Sjálfstæði - færni - framfarir

Linkur á teams viðburð hér

Á næsta viðburði hjá faghópi markþjálfunar mun Bragi Þór Svavarsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar vera með rafrænan fyrirlestur um nýtt þróunarverkefni sem Menntaskólinn Borgarfjarðar er að innleiða og starfa eftir.

Bragi hyggst fjalla um þann góða grunn sem starf Menntaskóla Borgarfjarðar byggir á og ekki síst um það þróunarverkefni sem nú er í gangi. Áhersla skólans hefur frá stofnun verið að líta til hvers nemanda sem einstaklings sem þarf mismunandi leiðir í námi til að efla sig sem best.

Bragi Þór Svavarsson

Bragi Þór lauk prófi frá kennaradeild Háskólans á Akureyri árið 1999 og meistaraprófi í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2017. Hann tók við sem skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar í upphafi árs 2020 en þar áður starfaði hann  hjá Íslandsbanka,  frá árinu 2007, fyrst um fjögurra ára skeið sem þjónustustjóri en frá árinu 2011 sem breytingastjóri og deildarstjóri í tækniþjónustu bankans. Áður var Bragi Þór kennari við Grunnskólann á Varmalandi og síðan vefstjóri og umsjónarmaður kennslukerfis við Háskólann á Bifröst um sex ára skeið.

Menntaskóli Borgarfjarðar

Menntaskóli Borgarfjarðar er einkahlutafélag sem var formlega stofnað árið 2006. Frá upphafi undirbúnings Menntaskóla Borgarfjarðar var lögð á það áhersla að skólinn færi ótroðnar slóðir í starfsháttum og yrði í fremstu röð framhaldsskóla í uppeldi og kennslu. Meðal nýjunga í skólastarfi við stofnun skólans má nefna að stúdentsprófi luku nemendur að jafnaði á þremur árum, áhersla  lögð á leiðsagnarmat  í stað hefðbundinna prófa og nemendum skylt að nota fartölvu við nám sitt.  Við skólann er nú rekið skólaþróunarverkefnið „Menntun fyrir störf framtíðar“ það er liður í því markmiði skólans að fara ótroðnar slóðir og vera í fararbroddi þegar kemur að nái og kennslu.

Linkur á teams viðburð hér

 

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Markþjálfun og leiðtoginn

Nánari upplýsingar síðar

Hvernig markþjálfun getur nýst í mannauðsstjórnun

Linkur á fund hér

 

Hvernig markþjálfun getur nýst í mannauðsstjórnun

Nánari upplýsingar síðar.

 

Fyrirlesari:

Anna María hefur innsýn í fjölbreytt fyrirtækjaumhverfi bæði hérlendis og erlendis, þar sem hún hefur starfað sem mannauðsstjóri í yfir 20 ár hjá fyrirtækjum í ýmsum greinum atvinnulífsins, rekið eigið fyrirtæki með stjórnendaþjálfun, námskeið og fyrirlestra m.a. tengda verkfærum markþjálfunar. Hún starfar nú sem mannauðsráðgjafi hjá 2.stærsta sveitarfélagi landsins Kópavogsbæ, þar sem hún sinnir m.a. Verkefnastjórnun í innleiðingum ásamt ráðgjöf og aðstoð stjórnenda við ýmis mannauðsmálefni. Frá því Anna María lærði Markþjálfun árið 2006 hefur hún nýtt sér aðferðafræðina í starfi, er með virka PCC vottun frá alþjóðasamtökum ICF. Hún er jafnframt ein af stofnendum ICF Ísland, þar sem Anna María gegndi m.a. bæði varamennsku og formennsku félagsins ásamt því að hafa setið í stjórn ICF Norge. Anna María er með executive MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Áhugamál Önnu Maríu er almenn útivist og þá helst: fjallgöngur, fjallahjól, blómarækt, fluguveiði og skíði.

Linkur á teams fund hér

Eldri viðburðir

Frestað til 4 mars - Hvernig markþjálfun getur nýst í mannauðsstjórnun

Frestað 

Linkur á fund hér

Hvernig markþjálfun getur nýst í mannauðsstjórnun

Nánari upplýsingar síðar.

Fyrirlesari:

Anna María hefur innsýn í fjölbreytt fyrirtækjaumhverfi bæði hérlendis og erlendis, þar sem hún hefur starfað sem mannauðsstjóri í yfir 20 ár hjá fyrirtækjum í ýmsum greinum atvinnulífsins, rekið eigið fyrirtæki með stjórnendaþjálfun, námskeið og fyrirlestra m.a. tengda verkfærum markþjálfunar. Hún starfar nú sem mannauðsráðgjafi hjá 2.stærsta sveitarfélagi landsins Kópavogsbæ, þar sem hún sinnir m.a. Verkefnastjórnun í innleiðingum ásamt ráðgjöf og aðstoð stjórnenda við ýmis mannauðsmálefni. Frá því Anna María lærði Markþjálfun árið 2006 hefur hún nýtt sér aðferðafræðina í starfi, er með virka PCC vottun frá alþjóðasamtökum ICF. Hún er jafnframt ein af stofnendum ICF Ísland, þar sem Anna María gegndi m.a. bæði varamennsku og formennsku félagsins ásamt því að hafa setið í stjórn ICF Norge. Anna María er með executive MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Áhugamál Önnu Maríu er almenn útivist og þá helst: fjallgöngur, fjallahjól, blómarækt, fluguveiði og skíði.

