velvirk(.is)ir stjórnendur

Fundurinn var tekinn upp og aðgengilegur á Facebooksíðu Stjórnvísi. Ingibjörg Loftsdóttir og Sara Lind Brynjólfsdóttir kynntu gagnlegan fróðleik og ráð fyrir stjórnendur á velvirk.is sem er vefsíða forvarnarverkefnis VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs. Rúmlega 100 manns mættu á fundinn sem var einstaklega fróðlegur.

Við lifum í samfélagi þar sem sífellt fleiri virðast hellast úr lestinni vegna tímabundinna eða langvarandi veikinda. Svo virðist sem hluti af þessum veikindum sé til kominn vegna langvarandi álags bæði í starfi og einkalífi. Velvirk-síðunni er ætlað að halda utan um upplýsingar og gagnleg ráð fyrir starfsmenn og stjórnendur í forvarnarskyni. Síðan fór í loftið í lok árs 2018 og nýtt efni hefur bæst við reglulega síðan. 

Í þessari kynningu var farið yfir það efni síðunnar sem einkum snýr að stjórnendum. Nefna má efni sem talar til ástandsins vegna COVID-19 svo sem upplýsingar og ráð til stjórnenda um fjarvinnu, hvernig taka eigi á óöryggi og áhyggjum á vinnustað, hvernig virkja megi fólk á fjarfundum og bregðast við fjarfundaþreytu. Einnig var rætt um breytingar sem reikna má með að verði á skrifstofunni í kjölfar faraldursins. 

Sagt var frá umfjöllun um stjórnunarhætti, traust, merkingu, viðurkenningu og virðingu, lífshættulega stjórnun, streitu stjórnandans, óréttlæti, opin vinnurými, hamingju, teymisvinnu og „Streitustigann“ - svo fátt eitt sé nefnt. Einnig bent á stutt viðtöl við stjórnendur sem hafa verið að fara nýjar leiðir á sínum vinnustöðum.

Um viðburðinn

velvirk(.is)ir stjórnendur

 

Join Microsoft Teams Meeting        Sjá upplýsingar um tengingu inn á fundinn hér neðst.

Ingibjörg Loftsdóttir og Sara Lind Brynjólfsdóttir kynna gagnlegan fróðleik og ráð fyrir stjórnendur á velvirk.is sem er vefsíða forvarnarverkefnis VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs.

Við lifum í samfélagi þar sem sífellt fleiri virðast heltast úr lestinni vegna tímabundinna eða langvarandi veikinda. Svo virðist sem hluti af þessum veikindum sé til kominn vegna langvarandi álags bæði í starfi og einkalífi. Velvirk-síðunni er ætlað að halda utan um upplýsingar og gagnleg ráð fyrir starfsmenn og stjórnendur í forvarnarskyni. Síðan fór í loftið í lok árs 2018 og nýtt efni hefur bæst við reglulega síðan. 

Í þessari kynningu verður farið yfir það efni síðunnar sem einkum snýr að stjórnendum. Nefna má efni sem talar til ástandsins vegna COVID-19 svo sem upplýsingar og ráð til stjórnenda um fjarvinnu, hvernig taka eigi á óöryggi og áhyggjum á vinnustað, hvernig virkja megi fólk á fjarfundum og bregðast við fjarfundaþreytu. Einnig er rætt um breytingar sem reikna má með að verði á skrifstofunni í kjölfar faraldursins. 

Sagt verður frá umfjöllun um stjórnunarhætti, traust, merkingu, viðurkenningu og virðingu, lífshættulega stjórnun, streitu stjórnandans, óréttlæti, opin vinnurými, hamingju, teymisvinnu og „Streitustigann“ - svo fátt eitt sé nefnt. Einnig bent á stutt viðtöl við stjórnendur sem hafa verið að fara nýjar leiðir á sínum vinnustöðum.

Ef tími gefst til verður tæpt á áhugaverðu almennu efni á síðunni sem gagnast getur flestum óháð starfsheiti eða atvinnuþátttöku.


Gagnlegar upplýsingar varðandi tengingu inn á fundinn og fleira tengt því:

Gott er að mæta snemma og skrá sig inn, Teams fundurinn er boðaður frá kl 11:30 þó hann hefjist ekki formlega fyrr en kl 11:45. Við mælum með að mæta 5 mínútum áður en fundurinn á að hefjast til þess að hafa nægan tíma til þess að kveikja á fundinum og koma sér vel fyrir. 
- Hægt er að fylgjast með fundinum á hvers kyns skjá; fartölvu-, síma- eða spjaldtölvuskjá. Við mælum með tölvu til þess að tryggja besta upplifun. 
- Gott er að vera viss um að vera í góðu netsambandi. 
- Þú getur sent inn spurningar á meðan á fundinum stendur og einnig verður hægt að svara nokkrum skoðanakönnunum. 
- Ef þú lendir í vandræðum með að tengjast fundinum er hægt að senda póst á stjornvisi@stjornvisi.is  

Fleiri fréttir og pistlar

Öflug starfsemi á vegum Millennium Project – Fréttastiklur af því nýjasta.

Alheimsvettvangur framtíðarfræðinga Millennium Project, gefur reglulega út fréttabréf um ýmsa viðburði. Þarna er fjallaðu um ráðstefnur, útgáfumál og námskeð. Í nýjasta fréttabréfinu er meðal annars fjallað um heimsókn Jerome Glenn hingað til lands, ásamt öðru sem tengdist þeim viðburði. Endilega gerist áskrifendur af fréttabréfinu ef þið viljið fylgjast með á þessu sviði. Farið inn á eftirfarandi vefslóð:

https://mailchi.mp/millennium-project/newsletter-june-2024

Þróun framtíðarfræða í mismunandi heimshlutum. Gjaldfrjáls bók.

