Stefnumótun í upplýsingatækni hjá fyrirtækjum í örum vexti

Viðskiptalífið hefur verið í blóma síðustu misseri og einna helst ferðabransinn. Mörg fyrirtæki í ferðabransanum hafa vaxið ört og hafa farið í gegnum stefnumótun með misjöfnum árangri. Stór þáttur í að geta aðlagast breyttu umhverfi er hæfni fyrirtækja til að tileinka sér nýja tækni með þeim hætti að hún styðji við hraðann vöxt.

 

Sigurjón Hákonarson framkvæmdastjóri OZIO ehf  mun fjalla stuttlega um hvaða áskoranir fyrirtæki í ferðabransanum eru að glíma við þegar kemur að stefnumörkun í upplýsingatækni samhliða því að vaxa hratt. Áskoranirnar sem fjallað verður um einskorðast ekki við fyrirtæki í ferðabransanum þó dæmin sem tekin eru tengjast honum.

 

Hvað líkt og ólíkt með ört vaxandi fyrirtækjum og rótgrónum fyrirtækjum þegar kemur að stefnumótun í upplýsingatækni, er raunverulega einhver munur?

 

 

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Áralangt svelti í uppbyggingu innviða hjá fyrirtækjum í örum vexti.

Viðskiptalífið hefur verið í blóma síðustu misseri og einna helst ferðabransinn. Mörg fyrirtæki í ferðabransanum hafa vaxið ört og hafa farið í gegnum stefnumótun með misjöfnum árangri. Stór þáttur í að geta aðlagast breyttu umhverfi er hæfni fyrirtækja til að tileinka sér nýja tækni með þeim hætti að hún styðji við hraðann vöxt. Sigurjón Hákonarson framkvæmdastjóri OZIO ehf  fjallaði í morgun á fundi á vegum faghóps um stefnumótun og árangursmat í Orange Project stuttlega um hvaða áskoranir fyrirtæki í ferðabransanum eru að glíma við þegar kemur að stefnumörkun í upplýsingatækni samhliða því að vaxa hratt. Áskoranirnar sem Sigurjón fjallað um einskorðast ekki við fyrirtæki í ferðabransanum þó dæmin sem tekin voru tengjast honum.  En hvað er líkt og ólíkt með ört vaxandi fyrirtækjum og rótgrónum fyrirtækjum þegar kemur að stefnumótun í upplýsingatækni, er raunverulega einhver munur?

Upplýsingatækni hefur þróast mjög ört frá 1995. Ör vöxtur fyrirtækja er búinn að vera á stuttum tíma og áralangt svelti í uppbyggingu innviða.  Í dag er nánast hægt að gera allt í símanum og huga þarf að nýrri persónuverndarlöggjöf en henni fylgja krefjandi verkefni.  Sigurjón kynnti fyrirtækið Ozio þar sem starfa 7 manns sem allir unnu áður í Expectus.  Ozio smíðar hugbúnaðarlausnir fyrir sharepoint og er í ráðgjöf varðandi skjalahögun og upplýsingahögun.  Lausnirnar sem þau eru með er stjórnargátt og fleiri minni kerfi.  Fyrirtæki byrja oft að halda utan um verkefni með Excel skjölum. Sigurjón nefndi dæmi um fyrirtæki sem var með 128 kerfi og 250 excelskjöl sem voru öll kerfi hvert og eitt út af fyrir sig. 

