2 sekúndna Lean

Það voru þau Pétur Arason, Maríanna Magnúsdóttir og Guðmundur Ingi Þorsteinsson frá MANINO sem kynntu fyrir Stjórnvísifélögum grunnhugsun 2 Sekúndna Lean (2SL) nálgunarinnar sem í sinni einföldustu mynd snýst um: Að kenna öllum að sjá sóun Fara í stríð við sóun Taka upp myndbönd af umbótum og Aldrei gefast upp!

2SL er sprottið frá frumkvöðlinum, fyrirlesaranum og Lean brjálæðingnum Paul Akers en hann hefur slegið í gegn með einstakri og einfaldri sýn á Lean. Paul, sem er eigandi FastCap og höfundur bókarinnar 2 Second Lean hefur innleitt Lean í fyrirtækinu sínu með því einfalda móttói að hver og einn starfsmaður framkvæmi umbætur á hverjum degi sem nemur allavega tveimur sekúndum. Lætur kannski lítið yfir sér en kraftur stöðugra umbóta kemur fyrst í ljós þegar allir leggjast á eitt og vinna sífellt að umbótum. Allir – alla daga. 

Manino teymið brennur fyrir að breyta stjórnun með því að ýta stjórnendum út fyrir kassann.  En hvað þarf að gera til að fara í slíka vegferð?  Það sem veitir mesta forskotið er að vinna í menningu fyrirtækja.  Slíkt er ekki auðvelt því þá erum við að vinna með fólk.  Lean snýst um stöðugar umbætur, betur í dag en í gær.  En rauntilgangurinn er að þróa starfsfólk og að starfsmenn séu hamingjusamur.  Slíkt hefur allt með menningu að gera.  Þannig fæst meira virði fyrir viðskiptavininn.  Maríanna sýndi myndband sem staðfesti að það er eiginleiki okkar að hjálpa öðrum.  Í dags daglegri vinnu er rýmið okkar oft stútfullt af alls kyns verkefnum sem gera okkur ekki kleift að stunda nýsköpun.  Fyrirtæki eiga að skapa menningu þar sem sést sóun og ferli eru stöðugt bætt og fólk er hamingjusamt í vinnunni.  Um leið og sóun er tekin út þá skapast rými fyrir nýsköpun.  Mikilvægt er að draga úr sóun og gera reksturinn hagkvæmari.  Allt byrjar á okkur sjálfum þ.e. starfsfólkinu. Stjórnendur þurfa að lifa gildin.  Stærstu hindranirnar í umbótamenningu eru: Æðstu stjórnendur, millistjórnendur og verkstjórar.  Ástæðan er sú að þeir eru fastir í viðjum vanans.  Paul A.Akers gaf út bókina 2 sekúndna Lean sem fjallar um hvernig á að þróa fóllk og byggja lean-menningu.  Nálgun hans er að kenna fólki að sjá sóun, fara í stríð við sóun, taka upp stutt vídeó og deila og aldrei að gefast upp.  Hann er með fyrirtækið www.fastcap.com og hann hvetur fólk til að bæta sig um 2 sekúndur á dag.  Að stíga hænufet á hverjum degi er að setja fókus á hlutina og þá vex og dafnar það sem er hlúð að og verður að líffstíl.  Tegundir sóunar eru gallar, hreyfing, seinkanir, biðtími, birgðir, flutningur, óþarfa aðgerðir, offramleiðsla o.fl. 

Guðmundur Þorsteinsson sagði stjórnendur kvarta yfir frumkvæðisskorti hjá starfsmönnum og starfsmenn kvarta yfir hvatningu frá stjórnendum.  Guðmundur sagði breytingar geta gerst hratt.  Hann sýndi einstaklega skemmtilegt myndband af framkvæmdastjóra Heimkaupa. Hægt er að bæta öll ferli.  Í Heimkaup eru umbætur alla daga hjá öllum og þau geta náð 100 litlum  breytingum.  Einnig voru sýndar breytingar í bakenda hjá Krónunni. Videóin eru kúltúrinn sem breytir öllu.  Allir starfsmenn vilja sýna videó og deila.   Fæst fyrirtæki veita starfsmönnum umboð til umbóta en sé það gert gerast töfrarnir.  Að gera video er lykillinn að góðum umbótum. 

