Leiðtogafærni: Liðnir viðburðir

Heilsueflandi stjórnun (Wellbeing leadership)

Hlekkur á viðburðinn

Heilsueflandi leiðtogastíll (e. wellbeing leadership) er vinsælt umræðuefni  um þessar mundir og voru viðmið fyrir heilsueflandi vinnustaði kynnt nú í byrjun október. Viðmiðin eru sprottin út frá samstarfi embætti landlæknis, Vinnueftirlit ríkisins og VIRK til að tryggja að vinnustaðir hafi góð verkfæri til að skapa heilsueflandi umhverfi og eru þau opin öllum fyrirtækjum og stofnunum í landinu á vefsvæðinu www.heilsueflandi.is. Faghópur um Heilsueflandi vinnuumhverfi mun í vetur standa fyrir viðburðum þar sem kafað er dýpra í viðmiðin og er fyrsti viðburðurinn á dagskrá 28 október (sjá hér).  Faghópur um leiðtogafærni hefur áhuga á því að skyggnast inn í hvernig leiðtogar geta haft áhrif og stuðlað að heilsueflandi vinnustöðum.

Við höfum fengið Susanne Svarre framkvæmdastjóra TSG Nordic A/S í Danmörku til að deila með okkur sinni reynslu af því hvernig áhrif heilsueflandi leiðtogastíll hefur á vinnuumhverfi og starfsanda. Susanne hefur yfir 30 ára reynslu sem stjórnandi og hefur áhugavert sjónarhorn á gildi langtíma vinnusambands í heimi sífelldra og hraðra breytinga sem við lifum við í dag. 

Fundurinn fer fram á ensku. 

Leiðtogastíll - vinnustofa

Lokuð vinnustofa fyrir stjórn faghóps um leiðtogafærni 

FRESTAÐ - Stjórnendaspjall

Af óviðráðanlegum ástæðum verðum við að fresta þessum áhugaverða viðburði. Ný dagsetning kemur síðar!

Við byrjum nýtt starfsár með samtali við tvo stjórnendur sem hafa nýtt sér markþjálfun í starfi sínu. Þetta eru þau Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri Byko, og Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, sem hafa bæði lært aðferðafræði markþjálfunar og nýta sér hana í störfum sínum sem stjórnendur á fjölmennum vinnustöðum.

Viðburðurinn verður með þeim hætti að Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, úr stjórn faghóps markþjálfunar, mun ræða við Sigurð og Arndísi um markþjálfun og hvernig hún hefur nýst þeim í starfi þeirra sem stjórnendur.

Viðburðurinn er 30 mín og óskum við eftir því þátttakendur taki virkan þátt með því að spyrja þau spjörunum úr þannig að saman búum við til skemmtilegt flæði.

Fundurinn er á Teams. 

Frá Palestínu til Íslands - systurnar Fida og Falasteen leiðtogar í íslensku atvinnulífi

Click here to join the meeting

Fida og Falasteen fara í gegnum hvað einkennir þeirra frama og hvað í þeirra reynslu og bakgrunni hefur haft mótandi áhrif á þær sem leiðtoga.

Fida abu Libdeh er frumkvöðull, framkvæmdastýra og eigandi Geosilica. Árið 2012 stofnaði hún Geosilica ásamt teymi sínu með lítið fjármagn en mikla ástríðu til þess að ná langt.  GeoSilica® framleiðir náttúruleg fæðubótarefni í vökvaformi til daglegrar inntöku úr steinefnum í jarðhitavatni sem hjálpa til við endurnýjun líkamans frá toppi til táar.

Falasteen Abu Libdeh er framkvæmdastjóri og einn af eigendum Ráður. Falasteen innleiddi og hannaði jafnlaunakerfi Eimskips  og þróaði samhliða því launagreiningarkerfi sem gefur á hraðan og skýran hátt stöðu kjaramála hjá fyrirtækinu. Ráður er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf og fræðslu í tengslum við innleiðingu á jafnlaunastaðli og að uppfylla skilyrði jafnlaunavottunar.
 

