Ábyrgir stjórnarhættir - nýjar kröfur

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Hundrað manns sóttu í morgun fund faghópa um góða stjórnarhætti og samfélagsábyrgð þar sem fjallað var um ábyrga stjórnarhætti og rætt um breytingar á lögum um ársreikninga og lög um endurskoðendur og endurskoðun (gagnsæi upplýsinga fyrirtækja).

Fundarstjóri var Jón Gunnar Borgþórsson formaður faghóps um góða stjórnarhætti. Jón Gunnar kynnti Stjórnvísi og hvatti alla þá sem ekki væru skráðir í félagið að sækja um aðild.  Í framhaldi kynnti hann þá þrjá aðila sem fluttu erindi á fundinum.  Frá sjónarhóli stjórnarmannsins: Sigurður Ólafsson, stjórnarmaður í lífeyrissjóði og fyrirtækjum, fjallar um ábyrgð stjórnarmanna á upplýsingagjöf til fjármagnsveitenda. Frá sjónarhóli sérfræðings í fjármálagreiningum: Jeffrey Sussman, ráðgjafi Kontra Nordic, fjallar um mun á algengri íslenskri skýrslugjöf og þess sem koma skal. Frá sjónarhóli fjármagnsveitenda: Snædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri EFÍA, LSBÍ og rekstrarstjóri Lífeyrisauka, fjallar um mikilvægi upplýsinga vegna greiningarskyldu fjármagnsveitenda.  (sjá einnig lög nr. 102, 9. júlí 2020: https://www.althingi.is/altext/150/s/1954.html)

Sigurður Ólafsson byrjaði erindis sitt á að kynna sjálfan sig og sagði erindi sitt flutt út frá sjónarhóli stjórnarmannsins.  Þörfin fyrir gagnsæi er orðin mikil til að auka traust í íslensku atvinnulífsins. Enn eru að birtast fréttir af brestum í upplýsingagjöf.  Upplýsingar og góðar greiningar á þeim eru forsenda fyrir heilbrigðum rekstri og sátt í samfélaginu. Skýrar línur hafa verið lagðar með nýjum lögum.  Fjárfestar fá því betri gögn og geta gert betri greiningar. Skýrsla stjórnar á að gefa glöggt yfirliti og þar á að fjalla um allt sem máli skiptir, hvað hefur gengið vel og hvaða áhætta er framundan.  Varðandi breytingu laga þá breyttust þau um mitt ár 2020. Lögin skerpa á hvað skal vera í skýrslu stjórnar. Stjórn þarf að staðfesta þessar upplýsingar með undirskrift.  Skatturinn og alþjóða gjaldeyrissjóðurinn höfðu bent á þetta.  Árangur, áhætta og óvissa, hvernig henni er stýrt og hvað er framundan og hvernig eigi að bregðast við.  Endurskoðendur staðreyna ekki þessar upplýsingar. En hvað er skýrsla stjórnar og hvað er ekki skýrsla stjórnar?  Samfélagsskýrslur eru til mikillar fyrirmyndar en þær fullnægja ekki þeim kröfum sem gerðar eru til stjórnar enda ekki ætlaðar til þess.  Skýrsla stjórnar er heldur ekki ávarp framkvæmdastjóra.  Þegar sótt er fjármögnun sbr. Icelandair þá er óskað eftir miklum upplýsingum. Skýrsla stjórnar er plagg sem er undirritað af stjórn. Hún þarf að uppfylla ýmsar formkröfur og innihalda þær upplýsingar sem skipta máli. Skýrsla stjórnar er í rauninni skýrsla stjórnenda sem stjórn staðfestir að sé rétt.  Fjárfestir vill vita um árangur, hverju er stefnt að og hver er áhættan framundan. Skýrsla stjórnar þarf því að vera ríkari en áður hefur verið.  Stjórnarmenn eiga að gera kröfur til endurskoðenda og stjórnenda.  Áður en stjórnarmaður setur undirskrift sína undir skýrsluna þarf hann að vera viss um gæði skýrslunnar.  Löggjöfin hefur sett fram skýrar línur.  Umhverfið hefur mátt vera skýrara.  Til að fóta sig betur sem stjórnarmaður hefur Staðlaráð Íslands hafið störf um að staðla eða setja fram stuðningsefni til að fullnægja betur kröfunum.  Allt snýst þetta um góða stjórnarhætti.  Að lokum hvatti Sigurður stjórnarmenn til að kynna sér vel lög og reglur um framsetningu viðbótarupplýsinga.

Jeffrey Sussman, ráðgjafi Kontra Nordic, fjallaði því næst um mun á algengri íslenskri skýrslugjöf og þess sem koma skal. Jeffrey bar saman tvær skýrslur KLM og Icelandair.

Snædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri EFÍA, LSBÍ og rekstrarstjóri Lífeyrisauka, fjallaði um mikilvægi upplýsinga vegna greiningarskyldu fjármagnsveitenda.  Snædís fór yfir hlutverk lífeyrissjóða sem langtímafjárfestir, reynsla af ófjárhagslegri upplýsinga gjöf og greiningu og tækifærin framundan.  Lífeyrissjóðir eru eining um almannastarfsemi og hvatti Snædís alla til að eiga bókina „umboðsskilda“ með því að senda sér póst.  Lífeyrissjóðir fá fjármagn sem er skilda að greiða af starfsmönnum fyrirtækja.  Mikil áhersla er lögð á greiningu. Allar fjárfestingar skulu byggðar á viðeigandi greiningu.  Því skiptir miklu máli að gögnin séu góð sem verið er að greina. Lífeyrissjóðir þurfa að gæta þess að eignasafnið sé ólíkt til að skapa ekki of mikla áhættu.  Mikilvægt er að skoða hvar áhættan liggur t.d. gagnvart ferðaiðnaðinum eða sjávarútvegi.  Lífeyrissjóðir skulu setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum og sérstaka áhættustefnu og áhættustýringastefnu.  Lífeyrissjóðir er eignirnar sem þeir hafa fjárfest í. Nú eru að bætast við ófjárhagslegar upplýsingar.  Tvennt ýtti því af stað þ.e. að veita upplýsingar um umhverfis og starfsmannamál og að lífeyrissjóðir skuli setja sér siðferðisleg viðmið.   En hvernig eiga fyrirtæki að koma þessum upplýsingum á framfæri?  Kauphöllin lagðist yfir alla þá staðla sem notaðir hafa verið erlendis og tóku saman 33 lykla til að auðvelda fyrirtækjum að koma þessum upplýsingum á framfæri.  Þetta auðveldar fjárfestum og öll vinna verður markvissari.  Mikilvægi vandaðrar upplýsingagjafar er gríðarlega mikilvæg og undirstaðan undir verðmat.  Lífeyrissjóðir eru langtímafjárfestar og horfa jafnvel 40 ár fram í tímann eða lengur. Góð upplýsingagjöf skiptir því miklu máli.  Upplýsingagjöf styður við félagið, styður fjárfestinn o.fl.  Breytingarnar fela í sér að fyrirtæki verður að taka skýrt fram óvissuþætti og megináhættu.  Snædís Ögn sagði að það hefði gefist afskaplega vel skapalónið sem Kauphöllin lagði fram. Umhverfisáhrif vega þyngra hjá einum aðila en öðrum.  Samræmd upplýsingagjöf einfaldar alla greiningarvinnu og ákvörðunartöku.  Skilja þarf eftir svigrúm til að tengja við rekstur fyrirtækisins. Þessar viðbótarupplýsingar verði til þess að dýpka upplýsingar sem koma fram í Samfélagsskýrslu og Ársskýrslu.  Í lok fundar voru fyrirspurnir og þar kom m.a. fram að dæmi um góða ársskýrslu væri að finna hjá Marel. 

Um viðburðinn

Ábyrgir stjórnarhættir - nýjar kröfur!

Join Microsoft Teams Meeting

Ábyrgir stjórnarhættir – nýlegar lagabreytingar og kröfur um upplýsingar.

Fjallað verður um ábyrga stjórnarhætti og rætt um breytingar á lögum um ársreikninga og lög um endurskoðendur og endurskoðun (gagnsæi upplýsinga fyrirtækja)

Erindi eru þrjú og svo fyrirspurnir „úr sal“ - stefnt er að því að taka viðburðinn upp.

Fundarstjóri er Jón Gunnar Borgþórsson

Erindi:

  1. Frá sjónarhóli stjórnarmanns: Sigurður Ólafsson, stjórnarmaður í lífeyrissjóði og fyrirtækjum, fjallar um ábyrgð stjórnarmanna á upplýsingagjöf til fjármagnsveitenda
  2. Frá sjónarhóli sérfræðings í fjármálagreiningum: Jeffrey Sussman, ráðgjafi Kontra Nordic, fjallar um mun á algengri íslenskri skýrslugjöf og þess sem koma skal
  3. Frá sjónarhóli fjármagnsveitenda: Snædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri EFÍA, LSBÍ og rekstrarstjóri Lífeyrisauka, fjallar um mikilvægi upplýsinga vegna greiningarskyldu fjármagnsveitenda

(sjá einnig lög nr. 102, 9. júlí 2020: https://www.althingi.is/altext/150/s/1954.html)

Fleiri fréttir og pistlar

Nýkjörin stjórn faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun

Nýlega barst fyrirspurn til Stjórnvísi frá áhugasömum félaga um að endurvekja stjórn faghóps um þjónutu-og markaðsstjórnun.  Í framhaldi var sendur út póstur til félaga þar sem óskað var eftir áhugasömum í stjórn faghópsins. Viðbrögðin létu ekki á sér standa þar sem búið er að mynda 10 manna stjórn sem fundaði á VOX.  Þar kynntu félagara sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Stjórnin kaus Maríu Ágústsdóttur ON sem formann og  Hildi Ottesen sem varaformann.  Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér. 

