Markþjálfun: Fréttir og pistlar

Markþjálfadagurinn 2023 - Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað

Markþjálfunardagurinn 2023 - Velsæld og árangur!

 

Markþjálfunardagurinn verður haldinn þann 2. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni ,,Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað”. Þar mun ICF Iceland að venju leiða saman alþjóðlegt fagfólk sem deilir reynslu sinni af því hvernig þörf á nýrri nálgun í átt að árangri fyrirtækja byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu forsenda þess árangurs.

Aðalfyrirlesarar Markþjálfunardagsins eru frumkvöðullinn og manneskja ársins Haraldur Þorleifsson, Tonya Echols margverðlaunaður alþjóðlegur PCC markþjálfi, og Kaveh Mir, stjórnendamarkþjálfi MCC sem situr í stjórn ICF International ásamt Tonya.

Harald þekkir hvert mannsbarn hér á landi fyrir m.a. Römpum upp Ísland verkefnið, auk þess sem hann var kosinn manneskja ársins. Hann hefur náð ótrúlegum árangri í sínum verkefnum hvort sem það eru hans persónulegu verkefni eða fyrirtækið Ueno sem hann byggði upp og seldi til Twitter. Hans erindi nefnist Function + Feelings. Tonya var valin stjórnendamarkþjálfi ársins af CEO Today Magazine, hún situr í ráðgjafateymi Forbes, hefur skrifað fjölda greina í Forbes og er í markþjálfateymi TED Talks. Kaveh hefur komið að stjórnendaþjálfun, breytingastjórnun, teymis-uppbyggingu, leiðtogaþróun og vinnustaðamenningu hjá fjölda alþjóðlegra fyrirtækjarisa á borð við Warner Bros, Google, Amazon, Lego, Deloitte, HSBC, Mars, Salesforce og CNN og verður gjöfull á reynslu sína í erindi sínu.

Það er okkur sannur heiður að fá stórstjörnur frá ICF International til okkar á Markþjálfunardaginn í ár, fólk með áratuga reynslu á stóra sviði markþjálfunar. Þau ætla að opna upp á gátt reynslu sína og viðskiptamódel á vinnustofunum sem ætlaðar eru fyrir markþjálfa og erum við mjög spennt að læra af þeim.

Auk þeirra Haraldar, Tonyu og Kaveh munu stíga á stokk þrjú fyrirlesarateymi: Aldís Arna PCC markþjálfi og Jón Magnús Kristinsson læknir, markþjálfarnir Anna María Þorvaldsdóttir ACC og Inga Þórisdóttir og Kristrún Anna Konráðsdóttir ACC markþjálfi og Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop. Þá mun þróunarstjóri hjá ICF International Malcom Fiellies PCC markþjálfi og þjálfunarstjóri hjá ICF Global vera með erindi um stuðning við starfsfólk í gegnum skipulagsbreytingar.

 

Markþjálfunardagurinn er stærsti árlegi viðburður félagsins. Vinnustofurnar verða haldnar 1. febrúar en ráðstefnan 2. febrúar. Miðasala er hafin á Tix og hvetjum við alla félaga að njóta dagsins, uppskerunnar og tengslanetsins. Viðburðirnir gerast ekki stærri.

 

Ef fyrirtækið þitt vill fá 8 manna borð eða bás er best að senda póst á icf@icf.is. Það er 20% afsláttur af miðaverðinu ef keyptir eru 5 miðar eða fleiri. Þetta er frábær dagskrá og hvetjum við alla sem hafa áhuga að skrá sig, þú ferð ríkari heim eftir þessa ráðstefnu. Að sjálfsögðu verður Stjórnvísir með bás eins og venjulega, þar sem Gunnhildur ofl. munu taka vel á móti þér/ykkur.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Markþjálfadagurinn 2023 - Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað

Stjórnvísir hefur hvatt Faghóp Markþjálfunar hjá Stjórnvísi að koma þessum skilaboðum hér neðar áleiðis frá ICF Iceland sem er fagfélag markþjálfa á Íslandi.

Heil og sæl og gleðilegt nýtt ár.
Fyrir hönd ICF Iceland fagfélags markþjálfa á Íslandi, bjóðum við þig og
starfsfólk þitt hjartanlega velkomin á Markþjálfunardaginn sem haldinn
verður á Hilton Reykjavík Nordica þann 2. febrúar nk.


Tíu ár eru liðin síðan fyrsti Markþjálfunardagurinn var haldinn og mun
ráðstefnan að þessu sinni bera yfirskriftina „Velsæld og árangur á
framsýnum vinnustað“.

Dagskráin er þéttskipuð áhugaverðum erindum
frá framúrskarandi fyrirlesurum úr íslensku og erlendu atvinnulífi.
Meðal fyrirlesara er Haraldur Þorleifsson frumkvöðull og stofnandi Ueno,
mannvinur og nýkjörinn manneskja ársins 2022, Dúóið Davíð Gunnarsson
framkvæmdastjóri framsækna ferðatæknifyrirtækis Dohop og Kristrún
Anna Konráðsdóttir ACC markþjálfi og MPM sem hefur sérhæft sig í að
byggja upp sálrænt öryggi teyma og Jón Magnús Kristjánsson
bráðalæknir, ráðgjafi heilbrigðisráðherra í bráðaþjónustu og fyrrum
framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd.

Einnig verður á meðal fyrirlesara Kaveh Mir, sem er þrautreyndur
leiðtogamarkþjálfi sem hefur velsæld og árangur að leiðarljósi. Kaveh Mir
er stjórnendaþjálfi með MCC hæsta vottunarstig markþjálfa,
meistaragráðu í jákvæðri sálfræði og er höfundur bókarinnar Wars at
Work sem ætti að vera mörgum stjórnendum kunnug. Þá hefur hann
þjálfað æðstu stjórnendur fyrirtækjarisa á borð við Deloit, Salesforce,
Lego, HSBC, Amazon, Novartis, Mars, Funding Circle, CNN, Warners
Bro, Google og JT International. Kaveh Mir situr í stjórn International
Coaching Federation (ICF), stærstu og virtustu alþjóðasamtaka
markþjálfa svo eitthvað sé nefnt, sjá meira hér inn á Tix.is


Eins og vant er verður hægt að leigja kynningarbás við ráðstefnusalinn á
Markþjálfunardaginn og þar hafið þið möguleikann á því að koma ykkur á
framfæri við markþjálfa og aðra ráðstefnugesti en búast má við að um 200
manns sæki ráðstefnuna. Ráðstefnugestir eru m.a. stjórnendur,
mannauðsfólk, markþjálfar og aðrir áhugasamir um velsæld og árangur á
vinnustöðum og beitingu aðferða markþjálfunar í því skyni.

Húsið opnar kl. 12.00 fyrir ráðstefnugesti og dagskrá hefst kl. 13.00. Gert
er ráð fyrir 40 mínútna hléi um miðjan dag og lýkur ráðstefnunni á
hanastéli sem stendur frá kl. 17.00-18.00. Það ætti því að gefast afar góður

tími með ráðstefnugestum til kynningar á fyrirtæki ykkar og þjónustu.

Við erum í þann mund að hefja miðasölu á ráðstefnuna og viljum þess
vegna bjóða þínu fyrirtæki að nota þetta tækifæri, taka frá daginn og leigja
kynningarbás. Með hverjum kynningarbás fylgir einn miði á ráðstefnuna.
Takmarkað framboð er af kynningarbásum en þeir verða alls 20 talsins og
því vissara að tryggja sér pláss í tíma.


Vinsamlega látið okkur vita ef þið hafið áhuga á að vera með okkur í ár og
ef svo er þá einnig hafa með nafn og netfang tengiliðs svo við getum látið
ykkur vita tímanlega áður en við hefjum söluna.

Við vekjum athygli á að sérstakt tilboð er á ráðstefnuna fyrir þau fyrirtæki
sem kaupa sæti við heilt borð sem telur átta miða.

Hér að neðan eru verð fyrir kynningarbás og sæti á ráðstefnuna:
Staðlaður kynningarbás 2x2 - einn miði á ráðstefnuna innifalinn
Kr. 59.000,-
Almennt miðaverð kr. 32.900.-
Fimm miðar eða fleiri með 20% afslætti - verð á miða kr. 26.320.-
Heilt fyrirtækjaborð á ráðstefnuna með 20% afslætti - átta miðar
Kr. 210.560.-

Við hlökkum til að heyra frá þér sem allra fyrst.
Með fyrirfram þökk,
Stjórn ICF Iceland- icf@icficeland.is

 
 

MasterClass in Presence.

 

Faghópur markþjálfunar býður upp á vefnámskeið (Zoom) með Dr. Tünde Erdös þar sem hugtakið nærvera (Presence) verður rýnt, meðal annars út frá því hvernig við getum notað nærveru til að skapa betri sambönd, ná betri árangri og eiga í betri samskiptum. Nánari lýsing á námskeiðinu er á ensku frá Dr. Tünde inn á viðburðinum hér.

Athugið að námskeiðið sjálft verður einnig á ensku.

Þau sem taka þátt í námskeiðinu bjóðast aðgangur að lokuðum facebook-hóp þar sem Dr. Tünde Erdös mun taka þátt í samtali með okkur um nærveru og deila efni þessu tengdu og fer það samtal fram áður en námskeiðið er haldið í febrúar. Þátttaka í þessu samtali og samfélagi mun gefa okkur aukið virði þegar það kemur að sjálfu námskeiðinu. Hér er hægt að óska eftir aðgangi í hópi “hlekkur á facebook-hóp”.

Linkedin síðan hennar hér.

Facebook viðburður hér.

Gleðilega hátíð!

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.
 
Jón Magnús deilir upplifun sinni af markþjálfun og því hvernig aðferðin gerði honum kleift að finna köllun sína í starfi, vita hver hann raunverulega er og hvernig hann gæti eftirleiðis lifað í sátt við sig með því að taka fulla ábyrgð á eigin lífi og líðan.
Að lokum mun Jón Magnús Kristjánsson sitja fyrir svörum ásamt markþjálfa sínum Aldísi Örnu Tryggvadóttur, PCC vottuðum markþjálfa hjá Heilsuvernd.
 
 
Jón Magnús Kristjánsson bráðalæknir er ráðgjafi heilbrigðisráðherra í málefnum bráðaþjónustu í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Jón útskrifaðist með embættispróf í læknisfræði frá HÍ og sem sérfræðingur í almennum lyflækningum og bráðalækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann er auk þess með MBA-gráðu frá HR. Jón hefur viðtæka reynslu sem stjórnandi í heilbrigðiskerfinu og starfaði sem yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala og síðar framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd þar til hann hætti þar störfum í júní sl. Heilsuvernd er sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem rekur hjúkrunarheimili og heilsugæslustöð auk þess að vera einn stærsta veitandi fyrirtækjaþjónustu á heilbrigðissviði á Íslandi. Jón hefur auk þess starfað með íslensku rústabjörgunarsveitinni og farið í sendiferðir á vegum alþjóða Rauða Krossins.

Faghópur Markþjálfunar hjá Stjórnvísi

Í dag miðvikudaginn 17. ágúst hittist kröftug  9 manna stjórn faghóps markþjálfunar (tveir gátu ekki mætt) á sinn annan fund þessa komandi starfsárs. Lögð voru metnaðarfull drög af dagskrá þar sem áherslan er að varpa ljósi á mátt markþjálfunar.

Við hlökkum mikið til að deila og fræða um þessa mögnuðu aðferðafræði sem við öll í stjórninni heillumst svo að. Við erum alltaf opin fyrir samstarfi við aðra faghópa ásamt því að ef ÞÚ hefur ábendingu handa okkur varðandi hvað þér finnst vanta eða þú hefur hugmynd að viðburði ekki hika við að vera i bandi við okkur.

Sjáumst og skjáumst!

Stjórn faghóps markþjálfunar hjá Stjórnvísi

Áttu eina eða tvær?

Hvernig velur þú þér markþjálfa?

Hvað þarf ég að hafa í huga þegar ég vel mér markþjálfa?
Hvaða kröfur geri ég til þess markþjálfa sem ég vil ráða?
Hvað er mikilvægt að hafa í huga?
Hvað er fagleg markþjálfun og hvað þýða þessar vottanir?
 
Farið verður yfir helstu niðurstöður könnunar sem faghópurinn sendi út “Hvernig velur þú þér markþjálfa?”
Einnig verður farið yfir og kynntar vottanir International Coaching Federation – ICF, hvað liggur á bak við þær og hvers vegna þær geta skipt máli.
 
Tilgangur faghóps markþjálfunar er að efla vitund um fagmennsku og virði markþjálfunar. Könnunin er leið okkar til að efla vitund og skoða hvernig samfélagið velur sér markþjálfa.
 
Fyrirlesarar eru Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og Lilja Gunnarsdóttir formaður faghóps markþjálfunar hjá Stjórnvísi. Ásta Guðrún og Lilja eru fyrrverandi formenn ICF Iceland og brenna fyrir því að efla vitund um fagmennsku og virði markþjálfunar.
 
Við værum þakklátar ef þú myndir svara könnuninni okkar (tekur 1-2 mínútur) og þú mátt gjarnan deila henni áfram. Hér er linkur á könnunina https://www.questionpro.com/a/TakeSurvey...
 
Verkefnið er unnið í samstarfi við ICF Iceland.
 
Skráning, nánari upplýsingar og linkur á viðburðinn https://www.stjornvisi.is/.../hvernig-vel-eg-markthjalfa
Einnig inn á Facebook: https://www.facebook.com/events/460343745790016?ref=newsfeed

Hvar liggur virði markþjálfunar að mati stjórnenda?

Mars viðburður faghóps markþjálfunar, 2. mars kl.8:30.

Flottir stjórnendur ræða hvar liggja virði markþjálfunar.

Lifandi umræða þar sem þið þáttakendur eruð líka með í samtalinu.

 

Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?

 

12. desember 2021  10:00 - 11:30

 Fjarfundur Zoom
 Markþjálfun,

 

Stjórnvísi í samstarfi við ICF Iceland stendur fyrir erindinu "Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?"

Erindið verður haldið á 15 ára afmælisdegi ICF Iceland félagi markþjálfa á afmælisdaginn sunnudaginn 12. desember.

Linkur á viðburðinn hér

Lilja, Rakel, Ásta og Linda ætla að deila með okkur því sem vakti áhuga þeirra á ráðstefnu ICF global sem fram fór í október á þessu árið og að því loknu verður rými fyrir spjall, kynnast betur og efla tengslanetið.

---------------------------------------------
Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?

Ráðstefnan Converge21 var haldin af ICF global (International Coaching Federation) 26-28 október 2021 og voru fjórir félagar ICF Iceland mættir til að njóta þessarar stórkostlegu veislu.

Þema ráðstefnunnar 2021 var “Bringing Together the World of Coaching”.

--------------------------------------------
Hvernig gæti framtíð markþjálfunar litið út? Rakel Baldursdóttir

Fordæmalausir tímar hafa gefið okkur möguleika og nýjar áskoranir. Hvernig hefur covid haft áhrif á markþjálfun og hvernig getum við nýtt okkur lærdóminn til tækifæra í framtíðinni. Er rafræn markþjálfun að færast á nýtt svið í tækniþróun og hvernig getur þetta allt saman gagnast okkur í aðgerðum loftslagsmála.

Á Converge 2021, fékk framtíð markþjálfunnar fallegt rými til umhugsunar og umræðna og langar mig að deila með ykkur það sem vakti mína athygli.

Rakel Baldursdóttir, er móðir tveggja unglingsdrengja, ACC vottaður markþjálfi, tók grunn og framhaldsnám hjá Evolvia, Climate Change Coach, Whole Brain Coach og NBI leiðbeinandi frá Profectus og er að klára námskeið í Science of Well Being hjá Laurie Santos hjá Yale University auk þess sem hún situr í siðanefnd ICF á Íslandi.

Mottó mitt er: Enginn getur allt en allir geta eitthvað.
---------------------------------------------
Hvernig getum við endurhugsað traust? Lilja Gunnarsdóttir

Traust er ein af undirstöðum markþjálfunar og mikilvæg í góðum og árangursríkum samskiptum. Opnunaratriði Converge21 var flutt af Rachel Botsman sem fjallaði um hvernig við getum endurhugsað traust. Hvernig sköpum við traust, hvernig treystum við og af hverju á ég að treysta þér og þú mér?

Að þekkja hvernig traust virkar getur gert þér kleift að verða betri markþjálfi leiðtogi, liðsmaður, félagi og foreldri.

Lilja Gunnarsdóttir er ACC vottaður markþjálfi, teymisþjálfari (team coach EMCC vottaður), viðskiptafræðingur MSc í stjórnun og stefnumótun og með diplóma í opinberri stjórnsýslu. Lilja starfar sem sérfræðingur og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg ásamt því að vera sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfari. Lilja er fyrrverandi formaður (2018-2020) og gjaldkeri (2017-2018) ICF Iceland, Félags markþjálfa.

