velvirk(.is)ir stjórnendur

 

Join Microsoft Teams Meeting        Sjá upplýsingar um tengingu inn á fundinn hér neðst.

Ingibjörg Loftsdóttir og Sara Lind Brynjólfsdóttir kynna gagnlegan fróðleik og ráð fyrir stjórnendur á velvirk.is sem er vefsíða forvarnarverkefnis VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs.

Við lifum í samfélagi þar sem sífellt fleiri virðast heltast úr lestinni vegna tímabundinna eða langvarandi veikinda. Svo virðist sem hluti af þessum veikindum sé til kominn vegna langvarandi álags bæði í starfi og einkalífi. Velvirk-síðunni er ætlað að halda utan um upplýsingar og gagnleg ráð fyrir starfsmenn og stjórnendur í forvarnarskyni. Síðan fór í loftið í lok árs 2018 og nýtt efni hefur bæst við reglulega síðan. 

Í þessari kynningu verður farið yfir það efni síðunnar sem einkum snýr að stjórnendum. Nefna má efni sem talar til ástandsins vegna COVID-19 svo sem upplýsingar og ráð til stjórnenda um fjarvinnu, hvernig taka eigi á óöryggi og áhyggjum á vinnustað, hvernig virkja megi fólk á fjarfundum og bregðast við fjarfundaþreytu. Einnig er rætt um breytingar sem reikna má með að verði á skrifstofunni í kjölfar faraldursins. 

Sagt verður frá umfjöllun um stjórnunarhætti, traust, merkingu, viðurkenningu og virðingu, lífshættulega stjórnun, streitu stjórnandans, óréttlæti, opin vinnurými, hamingju, teymisvinnu og „Streitustigann“ - svo fátt eitt sé nefnt. Einnig bent á stutt viðtöl við stjórnendur sem hafa verið að fara nýjar leiðir á sínum vinnustöðum.

Ef tími gefst til verður tæpt á áhugaverðu almennu efni á síðunni sem gagnast getur flestum óháð starfsheiti eða atvinnuþátttöku.


Gagnlegar upplýsingar varðandi tengingu inn á fundinn og fleira tengt því:

Gott er að mæta snemma og skrá sig inn, Teams fundurinn er boðaður frá kl 11:30 þó hann hefjist ekki formlega fyrr en kl 11:45. Við mælum með að mæta 5 mínútum áður en fundurinn á að hefjast til þess að hafa nægan tíma til þess að kveikja á fundinum og koma sér vel fyrir. 
- Hægt er að fylgjast með fundinum á hvers kyns skjá; fartölvu-, síma- eða spjaldtölvuskjá. Við mælum með tölvu til þess að tryggja besta upplifun. 
- Gott er að vera viss um að vera í góðu netsambandi. 
- Þú getur sent inn spurningar á meðan á fundinum stendur og einnig verður hægt að svara nokkrum skoðanakönnunum. 
- Ef þú lendir í vandræðum með að tengjast fundinum er hægt að senda póst á stjornvisi@stjornvisi.is  

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

velvirk(.is)ir stjórnendur

Fundurinn var tekinn upp og aðgengilegur á Facebooksíðu Stjórnvísi. Ingibjörg Loftsdóttir og Sara Lind Brynjólfsdóttir kynntu gagnlegan fróðleik og ráð fyrir stjórnendur á velvirk.is sem er vefsíða forvarnarverkefnis VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs. Rúmlega 100 manns mættu á fundinn sem var einstaklega fróðlegur.

Við lifum í samfélagi þar sem sífellt fleiri virðast hellast úr lestinni vegna tímabundinna eða langvarandi veikinda. Svo virðist sem hluti af þessum veikindum sé til kominn vegna langvarandi álags bæði í starfi og einkalífi. Velvirk-síðunni er ætlað að halda utan um upplýsingar og gagnleg ráð fyrir starfsmenn og stjórnendur í forvarnarskyni. Síðan fór í loftið í lok árs 2018 og nýtt efni hefur bæst við reglulega síðan. 

