Fundurinn er í formi fjarfundar, smellið hér til að komast inn á fundinn.
Fyrr á þessu ári kom út ný útgáfa af ISO/IEC 27002:2022 staðlinum um Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd - Upplýsingaöryggisstýringar. Töluverðar breytingar voru gerðar á staðlinum þar sem greinar voru sameinar, ýmsar kröfur duttu út og öðrum bætt við. Á þessum viðburði mun Ólafur Róbert Rafnsson, ráðgjafi og formaður tækninefndar hjá Staðlaráði Íslands um upplýsingaöryggi og persónuvernd fara yfir hverjar helstu breytingarnar á staðlinum voru, hvað felst í þeim og að hverju skipulagsheildir þurfi að huga fyrir vottun á staðlinum.