Stjórn faghópsins skipa:   Ásdís Gíslason Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Brynja Ragnarsdóttir Veitur, Heiðrún Grétarsdóttir Bananar, Hildur Ottesen Harpa, Hjördís María Ólafsdóttir Happdrætti Háskóla Íslands, Ingibjörg Magnúsdóttir Pílukast ehf, María Ágústsdóttir ON, Sædís Jónasdóttir Samgöngustofa, Unnur Líndal ON og Þórhallur Örn Guðlaugsson Háskóli Íslands.

Nýkjörin stjórn faghóps um verkefnastjórnun

Yfir þrjátíu áhugaverðir aðilar sýndu áhuga á að setjast í stjórn faghóps um verkefnastjórnun, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins. Úr varð fjórtán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var á Kringlukránni í dag þar sem félagar kynntu sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Þar sem helmingur stjórnar var staddur erlendis stefnir stjórnin á að hittast aftur í júní til að móta hugsanlegar áherslur hópsins. Stjórnin kaus Gísla Rafn Guðmundsson sem formann og Aðalstein Ingólfsson sem varaformann.   Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.  

Stjórn faghópsins skipa:  Aðalsteinn Ingólfsson MT Sport, Auður Íris Ólafsdóttir Hagar, Daníel Sigurbjörnsson Efla, Eygerður Margrétardóttir Ríkislögreglustjóri, Gísli Rafn Guðmundsson Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, Halldóra Traustadóttir Reykjavíkurborg, Hannes Bjarnason Sjúkrahúsið á Akureyri, Íris Elma Guðmann Dómstólasýslan, Lísbet Hannesdóttir Háskólinn á Akureyri, Signý Jóna Hreinsdóttir Landspítali, Sigurður Blöndal Háskólinn á Bifröst, Steinunn Anna Eiríksdóttir Háskóli Íslands, Þóra Kristín Sigurðardóttir Eimskip og Unnur Helga Kristjánsdóttir Strategia. 

 

Aðalfundur Öryggishópur Stjórnvísi - ný stjórn kosin

Fundur haldinn:  4 júní 2025

Aðilar: Vilborg Magnúsdóttir Isavia Innanlands, Lilja Birgisdóttir Marel, Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands, Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi, Erlingur E. Jónasson LSE og Fjóla Guðjónsdóttir Isavia Ohf sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gísli Níls Einarsson og Eyþór Víðisson boðuðu forföll.

Dagskrá:

  1. Yfirferð síðasta starfstímabils
  2. Kosning í stjórn og formanns
  3. Drög að viðburðum næsta starfstímabils
  4. Önnur mál

Yfirferð síðasta starfstímabils

Nokkur lægð var í starfsemi hópsins á tímabilinu september 2024 til maí 2025. Þrátt fyrir að drög hefðu verið lögð að viðburðum tímabilsins og margar góðar hugmyndir komu fram til að efla og fjalla um öryggismá á víðum grunni þá raungerðust þær ekki.

Eini viðburðurinn var haldinn í  júní í samstarfi við Öryggishóp Samorku og bar yfirsögnina Orka og Öryggi. Þar var fjallað um helstu áskoranir þeirra starfsvettvangur á við að etja og leiðir sem og aðferðir sem þeir hafa tekið upp. Virkilega áhugavert og verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi vinnu.

Hópurinn var sammála um að efling öryggisumræðu væri mikilvæg og þessi vettvangur gæti lagt mikið til. Áríðandi að allir í stjórn séu virkir og taki frumkvæði að því að koma með hugmyndir og setja upp viðburði.

Kosning í stjórn og formanns

Auglýst hafði verið eftir aðilum í stjórn þar sem tveir aðilar hafa hætt á tímabilinu.

Viðbót í stjórn: Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands og Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi hafa því bæst við í stjórn Öryggishóps Stjórnvísi.

Formaður: Fjóla Guðjónsdóttir bauð sig fram til formanns til aðalfundar 2026. Engin mótframboð voru og því framboð samþykkt.