Mottó mitt er: Lengi getur gott batnað.
--------------------------------------------
Frá GPS yfir í Google maps. Linda Björk Hilmarsdóttir

Hversu mikilvæg er stundin fyrir samtalið sjálft, hvað þurfum við að gera til að ná þeirri samkennd og samstöðu sem við viljum ná fram í samtalinu.

Áður en við vitum hvert við erum að fara skoðum við hvar við erum stödd.

Ætlum við að labba, hjóla eða keyra ? Ætlum við að fara þá leið sem útsýnið er meira eða er betra að fara þar sem við komumst í búð á leiðinni.
Markþjálfun er kerfisbundin en ekki vélræn.

Ekki nota úreltann leiðarvísi.

Erindi Dr. D.Ivan Young MCC.

Linda Björk Hilmarsdóttir er ACC vottaður markþjálfi með NBI practitioner réttindi.

Linda er hluthafi í Sahara auglýsingastofu og eigandi BRAVA. Linda kláraði Ferðamálafræði með áherslu á markaðsmál, hún starfar einnig hjá Profectus og sinnir þar ýmsum verkefnum tengdum markþjálfun.

Mottó mitt er : Sá sem stefnir ekkert fer þangað.
---------------------------------------------
Markþjálfamenning/Coaching Culture, hvað er nú það? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir

Ég ætla að skoða með ykkur hvað markþjálfa menning er og hvað hún getur gert fyrir vinnustaði. Mig langar að deila með ykkur efni í kringum það málefni sem ég tók frá ráðstefnunni Converge 2021 .Það hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna fram á að með markþjálfun sé hægt að leysa margar áskoranir. Og í dag þá stöndum við fyrir nýjum raunveruleika þar sem fjarvinna er orðin stór partur af vinnu umhverfinu okkar. Ozlem Sarioglu PCC markþjálfi var með áhugavert erindi “Unlock a Strong Coaching Culture in the Remote Workplace” sem ég ætla að deila með ykkur.

Öðruvísi samvinna og samskipti ásamt einmanaleika er ný staðreynd starfsmanna, markþjálfun getur leyst þessa áskorun.

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir heiti ég og hóf mína markþjálfa vegferð í september árið 2014 eftir rúm 20 ár í ferðaþjónustunni sem ferðaráðgjafi. Síðan þá hefur líf mitt snúist um þetta öfluga og skilvirka verkfæri. Ég hef lokið bæði grunn- og framhaldsnámi og einnig kennt það frá árinu 2016-2021. ACC vottun kom í apríl 2015, PCC í byrjun árs 2018 og MCC er í ferli. Ég sat í tvö ár í stjórn Félag Markþjálfa á Íslandi, tók þátt í sameiningu FMÍ og ICF, var svo formaður ICF Iceland 2017-2018. Ég hef leitt Ignite verkefni sem er á vegum félagsins og snýst um að vera kveikja að verkfærinu í samfélaginu, og hef ég gert það í skólasamfélaginu og vil gera það sem víðast.

Mottó mitt er: Allt sem þú veitir athygli vex.

Linkur á viðburðinn hér.

Sjálfbærni markþjálfun - að taka af sér ráðgjafahattinn og ná dýpra virði fyrir viðskiptavininn.

Á næsta viðburði hjá faghópi markþjálfunar ætlar Dr. Snjólaug Ólafsdóttir verkefnastjóri í sjálfbærni og sjálfbærni markþjálfi hjá EY á Íslandi að fjalla um hvernig leiðtoga markþjálfun í sjálfbærni og teymisþjalfun í sjálfbærni getur komið fyrirtækjum lengra, hraðar á sjálfbærni velferðinni. Hvort sem markþjálfun sé notuð með ráðgjöf eða ein og sér stuðlar sjálfbærni markþjálfun að skýrari sýn, markvissari skrefum og farsælli innleiðingu sjálfbærni verkefna.
 

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir ætlar að fjalla um virði þess að markþjálfa leiðtoga og teymi innan fyrirtækja til sjálfbærni.

Hver er munurinn á ráðgjöf og markþjálfun og hvernig er hægt að mæta til leiks sem markþjálfi og skilja sérfræðinginn og ráðgjafann eftir frammi.

Hlekkur á TEAMS hér.

Áhugaverð ráðstefna: Tomorrow´s Leadership

Faghópur um markþjálfun hjá Stjórnvísi vekur athygli á einstaklega áhugaverðri fjarráðstefnu Tomorrow’s Leadership sem haldin verður miðvikudaginn 12.maí kl. 10-16.  

Allar nánari upplýsingar og bókanir eru hér:  https://www.tomorrowsleadership.is

Skilvirk valdefling stjórnenda - með aðferð markþjálfunar!

Skilvirk valdefling stjórnenda - með aðferð markþjálfunar

 
Í þessu erindi mun Matilda skoða hvernig markþjálfun nýtist til innri og ytri eflingar að bættum árangri og starfsþróun.
Hún mun leita svara við spurningum á borð við: 
Hvernig virkar verkfærið markþjálfun fyrir stjórnendur og hver er ávinningurinn?
Hvað getur stjórnandinn gert til að valdefla sig?
Hvað getur stjórnandinn gert til að valdefla stjórnendur sína?
Hvað getur stjórnandinn gert til að valdefla undirmenn?

Hringekja ágreinings - Ágreiningur er forsenda góðrar útkomu.

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Hvað er ágreiningur? Okkur greinir á og ágreiningi á alls ekki að útrýma því hann er mikilvægur og hann er hjálplegur við að finna nýjar lausnir og koma okkur lengra. Sigríður Ólafsdóttir hjá Mögnum eflir færnina í að kljást við ágreining.  Ágreiningur er óhjákvæmilegt misræmi milli einstaklinga. Ágreiningur liggur í að einstaklingar upplifa að gildum, sjálfsmynd er ögrað eða grafið undan.  Rót vandans liggur í því þegar aðrir eru þeim ósammála þegar aðrir eru þeim ósammála og við upplifum vonbrigði eða særindi. 

Hvað er eiginlega þessi markþjálfun? Er þetta eitthvað í jólagjöf?

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Það var faghópur Stjórnvísi um markþjálfun í samstarfi við ICF Iceland sem héldu þennan viðburð um nýtingu markþjálfunar.
Fyrirlesarar voru þau Arnór Már Másson, Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og Ragnheiður Aradóttir, öll PCC vottaðir markþjálfar frá ICF Global og brenna þau öll fyrir fyrirfagmennsku í fagi markþjálfunar. Þau rýndu í hvað gerir okkur að fagmönnum og hvernig er hægt að nýta markþjálfun.
Arnór Már Másson deildi reynslu sinni af því að hjálpa fólki að finna sína hillu í lífinu. Hann sagði frá því hvernig hann hjálpar marksækjendum að svara spurningunni: “Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?”. Einnig kom hann inn á hvað er mikilvægt að horfa í þegar þrengir að hjá fólki á tímum covid. Hann deildi líka reynslu sinni af MCC (Master Certified Coach) vottunarferlinu og að vaxa og dafna faglega í gegnum súrt og sætt í lífinu. Arnór Már er stofnandi og eigandi AM Markþjálfunar slf. og er með PCC (Professional Certified Coach) gæðavottun frá ICF (International Coach Federation). BSc í sálfræði frá HÍ og PDE í frumkvöðlafræði frá Keili, Hí og NMÍ. 
Arnór Már sagði að eitt það mikilvægasta sem hver og einn markþjálfi standi frammi fyrir er annars vegar að vera fylginn sér að vera alltaf að taka viðtal, sjálfur tekur hann 21 viðtal á viku og hitt er að hlúa vel að sjálfum sér.  Einnig að vera hlutlaus og vera góður hlustandi.
Ragnheiður, fyrrverandi formaður Félags markþjálfa, hefur starfað sem markþjálfi til umbreytinga í um 15 ár og hefur þjálfað mikinn fjölda stjórnenda og teyma bæði hérlendis og víða erlendis. Hún hefur mikinn áhuga á mannlegum möguleikum, styrkleikum einstaklingsins og hugarfari.  Hún segir að við höfum alltaf val enda er hennar mottó, að við stjórnum viðhorfi okkar sjálf og getum því alltaf skapað okkur vinnings aðstæður á einhvern hátt.
Hún fjallaði um hvernig jákvæð sálfræði og markþjálfun tengjast sterkum böndum og með hugarfarið að leiðarljósi eru því í raun engin takmörk sett varðandi hverju við getum áorkað og hvernig við getum þróað okkur með aðstoð markþjálfunar. Ragnheiður er stofnandi og eigandi PROcoaching og PROtraining þar sem hún býður upp á vandaða markþjálfun til umbreytinga, teymisþjálfun og námskeið af ýmsum toga. Ásamt eiginmanni sínum Jóni Þórðarsyni rekur hún viðburðafyrirtækið PROevents sem er eitt af leiðandi viðburðafyrirtækjum á Íslandi.  Hún er með PCC (Professional Certified Coach) alþjóðlega gæðavottun frá ICF, stundaði meistaranám í Mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands, og er Dip. Master í Jákvæðri Sálfræði ásamt því að vera sáttamiðlari. Hún stefnir á MCC (Master Certified Coach) í náinni framtíð. Hún lætur sig mannréttindamál miklu varða, er varaformaður FKA (Félags kvenna í atvinnulífinu) og leggur sitt á vogarskálarnar til að hvetja til jafnréttis á öllum sviðum samfélagsins.
Ragnheiður sagði jákvæða sálfræði vera frekar ný fræðigrein.  Hún tengist saman við markþjálfun varðandi að hafa trú á sjálfan sig. Jákvæða sálfræðin gengur út á hversu hamingjusöm við erum. Hamingjan tengist sældarhyggju þ.e. hversu gott okkur þykir eitthvað, ánægju yfir lengri tíma og farsældarhyggju.  Hugsun – hegðun – tilfinningar er það sem markþjálfinn vinnur með.  Hugarfarið okkar býr til lífið okkar og að gera breytingar er eitthvað sem við sjálfum aldrei eftir.  Markþjálfinn styður við slíka vinnu.  Markþjálfinn þarf að leggja egóið algjörlega til hliðar. Velferðin leitar að innihaldsríku lífi. Ragnheiður segir Íslendinga vera með mikla seiglu og markþjálfinn hefur áhrif á að ýta undir seigluna. 
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir talaði um hvernig markþjálfun kom inní hennar líf og deildi því hversu mikið trúverðugleiki markþjálfunar skiptir hana miklu máli. Hún sagði frá því hvað hún brennur mikið fyrir þessu verkfæri. Henni finnst að allir sem læra markþjálfun og ætla að starfa við það, hafi góða og gilda menntun á bak við sig sem sýnir fram á að hæfni sé náð og votti sig einnig í framhaldi af því. Það eru mikil heilindi í markþjálfun, sem góður og faglegur markþjálfi þarftu að sýna það og sanna með hver þú ert, það getur tekur sinn tíma að öðlast slíkt traust. Ásta Guðrún er PCC (Professional Certified Coach) vottaður markþjálfi frá ICF Global síðan í apríl 2018 og stefnir á MCC (Master Certified Coach) innan nokkurra ára sem er hæsta stig vottunar fyrir einstaklinga.
Ásta Guðrún hefur verið sjálfstætt starfandi markþjálfi síðan ársins 2014 með fyrirtæki sitt Hver er ég - Markþjálfun og sinnir allskonar spennandi verkefnum eins og að vera leiðbeinandi í markþjálfanámi, stofnaði Markþjálfahjartað sem er árstíðaverkefni og hugsjón sem snýr að því að koma markþjálfun í menntakerfið á Íslandi, starfar hjá CoachHub og Landit sem markþjálfi fyrir leiðtoga út um allan heim, markþjálfar og heldur sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir skjólstæðinga Virk, situr í faghóp Markþjálfunar hjá Stjórnvísi, fyrrverandi formaður ICF Iceland svo eitthvað sé nefnt og með marga aðra bolta á lofti. Hún brennur fyrir umbreytingu sem er að hennar mati eina leiðin að innri vexti og skrifaði bók árið 2019 Markþjálfun Umturnar sem snýr að því hvernig markþjálfun getur meðal annarss nýst stjórnendum í menntakerfinu. Ásta myndi vilja breyta starfsheitinu sínu í "Umbreytingarþjálfi".

Ásta Guðrún þráði að vera skilvirkari manneskja og í upphafi markþjálfunarnámsins stefndi hún ekki að því að verða markþjálfi.

Hvað er eiginlega þessi markþjálfun? Er þetta eitthvað í jólagjöf?

Faghópur Markþjálfunar heldur viðburð um nýtingu markþjálfunar.

Fyrirlesarar eru þau Arnór Már Másson, Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og Ragnheiður Aradóttir, öll PCC vottaðir markþjálfar frá ICF Global og brenna þau öll fyrir fyrirfagmennsku í fagi markþjálfunar. Þau ætla að rýna í hvað gerir okkur að fagmönnum og hvernig er hægt að nýta markþjálfun?

Stjórnvísis viðburður hér.

Facebook viðbuður hér.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kveðja, faghópur markþjálfunar Stjórnvísi

Hluttekning og nánd á tímum fjarlægðar

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á Facebooksíðu Stjórnvísi.
Glærur má nálgast hér.
Þessi viðburður á vegum faghóps um leiðtogafærni fjallaði um hluttekningu og nánd á tímum fjarlægðar. Áhersla á hluttekningu (e. Compassion), velvild og góð félagsleg tengsl í stjórnun og menningu vinnustaða hefur aldrei verið mikilvægari en nú. Slíkar áherslur geta reynst öflugt mótsvar við álagi , streitu, kulnun og þeim gríðarlegu breytingum sem við stöndum frammi fyrir. Þegar stjórnendur beita þessari tegund af tilfinningagreind og styrkleika, taka eftir fólkinu sínu, upplifun þeirra og sýna einlægan vilja til að gera eitthvað í málunum t.d. þegar á móti blæs getur ávinningurinn verið mikill.  

Í þessu erindi var farið yfir hvað hluttekning er, helstu einkenni hennar og ávinning. Þá var skoðað hvað getur staðið í vegi fyrir því að hluttekning nái að þrífast í stjórnun og menningu vinnustaða. Og að lokum hvernig megi vinna með hagnýtum og strategískum hætti með hluttekningu svo að við komumst sífellt nær hinum mannlega vinnustað. 

En hvernig gerum við vinnustaðinn manneskjulegri?  Ylfa sagði mikilvægt að hver og einn hugsaði með sér hvað nærir okkur sjálf sem manneskjur.  Þegar við erum nærð eigum við svo gott með að gefa af okkur.  Hluttekning er að sýna fólki áhuga og samkennd, hlusta og huga að. Hluttekning einskorðast ekki við ákveðnar stéttir heldur á hluttekning við alls staðar. Hluttekning er að standa vörð um mannleg réttindi. Mikilvægt er að við séum góð hvort við annað því við vitum aldrei hvað sá sem við hittum er að kljást við.  Er í lagi að versta stund dagsins sé sú þegar þú hittir yfirmann þinn eða er í lagi að mánudagurinn sé versti dagur vikunnar?  Ylfa sagði mikilvægt að sýna hluttekningu og vera mannlegur.  Hluttekning er skilgreind sem næmni á sársauka eða þjáningu.  Lífið er upp og niður, gleði og sorg.  Ef þú ert á vinnustað þá er mikilvægt að tekið sé eftir hvað vel er gert og að við séum til staðar fyrir hvort annað og getum fagnað saman.

En hvað ýtir undir og hindrar að við notum hluttekningu markvisst?  Við höfum öll þennan grunn að sýna hluttekningu.  En stundum veljum við að loka á aðstæður.  Þegar við sýnum hluttekningu þá erum við meðvitað að sýna tengsl.  Við erum ekki alltaf að taka eftir t.d. að bjóða fólki sæti í strætó. Stundum veljum við líka að líta til hliðar. 

Það er gríðarlega mikilvægt að huga að því fyrir vinnustaði hvað þeir eru að gera núna. Að fanga árangurssögur er mikilvægt.  Einnig er áhugavert að halda fundi og hreinlega allir tjái sig hvernig þeim líður.

Ef við klæðumst eins eða erum í takt þá erum við í takt og samkennd myndast. Rannsóknir Gallup sýna að það sem fólk vill sjá í fari leiðtoga er hluttekning, umhyggja, vinátta og kærleikur. Það sem meira er að það eru jákvæð tengsl á milli fjárhagslegrar afkomu fyrirtækja og leiðtoga sem bera þessa eiginleika. Á vinnustöðum þar sem sýnd er hluttekning er minni kvíði, aukin skuldbinding og starfsmenn eru fljótari að jafna sig.

Ylfa fjallaði að lokum um hagnýtar leiðir fyrir leiðtoga út frá McKinsey skýrslu. Við verðum að byrja á að beina athyglinni að okkur sjálfum og verða meðvituð um okkur þá fyrst sjáum við það sem er að gerast í kringum okkur. Æfa þakklæti og vera í núvitund.  Þá fyrst getum við farið að ná fólki saman og skapa „við“.  Setja niður varnirnar og sýna auðmýkt.