Viðburðaröðin Lífssaga leiðtogans

Stjórn faghóps Stjórnvísi um leiðtogafærni stendur fyrir viðburðarröðinni “Lífssaga leiðtogans” en þar verður háð samtal við leiðtoga á öllum sviðum íslensks mannlífs. Viðburðirnir eru í viðtalsformi og er tilgangur þeirra að að spyrja leiðtoga um það fólk, staði, hluti eða aðstæður sem hafa haft mótandi áhrif á stjórnendastíl þeirra og fá þá til að deila reynslu sinni með áheyrendum.

FUNDI FRESTAÐ: Post-pandemic, what is the blueprint for successful agile leadership in our new hybrid normal?

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna er þessum viðburði frestað. 

Just over one year on from start of the global pandemic, what are the lessons learned for agile professionals? This presentation takes a critical look at the practice of agile project management; its pre-pandemic strengths and weaknesses, and the blueprint for Agile 4.0 which is emerging as we enter a new hybrid team and organisational reality. How far will distance be an enabler and disabler for agile performance? What will hybrid leadership look and feel like in practice?

In this presentation, Bob Dignen, an international leadership coach, and Jaroslaw Walaszek, Head of IT at Ringier Axel Springer in Poland, go head to head to explore the lessons we need to learn from the pandemic experience and the opportunities for both leadership and agile practice to evolve to meet the demands of a hybrid future.

Bob Dignen, international leadership coach, International Leadership Performance (UK)

Jaroslaw Walaszek, Head of IT, Ringier Axel Springer (Poland)

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni (Fjarfundur)

Tengill á aðalfund

Stjórn faghóps um leiðtogafærni boðar hér til aðalfundar fyrir starfsárið 2021 - 2022. Farið verður yfir ýmis málefni er varðar faghópinn ásamt því að kjósa stjórn. 

Dagskrá fundar: 

 1. Kynning á faghópnum
 2. Dagskrá faghópsins síðastliðið starfsár
 3. Kosning stjórnar
 4. Fyrirhugaðir viðburðir næsta starfsárs
 5. Önnur mál

Ef einhverjar fyrirspurnir eru vinsamlegast hafið samband við Áslaugu Ármannsdóttur formann stjórnar faghópsins í netfang aslaugarmannsdottir@gmail.com eða síma 866 0038. 

Hvað innihélt leiðtogakryddblandan í hópnum sem kom að stofnun Háskólans í Reykjavík

Click here to join the meeting
Hlekkinn á fundinn má finna hér
Hvað var það sem gerði það að verkum að margir sem komu að stofnun HR hafa verið áberandi leiðtogar í íslensku samfélagi og út fyrir landsteinanna? Við höfum fengið Guðfinnu Bjarnadóttur og Þórönnu Jónsdóttur til að ræða þetta við okkur ásamt fleiri spurningum um leiðtogafærni og stofnun HR. 

Guðfinna Bjarnadóttir er meðeigandi og stjórnandi í LC Ráðgjöf. Hún útskrifaðist frá West Virginia University í Bandaríkjunum árið 1991 með doktorsgráðu í atferlisfræði með áherslu á stjórnun (performance management). Áður hafði hún lokið MA gráðu frá sama háskóla og BA gráðu í sálfræði við Háskóla Íslands. Guðfinna stofnaði árið 1991 ráðgjafafyrirtækið LEAD Consulting í Bandríkjunum ásamt eiginmanni sínum, og ráku þau fyrirtækið í nær áratug. Guðfinna var fyrsti rektor Háskólans í Reykjavík (1998-2007). Hún var alþingismaður árin 2007-2009. Sem ráðgjafi hefur hún þjónað fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum víða um heim.

Þóranna Jónsdóttir er ráðgjafi á sviði breytingastjórnunar og stjórnarhátta og lektor við viðskiptadeild HR. Hún var forseti viðskiptadeildar við Háskólann í Reykjavík frá 2013 til 2016 og framkvæmdastjóri stjórnunar og rekstrar HR frá 2011. Á árunum 2005-2011 starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Auði Capital, og hjá Vistor/Veritas Capital. Frá árinu 1999 var hún lektor, forstöðumaður og stjórnendaráðgjafi við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Þóranna er með doktorsgráðu á sviði stjórnarhátta frá Cranfield University í Bretlandi, MBA gráðu frá IESE í Barcelona og meistaragráðu frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið prófi til löggildingar í verðbréfaviðskiptum.

Að leiða við hátt flækjustig

Tenging á Teams fund

Í erindi þessu ætlar Héðinn Unnsteinsson stefnumótunarsérfræðingur hjá forsætisráðuneytinu að fjalla um leiðtogafærni innan stjórnsýslunnar. Hann mun m.a. ræða viðleitni, menningu og strúktúr innan kerfisins og mikilvægi þess að halda í eldmóð og drifkraft starfsfólks er starfa við hátt flækjustig opinberrar stjórnsýslu.

Héðinn er stefnumótunarsérfræðingur í forsætisráðuneytinu með meistargráðu í alþjóðlegri stefnumótun og stefnugreiningu frá Háskólanum í Bath á Englandi. Héðinn hefur sinnt fjölmörgum samhæfingar- og umbótaverkefnum innan Stjórnarráðsins þ.á.m. samhæfingu stefna og áætlana og stofnun og formennsku í Stefnuráði. Héðinn hefur sinnt stundakennslu við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í meistaranámi í stefnumótun og áætlanagerð, kennslu við heilbrigðissvið auk stundakennslu í þjónandi forystu við Háskólanum á Bifröst. 

Héðinn starfaði áður hjá heilbrigðisráðuneytinu, geðheilbrigðisteymi Evrópuskrifstofu alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og ráðgjafi hjá Capacent.

Héðinn hefur undanfarin 25 ár verið frumkvöðull í geðheilbrigðismálum.
Út fyrir boxið: Skapandi leiðtogar

Hlekkur á fundinn, smellið hér

Síbreytilegt umhverfi og hraðar breytingar krefjast þess að leiðtogar og teymi séu skapandi í því að finna lausnir og bregðast við breyttum aðstæðum. Faghópurinn um leiðtogafærni mun fá Begga Ólafs og Birnu Dröfn til sín í spjall um hvernig megi efla sköpunargleðina. Við munum flæða með þeim í gegnum hugleiðingar um sköpunargleðina sem er allt í kringum okkur. Þau munu leitast við að svara eftirfarandi spurningum:

 

Hvernig get ég virkjað eigin sköpunargleði?

Hvernig get ég sem leiðtogi virkjað sköpunargleðina í kringum mig?

 

Lagt er upp með að spjallið sé lifandi og í flæði þar sem Beggi og Birna velta vöngum yfir sköpunargleðinni og svara spurningum sem brenna á þátttakendum.

Erindið er fyrir áhugafólk um leiðtogafærni og hvernig leiðtogar geti aukið eigin sköpunargleði sem og sköpunargleði fólksins í kringum sig.

 

Beggi Ólafs

Tilgangur Begga er að hjálpa fólki að verða það sem það getur orðið svo að, í sameiningu, hver og einn geti lagt sitt af mörkum í að gera heiminn að betri stað. Beggi Ólafs er fyrirlesari með MSc gráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði og þjálfunarsálfræði og höfundur bókarinnar Tíu skref – í átt að innihaldsríku lífi. Hægt er að fá frekari innblástur frá Begga á Linkedin með því að smella HÉR.

 

Birna Dröfn

Birna Dröfn hefur rannsakað hvernig efla má sköpunargleði á meðal starfsmanna í doktorsnámi sínu við Háskólann í Reykjavík. Hún er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Griffith University í Ástralíu. Einnig er hún stjórnendamarkþjálfi, hefur lært NLP (Neuro-linguistic programming) og mannauðsstjórnun og hefur meðal annars starfað við stjórnun og kennslu. Birna skrifar reglulega pósta á LinkedIn um sköpunargleði og áhugasamir geta fylgst með þeim með því að smella HÉR

Leiðtogar í agile umhverfi - vinnustofa

Í dag er hávær krafa um að fyrirtæki og stofnanir geti þróast hratt og fylgt þörfum notenda, hraðri tækniþróun og breytingum á mörkuðum bæði hér heima og á alþjóðavísu.  Lykill að slíkri getu og nýsköpun er að leysa úr læðingi fulla getu allra til nýsköpunar og tileinka sér skipulag sem styður þverfagleg og skapandi teymi. 

Sjálfstæð teymi og hraðar breytingar gera líka meiri kröfu um leiðtogahæfni á öllum stigum í fyrirtækjum og nauðsynlegt er að þjálfa þá hæfni markvisst. Stjórnendur þurfa að geta skapað skilyrði og stuðlað að menningu þar sem fólk þrífst og upplifir nægilegt sálrænt öryggi til þess að nýsköpun og stöðugur lærdómur geti átt sér stað.  

Að leiða í stöðugri óvissu er krefjandi og mikilvægt að finna leiðir til að styðja þann þroskaferil stjórnenda og leiðtoga. 

Í samstarfi við Helga og Ástu frá Agile People býður Stjórnvísi upp á ör-vinnustofu með virkri þátttöku um agile stjórnun og þá hæfni sem leiðtogar þurfa að hafa hugrekki til að tileinka sér til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Vinnustofan byggir á hugmyndum úr námskeiðinu Leading with Agility frá Agile People.  Helgi og Ásta munu segja frá hvernig Agile People nálgast að kenna og styrkja leiðtogafærni og agile hugarfar.  

Agile People eru samtök sem hófust í Svíþjóð 2011 og eru í dag leiðandi á heimsvísu í námskeiðum og þróun Agile Mannauðstjórnar (Agility in HR) og Agile Leiðtogafærni (Leading with Agility).  Námskeiðin eru þróuð bæði sem staðnám í lotum og frá upphafi síðasta árs aðgengileg sem online námskeið sem hafa reynst frábærlega. 

Þessi námskeið eru vottuð af ICAgile (International Consortium for Agile) og veita hvort um sig alþjóðlegu vottunina “ICAgile Certified Professional” (ICP) - Agility in HR (ICP-AHR) og Leading with Agility (ICP-LEA).  

Vinnustofan hjá Stjórnvísi verður í óformlegum anda þar sem blandað verður saman yfirferð úr fyrsta hluta námskeiðsins Leading with agility og virkri þátttöku, æfingum og samtali um eflingu leiðtogafærni fyrir agile umhverfi. 

Helgi er í forsvari fyrir vöxt og stuðning við vottaða leiðbeinendur Agile People á heimsvísu.  Hann hefur mikla reynslu af því að starfa í agile umhverfi sem Agile People Coach og er ásamt stofnanda Agile People (Pia Maria Thorén) höfundur leiðtoganámskeiðsins ICP-LEA. Hann hefur komið að mótun og umbreytingu fyrirtækja og teyma í bæði einka og opinbera geiranum og þjónað bæði teymum og stjórnendum.  Hann er atferlisfræðingur að mennt með sérhæfingu í vinnu- og skipulagssálfræði, lausn ágreinings ásamt því að vera vottaður markþjálfi. Megin áhersla Helga er styðja fyrirtæki og vinnustaði í að skapa kjörskilyrði þar mannlegi þátturinn í rekstri og afrakstur fara hönd í hönd; þar sem fólk getur þrífist, dafnað og nýtt alla sína hæfileika.  

Ásta er þjálfari hjá Agile People og hefur einnig lokið vottun hjá ICAgile sem vottaður leiðbeinandi til að kenna ICP-LEA.  Hún hefur einnig lokið viðurkenndu námi í markþjálfun og að vinna í að ljúka ICF vottun í professional coaching. Hún bjó í Kaupmannahöfn í 9 ár og lauk mastersnámi í Stafrænni þróun og miðlun frá IT-Universitetet með áherslu á stafræna nýsköpun. Síðustu ár hefur hún starfað í stjórnendaráðgjöf, ráðgjöf og verkefnastýringu í nýsköpun og agile þróunarverkefnum og starfar nú hjá Advania. Hún hefur komið að fjölbreyttum umbreytingar verkefnum og stefnumótun og nýtt skapandi aðferðir hönnunarhugsunar í nýsköpun og þróunarverkefnum.

