Skilvirk valdefling stjórnenda - með aðferð markþjálfunar

Click here to join the meeting

Í þessu erindi mun Matilda skoða hvernig markþjálfun nýtist til innri og ytri eflingar að bættum árangri og starfsþróun.

Hún mun leita svara við spurningum á borð við: 
Hvernig virkar verkfærið markþjálfun fyrir stjórnendur og hver er ávinningurinn?
Hvað getur stjórnandinn gert til að valdefla sig?
Hvað getur stjórnandinn gert til að valdefla stjórnendur sína?
Hvað getur stjórnandinn gert til að valdefla undirmenn?
 
Matilda Gregersdotter er eigandi Evolvia ehf. sem kennir alþjóðlega vottað markþjálfanám og hefur verið rekið síðan 2008. Matilda er vottaður MCC markþjálfi (Master Certified Coach frá International Coach Federation) frá 2013 og er sú eina á Íslandi með slíka vottun. Hún er MFA Master of Fine Arts í Iðnhönnun frá Konstfack í Stokkholmi og er menntuð í markþjálfun frá Texas University Dallas, Professional and Executive Coaching. Matilda er frumkvöðull í hönnun á þessu alþjóðlega vottaða námi sem Evolvia kennir og hefur þjálfað hundruði stjórnenda og aðila í aðferð markþjálfa hérlendis og erlendis.
 

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Skilvirk valdefling stjórnenda - með aðferð markþjálfunar!

Skilvirk valdefling stjórnenda - með aðferð markþjálfunar

 
Í þessu erindi mun Matilda skoða hvernig markþjálfun nýtist til innri og ytri eflingar að bættum árangri og starfsþróun.
Hún mun leita svara við spurningum á borð við: 
Hvernig virkar verkfærið markþjálfun fyrir stjórnendur og hver er ávinningurinn?
Hvað getur stjórnandinn gert til að valdefla sig?
Hvað getur stjórnandinn gert til að valdefla stjórnendur sína?
Hvað getur stjórnandinn gert til að valdefla undirmenn?

Tengdir viðburðir

Af hverju eru markþjálfun og hagnýting jákvæðrar sálfræði dúndur blanda?

Ragnheiður Aradóttir, fyrrverandi formaður Félags markþjálfa, hefur starfað sem stjórnendamarkþjálfi til umbreytinga í um 15 ár og hefur þjálfað mikinn fjölda stjórnenda og teyma bæði hérlendis og víða erlendis. Hún er sérfræðingur í eflingu mannauðs og hagnýtingu jákvæðrar sálfræði og hefur mikinn metnað fyrir því að hámarka virkni og árangur viðskiptavina sinna á þeirra forsendum. Hennar mottó er;

„Við stjórnum hugarfari okkar sjálf og getum því alltaf skapað okkur vinningsaðstæður“

Hún ætlar að fjalla um hvernig markþjálfun og hagnýting jákvæðrar sálfræði er dúndur blanda, til að stuðla að velsæld í starfi og leik.

Jákvæð sálfræði er ný fræðigrein sem beinir sjónum að heilbrigði, hamingju og því sem gerir venjulegt líf innihaldsríkara, frekar en að fást við sjúkdóma og vandamál. Hún rannsakar hamingju og hvað það er sem stuðlar að hamingju. Hvernig við getum kappkostað að eiga innihaldsríkt líf. Jákvæð sálfræði rannsakar samhengi milli hugsana – tilfinninga og hegðunar og einmitt þar er markþjálfun því afar tengdur þáttur – í ferlinu að þjálfa sig til að hagnýta jákvæða sálfræði með það að markmiði að vinna með hugarfarið, gildin okkar og eigingleika til að stuðla að velsæld í starfi og leik.

Ragnheiður er stofnandi og eigandi PROcoaching og PROtraining þar sem hún býður upp á vandaða markþjálfun til umbreytinga, teymisþjálfun og námskeið af ýmsum toga. Hún er með PCC (Professional Certified Coach) alþjóðlega gæðavottun frá ICF, stundaði meistaranám í Mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands, og er Dip. Master í Jákvæðri Sálfræði ásamt því að vera sáttamiðlari. Hún lætur sig mannréttindamál miklu varða, er varaformaður FKA (Félags kvenna í atvinnulífinu) og leggur sitt á vogarskálarnar til að hvetja til jafnréttis á öllum sviðum samfélagsins.