Bókin „Our World of Futures Studies as a Mosaic“ er ritstýrð af Tero Villman, Sirkka Heinonen (formaður Helsinki Node) og Laura Pouru-Mikkola. Í bókinni er meðal annars framlag frá sérfræðingum Millennium Project, eins og Jerome Glenn, Mara Di Berardo (Comms Director og Italy Node Co-formaður), Fredy Vargas Lama (Colombia Node Co-formaður), Nicolas Balcom Raleigh (FEN forseti) og Sirkka Heinonen. Bókin er ókeypis og kynnir aðferðir við framtíðarfræði og framsýni frá mismunandi heimshlutum. Hægt er að halaða bókina niður af eftirfarandi vefslóð:

 https://www.millennium-project.org/our-world-of-futures-studies-as-a-mosaic/

 

Aðalfundur faghóps framtíðarfræða

Mánudaginn 10 júní var aðalfundur faghóps framtíðarfræða haldinn. Gestur fundarins var Jerome Glenn, forstjóri og stofnandi Millennium Project, sem er einn stærsti vettvangur framtíðarfræðinga á alþjóðavísu. Jerome ræddi almennt um þróun meginstrauma samfélaga, en um morguninn var hann með morgunverðarerindi á vegum Framtíðarseturs Íslands í Arion Banka. Á fundinum voru eftirfarandi tekin inn í stjórn faghópsins; Funi Magnússon, Embla Medical, Sverrir Heiðar Davíðsson, Orkuveitan og Ingibjörg Smáradóttir, Náttúrufræðistofnun. Fljótlega verður listi stjórnarmeðlima uppfærður á vefnum. 

Aðalfundur loftslagshóps 22. maí

Miðvikudaginn 22. maí 2024 kl. 9.00 var aðalfundur loftslagshóps haldinn á Teams. Fundarstjóri var Guðný Káradóttir formaður faghóps og fundarritari Íris Þórarinsdóttir stjórnarmaður í faghópnum. 

Guðný opnaði fundinn og kynnti dagskrá fundarins: 1.Uppgjör á starfsári 2.  Kosning til stjórnar 3.  Önnur mál. 

Í uppgjör starfsársins sagði Guðný frá hlutverki og starfi hópsins á árinu en nú eru 248 meðlimir í hópnum. Haldnir voru fjórir viðburðir auk aðalfundar, sumir í samstarfi við aðra hópa og einn í samstarfi við gæðastjóra í bygginga- og mannvirkjagerð innan SI. Upptökur af fundum eru birtar á Facebook síðu Stjórnvísis. 

  • 14. september -  Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
  • 9. október –  Vísindaleg viðmið fyrir loftslagsmarkmið fyrirtækja - SBTi
  • 17. janúar – Svansvottaðar framkvæmdir – reynsla verktaka
  • 17. maí – Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur  ávinningurinn?

Stjórnarkjör:

Fráfarandi stjórn er þannig skipuð:

  • Guðný Káradóttir, VSÓ ráðgjöf, formaður – hættir í stjórn 
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið – situr áfram í
  • stjórn 
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur – situr áfram í stjórn
  • Gná Guðjónsdóttir, Versa vottun – hættir í stjórn
  • Ingibjörg Karlsdóttir, FlyPlay – hættir í stjórn
  • Íris Þórarinsdóttir, Reitir fasteignafélag – hættir í stjórn
  • Katrín Georgsdóttir, Elding hvalaskoðun – hættir í stjórn
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur  – situr áfram í stjórn
  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa – situr áfram í stjórn 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte – situr áfram í stjórn 

Formaður og þrír stjórnarmenn ganga nú úr stjórn; Guðný Káradóttir, Gná Guðjónsdóttir, Katrín Georgsdóttir og Íris Þórarinsdóttir.

Eitt nýtt framboð barst í stjórn, Grace Achieng, og Leó Sigurðsson bauð sig fram sem formann. Þau voru kosin. Ný stjórn er þannig skipuð:

  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa, formaður
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið  
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur 
  • Grace Achieng, Gracelandic ehf.
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte 

Guðný óskaði nýrri stjórn velfarnaðar á nýju starfsári og birti lista yfir tillögur að efni funda sem fráfarandi stjórn hafði sett niður á blað og ný stjórn getur unnið áfram með ef vill.

Undir önnur mál: Leó þakkaði Guðnýju fyrir hennar störf og þakkar traustið semnýr formaður. Ákveðið að ný og fráfarandi stjórn hittist fljótlega. Einnig rætt um áhuga á samstarfi loftslagshóps og hóps um sjálfbærni.  

 

Gervigreindar umbreyting rétt að hefjast og strax árangur

Gervigreindar umbreyting er rétt að hefjast og við sjáum strax árangur: "The types of business which are most likely to use artificial intelligence are seeing growth in workers' productivity that is almost five times faster than elsewhere, raising hopes for a boost to the broader economy, accountancy firm PwC said."

Hér er fréttin á Reuters:
https://www.reuters.com/technology/ai-intensive-sectors-are-showing-productivity-surge-pwc-says-2024-05-20/

Hér er skýrsla PWC sem vísað er í:
https://www.pwc.com/gx/en/issues/artificial-intelligence/ai-jobs-barometer.html

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?