Er framtíðin snjöll fyrir alla?

Click here to join the meeting

Áhugaverður fyrirlestur næstkomandi föstudag

Tæknirisar líkt og Google og Amazon eru þekktir fyrir að nýta sér snjallar lausnir, byggðar á gervigreind og vélnámi. En hvað með fyrirtæki sem eru ekki Google? Hvernig lítur framtíðin út fyrir fyrirtæki hér á landi sem vilja nýta sér snjallvæðingu og gervigreind, og hvar er best að byrja?

Fyrirlesarinn á þessum áhugaverða morgunfundi verður Diljá Rudolfsdóttir.

Diljá lærði gervigreind í Háskólanum í Edinborg og hefur unnið við snjallvæðingu hjá ýmsum fjármálafyrirtækjum, og vinni nú sem Forstöðumaður snjallvæðingar og stafrænnar þróunar hjá Veitum.

Click here to join the meeting

 

 

The 8 habits of GREAT international leaders


The 8 habits of GREAT international leaders

Better communication - Better collaboration - Better results

In this workshop Bob Dignen, a trainer, coach and author in the field of international leadership and communication for over 20 years, explores the essential habits which can make you a great international communicator. 

Internationalisation presents many opportunities for organisations. However, it is well documented that working internationally also brings added challenges. Cross-border working frequently leads to breakdowns in communication and inefficient team collaboration, which ultimately impact on customer relationships and profitability.

The 8 habits of GREAT international communicators

Learn about the 8 habits which which will help you to communicate and collaborate excellently when you work cross-border.

 • ·        Think twice
 • ·        Lower the waterline
 • ·        Communicate unnaturally
 • ·        Don’t do your job
 • ·        Be remotely excellent
 • ·        Develop organisational intelligence
 • ·        Enjoy critical feedback
 • ·        Seek balance

There will be an opportunity during the session win a free copy of York Associates latest leadership title, ‘Leading International Projects’.

3 key takeaways:

 • Discover why ‘international’ is more difficult
 • Learn how you may be your biggest challenge internationally 
 • Understand how to communicate better across cultures

About Bob Dignen: 

Bob is a director of International Leadership Performance & York Associates International Ltd. He is a coach, trainer and author in the field of international leadership development. He provides international leadership coaching to those in senior and more junior succession and talent pools, and to leaders of international projects. 

Leiðtoginn og sjálfbærni í síbreytilegum heimi

Join on your computer or mobile app

Okkur í faghópi um leiðtogafærni fannst áhugavert að skoða hvað leiðtogar þurfa að hafa í huga í tengslum við sjálfbærni. Hvernig geta leiðtogar tileinkað sér sjálfbæra hugsun og fengið aðra með sér til að þróast í átt að sjálfbærni. Hvaða breytingar eiga leiðtogar að undirbúa sig fyrir varðandi sjálfbærni og hvað geta þeir gert til að fylgja með í þeim breytingum sem eru fyrirsjáanlegar.   Við höfum fengið Snjólaugu Ólafsdóttur og Sigurð H. Markússon til að ræða þetta. 

Sigurð H. Markússon er nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun og starfar við ýmis verkefni sem snúa að nýsköpun og viðskiptaþróun á sviði orkumála og sjálfbærni ásamt því að kenna námskeið um sjálfbærni við Háskólan í Reykjavík. Sigurður lauk nýlega meistaranámi í sjálfbærni með áherslu á stjórnun við University of Cambridge.