Linkur á teams fund hér

Hvernig á að stofna og markaðssetja eigin rekstur

Faghópur markþjálfunar vekur athygli á viðburði ICF Iceland sem kynna hvernig á að stofna og markaðssetja eigin rekstur.

 

Lella Erludóttir og Valdís Hrönn Berg fara yfir það hvernig eigi að stofna og markaðssetja eigin rekstur og svara spurningum.

Enginn aðgangseyrir fyrir félagsmenn ICF Iceland.

Aðrir velkomnir en greiða 4.900 kr.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/hvernig-a-ad-stofna-og-markadssetja-eigin-rekstur-1

Verðlaunahafi Nordic Baltic Awards kynna innleiðingu markþjálfunarmenningar

Faghópur markþjálfunar vekur athygli á viðburði ICF Iceland sem kynnir verðlaunahafa Nordic Baltic Awards ICF.

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir MCC og stjórnendamarkþjálfi vinningshafi Nordic Baltic Coaching Awards og Hulda Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri DK hugbúnaðar kynna vegferðina frá hugmynd til verðlauna.

Ásta og Hulda kynna vegferð DK hugbúnaðar við innleiðingu á markþjálfunarmenningu innan fyrirtækisins. Verkefnið hlaut Emerging Organization heiðursverðlaun á Nordic Baltic Awards síðastliðið vor. Heiðursverðlaunin eru veitt fyrir fyrsta flokks markþjálfunarverkefni innan skipulagsheilda.

Skráning á https://www.icficeland.is/events/asta-verdlaunahafi-nordic-baltic-awards-kynnir-vegferd-sina/form

Nánari upplýsingarog skráning:

https://www.icficeland.is/events/asta-verdlaunahafi-nordic-baltic-awards-kynnir-vegferd-sina

Stjórnandi í fyrsta sinn: raunstaða, áskoranir og tækifæri

Það að verða stjórnandi í fyrsta sinn eru ákveðin tímamót og margt getur komið á óvart. Nýtt hlutverk, nýjar væntingar og ný ábyrgð geta vakið eftirvæntingu, tilhlökkun, efa og óöryggi.
 
Nú er það í þínum verkahring að leiða fólk, taka ákvarðanir, hafa yfirsýn og halda utan um bæði verkefni, fólk og samskipti. Á sama tíma ert þú að læra hvað felst í þessu nýja hlutverki og hvernig þú átt að fóta þig í því. Í raun er hlutverk nýrra stjórnenda fullt af mótsögnum: þú átt að vera leiðtogi en ert sjálf/ur að læra. Þú átt að vera styðjandi en þarft sjálf/ur stuðning. Þú átt að halda ró þinni en finnur kannski fyrir ótta og efa.
 
Þessi vegferð getur verið ótrúlega krefjandi. Þér er treyst fyrir hlutverki, verkefnum og ábyrgð og færð tækifæri til að þróast og vaxa í starfi, en þér er ekki endilega kennt hvað stjórnendahlutverkið felur í sér og hvernig best er að nálgast það.
 
Í þessu erindi munum við fjalla um og skoða hvað það raunverulega þýðir að stíga inn í stjórnendahlutverk í fyrsta sinn og hvernig við getum tekist á við þær áskoranir og þau tækifæri sem hlutverkið felur í sér af festu, styrk, alúð og mildi.

 

Fundurinn verður haldinn á zoom - sjá hlekk hér fyrir neðan

Meeting ID: 874 6306 1748
Passcode: 571594
 

 

 

Helgi Guðmundsson hefur ástríðu fyrir hjálpa stjórnendum og vinnustöðum að skapa umgjörð og menningu þar sem fólk og teymi geta þrifist og mætt til leiks með sitt besta. Helgi er fyrirtækjaþjálfi með bakgrunn í vinnu- og fyrirtækjasálfræði með mikla reynslu af agile- og lean nálgunum á stjórnun, þróun öflugra teyma og vöruþróun.
 
Lella Erludóttir elskar að gera vinnustaði mannlegri og styðja við fólk að lokka fram sitt sannasta og besta sjálf í starfi. Lella er PCC markþjálfi og hefur fjölbreyttan bakgrunn og reynslu frá markaðsmálum, mannauðsstjórn, strategíustarfi og að styðja við leiðtoga og stjórnendur í viðskiptalífinu.

Test

https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_YjUzMWJhZGYtN2ZhMC00NzJkLWE5NTgtYWJjOTk0YTUzZDhi%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%223db825e4-4612-4be8-a05f-3a00b6184832%22%2c%22Oid%22%3a%22c25d71fb-2447-4c4e-b409-006ca4d4818e%22%7d

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?