velvirk(.is)ir stjórnendur

 

Join Microsoft Teams Meeting        Sjá upplýsingar um tengingu inn á fundinn hér neðst.

Ingibjörg Loftsdóttir og Sara Lind Brynjólfsdóttir kynna gagnlegan fróðleik og ráð fyrir stjórnendur á velvirk.is sem er vefsíða forvarnarverkefnis VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs.

Við lifum í samfélagi þar sem sífellt fleiri virðast heltast úr lestinni vegna tímabundinna eða langvarandi veikinda. Svo virðist sem hluti af þessum veikindum sé til kominn vegna langvarandi álags bæði í starfi og einkalífi. Velvirk-síðunni er ætlað að halda utan um upplýsingar og gagnleg ráð fyrir starfsmenn og stjórnendur í forvarnarskyni. Síðan fór í loftið í lok árs 2018 og nýtt efni hefur bæst við reglulega síðan. 

Í þessari kynningu verður farið yfir það efni síðunnar sem einkum snýr að stjórnendum. Nefna má efni sem talar til ástandsins vegna COVID-19 svo sem upplýsingar og ráð til stjórnenda um fjarvinnu, hvernig taka eigi á óöryggi og áhyggjum á vinnustað, hvernig virkja megi fólk á fjarfundum og bregðast við fjarfundaþreytu. Einnig er rætt um breytingar sem reikna má með að verði á skrifstofunni í kjölfar faraldursins. 

Sagt verður frá umfjöllun um stjórnunarhætti, traust, merkingu, viðurkenningu og virðingu, lífshættulega stjórnun, streitu stjórnandans, óréttlæti, opin vinnurými, hamingju, teymisvinnu og „Streitustigann“ - svo fátt eitt sé nefnt. Einnig bent á stutt viðtöl við stjórnendur sem hafa verið að fara nýjar leiðir á sínum vinnustöðum.

Ef tími gefst til verður tæpt á áhugaverðu almennu efni á síðunni sem gagnast getur flestum óháð starfsheiti eða atvinnuþátttöku.


Gagnlegar upplýsingar varðandi tengingu inn á fundinn og fleira tengt því:

Gott er að mæta snemma og skrá sig inn, Teams fundurinn er boðaður frá kl 11:30 þó hann hefjist ekki formlega fyrr en kl 11:45. Við mælum með að mæta 5 mínútum áður en fundurinn á að hefjast til þess að hafa nægan tíma til þess að kveikja á fundinum og koma sér vel fyrir. 
- Hægt er að fylgjast með fundinum á hvers kyns skjá; fartölvu-, síma- eða spjaldtölvuskjá. Við mælum með tölvu til þess að tryggja besta upplifun. 
- Gott er að vera viss um að vera í góðu netsambandi. 
- Þú getur sent inn spurningar á meðan á fundinum stendur og einnig verður hægt að svara nokkrum skoðanakönnunum. 
- Ef þú lendir í vandræðum með að tengjast fundinum er hægt að senda póst á stjornvisi@stjornvisi.is  

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

velvirk(.is)ir stjórnendur

Fundurinn var tekinn upp og aðgengilegur á Facebooksíðu Stjórnvísi. Ingibjörg Loftsdóttir og Sara Lind Brynjólfsdóttir kynntu gagnlegan fróðleik og ráð fyrir stjórnendur á velvirk.is sem er vefsíða forvarnarverkefnis VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs. Rúmlega 100 manns mættu á fundinn sem var einstaklega fróðlegur.

Við lifum í samfélagi þar sem sífellt fleiri virðast hellast úr lestinni vegna tímabundinna eða langvarandi veikinda. Svo virðist sem hluti af þessum veikindum sé til kominn vegna langvarandi álags bæði í starfi og einkalífi. Velvirk-síðunni er ætlað að halda utan um upplýsingar og gagnleg ráð fyrir starfsmenn og stjórnendur í forvarnarskyni. Síðan fór í loftið í lok árs 2018 og nýtt efni hefur bæst við reglulega síðan. 