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir er umhverfisverkfræðingur, sjálfbærni markþjálfi og stofnandi Andrýmis sjálfbærniseturs. Andrými er markþjálfunar- og ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í að innleiða sjálfbærni í kjarnastarfsemi, stefnu og menningu fyrirtækja og stofnanna. Snjólaug hefur víðtæka þekkingu og reynslu á sviði sjálfbærni og loftslagsmála og hefur meðal annars markþjálfað leiðtoga í sjálfbærni hjá fyrirtækjum og stofnunum, þjálfað græn teymi og kennt námskeiðið Grænir leiðtogar sem er námskeið fyrir það starfsfólk sem sér um innleiðingu Grænna skrefa.

Fundurinn er haldinn í samstarfi við faghóp um samfélagsábyrgð fyrirtækja.

 

Spjall: Lífssaga leiðtogans

Click here to join the meeting
Stjórn faghóps Stjórnvísi um leiðtogafærni stendur fyrir viðburðarröðinni “Lífssaga leiðtogans” en þar verður háð samtal við leiðtoga á öllum sviðum íslensks mannlífs. Viðburðirnir eru í viðtalsformi og er tilgangur þeirra að að spyrja leiðtoga um það fólk, staði, hluti eða aðstæður sem hafa haft mótandi áhrif á stjórnendastíl þeirra og fá þá til að deila reynslu sinni með áheyrendum.
 

Birgir Jónsson fráfarandi forstjóri Póstsins ríður á vaðið. Birgir hefur víð­tæka stjórn­un­ar- og rekstr­ar­reynslu í atvinnu­líf­inu hér heima og erlend­is. Hann starfaði sem for­stöðu­maður mannauðs­lausna hjá Advania, aðstoðarforstjóri WOW-air, forstjóri Iceland Express auk þess sem hann stýrði einu stærsta prentfyrirtæki Evrópu. Þá muna margir eftir Birgi sem fyrr­ver­andi trommu­leik­ara þung­arokks­hljóm­sveit­ar­innar Dimmu. Birgir lærði prentun á Íslandi, lauk BA-gráðu í prent- og útgáfu­stjórnun frá London Institute og MBA-­prófi frá West­min­ster Uni­versity í London.

Microsoft Teams meeting

Hluttekning og nánd á tímum fjarlægðar

Hlekkur á fundinn hér:

Join Microsoft Teams meeting

Glærur af fundinum eru hér
Þessi viðburður á vegum faghóps um leiðtogafærni fjallar um hluttekningu og nánd á tímum fjarlægðar. 

Áhersla á hluttekningu (e. Compassion), velvild og góð félagsleg tengsl í stjórnun og menningu vinnustaða hefur aldrei verið mikilvægari en nú. Slíkar áherslur geta reynst öflugt mótsvar við álagi , streitu, kulnun og þeim gríðarlegu breytingum sem við stöndum frammi fyrir. Þegar stjórnendur beita þessari tegund af tilfinningagreind og styrkleika, taka eftir fólkinu sínu, upplifun þeirra og sýna einlægan vilja til að gera eitthvað í málunum t.d. þegar á móti blæs getur ávinningurinn verið mikill.  

Í þessu erindi verður farið yfir hvað hluttekning sé, helstu einkenni hennar og ávinning. Þá verður skoðað hvað getur staðið í vegi fyrir því að hluttekning nái að þrífast í stjórnun og menningu vinnustaða. Og að lokum hvernig megi vinna með hagnýtum og strategískum hætti með hluttekningu svo að við komumst sífellt nær hinum mannlega vinnustað. 

Erindið er fyrir þá sem hafa áhuga á að auðga menningu vinnustaða og þeim sem trúa því að  aukin vellíðan starfsfólks skili víðtækum arði. Þetta geta verið stjórnendur, mannauðsstjórar, liðsstjórar, þeir sem vinna með ferla eða uppbyggingu menningar eða bara áhugafólk um flottar mannlegar nálganir.

 

Um fyrirlesara:

Ylfa Edith Fenger starfar sem senior sérfræðingur hjá Deloitte með áherslu á talent. Hún hefur rekið eigið ráðgjafarfélag og verið í ráðgjöf hjá Nolta ehf með áherslu á mannauðs-og stjórnendaráðgjöf, markþjálfun, fræðslu og þjálfun. Þá var hún mannauðsstjóri Marel í fjölmörg ár. Ylfa er með mastersgráðu í vinnusálfræði frá háskólanum í Lundi og BA próf í uppeldis- og menntunarfræðum frá HÍ.  Hún er vottaður markþjálfi með MA diploma í jákvæðri sálfræði.