Markþjálfun við stjórnun mannauðs

Á annað hundrað manns sóttu fund á vegum faghóps um markþjálfun í morgun. Fyrirlesari var Íris Sigtryggsdóttir fræðslustjóri Advania og markþjálfi og gaf hún innsýn í það hvernig Advania nýtir markþjálfun sem stuðning við stjórnendur og teymi innanhúss ásamt því að segja frá því hvernig stjórnendur hafa hlotið þjálfun í þeim hluta markþjálfunar sem snýr að samtölum og virkri hlustun til þess að efla frammistöðu síns starfsfólks enn frekar.

Hvað er teymisþjálfun og hvernig nýtist hún stjórnendum?

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast ásamt fleiri fundum á facebooksíðu Stjórnvísi.
Lilja Gunnarsdóttir formaður faghópsins setti fundinn og kynnti þá fundi sem eru framundan hjá faghópnum. Allir fundir framundan verða á netinu. Í dag fjallar fundurinn um hvað er teymi og teymisþjálfun. Undanfarin ár hefur vinna margra breyst þannig að þeir eru sífellt meira að vinna í teymum án þess í raun að hafa fengið þjálfun í teymisvinnu. Lilja brennur fyrir að gera gott betra. Lilja Gunnarsdóttir er teymisþjálfari (team coach),  ACC vottaður markþjálfi, viðskiptafræðingur MSc í stjórnun og með diplóma í opinberri stjórnsýslu. Hún starfar á fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar.  Mottó: Lengi getur gott batnað.  Örn Haraldsson kynnti sig í framhaldi, hann er sjálfstætt starfandi teymisþjálfari og markþjálfi (PCC) - ornharaldsson.is. Annað sem kemur inn á borð til hans er leiðtogaþjálfun og kúltúrmótun teyma og fyrirtækja/stofnana, sem og erindi og námskeið. Einnig kennir hann markþjálfun hjá Profectus. Auk teymisþjálfaranáms, markþjálfanáms og PCC vottunar frá ICF í þeim efnum er hann með B.Sc. í tölvunarfræði frá HÍ, jógakennari og með kennsluréttindi frá HÍ. Lengi vel vann hann í hugbúnaðargeiranum, hérlendis og erlendis, sem starfsmaður og sjálfstætt starfandi, við hin ýmsu verkefni. Frumkvöðlastarf hefur einnig látið á sér kræla og er fyrirtækið Arctic Running (arcticrunning.is) eitt af afsprengjum þess. Örn hefur mikinn áhuga á mannlegri tilvist, sér í lagi samskiptunum og tengslunum okkar á milli og við okkur sjálf, og í teymisþjálfuninni fókusar hann mikið á að hjálpa teymum að efla traust þannig að teymismeðlimir geti komið með öll sín gæði að borðinu. Örn þarf talsverða hreyfingu og hún spilar lykilhlutverk í hans andlegu og líkamlegu líðan. Hann er almennt frekar jákvæður og opinn, og allajafna stutt í húmorinn - njótum ferðalagsins!

Lilja hóf umræðu sína á að spyrja: „Af hverju teymi“.  Vinnan í dag er orðin þvert á fyrirtæki, landshluta og heimshluta og áherslan er á samvinnu.  Teymið er grunneiningin en ekki einstaklingurinn sjálfur. Lilja spurði þátttakendur á fundinum hvað væri teymi og kom fjöldi svara í spjallið á fundinum enda þátttakendur á annað hundrað manns. Teymi er lítill hópur fólks með mismunandi hæfni sem styður hver við aðra, hefur sameiginlegan tilgang, sameiginlega sýn á hvernig uppfylla skuli tilganginn og ber sameiginlega ábyrgð á útkomunni. 

En er einhver munur á hóp og teymi?  Þá er gott að spyrja sig spurninga eins og: Er gagnkvæmur stuðningur milli teymismeðlima, er sameiginleg ábyrgð, er sameiginlegur tilgangur o.fl.?

Í vistkerfi teymisins er samfélagið, birgjar, viðskiptavinir, fjárfestar, eftirlitsaðilar, starfsmenn.  Mikilvægt er að passa upp á alla sem eina heild, ekki einungis að horfa sem dæmi á viðskiptavininn.  Taka þarf tillit til allra þátta.  Algengt er að teymi fari af stað en einn hagsmunaaðilinn gleymist.  Lilja spurði þátttakendur um mismun á teymum sem þeir hefðu verið í og hver sé munurinn á árangursríku teymi og teymi þar sem ekki tekst vel til.  Þegar teymi er árangursríkt þá verður heildarútkoman stærri en þegar tveir einstaklingar vinna í sitt hvoru lagi.  Kraftur leysist úr læðingi þegar þeir koma saman. En hvað styður við að teymi verði árangursríkt?  Örn talaði um 5 þætti sem Google komst að hjá sér: 1. Sálrænt öryggi var lykilatriði og var stoð fyrir hina fjóra.  Það er þegar teymið þorir að spyrja asnalegra spurninga, benda á hvað má betur fara, gefa endurgjöf og setja mínar spurningar að borðinu.  Í slíku teymi er hægt að takast á á heilbrigðan hátt.  Þegar ótti eða reiði er til staðar þá missum við getuna til að hugsa rökrétt og einnig missum tengingu við minni.  2. Samvinna. Teymismeðlimir eru háðir hver öðrum og þurfa að upplifa að þeir þurfi á hvor öðrum að halda og virði það. 3. Skipulag og skýrleiki. 4. Meining og tilgangur. Er ég að þroskast á þann hátt sem ég vil. 5. Áhrifin út á við.  Eru teymismeðlimir að upplifa að það skipti máli út á við.  Einnig minntist Örn á þætti sem gera teymi óstarfshæf. Vöntun á trausti, hrædd við ágreining, engin skuldbindingin, ekki næg ábyrgð og útkomunni ekki fylgt eftir.

En hvað er teymisþjálfun?  Hvað felst í henni?  Teymisþjálfun er markþjálfun á sterum. Grunnkjarni teymisþjálfunar er að þjálfa allt teymið sem samvinnuferli. Hjálpa teyminu að ræða það sem þarf að ræða á hverjum tíma og hafa sameiginlegan tilgang. Og hvað þarf til að vera góður teymisþjálfari? Hjálpa teyminu að taka á erfiðu málunum, búa til hópdýnamík, finna lausnir og að stíga inn í óttann. Við vitum ekki svörin fyrir fram. Góður teymisþjálfi þarf að vera góður markþjálfi, hjálpa fólki að ræða það sem er erfitt, vera leiðandi í að leiða fólk í gegnum ákveðið ferli.  Okkur er tamt að vera með ráð, út með ráðgjafann en hins vegar að hafa skýrar ráðleggingar við spurningum sem krefjast þess.  Það er meira rými fyrir ráðgjöf í teymisþjálfun en markþjálfun.  Mikilvægt er fyrir markþjálfann að fara ekki djúpt í ráðgjafann því þá er markþjálfinn orðinn ábyrgur. 

Leiðtogi býr til rými sem aðrir eru tilbúnir að stíga inn í.  "Stjórnandi" er gildishlaðið orð og tengt eldri stjórnarháttum, segja hvað eigi að gera.  Teymið þarf að fá að taka ábyrgð. Með því að ýta ábyrgðinni á teymið fær leiðtoginn meira rými til að hugsa fram í tímann.  Góðir stjórnendur þurfa að hafa markþjálfunarfærni og teymisþjálfun. Að lokum hvatti Örn alla til að hugsa hvaða virði er verið að framleiða fyrir hvern og einn hagsmunaaðila.  Ef þú ert leiðtogi hversu mikið ef þinni vinnu gæti teymið unnið?   

 

 

Ágreiningur vesen eða vannýtt tækifæri?

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Faghópar um markþjálfun, mannauðsstjórnun og leiðtogafærni héldu í morgun vel sóttan fund á Teams sem bar yfirskriftina „Hvað eiga aðferðir markþjálfunar og sáttamiðlunar sameiginlegt?“

Þóra Björg Jónsdóttir markþjálfi og ráðgjafi stofnandi Stokku byrjaði á að ræða um hvaðan ágreiningur kemur og hversu skemmandi hann getur verið. Orku, tíma og peningum er sóað með ágreiningi. Margir vinna með viðhorf og er eftirsóknarvert að vinna með ágreining. En hvaða virði er ágreiningur og hvaða verkfæri notum við.  Allt snýst um það að fólk leiti lausnanna sjálft því hver og einn þekkir sínar þarfir best. 

Flestir vilja vera lausir við ágreining og vilja halda friðinni því það er átakaminnst.  Ágreiningur er ósamkomulag, það þegar fólk er ekki sammála.  En hvernig er tekið á því þegar fólk er ekki sammála 1. Ósýnilegur ágreiningur 2.skapandi ágreiningur 3.skaðandi ágreiningur.

  1. Varðandi ósýnilegan ágreining það er þegar engin átök eru því allir eru sammála en þá koma ekki ólík sjónarhorn upp og umhverfið er stöðugt en kannski kraumar eitthvað undir því ekki er raunhæft að gera fyrir að enginn skoðunarmunur sé sýnilegur.  Stundum er hópurinn samstilltur og því allir sammála um allt. Þar sem er enginn ágreiningur er hætta á stöðnun.
  2. Í skapandi ágreiningi er talið eðlilegt og jákvætt að fólk sé stundum ósammála. Á slíkum vinnustað skiptist fólk á skoðunum. Málefnalegar og jafnvel snarpar umræður eru áður en ákvarðanir eru teknar. Þarna ríkir virðing og traust og fólk þorir að segja sínar skoðanir, svigrúm skapast til góðra umræðna og gæði ákvarðana eykst.
  3. Í skaðandi ágreiningi snýst allt um samkeppni og hlutir gerast persónulegir.  Á slíkum vinnustað er ósveigjanleiki og skortur á vilja og getu til samvinnu, gagnrýni á allt sem er ákveðið og gert og vanþakklæti fyrir allt sem er gert fyrir starfsfólk. Þar sem skaðandi ágreiningur þrífst eykst starfsmannavelta.

Þóra varpaði fram spurningunni: Hvar viltu vera viðskiptavinur? Alveg örugglega þar sem menningin er skapandi ágreiningur.  Mikilvægt er á vinnustöðum að skoða viðhorf innan hópa hvers til annars og fjölbreytni er kostur. Ekki er allt sem sýnist og því mikilvægt að vera ekki fljótur að draga ályktanir.  Stöðug sjálfsskoðun er því þörf og virðing í samskiptum.  Best að tala beint út og ekki í gátum. Okkar helsta tæki í samskiptum er að hlusta og skilja. Hvað er í gangi, hvers vegna er þetta sett svona fram, hvaða upplýsingar þarf ég. Nota aðferð eins og „Skil ég þig rétt?“ Hvar á samtalið sér stað, í einrúmi eða innan um aðra.  Það er svo mikilvægt að átta sig á hvað er í gangi.  Alltaf er verið að vinna með spurningar og um hvað málið snýst. Sáttamiðlarar eru alltaf að vinna að sameiginlegum skilningi þ.e. fólk skilji hvort annað. Án sameiginlegs skilnings getum við ekki haldið áfram í átt að góðri ákvörðun.  Spurningar eru til þess að fá upplýsingar.  Í grunninn snýst markþjálfun um að vinna með leiðir til að allir hafi skilið hvað er í gangi áður en er svarað.  Sms leiðin er algengust daglega, skilaboð – móttaka – svar. Líklegri leið til að ganga betur er skilaboð – móttaka – hlustun – spurningar – hagsmunir – skilningur – svar.  Markþjálfun og sáttamiðlun ganga út á þessa leið.  Lokaorð Þóru voru þau að við getum alltaf gert betur og haft áhrif.

Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari, lögfræðingur, og formaður Sáttar formaður sagði mikilvægt og sterkasta verkfærið að setjast niður.  Besta leiðin er að sinna forvörnum og bætt samskipti eru besta vörnin.  Aldrei er hægt að útrýma öllum ágreiningi.  Það á aldrei að vera eitrað að hafa aðra skoðun.  Málin verða stundum þrúgandi ef þau hafa fengið að grassera lengi.  Þegar hlutir eru orðnir óþægilegir þarf að taka þá upp á yfirborðið.  Í sáttamiðlaraskólanum eru teknar æfingar fyrir nemendur þar sem fólk er sett í aðstæður hvernig það getur komist að sameiginlegri niðurstöður.  Sáttamiðlun og markþjálfun setja ábyrgðina á einstaklinginn.  Aðilinn finnur sjálfur lausnirnar.  Viðhorfin á bakvið spurningarnar hafa svo mikil áhrif.  Þær þurfa að vera forvitnilegar og vekja skilning og bíða opinn eftir skilningi. Í lok fundar þakkaði Lilja Gunnarsdóttir formaðu faghóps um markþjálfun fyrirlesurum fyrir góð erindi. 

Tomorrow´s Leadership

Fjarráðstefna (zoom)

Karin Tenelius, sænskur markþjálfa frumkvöðull, leiðtogaþjálfi og rithöfundur bókarinnar Coaching Jobseekers mun halda erindi um það hvernig á að þjálfa upp sjálfbær teymi. Erindið verður haldið á ensku.

12 mismunandi útskriftarerindi framhaldsnema í markþjálfun veita einlægan innblástur þar sem þau lýsa sinni framtíðasýn. 

Fjarráðstefnan verður haldin í Zoom fundarherbergi þar sem aðeins fyrirlesarar verða í mynd. Þú færð aðgangsslóðina og upplýsingar sent til þín í tölvupósti eftir að þú hefur skráð þig.

Meira um ráðstefnuna hér og skráningu.

Vertu velkomin!

Markþjálfun án endurgjald til allra í framlínu til að styðja ykkur og hvetja.

Félag markþjálfa á Íslandi býður fólki í framlínu markþjálfun án endurgjalds til að styðja ykkur og hvetja í ykkar störfum á COVID-19 tímum. Ef þú vilt þiggja þessa gjöf vinsamlegast skráðu þig hér

Þekking á netinu - Framtíðin

Gríðarlegur fjöldi alls staðar úr heiminum var á þessum fundi í gær og mikið var ánægjulegt að sjá Íslendinga á meðal þeirra. Það var faghópur um framtíðarfræði sem vakti athygli Stjórnvísifélaga á þessum fundi sem nálgast má hér. 

Markþjálfun má nota í meðvirkum aðstæðum á vinnustöðum

Í morgun tók Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri Póstsins á móti faghóp Stjórnvísi um markþjálfun. Þátttakan var með ágætasta móti þrátt fyrir gula viðvörun. Sigga fór yfir hvað einkennir meðvirkni, meðvirkar aðstæður á vinnustöðum og hvað stjórnendur þurfa að hafa í huga. Að lokum benti hún á hvernig nýta má aðferðafræði markþjálfunar í þessu samhengi. Við þökkum Siggu og hennar teymi fyrir okkur. Slæðurnar fundarins má finna undir viðburðinum (https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/markthjalfun-gegn-medvirkni). 

Við viljum minna á Markþjálfadaginn þann 30.janúar - sjá hér: https://markthjalfunardagurinn-2020.webflow.io/#Pricing

Næsti viðburður á vegum faghóps um markþjálfun verður haldinn hjá VIRK 20.febrúar nk. Þar verður farið yfir hvernig aðferðafræði markþjálfunar er nýtt í starfsendurhæfingu. 

f.h. faghóps um markþjálfun

Ylfa Edith Fenger

 

Að taka sín eigin meðul: Reynslusaga

Það voru þær Kristrún Anna Konráðsdóttir verkefnaráðgjafi og Lára Kristín Skúladóttir stjórnunarráðgjafi sem vinna á Umbótastofu hjá VÍS sem tókum á móti Stjórnvísifélögum í morgun en mikill áhugi var fyrir fundinum og mættu á annað hundrað manns. Kristrún og Lára sögðu á hreinskilinn hátt frá reynslu sinn og lærdómi sem þær hafa dregið á síðustu árum í störfum sínum sem sérfræðingar í lean, verkefnastjórnun og stjórnunarráðgjöf. 

Ástríða Kristrúnar liggur í að hjálpa fólki að takast á við og leiða breytingu í síbreytilegu umhverfi.  Lára sagðist elska að grúska, læra, rökræða, tengja saman hugmyndir og praktík, búa til eitthvað nýtt og styðja fólk í að ná árangri.   Þær eiga það sameiginlegt að hjálpa fólki að vaxa og hafa ástríðu fyrir fólki, skapa og vinna í fyrirtæki þar sem má gera mistök og fólki hlakkar til að mæta í vinnuna. 

