7 lyklar að árangri í ríkisrekstri
Í fyrri greininni í síðustu viku var fjallað um mikilvægi þess að (1) löggjöf endurspegli forgangsröðuð verkefna sem rúmast innan fjárlaga. (2) Kröfunnar til ráðuneyta um trausta, opna og vandaða stjórnsýslu. Samið verði við stofnanir um lykilverkefni, þjónustustig og árangur. (3) Forstöðumaðurinn er í miðri hringiðunni og skapar liðsheildina sem hefur hæfni, getu og vilja til að leysa verkefnin betur í dag en í gær. Seinni 4 lyklarnir eru:
- Stefnan, gildin og framtíðarsýn er skýr. Starfsmenn taka virkan þátt. Lifandi stefnur um mannauð, þjónustu, öryggi o.fl. Gildin virk. Hlutverkið vel skilgreint, hver eru forgangsverkefnin og hvert stefnt er til framtíðar og hvernig.
- Auðlindir rétt samsettar. Mannauðurinn er dýrmætasta „eignin“. Með símenntun, samvinnu og þekkingarmiðlun er auðurinn aukinn. Með virkum samskiptum við viðskiptavini og hagsmunaaðila er verkefnum forgangsraðað. Rétt samsetning á hæfni og tækni nýtt til að veita betri þjónustu.
- Nýsköpun og endurbætur. Skapa þarf umbótamenningu og samvinnu innan stofnana og milli stofnana/ráðuneyta. Þar er stöðug leit að þekkingu, betri ferlum og nýrri tækni beitt til að leysa verkefnin á hagkvæmari hátt í dag en í gær.
- Opin gagnsæ stjórnsýsla - gagnvirk samskipti við borgarana. Tryggja gott aðgengi að samræmdum upplýsingum um; megin verkefni , hvað kosta þau, hverjir vinna að þeim, hvað segja viðskiptavinir um þjónustuna og starfsmenn um stöðuna. Bent er á skýrslu undirritaðs frá 2011 um þetta efni og CAF líkanið. Sjá grein á www.stjornvisi.is
Lögð er áhersla á að allar stofnanir birti samræmdar upplýsingar um megin verkefni, kostnað og árangur. Samspil allra lyklanna þarf að vera stöðugt sem leiðir til betri forgangsröðunar verkefna. Traust, opin og skilvirk stjórnsýsla eykur lífsgæði og samkeppnishæfni Íslands.
Þorvaldur Ingi Jónsson, ráðgjafi, viðskiptafræðingur, Ms í stjórnun- og stefnumótun. Stjórnarmaður í Stjórnvísi