 

Nánar um fyrirlesara: https://www.linkedin.com/in/ylfa-edith-fenger-97827986/ 


 

 

Eftirsóknarverðasti vinnustaður á Íslandi - Samkaup

Click here to join the meeting

Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsviðs Samkaupa, fjallar um hvernig Samkaup hefur innleitt stefnu félagsins í gegnum mannauðinn með tilkomu mannauðssviðs sem stofnað var árið 2018. Hún mun fjalla um hvaða breytingar hafa orðið síðustu tvö ár og hvernig félagið hefur innleitt og framkvæmt stefnu í gegnum mannauðinn og menninguna með skýrum mælikvörðum og áherslum. Hvernig áherslan hefur verið á að styrkja framlínu félagsins og þá áhugaverðu vegferð að gera Samkaup að eftirsóknarverðasta vinnustað á Íslandi. Loks fjallar hún um þær áskorarnir sem hafa orðið á leiðinni, breytingar á hugarfari starfsfólks og stjórnenda og hvað næst er á dagskrá hjá félaginu.

Vinsamlegast athugið að einungis verður boðið upp á viðburðinn í streymi í gegnum Teams. Hér er hægt að skrá sig á Teams viðburðinn

Click here to join the meeting

Eftirsóknarverðasti vinnustaður á Íslandi - Samkaup

ÞÚ ERT AÐ BÓKA ÞIG Á TEAMS VIÐBURÐ: 

Click here to join the meeting

Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsviðs Samkaupa, fjallar um hvernig Samkaup hefur innleitt stefnu félagsins í gegnum mannauðinn með tilkomu mannauðssviðs sem stofnað var árið 2018. Hún mun fjalla um hvaða breytingar hafa orðið síðustu tvö ár og hvernig félagið hefur innleitt og framkvæmt stefnu í gegnum mannauðinn og menninguna með skýrum mælikvörðum og áherslum. Hvernig áherslan hefur verið á að styrkja framlínu félagsins og þá áhugaverðu vegferð að gera Samkaup að eftirsóknarverðasta vinnustað á Íslandi. Loks fjallar hún um þær áskorarnir sem hafa orðið á leiðinni, breytingar á hugarfari starfsfólks og stjórnenda og hvað næst er á dagskrá hjá félaginu.

Vinsamlega athugið að einungis er boðið upp á viðburðinn í streymi í gegnum Teams. 

Click here to join the meeting

EFTIRLÝST/UR - leiðtogi, í breyttum heimi

Join Microsoft Teams Meeting

Í þessu erindi mun Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni fjalla um samtíma-, alþjóðlegar- og innlendar áskoranir og hvernig eiginleika þær áskoranir kalla á í fari leiðtoga. Hún reifar á helstu einkennum sem leiðtogar í dag þurfa að búa yfir, m.a. samkvæmt rannsókn alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Accenture og Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) sem byggð er á könnun og samtölum við fjölda ungra og eldri leiðtoga víðsvegar um heim. Svona kemstu í gegnum veturinn

Hvaða færniþættir eru það sem mun reyna hvað mest á næstu misserin? 
 
Á þessari LIVE ONLINE vinnustofu munu þáttakendur fá sent sjálfsmat sem gerir okkur keift að meta hvar við stöndum gagnvart 14 færniþáttum leiðtoga sem samkvæmt rannsókn á vegnum Dale Carnegie eru þeir þættir sem skipta mestu máli til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru, hvort sem það er VUCA (Volality, Uncertainty, Complexity og Ambuguity), fjórða iðnbyltingin eða þörfin fyrir að vera snarpari en nokkru sinni áður.  
 
Fyrirlesarar eru þær Pála Þórisdóttir og Unnur Magnúsdóttir.