 

Lára sagði frá því að þær hefðu verið farnar að finna fyrir ákveðnum einkennum þ.e. mættu skilningsleysi, áhugaleysi og andstöðu.  Aðrir áttu erfitt með að skilja þær sem leiddi til þess að þær áttu erfitt með að selja hugmyndir sínar.  Lára nefndi líka hvað það væri erfitt að ná ekki árangri strax því starfið þeirra er ekki áþreifanlegt.  Þegar maður sér sjaldan árangur af því sem maður gerir þá slokknar á ástríðunni.  Það var ákveðinn skurðpunktur þar sem þær settu sér ásetning um að hjálpast að við að gera eitthvað í þessu þ.e. byrja að taka inn sín eigin meðul. 

Það sem þær byrjuðu á var að gefa hvor annarri endurgjöf.  Þetta er Lean og Agile 101, vera alltaf að rýna og fá skilning á því að við erum ekki fullkomin.  Lára sagði að þær hafi ákveðið að hætta að nota sömu aðferðir og höfðu alltaf verið notaðar.  Þær byrjuðu á að setja sér skýran ásetning.  Þegar þær fóru að gefa hvor annarri skýra endurgjöf þá fóru þær að sjá munstur hjá sjálfri sér sem þær þurftu að horfast í augu við.  Ástæðan fyrir þessu öllu var sú að þær voru of uppteknar af fræðunum og réttu leiðinni. Lára sagði að hún hefði hlustað til að svara og til að gefa óumbeðin ráð.  Raunverulega voru þær ekki að hlusta á hugmyndir viðskiptavinarins og síns fólks.  Í dag eru þær markvisst að æfa sig í að hlusta, bæði á það sem sagt er og það sem ekki er sagt.  Fókusinn er á að heyra þarfir og mæta þörfum með þeim aðferðum sem henta hverju sinni (pull í staðinn fyrir push). Þær fóru að hlusta á orðfæri viðskiptavina og nota orðalag hans.  Það sem breyttist í kjölfarið var traustara samband við viðskiptavininn og til varð dýpra samband sem byggir á traustari grunni en áður. 

Það sem þær gera alla daga í sínu starfi er að hvetja stjórnendur til að tala um erfiðu hlutina, vera hugrakkir, berskjalda sig, og hjálpa fólkinu sínu að vaxa.  Mikilvægt er að sjá ekki einungis brestina hjá hinum en ekki bjálkann í sínum eigin, muna þarf að sjá styrkleikana sína en horfa ekki einungis á veikleikana,

Mikilvægt er að vera maður sjálfur en reyna ekki að stöðugt að hjakka í sínum veikleikum.  Það grefur undan sjálfstraustinu.  Ótrúlega oft skortir stjórnendur hugrekki til að taka erfiðu samtölin.  Ástæðan er sú að við erum stöðugt að passa upp á að allir séu góðir en árangurinn verður enginn.  Allir voru hvattir til að þekkja sína flóttaleið. 

Meðalið er hugrekki.  Fara markvisst út fyrir þægindarammann, nota eigin sögur, hættu að væla, komdu að kæla.  Vera í núinu og nýta orkuna í það sem við höfum stjórn á, tala um tilfinningar, taka niður glansmyndina og horfast í augu við okkur sjálf.   Það er svo mikilvægt að vera góð fyrirmynd. Þær fóru markvisst að hugleiða og æfa sig í að vera í núinu.  Einungis er hægt að stjórna því sem er núna.  Hugleiðsla er ekki bara bóla og erfitt að tengja leiðtogann við núvitundina.  Hugleiðsla hjálpar fólki að kjarna sig, vera inn í sínum tilfinningum og stjórna sér.  Líkingin er sú að stöðugir stormsveipir eru á sveimi í vinnunni sem skella á okkur og fullt af tilfinningum sem koma.  Því hjálpar hugleiðsla á morgnana og orkan fer í að stýra því sem við höfum stjórn á.  Eitthvað sem þú hefur enga stjórn á geturðu sleppt.  Stærsta meðalið var að taka niður glansmyndina sína. 

Þegar við skyggnumst undir húddið á okkur sjálfum sjáum við hina réttu mynd af okkur.  Mikilvægt er að sjá sín eigin hegðunarmynstur sem eru bæði styrkleikar og veikleikar.  Persónuleikapróf sína okkur hvar styrkleikurinn er.  Varðandi að breyta hegðun hjá sjálfum sér þá er mikilvægast af öllu að taka niður sína eigin glansmynd og sjá sig með öllum sínum fjölbreytileika.  Munurinn er sá að við hættum að breyta glansmyndinni því hún er barasta alls ekki til. 

Það sem er predikað alla daga er „tilgangur“.  Hann þarf að vera skýr og það þurfa sameiginleg markmið okkar líka að vera.  Allt sem fer á blað gerir hlutina miklu skýrari. 

Það sem þær eru að æfa sig í núna er að setja miklu markvissari takt í allt innra starf, fókusinn er í forgangi og störfin vel skilgreind. 

Því meira sem þær eru þær sjálfar og eru til staðar því meira fá þær til baka.  Þá eykst traustið. 

Uppskeran er sú að nú eru oftar tekin erfiðu samtölin.  Það er meðbyr með þeim draum að taka þátt í að skapa fyrirtæki þar sem fólk þorir að vera það sjálft, fær að þróast og vaxa, gerir mistök og lærir af þeim saman, nær og fagnar árangri, nýtur þess að mæta í vinnuna á hverjum degi.

 

Hvað hafa reynsluboltarnir lært og eru að miðla áfram?

Fundinum var streymt og má nálgast streymið á facebooksíðu Stjórnvísi.  Pétur og Marianna fóru til Hartford, Connecticut í október til að vera með erindi á ráðstefnunni The Northeast Lean Conference, sem haldin er af þekkingar- og ráðgjafafyrirtækinu GBMP. Þessi ráðstefna er ein af virtustu Lean ráðstefnum sem haldin er í Ameríku og mörg erindi voru áhugaverð. Þema ráðstefnunnar var “Total employee engagement – engaging hearts and minds” en eins og heitið gefur til kynna þá snýst Lean um að þróa fólk.

Marianna sagði að ráðstefnan hefði snúist um fólk.  Lean var framleiðslumiðað en er nú meira þjónustumiðað og nú er það nýjasta að lean snýst um fólk.  Allt snýst loksins um menningu.  Vegferðir snúast um lærdóm.  Grunnurinn í lean er að hjálpa og það er í lagi að vera auðmjúkur í lærdómsferlinu.  Maríanna spurði Stjórnvísifélaga að svara: „Hvernig er góður leiðtogi“?  Ýmis svör komu eins og „Hvetjandi, fyrirmynd, er til staðar, skapar umgjörðina, virkjar fólk, hlusta, ber virðingu, skapar vettvang þar sem má gera mistök og ríkir traust, þróar fólkið.  Marianna sagði að það að vera leiðtogi væri ekki háð titli.  Allir eru leiðtogar og bera vonandi virðingu fyrir hvorir öðrum.  En hvernig er hægt að skapa rými þar sem allir eru leiðtogar, virkja hugvit allra?.  Mikið var rætt um ráðningarferli á ráðstefnunni því lean snýst um fólk.  Hvernig er verið að ráða inn; eftir menntun, hæfni, karakter, karisma.  „Hire for Character, Train for Skill“.  Mikilvægt er að manneskjan sem er ráðin passi inn í þá menningu sem er til staðar.  Varðandi menningu þá er mikilvægt að vinnustaðir þekki sína menningu.  Á ráðstefnunni var verið að lemja niður múra og veggi.  Mannauður er það sem skiptir öllu máli.  Tvö fyrirtæki eru með allt það sama til staðar en það sem sker úr um hvort nær samkeppnisforskoti er sú menning sem er til staðar.  Fyrirtæki eru oft rög við að fjárfesta í fólki en ekki við að fjárfesta í tækni.  Innleiðing á Íslandi hefur mest snúist um ferla að gera þá skilvirkari en megintilgangurinn er að þróa fólk.  Er einhver ótti til staðar?  Helgun í starfi þýðir að mæta með höfuð, hendur og ekki síst hjartað í vinnuna.   

Lean er inntak á hverjum einasta degi, ekki uppáskrifað frá lækni og sýndi Marianna skemmtilegar myndlíkingar sem fyrirlesarar tóku.  Lean snýst um að gera stöðugt betur í dag en í gær.  Eins og í öðru er til þroskamódel í Lean.  Mikilvægt er frá degi eitt að fjárfesta í menningu.  Þegar nýliðar koma inn í fyrirtæki þá eiga þeir að finna hvernig menningin er „Svona gerum við“.  Daglegi takturinn, töflufundirnir snúast ekki um töfluna sjálfa heldur samskiptin við töfluna, þetta snýst um að hver einasti aðili við töfluna sé leiðtogi.  Á ráðstefnunni voru allir sammála um og studdu við með rannsóknum að allt snýst þetta um fólk en hvernig á þá að gera hlutina?  Mikilvægt er að læra að sjá hvernig flæðið er í fyrirtækinu.  Er viðskiptavinurinn að fá það sem hann vill?  Ef ekki hvað er þá að? Hvað er í gangi? Nota daglega vettvanginn til að spyrja hvernig við getum stöðugt bætt okkur.  Þetta snýst aldrei um neitt annað en umhverfið og það er fólkið sjálft sem þekkir það best, hvernig kem ég hugmynd á framfæri?  Allt snýst því um árangur og samskipti.  Lærdómslykillinn er að koma saman á hverjum degi og læra eitthvað nýtt.  Hvar er fókusinn okkar?  Er hann á tólin eða er hann á fóllkið? 

Pétur fór yfir stöðuna á lean í dag skv. fyrirlestri Dr. Alan G. Robinsson. Er lean gölluð hugmyndafræði?  Eru geirar þar sem lean er ekki að ná fótfestu?  T.d. í menntageiranum, heilbrigðisgeiranum? Útgáfa Alan var sú að erfiðasta fólkið er langskólagengna fólkið sem er komið á þann stað að erfiðast er að ná í það.  Þegar verið er að tala um lean er verið að tala um Japani sem eru löngu dánir.  Í lok dags, alveg sama hvað þú gerir þá snýst þetta alltaf allt um fólk.  Mikilvægt er að allir í fyrirtækinu séu með, ekki einungis efsta lagið.  Hversu margar hugmyndir erum við með innleiddar pr. starfsmann á dag.  Marel og Össur mæla þetta og í framleiðslu þá skipta hugmyndir frá starfsmönnum öllu máli.  Þetta er frábær mælikvarði á hugmyndir frá starfsfólki.  Af hverju er ekki farið í alla starfsmenn þegar verið er að innleiða þekkingu.  Mannlegi fókusinn er það sem öllu máli skiptir í dag varðandi lean og flöskuhálsinn erum við sjálf, ekki virkja einungis höfuðið á öllum heldur hjartað. 

Pétur og Marianna báðu félaga í lokin um að ræða sín í milli hverjar væru helstu áskoranirnar á þeirra vinnustað.  Sem dæmi var eftirfarandi nefnt: Ná sama kúltúr í öllum deildum, stóra áskorunin er að hleypa starfsmanninum að, til að komast áfram þarf maður að fá stöðuhækkun og til að fá völdum þarftu að halda hlutunum að þér en í lean verðurðu miklu betri stjórnandi, talandi um sjálfan sig, þá er mikilvægt að fá þessa auðmýkt, opna á hana, mikilvægt með töflufundi er „samskipti“ – af hverju var allt þetta mannlega tekið út úr vinnunni?  Af hverju er ekki hægt að tala um hvernig við höfum það daglega? Ótti er eitt af því sem truflar okkur hvað mest.  Trúverðugleiki þarf að vera til staðar, það er hornsteinninn. Fólk finnur traustið í menningunni.  Fyrsta skrefið er að koma auga á áskoranirnar.  Hvað vantar til að vinna í gegnum hlutina? Hvað vantar þig til að allir gangi í takt?  Tími? Er það virði að fjárfesta í mannauðnum? Mikilvægt er að auglýsa hvað vel er gert, fagna sigrum.  Mikilvægt er að geta tekið á móti hrósi, vel gert! En fyrir hvað?  Mikilvægt er að veita sérsniðna endurgjöf,

 

Er hellisbúinn stærsta hindrun breytinga?

Fjöldi Stjórnvísifélaga mætti í sal Nýsköpunarmiðstöðar í morgun þar sem leitað var svara við spurningunni: „Er hellisbúinn stærsta hindrun breytinga?“  Faghópar um Lean, mannauðsstjórnun og markþjálfun stóðu að fundinum.  
Fyrirlesarar voru tveir, þau Guðmundur Ingi Þorsteinsson og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir. Guðmundur Ingi er iðnaðar- og framleiðsluverkfræðingur og eigandi Lean ráðgjafar. Guðmundur hefur lært, kennt og unnið með Lean í yfir 10 ár bæði sem stjórnandi en einnig stýrt innleiðingu hjá einu af stærri fyrirtækjum landsins. Það er trú hans að Lean geti skipt sköpum fyrir fyrirtæki til að skara fram úr og auka hagræði.
Guðmundur byrjaði á að sýna einstaklega skemmtilegt myndband sem sýndi glöggt hversu erfitt er að fást við breytingar.  Í framhaldi útskýrði hann hvað er lean og hver ávinningurinn er með lean.  Guðmundur nefndi hvað Hlöllabátar upp á Höfða tekst vel upp í að láta flæðið ganga vel.  Annað dæmi um fyrirtæki sem hefur gengið vel er „pökkunarferillinn“ hjá Heimkaup. Mikilvægt er að gefa vinnuumhverfinu mikinn gaum.  Tímamælingar eru einnig mikilvægar í öllu því sem hægt er að tímamæla því allir vilja skila góðum afköstum.  Hjá Heimkaup var 550% aukning í pökkun á sendingum á milli áranna 2018-2019 og allt gengur vel.  Samkeppnisforskot Heimkaupa er „pökkunin“.  En smitast góður árangur á einum stað yfir í annan? Nei, svo þarf alls ekki að vera því árangur er ekki smitandi. 

Þriðja dæmið sem Guðmundur tók var Víkurverk.  Þar var tekið dæmi um starfsmann „Írisi“ sem tileinkaði sér að gera einn hlut í einu.  Hún er með töflu upp á vegg þar sem fram kemur hver dagur vikunnar, tími og verkefni.  Hún merkir síðan „grænt“ við verkefnin um leið og þau klárast.  Mikilvægt er að hafa borðið tómt og hafa einungis uppi eitt verkefni í einu.  

Ágústa Sigrun Ágústsdóttir var seinni fyrirlesari dagsins.  Ágústa Sigrún er mannauðsstjóri og ACC markþjálfi og hefur komið að innleiðingu breytinga sem ráðgjafi undanfarin ár. Hún hefur lokið meistaranámi í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá HR. Hún hefur unnið sem mannauðsstjóri í fjölmörg ár, sinnt ráðgjöf og fræðsluverkefnum innan fyrirtækja.

Ágústa sagði að viðnám væri náttúrulögmál og við erum hönnuð til að veita viðnám, þetta er eðlisávísun. Margir nota oft „nei“ til að kaupa sér tíma.  Aðrir segja alltaf „já“ og þá er það spurning um efndir.  Ágústa Sigrún hvatti til að lesa greinina „The Real Reason People Won´t Change“ höf: Kegan and Lahey (2011).  Greinin tekur á mörgum áhugaverðum dæmum og hvetur til að sýna meiri skilning öllum hvort heldur þeir eru jákvæðir eða neikvæðir.  Mikilvægt er fyrir alla að sjá í töfluformi upp á vegg myndrænt hvað við erum að gera.  Stóra áskorunin er að halda áfram. Ágústa nefndi annan aðila Maxwell Maltz, bókin Psycho-cypernetics.  Maxwell var lýtalæknir og hann áttaði sig á því að eftir 21 dag voru draugaverkir að mestu horfnir vegna breytinga t.d. á nefi eða brottnám á útlim.  Ef þú gerir eitthvað í 21 dag þá eru miklar líkur á að þetta verði að vana.  En það þurfa að vera a.m.k. 21 dagur.  Bókin kom út 1960 og er barn síns tíma en samt notuð mikið í dag og vitnað í.  Öll lífræn kerfi hafa tilhneigingu til að halda jafnvægi.  Ef það verður mjög kalt fer líkaminn í að hita hann og það sama ef okkur verður of heitt þá kemur viðnám.  Líkaminn fer alltaf í fyrra horf.  Sigrún sýndi breytingajöfnu (H+Þ) er minna en (S+T+K).  H=hræðsla við breytingar, hátt viðnám Þ=þægindaramminn, stærð og styrkleiki S= sársauki og ósætti við ríkjandi ástand T=trú á betra ástandi í náinni framtíð  K=kunnátta. 

Sigrún ræddi síðan um viðnámsgemsana sem við öll þekkjum í okkar lífi því þetta er alveg ómeðvitað og því þarf að: 1. Sýna þeim skilning 2.gefa þeim tíma 3.bjóða þeim aðstoð 4.fá þá með.  Oft verða þetta bestu talsmennirnir og ekki má gleyma að styrkja stjörnurnar því þær geta fölnað og fallið ef þær fá ekki að skína.   

