

 

Viðburðurinn er á ensku


Lausnir dagsins í dag voru ekki hannaðar til að leysa áskoranir morgundagsins.

David Clutterbuck prófessor er einn af brautryðjendum markþjálfunar (coaching) og teymisþjálfunar (Team Coaching). David mun gefa okkur innsýn inn í hvað teymisþjálfun er og hvernig hún getur skilaði fyrirtækjum árangri ásamt því að svara fyrirspurnum í lokin.  

Today's solutions were not designed to solve tomorrow's challenges. Companies are facing a new set of obstacles and are struggling to solve them using yesterday's solutions.

Few organizations are prepared for the transition from the "heroic CEO" model to the cohesive team approach needed in an increasingly VUCA world.

A new model of leadership is needed. One that can deliver swift results and remove the limits of traditional organizational development.

Team coaching requires a significantly different set of additional skills compared to one-to-one coaching. David will give us insight into what team coaching is and explores how it differs from team building, team facilitation and other interventions and how organization can benefit from team coaching.

 

About Professor David Clutterbuck

David is an international pioneer of coaching and mentoring. He is the author of 70 books, and is well-known internationally as a keynote speaker.

Named No. 1 Influencer on European Coaching, David is one of Marshall Goldsmith’s Global 100 leading coaches. He is also Co-Founder and Special Ambassador of the European Mentoring & Coaching Council (EMCC).

David is Practice Lead of Coaching & Mentoring International, a global educational network, and one of the international pioneers of coaching and mentoring.

David is visiting coaching & mentoring Professor at over 4 universities, including Henley Business School & Oxford Brookes.

https://davidclutterbuckpartnership.com/

Linkur á Teamsviðburð hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?