Í þessari kynningu var farið yfir það efni síðunnar sem einkum snýr að stjórnendum. Nefna má efni sem talar til ástandsins vegna COVID-19 svo sem upplýsingar og ráð til stjórnenda um fjarvinnu, hvernig taka eigi á óöryggi og áhyggjum á vinnustað, hvernig virkja megi fólk á fjarfundum og bregðast við fjarfundaþreytu. Einnig var rætt um breytingar sem reikna má með að verði á skrifstofunni í kjölfar faraldursins. 

Sagt var frá umfjöllun um stjórnunarhætti, traust, merkingu, viðurkenningu og virðingu, lífshættulega stjórnun, streitu stjórnandans, óréttlæti, opin vinnurými, hamingju, teymisvinnu og „Streitustigann“ - svo fátt eitt sé nefnt. Einnig bent á stutt viðtöl við stjórnendur sem hafa verið að fara nýjar leiðir á sínum vinnustöðum.

Tengdir viðburðir

Hentar vinnurýmið öllum jafnvel?

Eru vinnustaðir almennt að taka tillit til mismunandi þarfa starfsfólks? 
Rannsóknir sýna að við höfum ólíkar þarfir þegar kemur að einbeitingu og vinnurýmum. Eru vinnustaðir t.d. að huga að þörfum skynsegin einstaklinga?

Nánari upplýsingar síðar. 

Siðferðisleg streita (moral stress) á vinnustað

Hvað er siðferðisleg streita? Hvernig lýsir hún sér? Hvað er til ráða?

Nánari upplýsingar síðar.

Heilsuefling á vinnustað

Við heyrum frá vinnustað/vinnustöðum - hvað er verið að gera í heilsueflingu? 

Nánari upplýsingar síðar. 

Eldri viðburðir

Hvað ef vinnan væri góð fyrir geðheilsuna?

Click here to join the meeting

Helena Jónsdóttir, sálfræðingur og stofnandi Mental ráðgjöf, heldur fræðslufyrirlestur sem ætlað er að veita upplýsingar og vekja viðstadda til vitundar um mikilvægi þess að huga að geðheilbrigði á vinnustað.

Farið er yfir þær helstu áskoranir sem stjórnendur fyrirtækja og stofnana standa frammi fyrir
þegar kemur að geðheilbrigði á vinnustað. Farið er yfir þau helstu atriði í stjórnun og
vinnufyrirkomulagi sem líkleg eru til að draga úr eða efla geðheilsu starfsfólks og um ábyrgð
fyrirtækja, stjórnenda og starfsfólksins sjálfs í að hlúa að geðheilbrigði á vinnustað.
Fjallað verður um helstu einkenni geðvanda sem starfsfólk getur fundið fyrir sem og
möguleg áhrif slíks vanda á frammistöðu, líðan og starfsánægju. Farið verður yfir það
hvernig starfsfólk og stjórnendur geta lært að bera kennsl á þessi einkenni og hvenær og
hvernig er rétt að grípa inn í áður en vandi verður að krísu.

Að lokum verður fjallað stuttlega um þær leiðir sem sýnt hefur verið fram á að skili árangri í
að hlúa að eigin geðheilsu og þeirra sem í kringum okkur eru og bæta líðan starfsfólks á
vinnustað.

Fyrirlesturinn verður 45-50 mínútur og tími verður gefinn fyrir spurningar og umræður að
honum loknum.