Hvernig markþjálfun getur stutt við breytingar og innleiðingu á Lean í fyrirtækjum.  Fyrirtæki eru í auknum mæli að leggja áherslu á að hagræða í rekstri og draga úr sóun. Á þeirri leið verður oft vart við viðnám hjá þeim sem þurfa að tileinka sér ný vinnubrögð, breytt vinnulag og hugsunarhátt. Hlutverk stjórnanda hjá fyrirtæki sem hefur innleitt Lean er umtalsvert frábrugðið hlutverki stjórnanda hjá hefðbundnu fyrirtæki. Stjórnendur þurfa í því samhengi að uppfæra sína þekkingu og kynnast nýjum aðferðum til að styðja sem best við starfsfólkið og innleiðingarferlið. Það er hins vegar jafn erfitt fyrir stjórnendur og almenna starfsmenn að tileinka sér breytingar.

Markþjálfun getur stutt við og greitt fyrir breytingum. Stjórnendur geta þurft að tileinka sér nýjan stjórnendastíl með áherslu á að virkja allan mannauðinn og stuðla að stöðugum umbótum. Það eru vissar áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir þegar stórar skipulagsbreytingar eiga sér stað. Að stýra breytingum felur í sér að skilja hvers vegna fólk berst á móti breytingum. Það er ómeðvitað viðnám sem mannskepnan sýnir oft þegar breytingar standa til og þá er stutt í hellisbúann í okkur. Markþjálfun getur aðstoðað starfsmenn við að vera jákvæðari gagnvart breytingum og lágmarka varnarviðbrögð. 

Verkefnamiðuð markþjálfun

Í morgun héldu faghópar um markþjálfun og verkefnastjórnun sameiginlegan fund þar sem leitað var svara við þremur spurningum: Hvað eiga verkefnastjórnun og markþjálfun sameiginlegt? Hvaða tækifæri liggja í að nota tæki og tól verkefnastjórnunar í markþjálfun? Hver er ávinningurinn fyrir verkefnastjóra og verkefnateymi að nýta sér markþjálfun? Fyrirlesarar voru þær Áslaug Ármannsdóttir og Laufey Guðmundsdóttir stofnendur Manifest. 

En hvað er markþjálfun? Markþjálfun er samtalsferli á milli tveggja eða fleiri einstaklinga, uppbygging á trausti, virk hlustun, meðvitund, eftirtekt og speglun, kröftugar spurningar, stuðningur, uppgötvun, framtíðarsýn og markmiðasetning, vöxtur, þroski og skuldbinding. Markþjálfar vinna eftir 11 grunnhæfniskröfum og ýmsum módelum.

Verkefnastjórnun er hins vegar áherslan á undirbúninginn, hún er áætlunargerð, eftirlit og stýring á öllu.  Í verkefnisáætlun er verkefni og umfang þess skilgreint til að fara ekki af leið. Í verkefnastjórnun eru breytingarnar settar upp sem verkefni og eru verkefni skilgreind sem viðfangsefni með skilgreint upphaf  sem og skilgreindan endi ásamt því að hafa skýr og mælanleg markmið að leiðarljósi, hvernig á að mæla og hvert er markmiðið, tæki og tól, kostnaðaráætlun, gæðaviðmið, greiningar, samskiptaáætlun og vörður.   

 

Í hinni einföldustu mynd er hægt að halda því fram að hvoru tveggja verkefnastjórnun og markþjálfun snúist um að ná fram einhvers konar breytingum hvort sem um er að ræða hjá einstaklingum, teymum, stofnunum eða fyrirtækjum.  Með markþjálfun leitast markþegar eftir því að finna tilgang sinn og drauma, nýjar leiðir og lausnir að bættri frammistöðu og árangri. Líkt og í verkefnastjórnun eru markmið dregin fram í markþjálfunarferlinu sem styðja markþega við að ná fram þeim breytingum sem þeir vilja sjá í ferlinu.

Áhugavert er því að skoða samleið þessara tveggja aðferða, hvernig þær geta stutt hver við aðra og hvaða tæki og tól geta leynst í handraðanum.  

Það sem er sameiginlegt með verkefnastjórnun og markþjálfun  að ná fram einhvers konar breytingum, skilgreina umfang, ferli með upphaf og endi, mikilvægt er að brjóta niður íaðgerðir, halda upphaflegri sýn á lofti o.fl.  það sem verkefnastjórinn getur nýtt sér í markþjálfun er SVÓT, óvissugreining, forgangsröðun verkefna, AHP greining, hagaðilagreining, skilamat og lærdómur, setja sér vörður og fagna sigrum, og verkefnisáætlun. 

Undirstaða alls árangurs í teymisvinnu er traust.  Að taka ábyrgð er einnig mikilvægt, skýrleiki í samskiptum, hver gerir hvað.  Allt snýst um samskipti í ferlinu.  Markþjálfun snýst markvisst um að traust og er lykilþáttur í leiðtogahæfni í dag. Vald verkefnastjóra er svo oft óformlegt og hann þarf að finna leiðir til að finna leiðir og koma með skapandi lausnir.

Áslaug Ármannsdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) árið 2015 og er með Ba gráðu í mannfræði. Jafnframt hún lokið námi í stjórnendamarkþjálfun frá Opna háskólanum í HR. Áslaug starfar sem sjálfstæður verkefnastjóri og markþjálfi og er önnur stofnenda Manifest – verkefnamiðuð markþjálfun.

Laufey Guðmundsdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) árið 2015 og er með Bs gráðu í viðskiptafræði. Þar að auki lýkur hún námi í stjórnendamarkþjálfun frá Opna háskólanum í HR í maí. Laufey starfar sem verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands og er önnur stofnenda Manifest – verkefnamiðuð markþjálfun.

 

Ólík menning starfsfólks – ólíkir gestir – ólík þjónusta?

Einstaklega áhugaverður fundur var haldinn í morgun í Ferðaklasanum í Fiskislóð.  Fundurinn var á vegum faghópa um mannauðsstjórnun, stefnumótun, markþjálfun, þjónustu og markaðsstjórnun. Margrét Reynisdóttir, eigandi Gerum betur ehf tók nokkur góð dæmi um á hvern hátt ólík menning erlendra gesta getur haft áhrif á upplifun þeirra á þjónustu hérlendis. Sumar þjóðir vilja hafa allt í röð og reglu og stundvísi skiptir öllu máli á meðan aðrar þjóðir þola meira óskipulag.  Margrét studdist við efni úr nýútgefinni bók sinni „Cultural Impact on Service Quality – Hospitality Tips for Effective Communication with Tourists“. Bókin er þegar komin í kennslu erlendis. 

Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Flyover Ísland, sem er glænýtt fyrirtæki, sagði  frá hugmyndafræði fyrirtækisins og tengdi við hvernig President of People and Culture  hjá móðurfyrirtækinu í USA ætlar að nota bókina frá Margréti sem þjálfunarefni. Hér má sjá videó um bókina HÉR

 

 

Dr. Pauline Muchina frá Kenía ræddi stjórnunarhlutverkið.

Nokkrir faghópar Stjórnvísi í samstarfi við MPM námið buðu upp á opinn fyrirlestur með gestakennaranum Dr. Pauline Muchina frá Kenía. Pauline er talin meðal 50 mikilvægustu trúarleiðtoga heims, er einn öflugasti fulltrúi afrískra kvennleiðtoga ásamt því að vera einstakur fyrirlesari og beita framsögutækni sem lætur enga ósnortna. Fundinum var streymt af facebooksíðu Stjórnvísi og má nálgast fyrirlesturinn þar.

Hannaðu líf þitt! Það eru margar ranghugmyndir í gangi.

Fjölmenni var í Háskólanum í Reykjavík á fundi á vegum faghópa um markþjálfun og mannauðstjórnun.  Fyrirlesarinn Ragnhildur Vigfúsdóttir kynnti hugmyndafræðina og bókina Designing your life en hún fékk síðastliðið sumar réttindi eftir að hafa hlotið þjálfun hjá höfundum bókarinnar í US. Ragnhildur hvatti til þess að lesa bækurnar „Designing your life“ og „Daring Greatly“.  Í fyrirlestri sínum sagði Ragnhildur margar ranghugmyndir í gangi:  1. að gráðan þín ákvarði starfsferilinn 2. hafi menntaskólaárin ekki verið bestu ár ævi þinnar þá verði háskólaárin það 3. ef þú meikar það verður þú hamingjusöm/samur og 4. það er of seint.  En það er aldrei neitt of seint og þú þarf bara að finna köllun þína, það gerist ekki neitt fyrr en þú byrjar á einhverju. Það þarf að gefa hlutunum séns, málið er að byrja einhvers staðar.  Ragnhildur lagði mikla áherslu á að vandamál eru til að leysa þau og ekkert svar er til.  Útgangspunkturinn á að vera „Byrjaðu þar sem þú ert. Hugsaður eins o hönnuður; vertu forvitinn, prófaðu hluti, endurhugsaðu, mundu að þetta er ferli og biddu um hjálp.  Ragnhildur dreifði blöðum til allra þar sem félagar fylltu út „tankinn“ þ.e. mælaborð sem sýndi hver staðan væri á ást, leik, vinnu og heilsu.  Í ást er átt við hvort þú eigir í kærleiksríku sambandi við þína nánustu, hefurðu nægan tíma til að leika þér, ertu ánægður í vinnunni og með heilsuna.  Í dag eru margir að leika sér allt of mikið þ.e. í tölvunni.  Mikilvægt er að meta sig og skoða hvar maður getur gert örlítið betur og taka hænuskref, hvað er hægt að gera næstu daga.  Gera margar litlar tilraunir til að fylla á tankinn.  Sýna sjálfri sér samkennd.  Einnig er önnur æfing sem kallast áttavitinn.  Hver er ég? Hverju trúi ég? Hvað er ég að gera?  En þetta er lykillinn að því hvað næst?  Önnur gagnleg verkfæri er að spyrja sig spurninga eins og hvenær er gaman? Hvenær gleymirðu þér?  Einnig kynnti Ragnhildur Ódysseifsáætlunina sem byggist á því hvaða líf sé rétt fyrir þig núna.  Gerð er 5 ára áætlun sem gengur út á að finna þrjú algjörlega ólík líf.     

Hvernig nýtist sáttamiðlun stjórnendum í erfiðum starfsmannamálum?

Faghópar um mannauðsstjórnun og markþjálfun héldu í morgun fund í Hagvangi um hvernig sáttamiðlun nýtist stjórnendum í erfiðum starfmannamálum.  Fjölmörg vandamál á vinnustöðum eiga rætur sínar að rekja til ágreinings milli starfsmanna og fer oft mikill tími stjórnenda í það að leysa úr ágreiningsmálum. Ágreiningur á milli aðila er óhjákvæmilegur og í mörgum tilfellum nauðsynlegur. Ef ágreiningur er hinsvegar mikill skapar það oft mikla vanlíðan hjá starfsmönnum sem getur komið út í reiði, kvíða, spennu, stressi og fleiri kvillum sem leiða gjarnan til slakari frammistöðu í starfi. 
Góð kunnátta stjórnanda í sáttamiðlun getur bæði sparað dýrmætan tíma stjórnandans, sparað mikinn kostnað og leitt til betri starfsanda og bættra samskipta á vinnustað. Þar að auki getur góð kunnátta í sáttamiðlun verið góður kostur í skipulagsbreytingum.  Fyrirlesarar voru þau Gyða Kristjánsdóttir og Elmar Hallgríms Hallgrímsson.
Elmar útskýrði að „Sáttamiðlun væri ferli þar sem hlutlaus þriðji aðili aðstoðar deiluaðila við að skilja eðli ágreiningsins og mögulega að komast að ásættanlegri laun fyrir báða aðila“.  Sáttamiðlun hjálpar fólki að komast að rótinni.  Gyða fjallaði um úrræðin í erfiðum starfsmannamálum.  Stjórnendur geta ekki alltaf leyst ágreining á byrjunarstigi því erfitt er að finna rótina.  Sáttamiðlun er hægt að fara í hvenær sem er í ferlinu.  Þegar leitað er í sáttamiðlun þá er sett upp fordæmið um að tekið sé á vandamálum í fyrirtækinu og málin séu leyst.  Enginn ágreiningur er eins og framkvæmdin er einföld.  Kosturinn er að mikill tími sparast, dregur úr kostnaði, þeir sem eiga vandamálið taka á því og starfsandi verður betri og samskipti bætast. 
Sem sáttamiðlari verður þú að vera algjörlega hlutlaus til að njóta trúnaðar og trausts.  Fyrsta spurningin sem stjórnandi þarf að spyrja sig á er hvort það séu einhver tengsl við aðila máls eða hugsanlega fulltrúa þeirra. Það sem stjórnandinn þarf að gera er að byrja á að kynna ferlið og síðan segir fólkið frá sinni hlið.  Stýra þarf málavaxtarlýsingu af sanngirni og að aðilar upplifi að verið sé að hlusta á þá. Með sáttamiðlun er tekið hugarflug saman og aðilar fara á hugarflug t.d. að hvor aðili fyrir sig komi með þrjár hugmyndir.  Mikilvægt er að eiga samtal við hvorn aðila um sig í einrúmi.  Sáttamiðlun lýkur þegar komið er á samkomulagi hvernig svo sem það samkomulag er. Fólk vill koma fram skoðun sinni og það er sigur þegar hlustað er á fólk.  

Passar sama stærðin fyrir alla?

Orkuveitan tók vel á móti Stjórnvísifélögum í morgun. Viðburðurinn hafði fyrirsögnina „Passar sama stærðin fyrir alla?“ og var á vegum faghóps um markþjálfun í samstarfi við faghópa mannauðs, Lean, stefnumótun og árangursmat og þjónustu- og markaðsstjórnun. Fyrirlesarinn Margrét Björk Svavarsdóttir er viðurkenndur stjórnunarþjálfari frá Work Simply Inc.  Og hefur áratuga stjórnunarreynslu úr íslensku atvinnulífi bæði af opinberum vettvangi sem og hjá einkafyrirtækjum. Margrét sagði að við værum öll fædd með mismunandi hæfileika sem koma fram í vinnustíl og tengis persónugerð hvers og eins. Margrét hvatti fundargesti til að lesa frábæra bók „A factory of one“ skrifuð af Daniel Markovitz sem inniheldur fullt af fínum aðferðum sem hafa nýst Margréti mjög vel til að skipuleggja sig í vinnunni.  Work Simply er önnur bók skrifuð af Carson Tate sem gengur út frá að fólk noti sína styrkleika í vinnu.  

Skv. tölum frá Virk er 60% aukning í kulnun frá árinu 2010.  Hjón sem vinna úti tala saman í 12 mínútur að meðaltali á dag.  Síðustu 20 ár hefur vinnutími aukist um 15% og frítími minnkað um 33%. Dagar af skilvirkri vinnu eru tapaðir hver ár vegna svefnleysis.  Atul Gawande „“Want to get great at something? Get a coach“ er frábær fyrirlestur sem Margrét hvatti alla til að hlusta á. Markþjálfun er vaxandi starfsgrein og það sem gerist við þjálfun er að frammistaða eykst, það verður aukin þróun og umbreyting á einhverjum sviðum.  Af hverju þurfa starfsmenn stöðugt að fylgjast með tölvupósti?  Leikskólar byggja allt sitt á styrkleikum barna.  Það sama ætti að eiga sér stað inn á vinnustöðum þ.e. að byggja upp hvern starfsmann sérsniðin eftir styrkleikum hans.  Margrét ræddi um vinnustílana fjóra.  Forgangsraðari verkefnamiðaður, greinandi, byggir á staðreyndum, gagnrýnin og rökrétt hugsun.  Styrkleikar: eru forgangsröðun, ýtarlegar greiningar og rökrétt laus á vandamálum, markmiðasækinn, samkvæmur sjálfum sér og tekur ákvarðandi byggðar á staðreyndum, árangurs ríkur og nýtir tímann vel. Skipuleggjarinn. Skipulagður, vinnur í tímalínum, nákvæm skipulagning og hefur auga fyrir smáatriðum. Styrkleikar: vinnur skipulega og samviskusamlega, finnur galla i áætlunum og ferlum, á auðvelt með áætlunargerð niður í smæstu atriði og hugsar í ferlum.  Hagræðingur: styðjandi, notar innsæi, opinn og með tilfinningalega hugsun.  Styrkleikar: samskipti skilur fólk, finnur hvað er undirliggjandi notar innsæi við ákvarðandi, á auðvelt að fá aðra á sitt band er staðfastur með hugmyndir kennari, límið í fyrirtækinu.  Hugmyndasmiðurinn: hefur heildræna hugsun, hugmyndaríkur, hefur framtíðarsýn, hugsar í myndum.  Styrkleikar: er opinn fyrir nýjum hugmyndum, hefur hæfileika til að sjá stóru myndina og koma auga á ný tækifæri, framkvæmir hugmyndir.  Skv. þessu er líklegt að One size fits all henti alls ekki.  Þegar þjálfaðir eru vinnustílar er farið yfir prófið. Tíminn er okkar mesta verðmæti, hægt er að safna verðmætum en ekki tíma.  Mikilvægt er að tímamæla forgangsraðara, búa til rútínu þannig að hann þurfi ekki að hugsa, nota flýtilykla á lyklaborði.  Skipuleggjarinn vill búa til litla ferla, vinnur línulega, taka pásur því hann getur gleymt sér í vinnunni, brytja niður stór verkefni.  Hagræðingurinn: raðar verkefnum eftir orkuflæði þ.e. hvenær hann er sterkastur, skipuleggja tíma af deginum til að hitta fólk, settu þig í fríham.  Hugmyndasmiðurinn er eins og spretthlaupari, ekki eins og maraþonhlaupari, setja sig í fríham. Margrét fjallaði um árekstra vinnustílanna.  Hugmyndasmiðurinn skilar alltaf á síðustu stundu.  Að lokum fjallaði Margrét um muninn á stjórnun og þjálfun.  

