Gervigreind: Liðnir viðburðir

Framtíðir kynlífs og nándar árið 2052

Framtíðir kynlífs og nándar árið 2052

Framtíðarstofa í samstarfi við Ljóðsmæðrafélags Íslands og Framtíðarsetur Íslands

Föstudagurinn 23 febrúar, kl 14:00 í húsakynnum Versló

Framtíðarvinnustofa um framtíð kynlífs og nándar árið 2052, skoðar heim þar sem skömm hefur verið útrýmt – sérstaklega skömm sem tengist kynlífi, nánd og samböndum.

Þessi upplifunarframtíð er hluti af námskrá Clear River High School árið 2052, á sviði Social Emotional Xcellence (S.E.X)

Vinnustofan ögrar rótgrónum en oft órannsökuðum viðhorfum og skoðunum, og á að vera ákall til okkar allra að læra og njóta ólíkra viðhorfa á þessu sviði frekar en að jaðarsetja þau og þar með skapa okkur vanlíðan. Umræðan á vinnustofunni  þjónar sem vettvangur til að auðvelda íhugun um hugsanlegar afleiðingar núverandi þróunar, og samfélagsþróunar næstu 30 ár.

Þátttaka er gjaldfrjáls – Skráning

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScd1wkHvXzuk1PXTDFtDdgsV3l9Awf3lEKlItUvgSEmI61_Yw/viewform?usp=sf_link

Vinnustofan er haldin í tengslum við alþjóðaráðstefnu Framtíðarsetur Íslands og Alþjóðasamband framtíðarfræðinga (WFSF), um framtíðarþróun lýðræðis. Hægt er að skrá sig á vinnustofuna í gegnum vef ráðstefnunnar undir Side Event. Þar er einnig lýsing á vinnustofunni á ensku.

Framtíðarþróun lýðræðis - Futures Democracies

21 til 23 febrúar verður alþjóðleg ráðstefna um framtíðarþróun lýðræðis, Futures Democracies, á vegum Framtíðarseturs Íslands og Alþjóðasambands framtíðarfræðinga (WFSF), sjá nánar á vefnum https://framtidarsetur.is/futures-of-democracy-reykjavik-2024/

Bætum samfélagið með virkri þátttöku við að móta æskilegasta form lýðræðis.

Eftirfarandi er grein sem birtist fyrir stutt sem kynnir viðfangsefnið að hluta.

Er lýðræðið meira berskjaldaðar nú en áður?

Bent hefur verið á að lýðræðið sé eins og hvert annað mannanna verk, þarf endurmat og sífelldrar umræðu, til að það sé skilvirkt og þjóni samfélögum, í takt við væntingar á hverjum tíma. Alþjóðleg ráðstefna Framtíðarseturs Íslands, og Alþjóðasambands framtíðarfræðinga (WFSF), Futures of Democarcies, dagana 21. til 23. febrúar næstkomandi er ætlað að vera vettvangur slíkra umræðna.

Lýðræðið er ekki sjálfgefið

Sagan segir okkur að lýðræðið eigi oftar en ekki erfitt uppdráttar. Lýðræði getur breyst í einræði, og er þannig ekki sjálfgefið eins og við viljum stundum halda. Í dag eru blikur á lofti um að lýðræðisleg þróun sé stöðnuð og eigi erfitt með að takast á við breyttar framtíðaráskoranir.

Sem dæmi um áskoranir má nefna:

  • Breytt fjölmiðlaumhverfi og skautun í stjórnmálaumræðu
  • Samfélagslega þreytu, þegar fólk upplifir áhrifaleysi
  • Ásælni í auðlindir og misskipting auðs
  • Vanhæfni við að takast á við langtímaþróun svo sem á sviði umhverfismála og grænna umskipta
  • Stigvaxandi tækniþróun, svo sem þróun gervigreindar, erfða- og líftækni
  • Skort á að takast á við ný viðhorf er tengjast siðferði og félagslegum breytingum

Samkvæmt The Global State of Democracy 2023, virðist lýðræði á fallanda fæti í næstum helmingi ríkja heims þó svo mörg landanna eigi langa lýðræðishefð. Í þessu sambandi hefur verið bent þróun stjórnmála í Bandaríkjunum, breyttar áherslur í mörgum Evrópuríkjum þegar kemur að réttingum fjölmiðla og dómstóla og síðan ekki síst nýlega þróun í mörgum Afríkuríkjum.