Þegar Sigurjón kom inn í ferðageirann sá hann að allar bókanir þ.e. á rútum, ferðamönnum o.fl. var í Excel-skjölum.  Allir þurftu að fara inn í Excelskjalið en einungis einn gat opnað skjalið í einu.  Sóunin var því gríðarleg og mikilvægt að smíða kerfi þar sem hver og einn gat skráð sig inn í kerfið á sama tíma.   Skipulagið kemur með kerfinu.  Samskipti við viðskiptavini eru gjarnan í formi tölvupósta sem liggja í einkapósthólfum starfsmanna og/eða sameiginlegum pósthólfum. Viðskiptamannaskráin er í fjárhagskerfinu en er jafnframt í Excel skjali sem söludeildin notar en tengist annars ekki öðrum kerfum.  Tengiliðir eru hvergi vistaðir miðlægt þeir eru í tengiliðalistum starfsmanna. Annað skipulag er í mörgum excel og wordskjölum sem sum tengjast en önnur ekki.  Ef nafni á einu skjali er breytt þá rofna allar tengingar og enginn finnur skjalið.  Þegar verið er að skipuleggja hvaða kerfi á að nota þá þarf kerfið að geta aðlagast breytingum.  Því má ekki smíða kerfi sem gerir ekki ráð fyrir annars konar viðskiptavinum. 

Almennar áskoranir í tengslum við stefnumótun eru skortur á skilningi og möguleikum tækninnar. Upplýsingatæknistefna er ekki tekin inn sem hluti af stefnumótun fyrirtækisins/félagsins.  Mörgum finnst erfitt að fjárfesta í upplýsingatækni.  Fulltrúi upplýsingatækni er ekki í framkvæmdastjórn vegna skorts á skilningi og möguleikum tækninnar.  Einstaklingar eiga oft erfitt með að breyta og hætta að vinna í því kerfi sem þeir eru vanir að vinna í.  Ein stærsta áskorunin er mannlegi þátturinn.  Í fyrirtækjum eru margar deildir t.d. söludeildin, fjármáladeild, þjónustudeild o.fl. og rígur oft á milli deilda sem lagast ef það eru búin til teymi frá öllum deildum.   Árangurinn er þá mældur í því hvernig teyminu gengur að þjóna viðskiptavininn en ekki deildin.  Bankar, tryggingafélög, Eimskip og Össur eru með skilgreinda upplýsingatæknistefnu en hún sést ekki hjá mörgum fyrirtækjum.  Stafræn framtíð/umbreyting skapar það að allir geta gert hlutina sjálfir.  Fyrirtæki þurfa að huga að stafrænni umbreytingu .  Stafræn umbreyting felst í að framkvæma hlutina í eins fáum skrefum og hægt er, nýta tæknina til að einfalda vinnuna, gera hlutina hraðar, nýta tæknina til að auðvelda samskipti og skilja stöðugt hvernig hægt er að gera hlutina betur.

Sigurjón hvatti fyrirtæki til að fara í stefnumótun í upplýsingatækni.  Greina hver eru lykilkerfi og hver ekki? Hvernig er fjármálum útdeilt, skilgreina upplýsingastefnu og setja upp stjórnskipulag (IT Governance)

  

Tengdir viðburðir

Stjórnarfundur faghóps um stefnumótun og árangursmat

Aðalfundur stjórnar faghópsins.

Framtíðarsýnin okkar - Stefnumörkun Norrænu ráðherranefndarinnar

Nánar síðar

Eldri viðburðir

Three dimensional leadership

Link to the meeting is here

Navigating the complexities of leadership in the modern business world can often feel like trying to solve a puzzle without all the pieces. The challenge lies in the multifaceted nature of leadership, where one-size-fits-all approaches fall short. This is a problem that leaders grapple with daily – how to effectively lead teams, build strong individual relationships, and maintain self-leadership amidst a dynamic and demanding environment.

This workshop will present the Three-dimensional Leadership - a framework that offers a holistic approach to leadership by addressing the dimensions of:

> 1:many (leading a team)

> 1:1 (building relationships with individuals you lead)

>m1 (self-leadership).

Join this interactive presentation to discover how this framework can help you gain clarity on which aspects of leadership feel overwhelming to you, and build strategies to address specifically your challenges.

The workshop is delivered by Anna Liebel, a Mindshifter helping managers get out of firefighter mode and become the proactive leaders they want to be.