Future of Coaching in Organisations

Þær Anna María Þorvaldsdóttir ACC markþjálfi og mannauðsstjóri Arctic Adventures og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir ACC markþjálfi og mannauðsráðgjafi hjá Zenter kynntu á morgunfundi hjá Arctic Adventure efnistök ráðstefnu sem þær fóru á í Ungverjalandi sl. vor.

ICF Hogan ráðstefnan ræddi nýjar hugmyndir um tilvist markþjálfunar innan fyrirtækja og reynir að sjá hvernig markþjálfun muni festa sig í sessi. Leitast var við að svara spurningunni, hver væri sýnin á framtíð markþjálfunar innan fyrirtækja.

Þær Anna María og Ágústa fóru yfir innihald áhugaverðustu fyrirlestranna sem fluttir voru og kynntu PRISM verðlaun sem ICF (International Coaching Federation) veita þeim fyrirtækjum sem hafa unnið vel í því að innleiða markþjálfun í starfsemi sína. Viðburðurinn var samvinna faghóps Stjórnvísi og ICF Iceland – félags markþjálfa.

Ráðstefnan var haldin í samvinnu við Hogan International og ætlunin er að slík ráðstefna verði haldin árlega héðan í frá eftir góða byrjun í Budapest. Hér eru upplýsingar um efnistök ráðstefnunnar http://www.coachfederationevents.com/

Viðburðurinn var hugsaður sérstaklega fyrir starfandi markþjálfa sem og fulltrúa fyrirtækja sem hafa áhuga á að taka næsta skref í innleiðingu á aðferðum markþjálfunar í fyrirtækjum sínum og vilja fræðast meira um PRISM verðlaunin. Ágústa byrjaði á að kynna Hogan sem var samstarfsaðili ráðstefnunnar en þeir hafa hannað tól fyrir markþjálfa sem er mest áberandi í dag og eru í samstarfi við ICF.  Markþjálfar fengu að hámarki 4,75 CCFU punkta fyrir að mæta á alla fyrirlestra ráðstefnunnar.  Spurning ráðstefnunnar var: „Hver er framtíð markþjálfunar í fyrirtækjum?“ og gekk ráðstefnan út á að svara því.  Þær fóru yfir nokkra áhugaverða fyrirlestra og sögðu ítarlega frá þeim. 

Sá fyrsti var frá Dr. Hogan „Who is Uncoachable? Hvað einkennir fólk sem erfitt er að markþjálfa? Það eru þeir sem eru ekki tilbúnir að hlusta, vaxa og dafna.  Einstaklingar þurfa að vera forvitnir til að skoða sjálfa sig og ná fram breytingum.  Hvað er árangursrík markþjálfun? Það er þegar sá sem verið er að markþjálfa fer virkilega að hugsa og skoða hvernig hann getur breytt hegðun sinni.  Skoðaðu endatakmarkið og farðu síðan til baka og finndu leiðina þangað.  Hvað viltu standa fyrir í lífinu?  Hvernig viltu að þú framkallist í samfélaginu þ.e. hvaða orðspor viltu marka.  Árangur er betur tryggður ef þú tengir við kjarnann i sjálfum þér.

Næsti fyrirlesari fjallaði um rannsókn sem PWC gerði fyrir ICF brotið niður eftir aldri.  Því yngri sem þátttakendur voru því meira vissu þeir um markþjálfun sem er jákvætt fyrir fagið, markþjálfun.  Einnig var mælt hvernig stjórnunarstíll er í fyrirtækjum og hvaða aðferð er mest notuð.  Niðurstaðan var sú að óskað var eftir breytingu þ.e. að markþjálfun yrði meira notuð.  Þeir sem eru að stjórna mannauðnum þurfa að horfa á ólíkar kynslóðir og passa upp á yngri kynslóðir og einnig að þjálfa nýja stjórnendur til þess að þeir nái til allra aldursskeiða. Meðalaldur markþjálfa er í kringum 45 ára og þeir þurfa að nýta ólíkar aðferðir við að markþjálfa. 

Kynntir voru örfyrirlestrar þ.e. 20 mínútna fyrirlestrar.  Daphna Horowich hvatti fólk til að hugsa um spurninguna: „Hvað einkennir þig þegar þú ert að bugast?“ Hver er þinn innri kraftur.  Virkjaðu innri kraftinn, notaðu hann og virkjaðu því það er hann sem kemur þér áfram.

Það sem Ágústa tók með sér af ráðstefnunni sem markþjálfi og getur nýtt sér var fyrirlestur  Janet Wilson formaður ICF í Bretlandi.  Hún talaði um bókina „Ethicability“ – Eitt er að vera með stefnu og annað að framkvæma þau „Ethics are moral values in action“.  Janet talaði um þrjú stig 1. Undirbúningur 2. Hvað er rétt (notaðu gildin þín) 3. Prófaðu.  RIGHT módelið var kynnt: R:What are the rules? I:Are we acting with integrity? G:Who is this good for? H:ho could we harm? T:What´s the truth? 

Að lokum voru Prism verðlaunin kynnt.  Einungis markþjálfar í ICF geta tilnefnt fyrirtæki til verðlaunanna en þau fyrirtæki verða að hafa stefnumiðuð markmið sem móta menningu fyrirtækisins. 

 

Ráðstefna á vegum Evolvia: Tomorrow´s Leadership 2018

Það er gaman að segja frá því að mánudaginn 14.maí 2018, kl.9-12:30, er ráðstefna á vegum Evolvia, þar sem framhaldsnemendur í markþjálfun úr mismunandi áttum samfélagsins stíga á svið og deila reynslu sinni og framtíðarsýn. 
 
Snemmskráning lýkur mánudaginn 30.apríl 
 
Endilega kynnið ykkur dagskránna hér.

Spennandi ný tækifæri - L.E.T. ( Leader Effectiveness Training )

Í morgun héldu faghópar um mannauðsstjórnun, markþjálfun, stefnumótun og árangursmat fjölmennan fund í HR.  Þrír fyrirlesarar þau Gróa, Ingólfur og Þyri Ásta kynntu áhugaverða nálgun til að nýta við stjórnun, samvinnu og samskipti. LET ( Leader Effectiveness Training ) -  hugmyndafræðin kemur frá Gordon Training International sem stofnað var af Dr. Thomas Gordon og á erindi til stjórnenda sem og almennra starfsmanna. LET hugmyndafræðin byggir á samskiptafærni og á að baki sér 50 ára þróun. Hún er grunnurinn að öðrum leiðum Gordons eins og P.E.T. (Parent Effectivenss Training), T.E.T. (Teachers Effectiveness Training) o.fl. Hugmyndafræðin byggir á því að nota ákveðin samskiptaleg verkfæri út frá svokölluðum hegðunarramma. Farið var yfir L.E.T. hugmyndafræðina, áhrifaþætti og niðurstöður rannsókna sem tengjast henni.

LET byggir á þarfagreiningu, 360 gráðu mati, LET námskeiði og kerfisbundinni eftirfylgni.  Í LET fræðsluumhverfinu er hægt að halda utan um starfsmannafræðslu á einum stað í samræmi við heildina.  Í LET eru hagnýt verkfæri eins og virk hlustun, ég skilaboð, leið til að forðast átök, aðferð til að leysa átök þannig að allir séu sáttir, leið til að greina á milli viðhorfa og gilda.  Stærsti þátturinn í LET árangurskerfinu er vinnustofa í bættum samskiptum.  Á LET vinnustofu er lögð áhersla á heildarumhverfi þegar kemur að bættum samskiptum.  Í LET er eftirfylgni, endurmenntun, reglulegt mat, stöðumat, markþjálfun og önnur ráðgjöf.  LET vinnur með hegðunarramma 1. Annar á vandamálið 2. Ekkert vandamál 3. Ég á vandamálið 4. Við eigum vandamálið.  Vissulega reyna allir að eiga ekkert vandamál. 

Í LET er virk hlustun með öllum skynfærum, sýnu áhuga, sýnum skilning, viljum hjálpa, gefa sér tíma og tölum sama tungumálið.  Þegar við erum í samræðum er alltaf spurning um vandamál þ.e. hver á þau.  Rætt var um tólf hindranir: skipun, aðvörun, predikun, ráðfæra, rökræða, gagnrýna, hrósa, flokka, greina, hughreysta, spyrja og forðast.  Hvernig á að lágmarka að skaða samband.  Tala um hegðun hjá hinum aðilum þ.e. hvernig hún hefur áhrif á mig.  Oftast eru allt aðrar tilfinningar en reiðin sem bjátar á.  Algengasti skilningurinn er misskilningur hjá fólki. 

Þegar verið er að ræða við börn þá er mikilvægt að sitja bara og hlusta. Aldrei rökræða við börn í æstu skapi.  Því meira sem rætt er það sem gerist því meira gera bæði börn og almennt allir sér grein fyrir samhengi hlutanna.  Í góðri hlustun erum við einungis að samþykkja að við heyrum það sem verið er að segja frá, ekki byrja að túlka eða gefa mat.

Varðandi ágreining á vinnustað er mikilvægt að skilja hvert eðli hans er. Þá er mikilvægt að nýta hegðunarrammann þ.e. hver á vandamálið. Kannski eru það báðir aðilar.  Muna eftir að fara alltaf inn í hegðun en ekki persónu.  Kynnt var 6 þrepa kerfið 1. Greina þarfir 2. Safna lausnum 3. Meta lausnir 4. Velja lausnir 5. Innleiða lausnir 6. Fara yfir niðurstöðu.  Starfsmannavelta á Íslandi er frekar há samanborið við löndin nálægt okkur.  Það að þú fáir að taka þátt í starfinu skiptir öllu máli.  Inn á www.gordon.is eru fjöldi rannsókna sem áhugavert er að skoða. 

Gróa Másdóttir er með BA gráðu og MA gráðu í sagnfræði og fornleifafræði frá HÍ. Lauk MBA gráðu frá HR árið 2010 og Markþjálfun árið 2014. Þá hefur Gróa einnig lokið námi í leiðsögn frá MK.

Ingólfur Þór Tómasson er vottaður ACC markþjálfi og hefur verið sjálfstætt starfandi í 15 ár. Hann hefur áratuga reynslu og þekkingu á rekstri fyrirtækja og hefur verið nátengdur rekstri ferðaþjónustu á Íslandi, í Noregi og víðar.

Þyri Ásta Hafsteinsdóttir er með BSc í sálfræði. Hún er menntaður stjórnenda markþjálfi og NLP markþjálfi. Þyri hefur komið að mörgu í gegnum árin s.s. mannauðsmálum, stjórnun, kennslu, ráðgjöf og fl.

 

The Secret Sauce to Success

Faghópur um markþjálfun hélt í HR fund undir yfirskriftinni „The five dysfunctions of a team“ bók Patrick Lencioni. Pam Coffey kynnti sig og bað viðstadda að rifja upp tíma þar sem þeir hefðu unnið í góðu teymi. Hvað teymið hafði sem gerði það að góðu teymi. Það sem nefnt var sem dæmi:
Góð teymi

  • Sömu markmið/takmark
  • Vision
  • Vilji
  • Orka
  • Traust
  • Opin samskipti
  • Gaman
  • Vinskapur
  • Samheldni
  • Sköpun
  • Virðing

Og svo hvaða hegðun væri til staðar hjá teymum sem væru ekki sterk.

  • Þvingað
  • Misskilningur
  • Skortur á samskiptum
  • Óheiðarleiki
  • Ásakanir

Þegar teymi virka vel geta þau verið það sem sker úr um árangur fyrirtækis/stofnana. Pam sýndi nokkur myndbönd með Lencioni og lýsti svo aðferðum sem hún hefur til að vinna með hans aðferðafræði fyrir teymi á ýmsum vettvangi þar sem hún hefur komið að.

Vinnan byrjar með teymistmati þar sem spurt er sérstakra spurninga sem varðar teymið. Spurningar fyrir teymið og einnig vinnustaðamenninguna. Gert er DiSC mat sem er svipað og Myers Briggs greiningin, með áherslu á hegðun á vinnustaðnum.

Pam fór svo í gegnum módelið sem fræði Lencioni eru byggð á og hvernig greiningin fyrir teymi er notuð til að byggja upp traust og aðra þætti sem modelið byggi rá.

Þátttakendur pöruðu sig saman og ræddu í smá stund um uppruna og æsku – dæmi um æfingu sem notuð er til að byggja upp traust; þekkja þá sem við vinnum með. Traustið byggir á berskjöldun og uppbyggilegum umræðum um ágreining.

gaf gagnlegar upplýsingar úr hennar vinnu sem þjálfari.

Feedback is a gift. Endurgjöf er gjöf

Results. Vinnur með teymum í 2-3 klukkutími í 5-6 skipti í einu yfir sex mánaða tímabil.

Þátttakendur komu fram með góðar spurningar

Hvað er góð stærð á teymi? Eins um þátttöku fólksins í teyminu, ef einhver er óvirkur, hvaða er til ráða?

Hversu mikill tími fer í að keyra svona prógramm/vinnustofu með teymum á vinnustað

Allavega 2-3 klst með teyminu í 4-6 vikna millibili, allavega 10-12 klst í heildina. Áríðandi að vinna með markþjálfa á milli funda, til að viðhalda árangri og halda vinnunni gangandi. Stundum erum um markþjálfa innan fyrirtækja að ræða en líka utanaðkomandi. Ekki gott að vera með sama þjálfara fyrir stjórnendur og teymið sem verið er að vinna með.

Í stærri fyrirtækjum með mörgum teymum, hvernig er nálgunin þar.? Hvert teymi fær 2-3 tíma og svo stjórnendateymið fer í gegnum efnið tvisvar og fá sér vinnustofu um ábyrgð og traust stjórnenda.

 

Markþjálfunardagurinn 2018

Markþjálfunardagurinn 2018

Hvernig nýtist markþjálfun fyrirtækjum?

Hvernig geturðu stutt við betri samskipti á vinnustað og eflt starfsfólk fyrir meiri starfsánægju og árangur - hvernig getur það hámarkað árangur og arðsemi í fyrirtækinu þínu?

Fáðu svörin á Hilton Reykjavík Nordica Hótel, 25. janúar n.k. á Markþjálfunardegi ICF Iceland, félags markþjálfa sem einblínir á hvernig markþjálfun nýtist fyrirtækjum. Ráðstefnan hefst kl.13:00 og lýkur með móttöku og léttum veitingum kl.18:00. 

Vekjum athygli á hagstæðum kjörum á fyrirtækjaborðum og kynningarbásum.

Ekki að láta Markþjálfunardaginn 2018 fram hjá þér fara – nýjar hugmyndir og verkfæri fyrir framsækin fyrirtæki.

Miðasala á tix.is

 

Styrkleikar - leysa þeir líka loftslagsvandann?

Oft heyrist sagt að við eigum að vera besta útgáfan af sjálfum okkur og því sé svo gagnlegt að þekkja styrkleika sína. Þetta var efni fundar á vegum mannauðs-og markþjálfunarhóps Stjórnvísi  sem haldin var hjá Virk.  Við eigum að einblína á styrkleika okkar, nýta þá betur og hætta að velta okkur uppúr veikleikunum – sem við þekkjum þó oftast mun betur. Það er minna rætt um það að þegar við ofnýtum styrkleika geta þeir jafnvel dregið úr okkur lífsgleði og kraft. Vannýttir styrkleikar bíða hins vegar eftir því að vera virkjaðir okkur til heilla og hamingju. Eitt af því sem jákvæða sálfræðin boðar er að það að nýta styrkleika á nýjan hátt getur aukið hamingju okkar.

Almenningur hefur aðgang að nokkrum styrkleikaprófum á netinu, á þessum viðburði var eitt þeirra, Strengths Profile, kynnt til sögunnar. Strengths Profile býður upp á styrkleikamat fyrir einstaklinga og teymi. Það gefur auga leið að það að hafa yfirsýn yfir styrkleika teymis getur gagnast á ýmsan hátt, til dæmis bætt afköst og anda.

