Grand hótel Sigtúni, 105 Reykjavík
Stjórn Stjórnvísi ,
Í tilefni afhendingar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2016 hinn 12.apríl nk. býður Stjórnvísi til hátíðarmóttöku á Grand hótel, Hvammi, kl. 16.00 til 18.00.
Hér má sjá lista yfir þá sem eru tilnefndir: https://www.stjornvisi.is/stjornunarverdlaunin/tilnefningar2016
Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Þrír stjórnendur verða verðlaunaðir en tæplega sjötíu stjórnendur hlutu tilnefningu til verðlaunanna og má sjá nöfn þeirra á vefnum https://www.stjornvisi.is/stjornunarverdlaunin/tilnefningar2016
Dagskrá:
Setning hátíðar: Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel á Íslandi og formaður Stjórnvísi.
Hátíðarstjóri: Jóhanna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangasviðs Innnes.
Fyrirlesarar: Þrír áhugaverðir fyrirlesarar munu flytja erindi sem tengist þema hátíðarinnar:
"Vegferð stjórnandans - leiðtogahlutverkið".
Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, yfirmaður rannsókna og greininga Plain Vanilla.
Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja.
Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
Ásta Bjarnadóttir formaður dómnefndar gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2016.
Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Félagsmenn Stjórnvísi eru sérstaklega boðnir velkomnir ásamt öllu fag- og áhugafólki um stjórnun.
Aðgangur er ókeypis!
Dómnefnd 2016 skipa eftirtaldir:
Ásta Bjarnadóttir, formaður dómnefndar og framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala.
Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofunnar
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Helgi Þór Ingason, prófessor og forstöðumaður MPM náms við Háskólann í Reykjavík.
Hjörleifur Pálsson, stjórnarmaður og ráðgjafi.
Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups.
Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins http://stjornvisi.is/stjornunarverdlaunin
Með kærri kveðju,
Gunnhildur Arnardóttir
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi