Tæknilega hliðin og mismunandi leiðir í framsetningu stafræns fræðsluefnis hjá Arion banka (Teams)

Join Microsoft Teams Meeting
Sífellt fleiri eru að átta sig á mikilvægi stafrænnar fræðslu og standa nú í innleiðingu eða hafa nýlokið við hana. Ýmsar hindranir verða þá í vegi fyrirtækja því að mörgu er að hyggja.

 

Á þessum morgunfundi ætla Hörður Bjarkason og Freyja Fanndal Sigurjónsdóttir hjá Arion banka að deila með okkur sinni upplifun í innleiðingu á stafrænni fræðslu hjá bankanum. Þau ætla að fara yfir hvaða leiðir þau hafa farið í framsetningu á fræðsluefni og hvaða tæknilegu hindranir hafa orðið á vegi þeirra. 

 

Í mannauðsstefnu Arion banka hefur stöðug þróun og fræðsla verið stórt áhersluatriði en þau ætla einnig að koma inn á hvernig þau hafa lagt sig fram við að gera fræðsluna þægilegri og aðgengilegri fyrir starfsfólk bankans.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Teams.
 

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Tæknilega hliðin og mismunandi leiðir í framsetningu stafræns fræðsluefnis hjá Arion banka

Faghópur um stafræna fræðslu hélt fund í morgun sem bar yfirskriftina Tæknilega hliðin og mismunandi leiðir í framsetningu stafræns fræðsluefnis hjá Arion banka. Sífellt fleiri eru að átta sig á mikilvægi stafrænnar fræðslu og standa nú í innleiðingu eða hafa nýlokið við hana. Ýmsar hindranir verða þá í vegi fyrirtækja því að mörgu er að hyggja.
Það voru þau Hörður Bjarkason og Freyja Fanndal Sigurjónsdóttir hjá Arion banka sem deildu með okkur sinni upplifun í innleiðingu á stafrænni fræðslu hjá bankanum. Þau fóru yfir hvaða leiðir þau hafa farið í framsetningu á fræðsluefni og hvaða tæknilegu hindranir hafa orðið á vegi þeirra. 
Í mannauðsstefnu Arion banka hefur stöðug þróun og fræðsla verið stórt áhersluatriði en þau komu einnig inn á hvernig þau hafa lagt sig fram við að gera fræðsluna þægilegri og aðgengilegri fyrir starfsfólk bankans.

Hörður og Freyja hófu erindið sitt á því að segja frá hvernig allt byrjaði hjá Arion banka.  Þau einsettu sér að vera í fararbroddi banka, verða besti stafræni bankinn.  Vegferðin hófst haustið 2016. Byrjað var á að 1.velja kerfi 2.innleiða 3.velja búnað 4.setja upp fyrsta fyrirlesturinn.

Í upphafi þegar verið var að velja kerfið var farið í að skoða hvaða eiginleika kerfin þurftu að hafa. Annars vegar námsumsjónarkerfi og hins vegar framleiðslukerfi. Námsumsjónarkerfi þurfti að hafa gott notendaviðmót, vera einfalt í notkun, geta haldið utan um áhorf, hýst mismunandi framsetningarform og hægt að setja upp kannanir. Varðandi framleiðslukerfin var horft til að það þurfti að geta búið yfir upptöku af skjá, unnið með hljóð, útbúa spurningakannir við fyrirlestur. En hvaða kerfi völdu þau?  Articulate 360.  En kerfið mætti ekki þeim þörfum sem þau voru að sækjast eftir. Kerfið bjó yfir ágætis tölfræði en uppfylli ekki aðrar þarfir.  Eloomi varð næst fyrir valinu og mætti öllum þeirra þörfum. Endalaust er til af kerfum.  Vyond er notað til að búa til grafík. Í office365 eru frábær forrit, Teams o.fl. 

Helstu áskoranirnar í innleiðingunni voru að tryggja að allir myndu byrja að nota kerfið þannig að það skilaði sínum tilgangi. Þetta var breyting á því hvernig upplýsingum var miðlað innanhúss. Einnig að sannfæra innanhússaðila til að framleiða stafrænt efni. Þetta var erfitt í byrjun en það sem hjálpaði mikið var breytingin í samfélaginu.  Nú eru allir orðnir vanir því að tala í myndavél og mike. T.d ef það var tal í fyrirlestrinum þá þurfti að ákveða hver ætti að tala.  Á t.d. að nota alltaf sömu röddina þ.e. rödd bankans? Þau ákváðu að fara þá leið að sérfræðingar á ákveðinni vöru væri rödd vörunnar. Nú er því engin ein rödd heldur margar.  Þetta varð því kúltúrbreyting.  En hvaða búnað þurfa starfsmenn?  Svarið var að byrja með það sem þú hefur þ.e. tölvuna og heyrnartól.  Í dag eru þau með upptökuherbergi með teppi á veggjunum og hafa fjárfest í útvarpsmíkrófón.  Þar með voru komin stúdíógæði.   Þetta var mikill munur því komin var föst stöð fyrir upptökuna.  Varðandi innri markaðssetningu þá fannst eldra starfsfólkinu þetta afskaplega spennandi og gaf sér lengri tíma til að sækja sér þekkingu.  Mikil markaðssetning var á innranetinu og var t.d. send kaka á þau útibú sem voru duglegust að horfa.

Einn þátturinn í mannauðsstefnu Arion er stöðug fræðsla, því er alltaf tengt við hana í stafrænni fræðslu.  Þannig innleiðist mannauðsstefnan enn frekar við fræðsluna og tengist. En hvernig var innri markaðssetningin notuð til að styðja við fræðsluna? Þau eru í reglulegu samstarfi við markaðsdeildina og eru alltaf með sömu litina. Fræðslan hefur brand innávið. Appelsínuguli liturinn er fræðslan til að fá fólk til að tengja við hlutinn.  Vörumerkið fræðsla er því tengd við þennan appelsínugula lit á bláum grunni.  En hvaða áskorun standa þau alltaf frammi fyrir?  Hvað þarf stöðugt að hugsa um?  Það er að það þarf stöðugt að vera að framleiða nýtt efni. Passa sig á í fyrirlestri að hafa hann eins tímalausan og hægt er, vísa ekki í myndir af fólki eða tala um daginn í dag bara til að einfalda vinnuna. Því betra sem handritið er því betri verður fyrirlesturinn.  Skrifa í Word skjal það sem á að segja. 

Í dag eru í fræðslu notuð leikin myndbönd, kannanir/próf, lesefni, greinar, fréttabréf, glærushow með voiceover, upptaka af skjá, grafísk myndbönd/animated cartoons, hlaðvörp, glærushow með interactive þátttöku, hljóðbækur, fjarfundir, umræðuhópar, fjarfundur á Teams og allt hitt.  En af hverju er verið að setja fram fræðsluefni á svona marga mismunandi vegu?  Það er vegna þess að markhópurinn er ólíkur og fræðsluefnið einnig.   

Ekki eru allir fyrirlestrar skylda heldur einungis hluti fræðslunnar.  Að lokum mæltu þau með að hafa frekar færri en fleiri skyldufyrirlestra.  Saman látum við góða hluti gerast voru lokaorðin í þessum flotta fyrirlestri.   

Eldri viðburðir

Aðalfundur faghóps um stafræna fræðslu

Aðalfundur faghóps um stafræna fræðslu verður haldinn mánudaginn 8. maí klukkan 11:00 til 12:00 í gegnum Teams (hlekkur á fund).

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Störf stjórnar felast í skipulagningu 4-5 fræðsluviðburða á hverri önn. Í stjórninni er lögð áhersla á teymisvinnu þannig að vinnuálagi sé dreift jafnt á milli stjórnarmeðlima.

Þau sem vilja bjóða sig fram í stjórn, vinsamlega sendið tölvupóst á gudmundsdottir@unglobalcompact.org.
Staða formanns faghópsins er jafnframt laus en sú staða felur í sér mikilvæga yfirsýn, samhæfingu og skipulagningu heildarinnar.

Innleiðing náms-og fræðslukerfa (LMS)

Click here to join the meeting

Á fundinum fer Baldur Vignir Karlsson yfir innleiðingu á náms-/fræðslukerfum og helstu atriðum sem þarf að huga að við undirbúning. Einnig fer hann yfir mikilvægi góðra samskipta við innleiðingu á LMS kerfum.

Baldur Vignir er framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins RevolNíu, situr í stjórn Stjórnvísis og er verkefnastjóri innleiðingar nýs fræðslukerfis fyrir félagið. Hann hefur einnig veitt ráðgjöf varðandi eloomi til ýmissa fyrirtækja og var yfir innleiðingu eloomi á Landspítalanum frá 2019-2022.

 

Fræðslukerfið LearnCove, fræðslusafn Akademias og Brimskólinn

Join Zoom Meeting
https://us06web.zoom.us/j/88591727898?pwd=ZkVlSUtGRmF0NXBpbFBncGltSjQ0Zz09

Meeting ID: 885 9172 7898
Passcode: 427669
One tap mobile
+13462487799,,88591727898#,,,,*427669# US (Houston)
+13602095623,,88591727898#,,,,*427669# US

EKKI NOTA TEAMS HLEKKINN  - NOTIÐ HLEKKINN HÉR AÐ OFANVERÐU

 

Click here to join the meeting

Í þessu erindi kynnir Aðalheiður Hreinsdóttir íslenska fræðslukerfið LearnCove, Guðmundur Arnar Guðmundsson kynnir fræðslusafn Akademias og Pálmi Ingólfsson kynnir Brimskólann.

Viðburðurinn verður haldinn í húsnæði Akademias í Borgartúni 23. Einnig verður hægt að nálgast hann rafrænt og verður tengill á viðburðinn sendur á skráða þátttakendur þegar nær dregur.

Dagskrá

Fræðslukerfið LearnCove
Aðalheiður Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri LearnCove, segir frá því hvernig LearnCove er notað í fræðslu, námskeið og ferla hjá rúmlega 40 fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum í dag. LearnCove styður stað- og fjarnámskeið, verkefnavinnu, spurningalista og fleira en sérhæfir sig í samtengingu fræðsluaðila og fyrirtækja.

Fræðslusafn Akademias
Guðmundur Arnar, framkvæmdastjóri Akademias, segir frá reynslu Akademias af því að vinna með tugum íslenskra vinnustaða. Hann mun deila þekkingu Akademias á hvernig vinnustaðir geta hámarkað árangur starfsmannafræðslu með LearnCove.

Brimskólinn
Pálmi Ingólfsson frá Brim kynnir að lokum sýn Brim varðandi nýjan fræðsluvef fyrirtækisins, Brimskólann.

Framtíðin er björt

Aðalfundur faghóps um stafræna fræðslu

Boðað til aðalfundar faghóps um stafræna fræðslu.
 
Dagskrá fundar:

  1. Dagskrá faghópsins síðastliðið starfsár
  2. Kosning stjórnar
  3. Næsta starfsár
  4. Önnur mál

Áhugasamir hafi samband við Auði Hrefnu, s. 618-1040.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?