Ragnhildur og Ágústa Sigrún eru mannauðsráðgjafar og ACC markþjálfar hjá Zenter. Þær nýta Strengths Profiler við markþjálfun og í vinnu með einstaklingum eða teymum. Helsti styrkleiki Ragnhildar skv. Strength Profiler er kímnigáfa og Ágústa hefur hugrekki í efsta sæti.

Ágústa sagði frá fyrirtækinu CAPP sem stofnaði Strength Profile, en eftir að hafa tekið 30þúsund viðtöl við fólk voru greindir 200 styrkleikar en CAPP vinnur út frá 60 styrkleikum.  Styrkleikagreiningin skiptist í fjóra flokka; Weaknesses, Learned behaviours, Relised strengths og Unrelised strenghts.  Kortinu er skipt í fjóra liti sem eru dökkgrænnn, ljósgrænn, appelsínugulur og rauður. Ágústa sýndi kort Ragnhildar og þar kom fram styrkleiki, drifkraftur, lærð hegðun og veikleiki.  Hver einstaklingur fær 1-4 styrkleika í hverju boxi.  Greiningin er gerð á netinu, niðurstöður berast rafrænt og það kemur skýrsla sem kynnt er í samtali við hvern og einn. 

En hvað er styrkleiki?  Styrkleiki er eitthvað sem innifelur hvernig maður framkvæmir það sem maður á að gera.  Styrkleiki er því aðgerð sem er vel gerð.  Gerð var rannsókn á 40 þúsund skýrslum og skoðað hverjir eru algengustu styrkleikarnir.  Sá algengasti er stolt, mission (tilgangur í lífinu).  Búið er að gera 2 milljónir greininga og er tækið mikið notað í starfsþróun.  Það tekur um 25 mínútur að svara matinu. 

En af hverju ættum við að nota styrkleika okkar?  Rannsóknir sýna að ef við dveljum í styrkleikunum líður okkur miklu betur og framlegð verður miklu meiri (sjá rannsókn sem vísað er til í glæru).   Drucker vísar til þess hve mikilvægt það er að verða enn betri í sínum styrkleikum í stað þess að vinna stöðugt í veikleikum.

Ragnheiður fór yfir hvað það er að vera styrkleikamiðað teymi og hvatti alla til að gera styrkleikaskjöldinn heima til þess að hver og einn myndi finna sín einkunnarorð.  Allir þekkja SVÓT greiningu og því gott að keyra saman svót greiningu við þessa.  Teymið ræðir síðan hvað þau ætla að gera og hvað þau ætla að hætta að gera?  

Árangursrík starfsmannasamtöl

Faghópur um markþjálfun hóf vetrarstarfið á viðburði um starfsmannasamtöl, en það er við hæfi þar sem margir standa frammi fyrir því að taka þau um þessar mundir.  Viðburðurinn var haldinn hjá Reykjavíkurborg í Borgartúni.  Sóley Kristjánsdóttir, MS í mannauðsstjórnun og ACC markþjálfi kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar á umræddum starfsmannasamtölum. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, Master í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði og ACC markþjálfi, kynnti leiðir þess að markþjálfa stjórnendur fyrir starfsmannasamtöl. Fundinum var streymt og hægt að nálgast hann í heild sinni á facebook síðu Stjórnvísi.  Í erindum sínum svöruðu þær Ágústa og Sóley við að svara því hver ætti starfsmannasamtölin, hvernig stjórnendur undirbúa sig og hvernig eftirfylgni er háttað.  

Sóley sagði  frá niðurstöðum nýlegrar rannsóknar á nýrri aðferð starfsmannasamtala. Umrædd starfsmannasamtöl eru með breyttu sniði að því leiti að þau eru tekin fjórum sinnum á ári, með ákveðið þema að leiðarljósi hverju sinni og innan styttri tímaramma en hefðbundin starfsmannasamtöl. Einnig var fjallað um markþjálfun stjórnenda fyrir starfsmannasamtöl sem leið til að undirbúa stjórnendur að taka árangursrík starfsmannasamtöl og fylgja þeim eftir. Stjórnendur fá tækifæri til að nýta starfsmannasamtalið til fullnustu og til árangurs fyrir báða aðila. Fjölmenni var á viðburðinum.  

Markþjálfun tvíhöfða stjórnendateyma á LSH

Faghópar um mannauðsstjórnun og markaðsstjórnun héldu í morgun fund á skrifstofu mannauðssviðs á Landspítala þar sem Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs LSH kynnti verkefni sem hleypt var af stokkunum á síðasta ári. Stjórnun er ein af sterkum undirstöðum Landspítalans. Bakvið undirstöðuna „stjórnun“ á vef spítalans má sjá áherslur næstu ára. Skipurit spítalans er óvenjulegt fyrir þær sakir að í öndvegi er sjúklingurinn og allt í kring eru teymin, yfirlæknir, læknahópur, hjúkrunardeildarstjóri, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar og fleiri stéttir. Í kringum 30 stéttir eru í kringum sjúklinginn og því er skipuritið flókið. Hver starfsmaður á spítalanum heyrir undir fagaðila sem tengist hans stétt.
Það sem hefur verið gert til að koma á samstarfi ólíkra stétta og koma á sterku teymi er „The five dysfunctions of a team höf: Patrick Lencioni. Nýjasta frá Lencioni er bókin: „The Ideal Team Player“. Auðmýkt, ástríða, tilfinningagreind eru einkenni góðs stjórnanda. Þetta er verið að vinna með á spítalanum núverið og bókinni hefur verið dreift til allra stjórnenda spítalans. Ásta kynnti verkefni sem hleypt var af stokkunum á síðasta ári. Tilgangur verkefnisins var að bæta þjónustu við sjúklinga með því að efla samstarf klínískra stjórnendateyma. Náið samstarf stjórnenda er lykill að árangri í klínískri starfsemi, bæði í umbótaverkefnum og í daglegri þjónustu við sjúklinga. Valin voru 40 teymi stjórnenda af öllum 7 klínískum sviðum spítalans. Valdir voru 8 utanaðkomandi ráðgjafar og haldin var vinnustofa. Til að tengja fólk saman tók 1 markþjálfi hvert svið og mælt var með að það yrði utanhúss til að truflun yrði minni.
Til að meta árangurinn var notað Kirkpatrick líkanið. Stig 1: ánægja þátttakenda. 2. Lærðu þátttakendur eitthvað? Stig 3: breyttist starfshegðun í kjölfarið? Stig 4: áhrif á rekstrarlega mælikvarða. Gerð var könnun eftirá þar sem spurt var hvort starfsmaðurinn hefði mætt í markþjálfunina. Einnig hvort hópurinn hefði verið rétt samsettur, settar voru fram spurningar eins og: ég tók virkan þátt, ánægður með markþjálfann, markþjálfunin var þverfagleg, hef trú á verkefninu, hef áhuga ´einstaklingsmarkþjálfun, þegar á heildina litið var ég ánægður með markþjálfunina, tel að teymismarkþjálfunin hafi nýst mér í starfi, ég færi aftur í markþjálfun stjórnendateyma ef það stæði til boða. Niðurstöður voru almennt jákvæðar.

Markþjálfunardagurinn verður 26.janúar 2017.

Faghópur um markþjálfun minnir á stærsta viðburð ársins sem tengist markþjálfun. Markþjálfunardagurinn verður haldinn í fimmta sinn 26. janúar nk. Kl.13.00 á Hilton Reykjavík Nordica. Snemmsölu lýkur í kvöld. Tryggðu þér viðburð á góðum kjörum í dag.
https://tix.is/is/event/3480/mark-jalfunardagurinn-2017/

Stjórn faghóps um markþjálfun.

NLP og markþjálfun með fólki á krossgötum

Í morgun var haldinn fundur á vegum faghópa um mannauðsþjálfun og markþjálfun í Vinnumálastofnun. Það voru markþjálfarnir Ásgeir Jónsson og Hrefna Birgitta Bjarnadóttir sem veittu Stjórnvísifélögum innsýn í sín verkefni með áherslu á NLP og markþjálfun. Ásgeir rekur ráðgjafafyrirtækið Takmarkalaust líf ehf. sem hefur á sl. árum haslað sér völl í ráðgjöf, námskeiðahaldi og fyrirlestraröðum fyrir fyrirtæki á almennum markaði og einnig fyrir opinbera aðila. Hrefna Birgitta er NLP Master Coach kennari, starfsþróunarþjálfi og á og rekur fyrirtækið Bruen sem býður uppá nám og námskeið í NLP markþjálfun, atferlis- og samskiptatækni. Hrefna vinnur að fyrirbyggingu brottfalls af vinnumarkaði og hefur haldið fjölda námskeiða fyrir m.a. stjórnendur, starfsfólk og notendur Vinnu-, Heilbrigðis- og Velferðasviða á Norðurlöndum.
Í erindi Ásgeirs kom hann inn á að „Hver einasti maður sem þú hittir er þér meiri á einhvern hátt. Þá vitnaði hann í Sókrates „Eina sanna viskan er að vita að þú veist ekkert. Allt er einstaklingsbundið og því mikilvægt. Ásgeir segir skjólstæðinga sína almennt sammála því að „Hver sé sinnar gæfu smiður“. Þú getur ekki stjórnað því hvað kemur fyrir þig en þú getur stjórnað því hvernig þú tekur því. Þú getur valið að vera bitur eða jákvæður. Viðhorfið skiptir öllu. Ef þú kennir öðrum um þá gerist ekki neitt. Ásgeir spyr líka einstaklinga: „Hvað finnst þér skipta máli í lífinu?“ Hvort líður þér betur þegar þú ert hlæjandi eða leiður? Ef þú átt frítíma er þá rökrétt að gera eitthvað sem lætur manni líða vel? Þeir sem horfa á fréttir hljóta að vera áhugamenn um fréttir því það er gert á eigin frítíma. Ert þú sigurvegari í eigin lífi? Helstu mistökin okkar eru að reyna ekki. Einkenni sigurvegarans eru að standa alltaf upp aftur og aftur. Ásgeir spyr fólk alltaf hvað myndir þú reyna núna ef þú vissir að þér gæti ekki mistekist.
Hrefna sagði frá því að það væri lítið mál að setja sér markmið en það er öllu erfiðara að vera með þ.e. að láta þau rætast. Við erum alltaf stjórnendur í eigin lífi. Kunnátta færir okkur lífsgleði, þar finnurðu sjálfan þig, eflir öryggi. NLP lætur okkur skilja þriðja augað þ.e. hvernig við bregðumst við áreiti. Þegar við fæðumst erum við hrein. Skynfærin fara síðan að taka inn upplýsingar og allt er skráð. NLP=taugakerfið okkar og hvernig við vinnum úr því. Líkaminn okkar sýnir alltaf hvernig okkur líður. Hrefna hefur haldið námskeið og vinnur með mörgum aðilum á Norðurlöndum. Ef þú átt draum, við hvað viltu þá fá aðstoð við? Hrefna kynnti lífshjólið og hversu mikilvægt hvert svið er hverjum og einum. Mikilvægt er að fara í gegnum hjólið á einlægan hátt og sjá hvernig það er. Ef þú ert án atvinnu hugsaðu þig þá um hvað er jákvætt við að vera án vinnu, veikur? Hvernig færðu umhyggju annarra? Vinna á að vera 8 tímar, frímtími 8 tímar og svefn 8 tímar. Allir ættu að hugsa eftirfarandi:
Átt þú þér DRAUM?
Taktu DRAUMINN þinn með þér gegnum örstutt markþjálfunarferli:
Hvað gerist ef þú gerir þetta EKKI?
Hvað gerist EKKI ef þú gerir þetta?
Hvað gerist EKKI ef þú gerir þetta EKKI?
Hvað gerist ÞEGAR þú gerir þetta?
Er DRAUMURINN orðinn að MARKMIÐI?

Lögreglan er þjónustustofnun ekki valdastofnun.

Þrír faghópar Stjórnvísi, lean, mannauðsstjórnun og markþjálfun héldu vel sóttan sameiginlegan fund í morgun í HR sem fjallaði um hverjir eru snertifletir þjónandi forystu og Lean? Fyrirlesarar voru þær Birna Dröfn Birgisdóttir, doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Birna Dröfn Birgisdóttir sagði að nýjar rannsóknir staðfesti að þeir sem nýta sér þjónandi forystu auka skilvirkni starfsmanna og þar með hagnað. Þjónandi forysta er hugmyndafræði þar sem þjónandi leiðtoginn þarf að taka erfiðar ákvarðanir. Til þess að geta verið leiðtogi þarf 1. Að hafa skýra sýn 2. Að hafa góða sjálfsþekkingu vegna þess að hún eykur sjálfstraust og gefur öryggi til gagnrýni. Leiðtoginn þarf því ekki að vera í sviðsljósinu heldur getur leyft öðrum að skína. 3. Einlægur áhugi á hag og hugmyndum annarra. Þjónandi leiðtogi er ekki sammála öllum hugmyndum en hann hlustar. Lean er kjörið tól sem ýtir undir sköpun. Hjá Toyota var gefin út bók um hvernig á að nota Lean og þar var ýtt undir að nota þjónandi forystu. Birna Dröfn fór yfir rannsókn sem hún hefur verið að vinna að. Þar er teiknað upp ferli og skoðað hvernig áhrif vinnan er að hafa á starfsmenn þ.e. andlega líðan þeirra. Áhersla er lögð á hag heildarinnar og skoðaðir samanburðarhópar. Strax sést að það að setja áherslu á hag heildarinnar og hugsa um líðan þeirra hefur mikil áhrif því þeir hópar komu með miklu betri lausnir. Sérstök áhersla var lögð á að lean-teymin færu og fengju álit allra áður en ákvörðun yrði tekin um eitthvað. Það að starfsmenn viti nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim eykur sköpunargleðina.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu fjallaði um hvernig straumlínustjórnun og þjónandi forysta í umhverfi löggæslunnar getur tvinnast saman. Sigríður hefur áralanga reynslu sem stjórnandi og hefur í störfum sínum nýtt sér aðferðarfræði straumlínustjórnunar og hugmyndafræði þjónandi forystu.
Sigríður hóf starfsferilinn sinn sem skattstjóri á Vestfjörðum sem var dýrmæt reynsla. Fókusinn hennar þegar hún hóf störf hjá Lögreglustjóra til að gera sýnilegar breytingar var að vera í svartri skyrtu í stað hvítrar, opin hurð í stað lokaðrar, önnur hæð í stað fimmtu svo dæmi séu tekin.
Áskoranir embættisins eru betri þjónusta fyrir minna skattfé, kynslóðamunur innan raða starfsmanna og hjá þjónustuþegum, þekking starfsmanna hefur aukist hratt, meiri kröfur um hraða þjónustu og mikið magn upplýsinga sem vinna þar úr, jafnvel í mörgum löndum, fjallað er um mál opinberlega á sama tíma og þau eru til meðferðar. Þjónandi leiðtogi er fyrst og fremst þjónn. Rótin liggur í hinni eðlislægu þörf mannsins til þess að þjóna. Í framhaldi af því tekur fólk þá meðvituðu ákvörðun að gerast leiðtogar. Þjónandi forysta er gallharður stjórnunarstíll. Lean er umbótastjórnun eða stjórnunaraðferð sem beislar reynslu og þekkingu starfsmanna. Frumkvöðlaandi endurvakinn og innleiddur í fyrirtæki eða stofnun til umbóta og breytinga.
Lean byggir á mjög einföldum hlutum, snýst um að treysta því að samstarfsfólkið geti sinnt sínu starfi og betrumbætt það Markmiðið er að tryggja að allt sem starfsmaðurinn geri sé virðisaukandi Lögð er áhersla á verkefnastjórnun, mælingar á markmiðum og dreifingu á ábyrgð. Lean bætir fundarstjórnun, upplýsingaflæði innan og milli deilda, bætir yfirsýn yfir verkefni deildarinnar, tryggir að verkefni séu unnin, leiðir í flestum tilfellum til aukinnar starfsánægju og bætir eftirfylgni með verkefnum.
Breytingar eru erfiðar. Eðli breytinga er þannig að það er ekki hægt að sjá allt fyrir. Stöðugar umbætur eru eðlilegar. Jafnréttismál eru mikilvæg hjá lögreglunni, er hægt að gera eitthvað öðruvísi. En hvað er framundan hjá lögreglunni? T.d. styrkja kynferðisbrotadeild, ný aðgerðarstjórnstöð í Skógarhlíð, innleiðing lean, vinnustaðasalfræðingar, bæða virka hlutstun og upplýsingaflæði o.m.fl.