 

 

Covid og hvað svo? Stefnuáherslur og sviðsmyndir í kjölfar heimsfaraldurs

Netráðstefnu á vegum Framtíðarseturs Íslands og Háskólana á Bifröst,
Hér er linkur til að skrá sig á ráðstefnuna

18. september, 2020, kl. 09:00 til 10:30

Dagskrá:
Ávarp
Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst
 
Sviðsmyndir – Eitt besta hjálpartæki stjórnenda í óstöðugu umhverfi
Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG
 
Fjármál í sveiflutengdu hagkerfi
Guðmundur Kristinn Birgisson hjá Íslandbanka
 
Stafræn framþróun í kjölfar Covid
Fjóla María Ágústsdóttir, breytingastjóra stafrænnar þjónustu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
 
Getur tónlist sagt fyrir um framtíðina?
Njörður Sigurjónsson, deildarforseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst
 
Framtíðarlæsi – Nýsköpun á óvissutímum
Karl Friðriksson, stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands
 
Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn inn á þessari vefslóð:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeIjDx9yOcgHf7gAk1yBwjhrQuXFMCIkWSMNDj6hQUdbHT-sg/viewform
 

Samtal um leiðtogafærni í nútíð og framtíð

Hér er tengill til að tengjast streymi viðburðarins

Við höfum fengið til liðs við okkur tvo fróða aðila um leiðtogafærni, þau Hauk Inga Jónasson og Sigrúnu Gunnarsdóttur til að ræða þrjár spurningar sem brenna á okkar vörum.  

Spurningarnar eru: 

 • Hvað þarf til til að vera leiðtogi í dag / hvernig er nútímaleiðtogi?
 • Hvað er mikilvægt fyrir leiðtoga að huga að þegar “þessu ástandi líkur” - hvaða lærdóm þurfum við að draga af ástandinu og hvernig tryggjum við að allt detti ekki aftur í viðjar vanans?  
 • Hvernig þarf framtíðar leiðtoginn að vera – eru einhverjar breytingar fyrirsjáanlegar sem leiðtogar þurfa að hafa í huga.?

Viðburðinum verður streymt á Teams.

Um gestina okkar:

Haukur Ingi Jónasson starfaði sem lektor við verkfræði- og náttúruvísindavið Háskóla Íslands um árabil en er nú lektor við Háskólann í Reykjavík og er forstöðumaður meistaranáms í verkefnastjórnun (MPM) við skólann. Haukur er þekktur sem fyrirlesari bæði á Íslandi og erlendis og hann hefur kennt fjölda námskeiða, meðal annars í Háskóla Íslands, við Háskólann á Bifröst og Listaháskóla Íslands. 
Haukur Ingi er í rannsóknarsamstarfi við The Cooper Union for the Advancement of Sciences and the Arts í New York. Helstu rannsóknarsvið hans eru skipulagsheildarfræði, þróun skipulagsheilda, samskipti, samningagerð, deilustjórnun, aflfræði hópa, sálaraflsfræðilegar kenningar, sálgreining og tengsl hennar við aðra strauma og stefnur innan sál-, tauga- og geðlæknisfræða, æðri hugsun, siðfræði og hagnýting hugvísinda í verkvísindalegu samhengi. 
 
Sigrún Gunnarsdóttir er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og ráðgjafi og formaður Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Sigrún er hjúkrunarfræðingur og lauk doktorsprófi með áherslu á lýðheilsu, stjórnun og heilbrigt starfsumhverfi frá London School of Hygiene & Tropical Medicine.
Sigrún hefur starfað á vettvangi heilbrigðiþjónustunnar í heilsugæslu, á Landspítala, hjá Landlæknisembættinu og í Heilbrigðisráðuneytinu og hefur auk þess verið í forystu hjá Félagi hjúkrunarfræðinga, Félagi um lýðheilsu, Krabbameinsfélaginu og norrænum samtökum um vinnuvernd og stjórnun heilbrigðisþjónustu. Sigrún var varaþingmaður árin 2013-2017 og aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra 2017.
 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?