Faghópur um markþjálfun.
Fundur haldinn 22. febrúar
Efni fundar: „Markþjálfun sem stjórnendastíll“
Fundarstaður: Capacent, Borgartúni 27 á 1. hæð (KPMG húsinu)
Fyrirlesarar verða Hinrik Sigurður Jóhannesson rannsóknarstjóri hjá Capacent
og Bergþóra Ólafsdóttir mannauðsstjóri og markþjálfi hjá Betware.
Stjórnandinn sem markþjálfi
Tengdir viðburðir
Faghópur markþjálfunar vekur athygli á viðburði ICF Iceland sem kynna hvernig á að stofna og markaðssetja eigin rekstur.
Lella Erludóttir og Valdís Hrönn Berg fara yfir það hvernig eigi að stofna og markaðssetja eigin rekstur og svara spurningum.
Enginn aðgangseyrir fyrir félagsmenn ICF Iceland.
Aðrir velkomnir en greiða 4.900 kr.
Allar nánari upplýsingar og skráning
https://www.icficeland.is/events/hvernig-a-ad-stofna-og-markadssetja-eigin-rekstur-1
Eldri viðburðir
Verðlaunahafi Nordic Baltic Awards kynna innleiðingu markþjálfunarmenningar
Faghópur markþjálfunar vekur athygli á viðburði ICF Iceland sem kynnir verðlaunahafa Nordic Baltic Awards ICF.
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir MCC og stjórnendamarkþjálfi vinningshafi Nordic Baltic Coaching Awards og Hulda Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri DK hugbúnaðar kynna vegferðina frá hugmynd til verðlauna.
Ásta og Hulda kynna vegferð DK hugbúnaðar við innleiðingu á markþjálfunarmenningu innan fyrirtækisins. Verkefnið hlaut Emerging Organization heiðursverðlaun á Nordic Baltic Awards síðastliðið vor. Heiðursverðlaunin eru veitt fyrir fyrsta flokks markþjálfunarverkefni innan skipulagsheilda.
Skráning á https://www.icficeland.is/events/asta-verdlaunahafi-nordic-baltic-awards-kynnir-vegferd-sina/form
Nánari upplýsingarog skráning:
https://www.icficeland.is/events/asta-verdlaunahafi-nordic-baltic-awards-kynnir-vegferd-sina
Fundurinn verður haldinn á zoom - sjá hlekk hér fyrir neðan
https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_YjUzMWJhZGYtN2ZhMC00NzJkLWE5NTgtYWJjOTk0YTUzZDhi%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%223db825e4-4612-4be8-a05f-3a00b6184832%22%2c%22Oid%22%3a%22c25d71fb-2447-4c4e-b409-006ca4d4818e%22%7d
Aðalfundur faghóps um markþjálfun verður haldinn föstudaginn 9. maí klukkan 10:00 til 10:30 eftir viðburð í húsakynnum Lotu.
Fundardagskrá:
- Uppgjör á starfsári
- Kosning til stjórnar*
- Önnur mál
Faghópur um markþjálfun óskar eftir framboðum til stjórnarfólks.
Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á asta@hverereg.is
* Stjórnarfólk sér um fundarstjórnun á viðburðum þar sem sérfræðingar koma og fræða og efla félagsfólk faghópsins um þau málefni sem eru efst á baugi. Stjórn faghóps um markþjálfun fær til þess stuðning og fræðslu um fundarstjórnun og á fræðslukerfinu LearnCove sem heldur utan um alla viðburði faghópsins.
Trausti Björgvinsson framkvæmdarstjóri Lotu og Erlen Björk Helgadóttir mannauðsstjóri Lotu bjóða okkur í heimsókn föstudaginn 9. maí kl 9:00. Húsið opnar fyrir gesti 8:30.
Síðastliðin ár hefur Lotu markvisst unnið með menningu fyrirtækisins sem hefur leitt af sér háa starfsánægju sem mælist í 9 af 10 mögulegum. Menning fyrirtækisins hefur tekið stakkaskiptum og fyrir nokkrum árum hefði fáa grunað að þessi verkfræðistofa myndi í dag bjóða uppá frjálsan dans í hádeginu og að hvað þá að starfsfólkið tæki þátt. En hvað veldur ?
Þungamiðjan í menningarbreytingunni hefur verið markþjálfun og hafa allir stjórnendur Lotu lokið markþjálfunarnámi og er lögð mikil áhersla á virka hlustun , endurgjöf og berskjöldun í stjórnendastíl fyrirtækisins. Afleiðing þessa er aukið sálrænt öryggi sem meðal annars sýnir sig í að tekist er á við mál sem áður voru undir teppi og er heilbrigður ágreiningur tekinn í meira mæli en áður. Þannig koma vandamálin upp áður en þau þróast í eitthvað stærra og hægt er að eiga við þau fyrr. Félagstarf starfsfólk hefur einnig blómstrað og það hefur aukið samheldni í hópnum.
Góður árangur í þessum málum kemur ekki að sjálfu sér og Trausti og Erlen ætla að segja okkur frá þeirra reynslu af því sem virkað hefur vel og hvað ekki og vonast einnig eftir spurningum úr sal og góðu samtali við gesti um þau tækifæri og áskoranir sem fylgja því að vinna með menningu fyrirtækja.
Erlen er viðskiptafræðingur að mennt og með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá HÍ og hefur starfað við mannauðsmál og stjórnun mest af sínum ferli og lauk markþjálfunarnámi 2023. Trausti hefur áratugareynslu sem stjórnandi á Íslandi og erlendis, er verkfræðingur að mennt með diplómu í viðskiptum og ACC vottaður markþjálfi og teymisþjálfi og stjórnarmeðlimur ICF Iceland.
Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við ICF Iceland og mikilvægt er að skrá sig á heimasíðu Stjórnvísi. Viðburðinum verður ekki streymt og boðið verður uppá létta morgunhressingu fyrir þau sem mæta.
Ræktum tengslanetið og sjáumst !