Lýðræðið er margskonar

Á alfræðivef er lýðræðið skilgreint sem vítt hugtak yfir þær stjórnmálastefnur sem byggja á þátttöku almennings í ákvörðunum er hann varðar. Grunnútgangspunkturinn er að valdið í tilteknu samfélagi manna eigi sér frumuppsprettu hjá þegnum þess. Lýðræðisleg þátttaka er lagskipt. Rætt er um lýðræði á sveitarstjórnarstigi, og svo lýðræði við kosningar á þjóðþing þjóða. Rætt er um fulltrúalýðræði og svo beint lýðræði. Einnig má nefna ólíka kjördæmaskipun og kosningarfyrirkomulag ásamt lýðréttindi í stjórnaskrám og framkvæmd þeirra, svo dæmi séu tekin.

Þannig eru hugmyndir samfélaga ólíkar, um hvað er átt við þegar rætt er um lýðræði og hlutverk þess. Í mörgum tilvikum er lýðræði sambærilegt í mörgum Evrópuríkjum en ólíkt þegar þau eru borin saman við framkvæmd lýðræðis í Bandaríkjunum. Kína og Rússland, telja sig til lýðræðisríkja, þó svo lýðræðið þar sé ekki eins og mörg okkar myndu sætta sig við.

Hefðir og hagsmunir hindra

Á vettvangi framtíðarfræða hefur umræðan um lýðræðislega þróun orðið umfangsmeiri síðustu misseri. Sama má segja um umræðuna meðal fræðimanna og ýmissa hópa samfélagsins. Það er nokkuð ljóst að augljósir vankantar á lýðræðislegri þróun deyfa áhuga fólks. Einnig er nokkuð ljóst að hægt er að grípa til ákveðinna umbóta til að auka hróður lýðræðis, en þá er oftar en ekki hefðir og hagsmunir í vegi slíkra samfélagsbreytinga.

Þessir liðir og fjölmargir fleiri athygliverðir þættir munu verða ræddir með virku samtali innlendra og erlendra aðila á ráðstefnunni 21.-23. febrúar næstkomandi.  Nánari upplýsingar og skráning á ráðstefnuna er að finna á vefsíðunni www.framtidarsetur.is

Alþjóðleg staða stefnumótunar um gervigreind - Framtíðarnefnd Alþingis

Við viljum vekja athygli á málstofu framtíðarnefndar Alþingis um alþjóðlega stöðu stefnumótunar um gervigreind á morgun, föstudaginn 16 febrúar kl. 10:30 Sjá nánar á vefslóðinni: https://www.facebook.com/events/902436878285786/?acontext=%7B%22event_action_history%22%3A[%7B%22mechanism%22%3A%22your_upcoming_events_unit%22%2C%22surface%22%3A%22bookmark%22%7D]%2C%22ref_notif_type%22%3Anull%7D

Einnig viljum við koma á framfæri upptöku af morgunfundi í vikunni hjá Advanía. Fróðleg erindi þar. Bendi meðal annars á fyrirlestur Láru Herborgu Ólafsdóttur, Lex, þar sem hún fjallar um hugsanlegt regluverk Evrópusambandsins um gervigreind.

Sjá vefslóðina:  Hagnýt gervigreind: Nýjar leiðir til vaxtar og nýsköpunar | Velkomin

 

Ný hugsun fyrir nýjar kynslóðir

Örfyrirlestrar í samstarfi við Framtíðarsetur Íslands. Viðburðurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir. Gjaldfrjáls viðburður.

 Áhugaverð verkefni til valdeflingar ungu fólki

Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, forstöðumaður á Menntasviði HÍ

 Tækni sem ræktar framtíðir

Þóra Óskarsdóttir, Forstöðukona Fab Lab Reykjavíkur

 Að hugleiða um framtíðir

Karl Friðriksson, Framtíðarsetur Íslands

 F-in 8 fyrir framtíðarleiðtoga. Frá baráttu til gleði og árangurs

Rúna Magnúsdóttir

 Hugmyndasmiðir - framtíðin kallar á öfluga frumkvöðla

Svava Björk Ólafsdóttir, Hugmyndasmiður og sérfræðingur í nýsköpun

 

Ástríða fyrir ódauðleikanum - Getur tæknin læknað dauðann?

Erindi frá Jose Cordeiro framtíðarfræðingi og Kára Stefánssyni lækni og forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar ásamt eldheitum umræðum um ódauðleikann. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir stýrir umræðum.

Enginn aðgangseyri. Sjá nánar: https://utmessan.is/heildardagskra/laugardagur.html

Jose Cordeiro

Futurist and author of the international bestseller "The Death of Death". 

Kári Stefánsson
Geneticist, founder and CEO of deCODE genetics. A student of human diversity.

 Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir stýrir umræðum.

The Future of the Future: Transhumanism, Immortality and the Technological Singularity

2 febrúar, Eldborg kl. 8:45 -9:03 Harpa

Einn af aðalfyrirlesurum á UTmessunni er José Cordeiro sem mörg okkar kannast við. Erindið hans nefnist: The Future of the Future: Transhumanism, Immortality and the Technological Singularity. Ekki missa af þessum viðburði. José, verður síðan á ráðstefnunni að árrita á nýlega bók sína Death of the Death.

Frekari upplýsingar, skráning og greiðsla ráðstefnugjalds, sjá hér:

https://utmessan.is/heildardagskra/fostudagur.html

Hér er greinarkorn til fróðleiks. Gert af fingrum fram :)

Ástríðan fyrir ódauðleikanum

José Cordeiro, einn af aðalráðumönnum á UTmessunni.

Stutt lýsing – Að fingrum fram

José Cordeiro er vel þekktur og virtur innan senu framtíðarfræða, og þá ekki síst, að vera einn of megintalsmönnum þeirra sem telja að það sé ekki langt í það að maðurinn nái að lækna dauðan, samanber nýjustu bók hans og David Wood, The Death of death. Jose, tilheyrir vaxandi fjölda fræðimanna á þessu sviði, en líklega er Ray Kurzweil, þróunarstjóri Google, þeirra þekktasti. Hann og José hafa starfað að framþróun þessarar hugmyndafræði, sérstaklega innan Singularity háskólans í Silicon Vallay, í Bandaríkjunum.

Innan framtíðarfræða, eins og öðrum greinum, eru ólíkir aðilar með ólíkar áherslur. Á meðan hinn hefðbundni framtíðarfræðingur vinnur að að stoða fyrirtæki og samfélög að greina framtíðaráskoranir þá eru aðrir að vinna af ástríðu og skapa æskilega framtíð, að þeirra mati. José Cordeiro og félagar að lækna dauðann, Elon Musk, að gera Mars að hýbýli manna.

En er hugmyndin að lækna dauðann, hugmyndafræði eða raunverulegur möguleiki? Vísindarannsóknir á þessu sviði fleygir fram. Nokkuð ljóst er að líftími okkar hefur lengst. Einnig hefur verið sýnt fram á að hægt er að draga úr öldrun, plantna og dýra, og að einhverju leiti mannsins. Eldri menn þurfa ekki að vera eins og menn voru vanur að vera! Vegna rannsókna á sviði læknavísinda, þá getur maður verið með ígrædd líffæri af ólíkustu tegundum. Örtæki til að aðstoða grunnatriði lífs, eins og öndun, hjartslátt og notkun lyfja, svo eitthvað sé nefnt. Þessi þróun hefði þótt vísindaskáldskapur fyrir nokkrum áratugum síðan. Að undanförnu hefur orðið veldisvöxtur í tækniframförum á sviði erfða-og líftækni. Sama má seiga um önnur tæknisvið, eins og efna- og nanótækni, eða stafrænar þróunar, eins og á sviði gervigreindar.

Færumst við nær ódauðleikanum? Erum við að nálgast það sem nefnt hefur verið transhúmanisma, þar sem vél og maður sameinast og gerir okkur ódauðleg? Margar vísbendingar er um að slíkt sé í þróun, og þá sérstaklega á sviði erfðarþróunar og þeirra þróunar sem á sér stað á sviði -líftækni og taugalækninga.

Hvaða afleiðingar mun slík þróun hafa? Margir þeir sem vinna að þessari vegferð, hafa ekki áhyggjur af afleiðingum þróunarinnar og benda á að maðurinn hafi hingað til leyst þau viðfangsefni sem fylgja þróun mannsins.