Fyrirlesari:
Helena Jónsdóttir er klínískur sálfræðingur og hefur starfað sem slíkur um árabil. Í störfum sínum undanfarin 25 ár hefur Helena öðlast víðtæka reynslu á ólíkum sviðum rekstrar, stjórnunar og nýsköpunar og velferðar. Hún hefur borið ábyrgð ábyrgð á því að setja ný verkefni á laggirnar, stýrt stórum sem smáum nýsköpunar- og þróunarverkefnum, stýrt mannmörgum sölu- og þjónustudeildum, unnið sem framkvæmdastjóri sálfræðiþjónustu hjá Læknum án landamæra um allan heim og komið sem ráðgjafi að vinnu í tugum fyrirtækja í ólíkum geirum. Svo stýrði hún stofnun Lýðskólans á Flateyri og var þar skólastýra í eitt ár. Eitthvað sem hana dreymdi aldrei um en naut auðvitað í botn þegar á hólminn var komið. Og nú er hún stofnandi og framkvæmdastjóri hjá Mental ráðgjöf.

Hrósið - skiptir það öllu máli?

Fjarfundur á Teams. Vinsamlegast farið inn á fundinn hér .

Hvernig á að hrósa og taka hrósi í vinnunni? Hversu mikilvægt er hrósið?

Rannsóknir benda til að þeir sem upplifa að þeir fái það hrós sem þeir þurfa í sínu starfi sýni meiri helgun í starfi, séu ólíklegri til að leita sér að öðru starfi og tengist almennt vinnustaðnum mun betur.

Hefur þú fengið hrós á síðustu 7 dögum? Hrós er ódýrasta leið til að auka framleiðni og minka kostnað, en af hverju er eitthvað svona einfalt samt svona erfitt? 
Auðunn Gunnar Eiríksson, vottaður styrkleika þjálfari hjá Gallup, BA í sálfræði fjallar um hrós á vinnustöðum. Auðunn Gunnar hefur undan farin 18 ár unnið í mannauðsmálum sem sérfræðingur, ráðgjafi og mannauðsstjóri og er í dag stjórnenda og vinnustaðarrágjafi hjá Gallup.

Það er ekki sama hvernig þú hrósar. Hrós er ekki sama og hrós en hrósið virkar á alla!
Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN fræðir okkur nánar um hrós og mikilvægi þess. Anna starfar sem fyrirlesari, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi, heilsumarkþjálfi og jógakennari. 

Fundarstjóri er Valgeir Ólason, þjónustustjóri og stjórnandi hjá ISAVIA ohf. Valgeir situr í stjórn faghóps Stjórnvísi um heilsueflandi vinnuumhverfi. 


Fundurinn verður á Teams.

 

 

 

 

 

Tækifæri í lýsingu skrifstofurýma

Linkur á fund

Stór hópur fólks eyðir lunganum af deginum á skrifstofunni, þar sem lýsingin er of lítt eða vanhugsuð. Algengt er að slík rými séu lýst með jafnri birtu, til að ekki þurfi að færa til ljósgjafa ef skipulagi er breytt og borðum endurraðað.  Einfaldast er að hafa bara eina stillingu fyrir allt og alla og útkoman er oft á tíðum óspennandi og þreytandi umhverfi.

Með litlu tilstandi og "dash" af sköpunargleði má stórbæta sjónrænt umhverfi skrifstofurýma og líðan starfsmanna. Skrifstofulýsing getur verið eins upplífgandi eða andlaus og stjórnendur kjósa, allt eftir því hvar metnaðurinn liggur. Hvers virði er ljós og birta sem veigamikill þáttur í vellíðan starfsmanna á vinnustað?

Þórður Orri Pétursson nam leikhúslýsingu í London og bætti svo við sig meistaranámi í byggingalýsingu. Hann hefur starfað við lýsingu frá unga aldri, bæði leikhúss og bygginga, fyrstu í átta árin í London, svo í Borgarleikhúsinu til 10 ára og nú á eigin vegum sem eigandi Áróra lýsingarhönnun og annar eigandi hönnunarstofunnar Mustard og Tea. Verkefnin hans eru ótal og fjölbreytt, s.s. Mary Poppins, Mamma Mía, Blái Hnötturinn í Borgarleikhúsinu, Gróðurhúsið í Hveragerði, Mjólkurbú mathöll á Selfossi, Vinnustofa Kjarvals við Austurstræti og endurlýsingu á Apollo Theatre í London, svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur hlotið fjölda tilnefninga og viðurkenninga fyrir verk sín hérlendis og erlendis.