Starfsþróun & Markþjálfun: Hannaðu þína eigin starfsþróunarvegferð - með markþjálfun!

Click here to join the meeting
Unnur María Birgisdóttir, Þjálfunarsálfræðingur og Framkvæmdastjóri People Experience (Starfsupplifunar) hjá Geko, mun ræða um starfsþróun og hvernig Geko notar coaching (markþjálfun) til að hjálpa fólki að taka ábyrgð á eigin starfsþróun í sama starfi og/eða í breytingum frá einu starfi til annars. Coaching nýtist vel þegar við stöndum á tímamótum eða í kaflaskilum, þegar við viljum gera breytingar og vaxa enn frekar, hvort sem um er að ræða á sama stað eða frá einum stað til annars. 

Markþjálfun innan fyrirtækja

Nánar auglýst síðar

Eldri viðburðir

Árangursrík streitu- og vellíðunarstjórnun

Join on your computer or mobile app
Click here to join the meeting
Rafrænn viðburður: Microsoft Teams meeting

Árangursrík streitu- og vellíðunarstjórnun - Jafnvægi í lífi, leik og starfi.

Meginstef þessa erindis eru streituvarnir. Fjallað verður m.a. um gagnlegustu streituráðin, H-in 4, og lykilinn að árangursríkri streitu- og vellíðunarstjórnun.

Tilgangur fræðslunnar er að þátttakandi geti eftirleiðis verið sinn eigin ,,Orkumálaráðherra“ með því að ná tökum á streitustigi, tilfinningum og viðhorfi til viðfangsefna lífsins á uppbyggilegan hátt. Kennt verður á Streitukortið og hvernig megi gera einstaklingsbundna streituvarnaráætlun til framtíðar.

Lífið snýst ekki um að bíða eftir því að storminn lægi, heldur um það að læra að dansa í rigningunni…

Fyrirlesari: Aldís Arna Tryggvadóttir, ACC vottaður markþjálfi og streituráðgjafi hjá Heilsuvernd og Streituskólanum

Aldís Arna starfar sem fyrirlesari, streituráðgjafi og markþjálfi einstaklinga og teyma. Fræðsluerindin lúta einkum að markmiðasetningu í lífi, leik og starfi, heilbrigði (heildræn heilsa), jafnvægi (streituvarnir), hamingju og sátt. Hún heldur reglulega námskeið í valdeflingu og streituvörnum, skrifar streituráð og greinar á fréttamiðlum Heilsuverndar.

Nánari upplýsingar um fyrirlesara: Aldís Arna

Má bjóða þér í hressandi salibunu með hringekju ágreinings?

Click here to join the meeting
Könnun um ágreining. Farið verður yfir niðurstöður á viðburðinum.

Við vitum að það að takast á, skiptast á skoðunum, rökræða og vera ósammála er einn af lykilþáttum góðs teymis, heilbrigðs samstarfs og sambanda og leiðir ósjaldan til betri niðurstöðu en þegar ekki er tekist á.

En færnin og getan til að taka þátt í ágreiningi á uppbyggilegan máta er ekki sjálfgefin og kemur sjaldnast af sjálfu sér. Þröskuldur okkar er mishár og viðbrögð okkar ólík, hvenær við tökum ágreining persónulega og hvenær ekki, hverjir okkar „trigger“ punktar eru og hverjum við þolum að ýta á þá og hverjum ekki, og hvenær og hvenær ekki.

Í erindi sínu mun Sigríður fjalla um hvernig markþjálfun getur hjálpað okkur að takast á við ágreining á uppbyggilegan hátt, þjálfað okkur til þátttöku í ágreiningi og átökum. Segja frá þeirri nálgun sem hún notar í starfi sínu við ágreiningsþjálfun og eflir fólk í lífi og starfi með aukinni sjálfsþekkingu og vitund í kerfjandi aðstæðum.

Sigríður Ólafsdóttir  er PCC markþjálfi, eigandi Mögnum og hefur m.a. lokið námi í markþjálfun til að takast á við ágreining (conflict management coaching). Nánari upplýsingar um Sigríði á https://www.mognum.is/

Hvað er eiginlega þessi markþjálfun? Er þetta eitthvað í jólagjöf?