Þjónandi forysta og snertifletir við markþjálfun

Hvað eiga þjónandi forysta og markþjálfun sameiginlegt?
Faghópar um breytingastjórnun, mannauðsstjórnun og markþjálfun héldu í morgun kynningarerindi í OR í samvinnu við Þekkingarsetur um þjónandi forystu. Sigrún Gunnarsdóttir var með almenna kynningu á þjónandi forystu og ræddi svo helstu snertifleti hennar við markþjálfun.
Sigrún Gunnarsdóttir er dósent við Háskólann á Bifröst og Háskóla Íslands og leiðir starf Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Sigrún er hjúkrunarfræðingur og starfaði áður í heilsugæslu, leiddi starf heilsueflingar hjá heilbrigðisráðuneyti og landlækni, var gæðastjóri Landspítala og deildarstjóri á skrifstofu starfsmannamála þar. Sigrún lauk doktorsprófi frá London School of Hygiene & Tropical Medicine og rannsóknarsvið hennar er starfsumhverfi og líðan starfsfólks með áherslu á gæði þjónustu, stjórnun og þjónandi forystu.
Þjónandi forysta snýst um að breyta frá stýringu til leiðsagnar, frá eintali til samtals, frá foringja til jafningja, frá valdi til þjónustu. En hvernig byggist það að við erum bæði þjónar og leiðtogar. 1. Að við höfum einlægan áhuga á hag og hug annarra, birtingarmyndin er hlustun. 2. Næmi, Vitund sjálfsþekking, innri styrkur, birtingarmyndin er næmi fyrir sjálfum sér og öðrum. Þetta tvennt er viljinn fyrir að vilja þjóna 3. Af hverju erum við að þessu? Vegna þess að við höfum tilgang, ábyrgð, hugsjón og framsýni. Af því að við höfum áhuga á öðru fólki mætum við öðrum með jafningjabrag. Auðmýkt skiptir einnig öllu máli. En hvernig vitum við að við séum að vinna rétt? Með því að sjá að fólkið okkar er að vaxa, verða heilsuhraustara, vitrara, frjálsari, sjálfstæðari og líklegri til að verða þjónar. Spyrjum okkur eftirtalinna spurninga: 1. Vaxa þau sem er þjónað sem einstaklingar? Verða þau heilsuhraustari? Fá þau meiri visku, frelsi og sjálfstæði? 4. Verða þau sjálf líklegri til að verða þjónar? Hver eru áhrifin á þau sem minnst völd hafa?
En hvernig tengjast markþjálfun og þjónandi forysta. Markþjálfun gengur út á að nýta eigin styrkleika og tækifæri, kortleggja eigin væntingar, skilgreina áhrifamikla framtíðarsýn, virkja sköpunargleði og aðstoð við að hrinda í framkvæmd árangursríkum úrræðum.
Þjónandi forysta er hugmyndafræði og stjórnendur nota ýmsa stíla. Markþjálfun er eitt af þeim verkfærum sem nýtast. Þjónandi forysta nær til allra starfsmanna, það séu leiðtogar í öllum störfum. Þjónandi forysta hefur bein áhrif á starfsanda og líðan starfsfólks. Gerðar eru rannsóknir á þjónandi forystu skv. líkan Dirk van Dierondonk - SLS mælitækið. Mælt er viðhorf þátttakenda til þessara þátta í fari næsta yfirmanns: 1. Efling 2. Ábyrgðarskylda 3.Að vera sannur 4. Hugrekki 5. Að vera til staðar í bakgrunni 6. Auðmýkt. 7. Fyrirgefning, 8. Samfélagsleg ábyrgð.
Fjöldi fyrirtækja hefur innleitt þjónandi forystu með góðum árangri. Um helmingur fyrirtækja á Fortune notar þjónandi forystu. Jákvæð tengsl eru milli fjárhagslegs árangurs og þjónandi forystu. Dæmi um fyrirtæki TDIndustries. Þeir segja að númer 1 er að starfsfólkið blómstri en því fylgir óneitanlega aukinn fjárhagslegur ávinningur. Önnur fyrirtæki eru Southwest airlines, Zappos, lögreglan í Huston í Texas, Kaiser permanente sjúkrahúsið. Allir á Kaiser sjúkrahúsinum fara í námskeið í þjónandi forystu. Whole Foods nýtir einnig þjónandi forystu.
Hlustun er skýrasta merkið um einlægan áhuga á hugmyndum og hagsmunum annarra. Harvard háskóli er sá eini háskóla sem setur nemandann í fyrsta sæti á heimasíðu sinni. Hlutverk leiðtoga er að minna stöðugt á hverjum við erum að þjóna. Með því að hlusta byggjum við upp annað fólk. Ef við hlustum ekki á sjálfa okkur eigum við bágt með að hlusta á aðra. Búsáhaldabyltingin varð vegna þess að ekki var hlustað á fólkið. Allt byrjar með ígrunduninni. Bókin „Start with humility“ fjallar um sjálfsþekkingu og auðmýkt. Sjálfsþekkingin skapar sjálfsöryggi, sjálfsöryggi leiðtogans birtist í auðmýkt. Auðmjúkur leiðtogi er meðvitaður um aðra og sækist eftir framlagi annarra. Lykilþáttur í hlustun er að hlusta þótt við séum ekki sammála. Þjónandi leiðtogar taka á verkefnum af festu en taka persónum mjúklega, segja hlutina hispurslaust.

The Goal of Coaching is the Goal of Good Management

Faghópar um markþjálfun og mannauðsstjórnun héldu í morgun fund í Opna háskólanum sem bar yfirskriftina: „The Goal of Coaching is the Goal of Good Management“ to make the most of an organisation’s valuable resources. Good coaching is simply good management.
It requires many of the same skills that are critical to effective management, such as keen powers of observation, sensible judgment, and an ability to inspire appropriate action. It sounds simple, yet many managers don’t know where to begin. It is only in more recent times that business schools have taught the “soft” people skills alongside the “hard” skills of finance and operations. People management skills and the commitment to grow and develop others is a formula for both personal and business success.
Both speakers Cheryl Smith and Hilary Oliver have corporate business experience in senior leadership roles and are masterful coaches with global experience. In their presentation they introduced and explored the core competencies of coaching and discussed how they are applied.
Coaching is about movement, moving people towards their goals. Coaching is partnering with clients in thought-provoking and creative process that inspires them to maximize their personal and professional potential.
They asked us to think of someone who was a good leader for you. Why did you choose the person you did? What was about that person that worked well for you? How did they behave with you? What did they do? Good leaders trusted you, the door is always open, they were great listener, inspiring, they ask questions, they want to see you grow and they challenge you. Good managers get an agreement, they say what they want from you. They help people to develop and they are completely present, they don´t answer phones.
How do I motivate somebody. Ask questions around the how. Don´t tell people what to do. Have direct communications. Challenge people, they can very often do more than they think. What needs to be done, why? The coach does not say how the work is supposed to be done.

Áhugaverður fundur um hvað er líkt og ólíkt með markþjálfun á Íslandi og í Noregi.

Faghópur um markþjálfun hélt áhugaverðan fund í Háskólanum í Reykjavík í morgun. Fyrirlesararnir voru tveir þau Harald Arnesen og Anna María Þorvaldsdóttir. Harald Arnesen er alþjóðlega vottaður PCC markþjálfi frá International Coach Federation (ICF). Harald er einn af stofnendum ICF Norge Chapter í Noregi og gegndi hann formannsstöðu í 4 ár og situr nú í stjórn félagsins. Harald hefur mikla reynslu m.a. af innanhúss markþjálfun en hann stofnaði og stýrir innanhúss markþjálfunardeild Tine sem er eitt stærsta fyrirtæki í Noregi. Harald hefur mikla reynslu í stjórnendaþjálfun og hefur hann stýrt fjölda hópa og haldið vinnustofur á alþjóðlegum vettvangi í markþjálfun og stjórnendaþjálfun. Anna María er alþjóðlega vottaður ACC markþjálfi frá International Coach Federation (ICF) og hefur starfað í mörg ár sem stjórnendamarkþjálfi. Anna María starfar í dag sem mannauðsstjóri hjá LNS Saga og er í samstarfi við Carpe Diem. Anna María hefur stýrt hópum í stefnumótun og haldið fyrirlestra um gæðastjórnun í fyrirtækjum og hvernig stjórnendur geti nýtt sér aðferðafræði markþjálfunar til að verða betri stjórnendur. Anna María hefur starfað með fjölda félagasamtaka m.a. félagi markþjálfa á Íslandi og er nú í stjórn ICF Norge. Anna María er nýflutt heim frá Osló í Noregi þar sem hún aflaði sér reynslu í mannauðsstjórnun og vann hún m.a. sem mannauðsstjóri og sinnti stjórnendamarkþjálfun þar í landi. Anna María brennur fyrir að nýta aðferðafræði markþjálfunar og gæðastjórnunar til að byggja upp gæðastjórnendur og einstaklinga þar sem hún hefur yfir áratuga reynslu í mannauðs- og gæðastjórnun í íslenskum fyrirtækjum.
Annar María og Harald héldu fyrirlesturinn í spjallformi. Þau sögðu að munurinn væri mikill milli Noregs og Íslands. Í gær var ICF Iceland stofnað og það er gæðastimpill að vera með þá vottun. Í Noregi þar sem eru markþjálfar innan fyrirtækja eru þeir ekki nýttir til að þjálfa forstjóra eða yfirstjórn. Áhugavert var að heyra af fyrri reynslu Harls Arnesen; his previous jobs or background as a leader is: accounting manager, financial manage, financial and accounting director and internal accountant. Today he is a coach. Árið 2005 var fagið fyrst kynnt á Íslandi og í dag eru 280 útskrifaðir úr skólum á Íslandi. Mikið hefur gerst á þessum 10 árum og meðvitundin ummarkþjálfun hefur aukist. Markþjálfunin gengur út á að ná því besta út úr einstaklingnum.

Í Noregi leita kaupendur eftir PCC vottuðum markþjálfum. Þar eru þrír skólar sem mennta til PCC vottunar. Þar eru 3 stig vottunar, ACC, PCC og MCC. Í Noregi er sérhæfing, innri og ytri markþjálfun. Þar prófa forstjórar oft fyrst markþjálfann áður en hann er ráðinn.. Í Noregi er auðveldara að hafa innri markþjálfara því fyrirtækin eru svo stór.
ICF is the biggest in the world about 200 offices in the world. Most of the coaches have ACC. Several schools in Norway are proved by ICF and are teaching coaching f.eks. CTY, Ericson and Adler. In Iceland there is only one coach with MCC, none with PCC but lot of coaches with ACC. Endurnýja þarf vottunina á þriggja ár fresti.

Markþjálfunardagurinn 2014

Nýtt ár, nýtt upphaf!

Markþjálfunardagurinn er haldinn hátíðlega í annað sinn 30. janúar með skemmtilegum, upplífgandi og áhugaverðum erindum frá mörgum af færustu markþjálfum Íslands. Hægt er að velja um og á milli 14 erinda og er Markþjálfurnardagurinn kjörið tækifæri til þess að fræðast um spennandi efni fyrir bæði líf og starf, eflast í því að gera árið 2014 eitt besta ár lífs þíns og fá hugmyndir, styrk og innblástur og byrja árið með alvöru meðbyr!

Sjá meðfylgjandi dagskrá hér
http://midi.is/atburdir/1/8066/

Útgáfugleði fyrstu bókarinnar á íslensku um markþjálfun - 23 maí, kl 17, Eymundsson Austurstræti

Stjórnvísifélögum er boðið í útgáfugleði vegna fyrstu íslensku bókarinnar um Markþjálfun. Þau Arnór Már Másson, Matilda Gregersdotter ásamt Hauki Inga, eru höfundar bókarinnar og bjóða þau ykkur velkomin í Eymundsson í dag, fimmtudag, kl. 17 í Eymundsson í Austurstræti.

Þetta er frábært framtak hjá þeim og án efa marga sem hlakkar til að lesa þessa bók!

Endilega kíkið við eftir vinnu, fáið ykkur léttar veitingar, skoðið bókina og óskið þeim til hamingju!

Markþjálfunardagurinn 24.janúar 2013

Félag markþjálfunar á Íslandi stendur fyrir Markþjálfunardeginum, 24. janúar.

Margir af færustu markþjálfum landsins verða með upplýsandi og upplífgandi erindi frá kl. 8.30 að morgni til kl 19 að kvöldi.

Markþjálfunardagurinn er kjörið tækifæri til þess að fræðast um spennandi fag, eflast í lífi og starfi, fá hugmyndir og innblástur og byrja árið með krafti! Fundurinn er haldinn á tveimur stöðum yfir daginn, viðburður um morguninn kl 8:30 og einnig dagskráin í hádeginu kl 12, verða í Ofanleiti 2 og dagskrá seinnipartinn verður samfelld í Opna háskólanum.

Láttu árið 2013 - verða árið þitt !

Dagskrá:

Morguninn

Linda Baldvins & Helga Jóhanna - Markþjálfunarkúltúr í fyrirtækjum.
Kl. 8.30 - 9.10 Ofanleiti 2, 2. hæð / Klak
María Lovísa Árnadóttir - Hverjir eru markþjálfanlegir?
Kl. 9.10 - 9.50 Ofanleiti 2, 2. hæð / Klak

Hádegið - Stjórnvísi:

Matilda Gregersdotter - Hvenær á stjórnendamarkþjálfun við?
Kl. 12 - 13.30 Klapparstígur 25. 5. hæð

Eftirmiðdagurinn

Rúna Magnúsdóttir - Leyndarmálið að velferðinni þinni.
Kl. 16.00-16.30 Opni Háskólinn / Stofa M216

Hrefna Birgitta - NLP og Enneagram coaching.
Kl. 16.30-17 Opni Háskólinn / Stofa M216

Herdís Pála Pálsdóttir - Að hætta að umbera hlutina og gera 2013 að besta ári lífs míns, bæði í einkalífi og starfi.
Kl. 17.15-17.45 Opni Háskólinn / Stofa M216

Ragnheiður Aradóttir - Áhrif þess að hafa markþjálfun með og /eða í kjölfar námskeiðs.
Kl. 17.15-17.45 Opni Háskólinn / Stofa M217

Sigríður Jónsdóttir - ADHD markþjálfun.
kl. 17.50-18.20 Opni Háskólinn / Stofa M216

Matti Ósvald Stefánsson - Kjarninn í þér.
Kl. 17.50-18.20 Opni Háskólinn / Stofa M217

Vildís Guðmundsdóttir - Þú ert óskrifað blað. Hvað viltu fyrir þig?
Kl. 18.25-18.55 Opni Háskólinn / Stofa M216

Steinunn Hall - Hver er árangur stjórnendaþjálfunar? - kynning á niðurstöðum mastersritgerðar á meðal íslenskra stjórnenda.
Kl. 18.25-18.55 Opni Háskólinn / Stofa M217

Nýr aðili í stjórn Markþjálfunarhópsins, Annetta Ragnarsdóttir, ACC markþjálfi.

Faghópur um markþjálfun fagnar nýjum aðila í stjórn faghópsins en það er Annetta Ragnarsdóttir, ACC markþjálfi.

Kynning á Annettu: Vorið 2008 náði markþjálfun athygli minni, ég heillaðist strax og ákvað að mennta mig í faginu. Fyrir mér er markþjálfunin ekki bara mögnuð aðferð til að bæta og þroska mannleg samskipti heldur líka máttugt verkfæri fyrir okkur til þess að komast að því hvað við raunverulega viljum og hjálpa okkur að koma okkur á þá braut.
Markþjálfun er samband sem miðar að því að viðskiptavinurinn taki skref sem gera framtíðarsýn, markmið og óskir hans að veruleika.
Markþjálfi notar ferli spurninga sem hvetja til persónulegra uppgötvana og efla vitund og ábyrgð viðskiptavinarins. Hann kennir ákveðnar aðferðir og veitir viðskiptavini sínum stuðning og endurgjöf.
Markþjálfunarferlið ýtir undir að viðskiptavinurinn nái að skilgreina og ná markmiðum sínum á skjótan og áreynslulausan hátt.
Ég hef markþjálfað yfir 450 tíma, bæði innan fyrirtækja og einstaklinga. Endilega kíkið á heimasíðuna mína anra.is.

Þú setur þínar eigin hindranir, enginn annar

"Þú setur þínar eigin hindranir, enginn annar" segir Svanhildur Hall, framkvæmdastjóri Úrvalshesta ehf, sem hefur unnið með markþjálfa í reglulegum, vikulegum viðtölum, undandfarin 5 ár. Lífið snýst um að setja mörk og það er þessi snilld að breyta sér en ekki horfa sífellt á aðra. Hún hvetur fólk til að spyrja sig: "Hvernig manneskja vil ég vera?" Á einlægan og opinskáan hátt sagði hún frá því hvernig markþjálfun hefur hjálpað henni að taka ábyrgð á eigin lifja og skilja betur möguleika sína og takmarkanir. Einnig sagði hún frá því hve markþjálfunin hefur nýst mikið fyrir Úrvalshesta ehf, starfsmenn og hennar stjórnunarstíl.
Hérna má sjá myndir af fundinum

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?