Grand Hótel, Háteigi 4.hæð Sigtún, Reykjavík
Stjórn Stjórnvísi ,
Stjórnvísi óskar öllum þeim sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlaunanna 2019 innilega til hamingju.
Smelltu hér til að sjá nöfn þeirra sem eru tilnefndir 2019
Í tilefni afhendingar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2019 hinn 28. febrúar nk. býður Stjórnvísi til hátíðarmóttöku á Grand hótel, Hvammi, kl. 16.00 til 18.00. Þema hátíðarinnar: Helstu áskoranir við að byggja upp traust og liðsheild í viðamiklum breytingum.
Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Veitt verða verðlaun í þremur flokkum.
Dagskrá:
Setning hátíðar: Þórunn M. Óðinsdóttir stjórnunarráðgjafi og formaður stjórnar Stjórnvísi.
Hátíðarstjóri: Guðrún Högnadóttir heiðursfélagi Stjórnvísi og framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi.
Fyrirlesarar: Tveir áhugaverðir fyrirlesarar munu flytja erindi sem tengist þema hátíðarinnar. Þetta eru þau Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri sölu-og þjónustu Icelandair og Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka.
Borghildur Erlingsdóttir formaður dómnefndar gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2019.
Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Félagsmenn Stjórnvísi eru sérstaklega boðnir velkomnir ásamt öllu fag- og áhugafólki um stjórnun.
Aðgangur er ókeypis!
Dómnefnd 2019 skipa eftirtaldir:
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Einkaleyfastofunnar.
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Viss ehf.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík.
Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins http://stjornvisi.is/stjornunarverdlaunin
Með kærri kveðju,
Gunnhildur Arnardóttir
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi