Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Þjálfun stjórnarmanna í faghópum Stjórnvísi

Click here to join the meeting
Ósk um þennan fund kom frá stjórnendum í faghópum Stjórnvísi. Tilgangur fundarins er að kynna fyrir öllum í stjórnum faghópa félagsins starfsárið 2021-2022 ábyrgð og hlutverk stjórnarmanna og formanna faghópa.  Farið verður yfir hvernig stofna á viðburði, hvernig senda á út fréttir, siðareglur, mælaborð o.fl.  Megin markmiðið er að samræma vinnubrögð allra stjórna faghópa Stjórnvísi fyrir næsta starfsár.  Þetta verður skemmtilegur stuttur og áhugaverður fundur.  

Allir í stjórnum faghópa eru hvattir til að mæta á fundinn.
 
Dagskrá: 
1. Formaður Stjórnvísi setur fundinn og kynnir mælaborð félagsins
2. Framkvæmdastjóri fer örstutt yfir ábyrgð og hlutverk stjórnarmanna í faghópum.
3. Formaður faghóps um Leiðtogafærni fer yfir hvernig stofna á viðburð og samskipti stjórnar á Teams.

Undirbúningsfundur stjórnar Stjórnvísi fyrir starfsárið 2021-2022

Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar Stjórnvísi fyrir starfsárið 2021-2022.
Markmið vinnufundarins er að kynnast og stilla saman strengi fyrir næsta starfsár. 

Dagskrá fundar: 

 1. Yfirferð á framtíðarsýn, stefnu, gildumlögum og siðareglum.  
 2. Farið yfir aðganga stjórnar að SharepointTeams og allir að skrá sig í hópinn Stjórn Stjórnvísi til að fá aðgang að mælaborði.
 3. Þema ársins ákveðið og útfærsla rædd.  
 4. Kynning á reglubundnum verkefnum stjórnar.  
 1. Áhersluverkefni stjórnar.  
 2. Hópefli stjórnar – árlegur viðburður.  

Sam­fé­lags­skýrsla árs­ins – op­ið fyr­ir til­nefn­ing­ar

Til­nefn­ing­ar eyðu­blað og nán­ari upp­lýs­ing­ar um þá þætti sem horft er til við mat dóm­nefnd­ar má nálg­ast hér.
Festa, Stjórn­vísi og Við­skipta­ráð aug­lýsa eft­ir til­lög­um um fyr­ir­tæki eða stofn­un sem hlýt­ur við­ur­kenn­ingu fyr­ir Sam­fé­lags­skýrslu árs­ins 2021 (upp­gjör árs­ins 2020)

Sam­fé­lags­ábyrgð fyr­ir­tækja skipt­ir sam­fé­lag­ið sem og fyr­ir­tæk­in sjálf sí­fellt meira máli. Skýr stefna, fram­kvæmd og upp­lýs­inga­gjöf fyr­ir­tækja varð­ar leið að far­sæl­um rekstri.

Við­ur­kenn­ingu fyr­ir sam­fé­lags­skýrslu árs­ins hlýt­ur fyr­ir­tæki eða stofn­un sem birt­ir upp­lýs­ing­ar um sam­fé­lags­ábyrgð sína með mark­viss­um og vönd­uð­um hætti. Skýrsl­an get­ur ver­ið í formi vef­síðu, ra­f­ræns skjals eða öðr­um hætti sem hent­ar þeim sem hún á er­indi við, s.s. fjár­fest­um, við­skipta­vin­um, sam­starfs­að­il­um, yf­ir­völd­um og/eða al­menn­ingi.

 • Fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um er frjálst að til­nefna eig­in skýrslu.
 • Op­ið er fyr­ir til­nefn­ing­ar frá 3.maí – 24.maí 2021
 • Við­ur­kenn­ing­in verð­ur af­hent á við­burði þann 8.júní kl 12:00.
  Viðburðurinn er lokaður og boðið verð­ur upp á beint streymi.

  Í dóm­nefnd árs­ins sitja:
  Tóm­as N. Möller, yf­ir­lög­fræð­ing­ur Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna og formað­ur Festu
  Hulda Stein­gríms­dótt­ir , um­hverf­is­stjóri Land­spít­al­ans
  Kjart­an Sig­urðs­son, kenn­ari við Há­skól­ann í Reykja­vík

 

Eldri viðburðir

Aðalfundur Stjórnvísi 6.maí kl.12:00-13:00.

Aðalfundur Stjórnvísi 2021 verður haldinn á Teams 6. maí kl.12:00-13:00. 
Skráningu á fundinn þarf að vera lokið í síðasta lagi miðvikudaginn 5.maí kl.17:00.  Ástæðan er sú að staðfesta þarf að fundargestir séu örugglega félagar í Stjórvísi. Sendur verður linkur á þá sem hafa skráð sig rétt fyrir viðburðinn.

Óskað er eftir framboðum til stjórnar Stjórnvísi starfsárið 2021-2022(3) frestur til framboðs rennur út 29. apríl 2021.

Eitt framboð hefur borist í embætti formanns fyrir starfsárið 2021-2022:
Sigríður Harðardóttir, mannauðs-og gæðastjóri Strætó.  Sigríður situr í stjórn Stjórnvísi.

Á síðasta aðalfundi voru eftirtaldir aðilar kosnir til tveggja ára í stjórn Stjórnvísi:

 1. Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins (2020-2022).
 2. Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala (2020-2022)
 3. Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta og formaður faghóps um stafræna fræðslu (2020-2022)
 4. Jón Gunnar Borgþórsson, alþjóðlega vottaður stjórnendaráðgjafi (CMC), (2021-2022).  Jón Gunnar býður sig fram til eins árs, var kosinn í aðalstjórn (2019-2021)

Önnur framboð í stjórn (í stafrófsröð) sem kosið verður um á aðalfundi eru: 

    5. Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala (2021-2023)
    6. Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf. frá og með 01. maí 2021. (2021-2023)
    7. Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2021-2023)
    8. Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri, VIRK Starfsendurhæfingarsjóður (2021-2023). 
    8. Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Áfangastaðaáætlunar Suðurlands hjá Markaðsstofu Suðurlands. (2021-2023)
    9. Lilja Gunnarsdóttir, markþjálfi og sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg. (2021-2023)

Kosið verður í fagráð félagsins. Eftirtaldir bjóða sig fram í fagráð félagsins: 

1. Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LS ráðgjöf (2021-2023)
2. Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnarformaður Vottunar hf. (2020-2022)
3. Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsstjóri BL (2020-2022)
4. Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur (2021-2023)
5. Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra ráðgjafar (2020-2022)

Kosnir voru  á síðasta aðalfundi tveir skoðunarmenn til 2ja ára og bjóða eftirtaldir sig fram: 

Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2020-2022)
Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2021-2022)

Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:

 1. Kjör fundarstjóra og ritara.
 2. Skýrsla formanns.
 3. Skýrsla framkvæmdastjóra.
 4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
 5. Breytingar á lögum félagsins.
 6. Kjör formanns.
 7. Kjör stjórnarmanna til næstu ára
 8. Kjör fagráðs.
 9. Kjör skoðunarmanna reikninga.
 10. Önnur mál.

Ársreikningurinn verður aðgengilegur á vefsíðu félagsins strax að loknum aðalfundi. Þeir sem óska eftir útprentuðum ársreikningi er bent á að óska eftir því sérstaklega við framkvæmdastjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is

 

Hvernig halda á aðalfund (lokaður fundur fyrir stjórnir faghópa)

Click here to join the meeting

Á þessum stutta fundi verður farið örstutt yfir hvernig halda á aðalfund faghópa og hvað skuli tekið fyrir. Einnig verður farið í ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa.  

Með kærri kveðju,

Stjórn Stjórnvísi.

Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?