Hver hugsar um fólkið sem hugsar um fólkið á vinnustöðunum?

Click here to join the meeting 

Félagsleg samskipti á vinnustað hafa mikil áhrif á líðan starfsfólks og árangur. Stundum gleymist að það er fólk á vinnustaðnum sem leggur allt sitt í sölurnar til að allt gangi upp, fólki líði eins vel og mögulegt er og að hámarksárangur náist.

 

Sigríður Indriðadóttir er með B.Ed í grunnskólakennarafræði og MSsc í mannauðsfræði. Hún býr yfir 15 ára reynslu úr atvinnulífinu, lengst af sem forstöðumanneskja mannauðsmála hjá Mosfellsbæ, Mannviti og Íslandspósti. Hún stofnaði sitt eigið fyrirtæki, SAGA Competence árið 2021 og hefur sem stjórnendaráðgjafi, námskeiðshaldari og fyrirlesari unnið mikið með líðan, liðsheild og hegðun fólks inni á vinnustöðum. Sigríður styður þannig við bæði stjórnendur og starfsfólk á þeirri vegferð að vera meðvitaðra um sjálft sig með það að markmiði að byggja upp traust, bæta samskipti, efla liðsheild og auka bæði hamingju og árangur.

Í erindi sínu leitar Sigríður svara við þeirri spurningu ”Hver hugsar um fólkið sem hugsar um fólkið” og veltir í því samhengi upp ólíkum nálgunum og umræðupunktum sem geta stuðlað að enn betri heilsueflandi vinnustað.

 

Helga Lára er ráðgjafi og klínískur sálfræðingur hjá ráðgjafarfyrirtækinu Attentus. Helga hefur lokið meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í félags- og vinnusálfræði frá Háskóla Íslands. Helga Lára hefur áralanga reynslu sem ráðgjafi í mannauðsmálum en sinnir einnig greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum.

Í erindi sínu ræðir Helga Lára um mikilvægi þess að mannauðsfólk gangi fram með góðu fordæmi þegar kemur að því að passa upp á okkur sjálf. Hún fer yfir einkenni kulnunar og tengsl þeirra við persónuleikaeinkenni.  Hún mun einnig segja stuttlega frá rannsókn sem hún gerði sjálf, sem snýr að tengslum fullkomnunaráttu og þrautseigju við kulnun.

 

Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Heilsueflandi vinnustaðar hjá Hafnarfjarðarbæ, stýrir viðburðinum.

Click here to join the meeting 

Deigla - Samnýting og verkefnamiðað vinnuumhverfi opinberra aðila

Linkur á fund

Deigla er vel staðsett sameiginleg starfsaðstaða fjölda stofnana ríkisins undir einu þaki. Þar verður starfsfólki í skrifstofustörfum boðið upp á verkefnamiðað vinnurými í sveigjanlegu og nútímalegu umhverfi.

Í fjárlagafrumvarpi 2024 er vikið að markmiðum fjármálaumsýslu, reksturs og mannauðsmála ríkisins. Þriðja markmið þessa málaflokks snýr að öflugri og vistvænni rekstri ríkisstofnana. Þar undir er Deigla - samrekstrarhúsnæði stofnana. Þessi hugmynd hefur verið til umræðu um hríð og er nú að taka á sig mynd. 

Á viðburði dagsins mun Sverrir Bollason sérfræðingur hjá FSRE ræða þá stefnu sem þetta verkefni er að taka og hvernig það hefur mótast á liðnum misserum. 

Kynning stendur yfir í um 20 mínútur og gefst tækifæri til samtals að því loknu í allt að 10 mínútur. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?