Í þessari kynningu var farið yfir það efni síðunnar sem einkum snýr að stjórnendum. Nefna má efni sem talar til ástandsins vegna COVID-19 svo sem upplýsingar og ráð til stjórnenda um fjarvinnu, hvernig taka eigi á óöryggi og áhyggjum á vinnustað, hvernig virkja megi fólk á fjarfundum og bregðast við fjarfundaþreytu. Einnig var rætt um breytingar sem reikna má með að verði á skrifstofunni í kjölfar faraldursins. 

Sagt var frá umfjöllun um stjórnunarhætti, traust, merkingu, viðurkenningu og virðingu, lífshættulega stjórnun, streitu stjórnandans, óréttlæti, opin vinnurými, hamingju, teymisvinnu og „Streitustigann“ - svo fátt eitt sé nefnt. Einnig bent á stutt viðtöl við stjórnendur sem hafa verið að fara nýjar leiðir á sínum vinnustöðum.

Tengdir viðburðir

Heilsuefling á vinnustað - Reykjavíkurborg

Við heyrum frá vinnustað/vinnustöðum - hvað er verið að gera í heilsueflingu? 

Að þessu sinni fáum við fréttir af nýrri heilsustefnu Reykjavíkurborgar. 

Nánari upplýsingar síðar. 

Eldri viðburðir

Kynning á ISO staðli um sálfélagslega áhættuþætti

Smellið hér til að tengjast fundinum á Teams.

Um er að ræða kynningu á fyrsta alþjóðlega staðlinum sem færir fyrirtækjum leiðbeiningar um hvernig rétt sé að haga og vinna með sálfélagslega þætti innnan vinnustaðar. Mat á sálfélagslegum áhættuþáttum, andleg heilsa og vellíðan starfsmanna er leiðarljós staðalsins.

Fyrirlesari er Garðar Jónsson sem er ráðgjafi og eigandi hjá Vinnu og vellíðan. Hann er viðskiptafræðingur, með meistaragráðu í altækri gæðastjórnun og jafnframt með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði.  Garðar hefur áratugalanga reynslu af stjórnunar- og rekstrarráðgjöf, fjármálum sveitarfélaga og gæðastjórnun. Hann hefur einnig setið í fjölda nefnda í stjórnsýslunni og sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum.

Smellið hér til að tengjast fundinum á Teams.

Aðalfundur faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi

Aðalfundur faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl klukkan 9-10.
Smellið hér til að tengjast fundinum.

 

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi sér um hugmyndavinnu, skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins á iloftsdottir@gmail.com 

 

Það ætti ekki að þurfa eftirfarandi upplýsingar en til öryggis birtum við aðgangsupplýsingarnar.
Meeting ID: 349 214 233 367
Passcode: Lz4QPr

Siðferðisleg streita (moral stress) á vinnustað

Hvað er siðferðisleg streita? Hvernig lýsir hún sér? Hvað er til ráða?

Sjá slóð hér neðst til að tengjast viðburðinum.

Fyrirlesarar verða Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og Dr. Ludmila Praslova, sálfræðingur (ath. erindi hennar verður á ensku). 

Henry Alexander Henrysson er heimspekingur sem hefur einbeitt sér að hagnýtri siðfræði á síðustu árum. Auk fyrirlestra og kennslu m.a. við HÍ sinnir Henry stjórnar-, nefndar- og fagráðsstörfum víða um íslenskt samfélag.
Erindi hans ber heitið "Siðferðiskennd á vinnustað - vegvísir eða villuljós?" 

Ludmila N. Praslova, Ph.D. was named a member of Thinkers50 Radar, a global group of 30 management thinkers whose ideas are most likely to shape the future of work. 
Dr. Praslova is a Professor of Industrial-Organizational Psychology at Vanguard University of Southern California who regularly writes for Harvard Business Review, Fast Company, Psychology Today, and Forbes. She is the first person to have published in Harvard Business Review from an autistic perspective. She is the author of The Canary Code: A Guide to Neurodiversity, Dignity, and Intersectional Belonging at Work. 
The title of her talk is "Preventing Moral Injury: What Is It, and What Can Organizations do?"

Tengjast fundi.

Hentar vinnurýmið öllum jafnvel?

Click here to join the meeting

Eru vinnustaðir almennt að taka tillit til mismunandi þarfa starfsfólks? 

Rannsóknir sýna að við höfum ólíkar þarfir þegar kemur að einbeitingu og vinnurýmum. Eru vinnustaðir t.d. að huga að þörfum skynsegin einstaklinga?

Við fáum fulltrúa frá bæði ADHD samtökunum og Einhverfusamtökunum til að fjalla um áskoranir sem skynsegin einstaklingar standa frammi fyrir og lausnir sem vinnustaðir gætu hugað að. 

Guðni Rúnar Jónasson er verkefnastjóri hjá ADHD Samtökunum. Guðni hefur starfað til margra ára innan félagsmálageirans en hefur þar af auki lokið námi í Umhverfisskipulagi (B.Sc) og stundar nám í Skipulagsfræði (MS) við Landbúnaðarháskóla íslands. Lokaritgerð hans fjallaði um áhrif byggðs umhverfis á sálræna endurheimt og hvernig neikvæð áhrif þeirra geta verið streitumyndandi.

 

Skynrænt umhverfi.

Sigrún Birgisdóttir er framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna og hefur starfað hjá samtökunum í yfir 20 ár. Sigrún sat í stjórn Landssamtakanna Þroskahjálpar í 8 ár og hefur setið í nefndum og hópum hjá Öryrkjabandalagi Íslands. Sigrún hefur setið ýmiss námskeið og ráðstefnur um einhverfu og tekið þátt í norrænu samstarfi á þeim vettvangi. 

 

Hvað ef vinnan væri góð fyrir geðheilsuna?

Click here to join the meeting

Helena Jónsdóttir, sálfræðingur og stofnandi Mental ráðgjöf, heldur fræðslufyrirlestur sem ætlað er að veita upplýsingar og vekja viðstadda til vitundar um mikilvægi þess að huga að geðheilbrigði á vinnustað.

Farið er yfir þær helstu áskoranir sem stjórnendur fyrirtækja og stofnana standa frammi fyrir
þegar kemur að geðheilbrigði á vinnustað. Farið er yfir þau helstu atriði í stjórnun og
vinnufyrirkomulagi sem líkleg eru til að draga úr eða efla geðheilsu starfsfólks og um ábyrgð
fyrirtækja, stjórnenda og starfsfólksins sjálfs í að hlúa að geðheilbrigði á vinnustað.
Fjallað verður um helstu einkenni geðvanda sem starfsfólk getur fundið fyrir sem og
möguleg áhrif slíks vanda á frammistöðu, líðan og starfsánægju. Farið verður yfir það
hvernig starfsfólk og stjórnendur geta lært að bera kennsl á þessi einkenni og hvenær og
hvernig er rétt að grípa inn í áður en vandi verður að krísu.

Að lokum verður fjallað stuttlega um þær leiðir sem sýnt hefur verið fram á að skili árangri í
að hlúa að eigin geðheilsu og þeirra sem í kringum okkur eru og bæta líðan starfsfólks á
vinnustað.

Fyrirlesturinn verður 45-50 mínútur og tími verður gefinn fyrir spurningar og umræður að
honum loknum.

Fyrirlesari:
Helena Jónsdóttir er klínískur sálfræðingur og hefur starfað sem slíkur um árabil. Í störfum sínum undanfarin 25 ár hefur Helena öðlast víðtæka reynslu á ólíkum sviðum rekstrar, stjórnunar og nýsköpunar og velferðar. Hún hefur borið ábyrgð ábyrgð á því að setja ný verkefni á laggirnar, stýrt stórum sem smáum nýsköpunar- og þróunarverkefnum, stýrt mannmörgum sölu- og þjónustudeildum, unnið sem framkvæmdastjóri sálfræðiþjónustu hjá Læknum án landamæra um allan heim og komið sem ráðgjafi að vinnu í tugum fyrirtækja í ólíkum geirum. Svo stýrði hún stofnun Lýðskólans á Flateyri og var þar skólastýra í eitt ár. Eitthvað sem hana dreymdi aldrei um en naut auðvitað í botn þegar á hólminn var komið. Og nú er hún stofnandi og framkvæmdastjóri hjá Mental ráðgjöf.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?