Click here to join the meeting

Faghópur Markþjálfunar í samstarfi við ICF Iceland halda viðburð um nýtingu markþjálfunar.

Fyrirlesarar eru þau Arnór Már Másson, Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og Ragnheiður Aradóttir, öll PCC vottaðir markþjálfar frá ICF Global og brenna þau öll fyrir fyrirfagmennsku í fagi markþjálfunar. Þau ætla að rýna í hvað gerir okkur að fagmönnum og hvernig er hægt að nýta markþjálfun? 

 

Arnór Már Másson deilir reynslu sinni af því að hjálpa fólki að finna sína hillu í lífinu. Hann segir frá því hvernig hann hjálpar marksækjendum að svara spurningunni: “Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?”. Einnig kemur hann inn á hvað er mikilvægt að horfa í þegar þrengir að hjá fólki á tímum covid. Hann deilir líka reynslu sinni af MCC (Master Certified Coach) vottunarferlinu og að vaxa og dafna faglega í gegnum súrt og sætt í lífinu.

Arnór Már er stofnandi og eigandi AM Markþjálfunar slf. og er með PCC (Professional Certified Coach) gæðavottun frá ICF (International Coach Federation). BSc í sálfræði frá HÍ og PDE í frumkvöðlafræði frá Keili, Hí og NMÍ. 

 

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir ætlar að tala um hvernig markþjálfun kom inní hennar líf og deila því hversu mikið trúverðugleiki markþjálfunar skiptir hana miklu máli. Hún segir frá því hvað hún brennur mikið fyrir þessu verkfæri. Henni finnst að allir sem læra markþjálfun og ætla að starfa við það, hafi góða og gilda menntun á bak við sig sem sýnir fram á að hæfni sé náð og votti sig einnig í framhaldi af því. Það eru mikil heilindi í markþjálfun, sem góður og faglegur markþjálfi þarftu að sýna það og sanna með hver þú ert, það getur tekur sinn tíma að öðlast slíkt traust. Ásta Guðrún er PCC (Professional Certified Coach) vottaður markþjálfi frá ICF Global síðan í apríl 2018 og stefnir á MCC (Master Certified Coach) innan nokkurra ára sem er hæsta stig vottunar fyrir einstaklinga.

Ásta Guðrún hefur verið sjálfstætt starfandi markþjálfi síðan ársins 2014 með fyrirtæki sitt Hver er ég - Markþjálfun og sinnir allskonar spennandi verkefnum einsog að vera leiðbeinandi í markþjálfanámi, stofnaði Markþjálfahjartað sem er árstíðaverkefni og hugsjón sem snýr að því að koma markþjálfun í menntakerfið á Íslandi, starfar hjá CoachHub og Landit sem markþjálfi fyrir leiðtoga út um allan heim, markþjálfar og heldur sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir skjólstæðinga Virk, situr í faghóp Markþjálfunar hjá Stjórnvísi, fyrrverandi formaður ICF Iceland svo eitthvað sé nefnt og með marga aðra bolta á lofti. Hún brennur fyrir umbreytingu sem er að hennar mati eina leiðin að innri vexti og skrifaði bók árið 2019 Markþjálfun Umturnar sem snýr að því hvernig markþjálfun getur meðal annarss nýst stjórnendum í menntakerfinu. Ásta myndi vilja breyta starfsheitinu sínu í "Umbreytingarþjálfi".

 

Ragnheiður, fyrrverandi formaður Félags markþjálfa, hefur starfað sem markþjálfi til umbreytinga í um 15 ár og hefur þjálfað mikinn fjölda stjórnenda og teyma bæði hérlendis og víða erlendis. Hún hefur mikinn áhuga á mannlegum möguleikum, styrkleikum einstaklingsins og hugarfari.  Hún segir að við höfum alltaf val enda er hennar mottó, að við stjórnum viðhorfi okkar sjálf og getum því alltaf skapað okkur vinnings aðstæður á einhvern hátt.