GOOD GOOD markmiðasetning, teymisvinna og strategía unnin í OKR's (objective & key results) umhverfinu - innblásið af Intel og Google

Join the meeting now

GOOD GOOD er íslenskt vaxtafyrirtæki með 16 starfsmenn, þ.a. 7 í Bandaríkjunum. Á örfáum árum hefur GOOD GOOD hasslað sér völl sem eitt mest ört vaxandi smyrjufyrirtæki í Bandaríkjunum og fást verðlaunaðar og annálaðar vörur fyrirtækisin í um 6000+ verslunum þar í landi. Í þessu erindi mun Garðar Stefánsson, meðstofnandi og forstjóri GOOD GOOD, fjalla um hvernig markmið og stefnumörkun GOOD GOOD hafa verið knúin áfram með OKR's þar sem starfsólk, tekur virkan þátt í mótun á snjöllum markmiðum og mælanlegum árangri.

Saman á nýrri vegferð

Tengill á streymi 
Fjallað verður um mikilvægi samspils stefnu og fyrirtækjamenningar með áherslu á menningarvegferð Isavia s.l. tvö ár. Uppbyggileg fyrirtækjamenning þar sem hreinskiptin samskipti,  traust og góð samvinna ríkir er nauðsynleg forsenda þess að stefna nái fram að ganga, þannig eru stjórnendur og starfsfólk samstíga um að ná þeim árangri sem ætlað er að ná. 

Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar- og sjálfbærni hjá Isavia, mun kynna vegferð Isavia í átt að stefnumiðaðri stjórnun. Hvernig fyrirtækið hefur verið að vinna með menninguna til að skerpa grundvöll fyrir því að stefna félagsins nái árangursríkri framgöngu - að “menningin borði ekki stefnuna í morgunmat” eins og Peter Drucker sagði svo vel.

 

Fundurinn er haldinn hjá Isavia að Dalshrauni 3, Hafnarfirði. 
Tengill á streymi 

Skilvirk áhættustjórnun - betri árangur í rekstri.

Click here to join the meeting
Skilvirk áhættustjórnun verður sífellt mikilvægari í rekstri fyrirtækja. Kröfur til fyrirtækja og stofnana hafa aukist mikið síðustu ár, meðal annars í tengslum við auknar áherslur í sjálfbærni.

KPMG og Stjórnvísi bjóða til þessa fundar þar sem fjallað verður um áhættustjórnun út frá ýmsum sjónarhornum og kynna leiðir til að greina áhættu í rekstri og ná yfirsýn yfir þá áhættu sem skiptir mestu máli. Með skilvirkri áhættustjórnun geta fyrirtæki og stofnanir lækkað kostnað og náð betri árangri í rekstri.

Dagskrá:

Mikilvægi áhættustjórnunar - hvernig getur tæknin hjálpað okkur?

  • Sigurjón Birgir Hákonarson, stafrænar lausnir KPMG

    Innleiðing á sjálfbærni í áhættustýringu
  • Hafþór Ægir Sigurjónsson, forstöðumaður sjálfbærni hjá KPMG

    Hvernig nálgast ÁTVR áhættustýringu?
  • Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR

Fundarstjóri er Helena W. Óladóttir frá sjálfbærniteymi KPMG

Hvar: Borgartúni 27, 8. hæð og í streymi.
Hvenær: 6. desember nk. kl. 9:00. Boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8:30 og svo byrjar fundurinn stundvíslega kl. 9:00.

Innleiðing stefnu- og árangursviðmiða Háskóla Íslands og viðbrögð við nýjustu áskorunum

Click here to join the meeting

Katrín R. Frímannsdóttir, stefnu- og gæðastjóri Háskóla Íslands fjallar um hvernig staðið hefur verið að innleiðingu stefnu- og árangursviðmiða og viðbrögðum við áskorunum. 

Stefnu- og gæðastjóri starfar náið með æðstu stjórnendum skólans og er yfirmaður teymis á rektorsskrifstofu sem starfar að þessum málaflokkum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?