Samsetning stjórnar 2025-2026 er því eftirfarandi:

Vilborg Magnúsdóttir Isavia Innanlands, Lilja Birgisdóttir Marel, Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands, Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi, Erlingur E. Jónasson LSE, Fjóla Guðjónsdóttir Isavia Ohf. Gísli Níls Einarsson Öryggisstjórnun/Alda Öryggi og Eyþór Víðisson Reykjavíkurborg.

Formaður sendir fundarseríu á stjórn fyrir starfstímabil.

Drög að viðburðum næsta starfstímabils

Margar góðar hugmyndir komu fram og stjórnin einhuga um að bjóða upp á fræðandi og flotta dagskrá.

Drög að dagskrá vetrarins:

  1. Öryggi og LEAN á það samleið og eykur LEAN öryggi
    1. Ábyrgð Lilja, september 2025
    2. Hvað er Bætt Öryggi og hvernig vinnur fyrirtækið til að auka öryggi
      1. Ábyrgð Eggert, nóvember 2025
      2. Hvernig eru og fyrir hvað standa Gullnu Reglurnar
        1. Ábyrgð Viðar, október 2025 eða janúar 2026
        2. Vinna í opnu rými, hefur það áhrif á heilsu?
          1. Ábyrgð Vilborg haldið í samvinnu við Vinnís
          2. Tæknin og öryggi, hvernig vinnur Tesla að bættu öryggi með tækni
            1. Ábyrgð Lilja (Fjóla) tími ekki ákveðinn

Önnur mál
Vilborg sagði frá alþjóðlegri ráðstefnu um atferlismiðaða hegðun sem haldin verður þann 9 og 10 október 2025.

 

Aðalfundur faghóps um stjórnun upplýsingaöryggis

Þann 21.maí var haldinn aðalfundur faghóps um stjórnun upplýsingaöryggis. 

Farið var yfir þá viðburði sem haldnir voru á starfsárinu sem var að líða. Rætt var um markmið og tilgang hópsins, hver sé markhópur þeirra kynninga sem hópurinn stendur fyrir og hvort að tækifæri séu til að gera betur. Þessi mál verða rædd nánar á komandi starfsári en hópurinn var sammála um að mörg tækifæri eru fyrir hópa eins og þennan. 

Kosning stjórnar fór fram þar sem Jón Kristinn Ragnarsson var endurkjörinn sem formaður hópsins. Auk hans gáfu Benedikt Rúnarsson, Friðbjörn Steinar Ottósson, Sigurður Bjarnason og Tryggvi Níelsson aftur kost á sér. Hrefna Gunnarsdóttir bættist við hópinn eftir áramót og bauð einnig kost á sér. Auk þeirra voru ný framboð, Auður Íris Ólafsdóttir og Gná Guðjónsdóttir buðu kost á sér í hópinn og eru þær boðnar velkomnar. Fyrirkomulag hópsins er að fjöldi og fjölbreytileiki stjórnar er mikill kostur og þess vegna eru öll boðin velkomin að taka þátt í þessari vinnu. 

Faghópurinn fer nú í sumarfrí en mun hefja skipulagsvinnu að sumri loknu. 

„Framsýn forysta“ er þema ársins hjá Stjórnvísi 2025-2026

Nýkjörin stjórn Stjórnvísi hélt í dag vinnufund stjórnar þar sem m.a. var ákveðið þema fyrir starfárið 2025-2026.  Þemavinnan var unnin í miro.com og var niðurstaðan sú að þemað var valið "Framsýn forysta".  Útfærslan verður kynnt nánar á Kick off fundi í ágúst.    

  1. Samskiptasáttmáli. Fundurinn hófst með því að Anna Kristín Kristinsdóttir formaður stjórnar Stjórnvísi bauð alla velkomna og fór yfir dagskrá og markmið fundarins. Formaður Stjórnvísi kynnti hugmynd að samskiptasáttmála stjórnar 2025-2026 þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum.  7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar. 8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað.
  2. Í framhaldi kynnti stjórnarfólk sig og sagði örstutt frá sér.  
  3. Yfirferð á framtíðarsýn, stefnu, gildumlögum og siðareglum.  Anna Kristín fór yfir    framtíðarsýn, stefnu, gildi, meginmarkmið lög og siðareglur. 
  4. Áætlun og lykilmælikvarðar. Áætlun félagsins stenst og eru tekjur á áætlun. Áætlun félagsins er uppfærð reglulega allt árið og er aðgengileg stjórnarfólki í Sharepoint. Stjórn var hvött af framkvæmdastjóra félagsins til að fara inn á Sharepoint reglulega.
  5. Farið var yfir aðganga stjórnar að Sharepoint, Teams, Facebook og skráning stjórnar í faghópinn „stjórn Stjórnvísi“.    

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?