Aðrir gagnrýna þessa viðleitni og benda meðal annars á eftirfarandi:

  • Breyting á manninum, erfðafræðilega, eða með öðru inngripi, hafi verulegar siðferðislegar afleiðingar.
  • Ódauðleik mannsins, ef slíkt gæti raungerst, yllu verulegum samfélagslegum breytingum, á öllum stigum þjóðlífs.
  • Allar líkur eru á að slík þróun myndi skapa óreiðu milli ólíkra þjóðfélagshópa. Ójöfnuð í samfélögum og frekari misskiptingu  á auði.
  • Það að gera tilraunir í þessa veru séu ekki hluta af mannlegu eðli og gæti alið af sér óskapnað.

Margir hafa gagnrýnt þróunina að ódauðleika. Bent hefur verið á að slík þróun þjóni ríkjandi valdastétt, auðjöfrum sem sækjast eftir ódauðleikanum. Á meðan við getum ekki læknað sjúkdóma eins og krabbamein, þá sé fé varið í slík verkefni, til óþurftar. Slíkri gagnrýni hefur verið svarað meðal annars á þann hátt og ef við læknum dauðan, þá læknum við flesta sjúkdóma, þar sem flestir sjúkdómar komi í kjölfar öldrunar.

https://www.humanityplus.org/

Karl Friðriksson, Framtíðarsetur Íslands

Gervigreind og upplýsingaöryggi

Smelltu hér til að tengjast fundinum
Gervigreind er alltumlykjandi og ljóst að áhrif hennar eru mikil. 

Í þessari kynningu ætlum við annars vegar að skoða hvernig gervigreindin er að hafa áhrif á ógnir og upplýsingaöryggi og hins vegar hvernig gervigreind getur hjálpað fyrirtækjum í vörnum gegn nútíma upplýsingaöryggisógnum. Þessi kynning er unnin í samvinnu faghóps Stjórnvísi um Gervigreind og faghóps um upplýsingaöryggi. 

Fyrri kynning: Þögul innrás gervigreindar: mun þitt fyrirtæki lifa af?

Á meðan almenningur er upptekinn í spjalli við ChatGPT og Dall-E fikti, er þróun að eiga sér stað á bakvið tjöldin sem mun gjörbreyta daglegum rekstri fyrirtækja og kúvenda hegðun neytenda. Frá heilbrigðisþjónustu til fjármála, frá landbúnaði til fataverslana, þá er spurningin ekki lengur hvort gervigreind muni hafa áhrif á þitt fyrirtæki, heldur hvenær og hvernig - og hvort þið séu tilbúin.

Tryggvi Freyr Elínarson er einn af stofnendum og eigendum Datera og hefur yfir 20 ára reynslu í stafrænni markaðssetningu og viðskiptaþróun. Samhliða innlendum og erlendum verkefnum hefur Tryggvi markvisst byggt upp öflug tengslanet og státar því sterkum tengslum í innstu röðum hjá fyrirtækjum á borð við Facebook, Google, TripAdvisor, Snapchat, Tiktok, og Smartly, og því oftar en ekki með aðgang að upplýsingum og tækninýjungum sem ekki allir hafa.

 

Seinni kynning: Rachel Nunes frá Microsoft segir okkur hvernig öryggislausnir Microsoft aðstoða fyrirtæki að verjast ógnum gegn upplýsingaöryggi. KYNNING FER FRAM Á ENSKU.

Smelltu hér til að tengjast fundinum

 

Sýn til ársins 2024 og framtíðar. Laugardagur með London Futurists

Áhugaverður viðburður á morgun hjá London Futurist um áskoranir á næsta ári og lengra fram í tímann, Gjaldfrjáls viðburður á netinu. Sjá vefslóð:

Visions for 2024 and beyond, Sat, Dec 9, 2023, 4:00 PM | Meetup 

Aðventustund með Sigríði Hagalín Björnsdóttir, „gervigreindar skáldsagan Deus“

Hér er vefslóðin á fundinn;  Click here to join the meeting
Til að taka allan vafa þá er nýja bókin hennar Sigríðar Hagalín Deus, ekki skálduð af gervigreind heldur kemur gervigreind inn í skáldskap hennar á skemmtilegan hátt.

Við þekkjum Sigríði af skjánum, sem fréttamaður Rúv. En Sigríður er einnig löngu búinn að vinna sér sess í skáldsagnagerð. Hugleiðingar hennar um framtíðaviðburði hafa vakið athygli.