Hún ætlar að fjalla um hvernig jákvæð sálfræði og markþjálfun tengjast sterkum böndum og með hugarfarið að leiðarljósi eru því í raun engin takmörk sett varðandi hverju við getum áorkað og hvernig við getum þróað okkur með aðstoð markþjálfunar. Ragnheiður er stofnandi og eigandi PROcoaching og PROtraining þar sem hún býður upp á vandaða markþjálfun til umbreytinga, teymisþjálfun og námskeið af ýmsum toga. Ásamt eiginmanni sínum Jóni Þórðarsyni rekur hún viðburðafyrirtækið PROevents sem er eitt af leiðandi viðburðafyrirtækjum á Íslandi.  Hún er með PCC (Professional Certified Coach) alþjóðlega gæðavottun frá ICF, stundaði meistaranám í Mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands, og er Dip. Master í Jákvæðri Sálfræði ásamt því að vera sáttamiðlari. Hún stefnir á MCC (Master Certified Coach) í náinni framtíð. Hún lætur sig mannréttindamál miklu varða, er varaformaður FKA (Félags kvenna í atvinnulífinu) og leggur sitt á vogarskálarnar til að hvetja til jafnréttis á öllum sviðum samfélagsins.

 

Hluttekning og nánd á tímum fjarlægðar

Hlekkur á fundinn hér:

Join Microsoft Teams meeting

Glærur af fundinum eru hér
Þessi viðburður á vegum faghóps um leiðtogafærni fjallar um hluttekningu og nánd á tímum fjarlægðar. 

Áhersla á hluttekningu (e. Compassion), velvild og góð félagsleg tengsl í stjórnun og menningu vinnustaða hefur aldrei verið mikilvægari en nú. Slíkar áherslur geta reynst öflugt mótsvar við álagi , streitu, kulnun og þeim gríðarlegu breytingum sem við stöndum frammi fyrir. Þegar stjórnendur beita þessari tegund af tilfinningagreind og styrkleika, taka eftir fólkinu sínu, upplifun þeirra og sýna einlægan vilja til að gera eitthvað í málunum t.d. þegar á móti blæs getur ávinningurinn verið mikill.  

Í þessu erindi verður farið yfir hvað hluttekning sé, helstu einkenni hennar og ávinning. Þá verður skoðað hvað getur staðið í vegi fyrir því að hluttekning nái að þrífast í stjórnun og menningu vinnustaða. Og að lokum hvernig megi vinna með hagnýtum og strategískum hætti með hluttekningu svo að við komumst sífellt nær hinum mannlega vinnustað. 

Erindið er fyrir þá sem hafa áhuga á að auðga menningu vinnustaða og þeim sem trúa því að  aukin vellíðan starfsfólks skili víðtækum arði. Þetta geta verið stjórnendur, mannauðsstjórar, liðsstjórar, þeir sem vinna með ferla eða uppbyggingu menningar eða bara áhugafólk um flottar mannlegar nálganir.

 

Um fyrirlesara:

Ylfa Edith Fenger starfar sem senior sérfræðingur hjá Deloitte með áherslu á talent. Hún hefur rekið eigið ráðgjafarfélag og verið í ráðgjöf hjá Nolta ehf með áherslu á mannauðs-og stjórnendaráðgjöf, markþjálfun, fræðslu og þjálfun. Þá var hún mannauðsstjóri Marel í fjölmörg ár. Ylfa er með mastersgráðu í vinnusálfræði frá háskólanum í Lundi og BA próf í uppeldis- og menntunarfræðum frá HÍ.  Hún er vottaður markþjálfi með MA diploma í jákvæðri sálfræði.

 

Nánar um fyrirlesara: https://www.linkedin.com/in/ylfa-edith-fenger-97827986/ 


 

 

Markþjálfun við stjórnun mannauðs

Click here to join the meeting
Markþjálfun er hægt að nýta á ýmsa vegu innan fyrirtækja og hefur Advania tileinkað sér markþjálfun og markþjálfunartækni víða innan fyrirtækisins.

Íris Sigtryggsdóttir er fræðslustjóri Advania og markþjálfi og ætlar að gefa okkur innsýn í það hvernig Advania nýtir markþjálfun sem stuðning við stjórnendur og teymi innanhúss ásamt því að segja okkur frá því hvernig stjórnendur hafa hlotið þjálfun í þeim hluta markþjálfunar sem snýr að samtölum og virkri hlustun til þess að efla frammistöðu síns starfsfólks enn frekar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?