Í lokin sýndi Pétur Arason videó frá skrifstofu Alþingis og frá Akureyrarbæ þar sem verið er að dreifa þekkingu. Þegar aðrir sjá að einn starfsmaðurinn er að breyta þá byrja hinir að gera það.  Videóin er gríðarlega góð aðferð. En hvernig breytum við menningu fyrirtæja?  Oft gleymist menningin og tólin eru eingöngu notuð.  Með því að setja upp video er frábært að fá umbætur frá öðrum.  Engin nefnd er að skoða hugmyndir, það þarf að sleppa þessu lausu og gefa fólkinu valdið og leyfa því að breyta sínu eigin starfsumhverfi.  Pappakassi til að setja í hugmyndir í drepur þær því þá er einhver nefnd að vinna úr hugmyndunum.  Allt snýst á endanum um að þjálfa fólk og lyfta því á annað level, búa til umbótamenningu.  Það er ekki hægt að búa til umbótamenningu stöðugra umbóta með því að fara í átök heldur verður það að vera hluti af daglegu starfi.  Umbæturnar eiga alltaf á endanum að hafa áhrif á viðskiptavininn.  Hvernig upplifir viðskiptavinurinn þjónustuna eða vöruna.  Setjið myndavélalinsuna á viðskiptavininn.  Hamingjusamt fólk býr til hamingjusama viðskiptavini.  Settu súrefnisgrímuna fyrst á þig, síðan á börnin.  Þetta er endalaus vegferð, áskorun á núverandi ástand!  Það á að vinna í hamingju starfsmanna daglega. Fyrirlesturinn endaði á frábæru myndbandi frá FESTI.  Árangur og tengsl milli fólks er undirstaða þess að ná aukinni tengsl og betri fyrirtækjamenningu.  Gefðu fólki leyfi til að blómstra!

 

 

Um viðburðinn

2 sekúndna Lean

2 Sekúndna Lean – einföld, mannleg og skemmtileg nálgun

Grunnhugsun 2 Sekúndna Lean (2SL) nálgunarinnar í sinni einföldustu mynd snýst um:

  • Að kenna öllum að sjá sóun
  • Fara í stríð við sóun
  • Taka upp myndbönd af umbótum
  • Aldrei gefast upp!

2SL er sprottið frá frumkvöðlinum, fyrirlesaranum og Lean brjálæðingnum Paul Akers en hann hefur slegið í gegn með einstakri og einfaldri sýn á Lean. Paul, sem er eigandi FastCap og höfundur bókarinnar 2 Second Lean hefur innleitt Lean í fyrirtækinu sínu með því einfalda móttói að hver og einn starfsmaður framkvæmi umbætur á hverjum degi sem nemur allavega tveimur sekúndum. Lætur kannski lítið yfir sér en kraftur stöðugra umbóta kemur fyrst í ljós þegar allir leggjast á eitt og vinna sífellt að umbótum. Allir – alla daga.

 

Um fyrirlesara:

Pétur Arason er Chief Challenger of Status Quo hjá Manino og stofnandi Icelandic Lean Institute. Pétur er M.Sc. rekstrarverkfræðingur og sérhæfir sig í fyrirtækjaráðgjöf og kennslu, ásamt því að þýða fræðibækur. Pétur hefur leitt stefnumótun, stýrt stórum breytingaverkefnum og innleitt Lean aðferðir í meira en 15 ár hér heima og erlendis. Pétur hefur í nokkur ár kennt Lean í HR, bæði lengri vottuð námskeið fyrir sérfræðinga og styttri námskeið fyrir stjórnendur. Pétur kennir einnig í MBA námi í Háskóla íslands. Hægt er að fylgjast með Manino á Facebook.

Guðmundur Ingi er eigandi Lean ráðgjöf og hefur lært, kennt og unnið með Lean í yfir 10 ár bæði sem stjórnandi en einnig stýrt innleiðingu hjá einu af stærri fyrirtækjum landsins. Það er trú hans að Lean geti skipt sköpum fyrir fyrirtæki til að skara fram úr og auka hagræði. Guðmundur er með B.Sc í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í framleiðsluverkfræði með áherslu á Lean frá KTH, Stokkhólmi. Hægt er að fylgjast með Lean ráðgjöf á Facebook.

 

Fleiri fréttir og pistlar

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?