Hér er vefslóðin á fundinn;  Click here to join the meeting

Fyrsta skáldsaga Sigríðar, Eyland, kom út árið 2016, vakti mikla athygli og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Menningar-verðlauna DV og síðan hefur hún sent frá sér fleiri skáldsögur. Stuttu eftir að skáldsagan kom út hófust jarðhræringarnar á Reykjanesskaganum. Útgáfuréttur bóka Sigríðar hefur verið seldur til margra landa og hefur fyrsta bók hennar til að mynda verið þýdd á frönsku, þýsku, pólsku, tékknesku og ungversku.

Komum okkur í jólaskap og hlustum og spjöllum við Sigríði Hagalín, um bók hennar og annað sem okkur dettur í hug. Gleðilega aðventu.

 

Lagalegar áskoranir við að nýta tækifæri gervigreindar

Click here to join the meeting
Við höfum fengið góðan fyrirlesara til að ræða við okkur lagalegar áskorandir sem þróun gervigreindar hefur og getur hugsanlega haft í för með sér. Eiginlega skyldurmæting næsta fimmtudagsmorgun :)

Thelma Christel Kristjánsdóttir er fulltrúi í tækni, hugverka- og gervigreindarteymi BBA//Fjeldco, með málflutningsréttindi á Íslandi og væntanleg málflutningsréttindi í Kaliforníu. Hún sinnir einnig stundakennslu við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst og er útskrifuð með LL.M. í tæknirétti frá UC Berkeley.

Vefslóðin er: 

Click here to join the meeting

Skarpari hugsun með hjálp gervigreindar

Click here to join the meeting

Ákvarðanataka í rekstri byggir að miklu leyti á huglægum upplýsingum og eigindlegri (qualitative) greiningu. Margvísleg tól eru notuð við slíka greiningu, en þau sem mestum árangri skila eru einnig oft erfið í notkun.

Þorsteinn Siglaugsson fjallar um hvernig nota má nýju mállíkönin (Large Language Models) til að hraða og bæta eiginlega greiningu og ákvarðanatöku. Þorsteinn rekur hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækið Sjónarrönd og starfar einnig sem alþjóðlegur ráðgjafi og stjórnendaþjálfari með áherslu á Logical Thinking Process aðferðafræðina. Hann fer yfir aðferðir og áskoranir og raunhæf sýnidæmi um beitingu gervigreindar.

Hér er hlekkur á upptöku af fundinum. 

Gervigreind. Ólíkar sviðsmyndir. London Futurist

 

Viðburður um þróun gervigreindar, út frá ólíkum sviðsmyndum á vegum London Futurist. Umræða um hugsanlega, trúverðuga, raunverulega og grípandi atburðarrás, þar sem fram kemur nýjustu viðhorf og þekking á þessu sviði. Viðurburðurinn er nokkurs konar vinnustofa. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á þessari vefslóð;  Creating and exploring AGI scenarios, Sat, Aug 26, 2023, 4:00 PM | Meetup

 

 

 

Frumsýning á myndbandi. Líttu upp, gervigreind á krossgötum

Næstkomandi mánudag, 21 ágúst kl 15:00 mun Gert Leonhard kynna nýtt myndband, Líttu up, gervigreind á krossgötum (LookUpNow). Eftir myndbandið er hægt að fylgjast með og taka þátt í umræðu um myndbandi og þróun gervigreindar. Hér á eftir kemur tilkynningin frá Gerd og þær vefslóðir sem nauðsynlegt er að fara inn á til að upplifa efnistökin og taka þátt. Góða skemmtun.

Greetings fellow futurists, speakers, thinkers, researchers, colleagues and friends

 On Monday August 21st at 5pm CET, 4pm UK, 11 am EST, 8am PST, 7pm Dubai, 8.30 pm India... my new film LookUpNow will premiere on Youtube: https://youtu.be/mEr9MDyMfKc (this URL is showing the trailer right now, but will change to livestream the entire film on Monday at 5pm). We will watch the film together and answer questions via YT as well as on LinkedIn (just click to sign up). The film is 24 minutes long, and afterwards we will be switching to Zoom for a live discussion and debate - it would be great to have many of you there as well - feel free to sign up at https://www.futuristgerd.com/LuNZoom (registration is required for this Zoom event). This is an invite-only session that will also livestream on YT.

 

Thanks for your kind attention and I look forward to seeing you there!

Gerd Leonhard

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?