Aðalfundur ISO og stjórnkerfi áhættustjórnunar samkvæmt ISO 31000

Aðalfundur ISO og stjórnkerfi áhættustjórnunar samkvæmt ISO 31000 - Almenn áhættustýring samkvæmt staðl
Í dag var haldinn aðalfundur ISO sem Áslaug Benónýsdóttir stýrði. Áslaug fór yfir dagskrá vetrarins sem var yfirgripsmikil og kosin var ný stjórn. Áslaug óskaði eftir hugmyndum að efni fyrir næsta starfsár og komu fram áhugaverðar hugmyndir m.a. um stöðlun staðlanna, auðvelda notkun staðlanna t.d. fyrir byggingastjóra, hvernig er hægt að aðstoða minni verktaka, verið er að þýða 27002, tilefni til að fjalla um þá og tenginguna við 9001. Í framhaldi af aðalfundinum hélt Guðjón Viðar Valdimarsson hjá Stika erindi um stjórnkerfi áhættustjórnunar samkvæmt ISO 31000 - Almenn áhættustýring samkvæmt staðli.Áhættugreining er veigamikill hluti í rekstrarumhverfi fyrirtækja og hluti af ákvarðanatöku á flestum sviðum. Uppsetning stjórnkerfis fyrir stjórnun áhættu (Risk management framework) þarf að vera yfir gagnrýni hafið og besta leiðin til þess er að fylgja almennt viðurkenndum stöðlum um áhættustjórnun.
ISO 31000 staðalinn (ISO 31000:2009, Risk management - Principles and guidelines), er almennt viðurkenndur sem staðall fyrir stjórnun áhættu. Þessi staðall tilgreinir hugtök, leiðbeiningar um vinnuferli og ferla til að setja upp og viðhalda stjórnkerfi fyrir áhættustýringu.
Notkun ISO 31000 getur hjálpað fyrirtækjum að auka líkur þess að ná markmiðum sínum, bæta greiningu á tækifærum og áhættum og nota auðlindir sínar til að stjórna áhættu á skilvirkan hátt. ISO 31000 er ekki vottunarstaðall en gefur leiðbeiningar um skipulagningu innri og ytri endurskoðunaráætlunar. Fyrirtæki sem nota staðalinn geta metið stjórnun sinnar áhættu við alþjóðlega viðurkenndan staðal og þannig notið þeirra kosta sem traustar og viðurkenndar vinnureglur leiða af sér.
Guðjón Viðar Valdimarsson (CIA,CFSA, CISA) er faggiltur innri endurskoðandi og hefur starfað við ráðgjöf og innri endurskoðun í langan tíma. Lesa má nánar um reynslu Guðjóns hér á eftirfarandi vefslóð:https://is.linkedin.com/in/gudjonvidarvaldimarsson
Ráðgjöf vegna uppsetningar á stjórnkerfi áhættustýringar samkvæmt ISO 31000 hefur aukist mjög verulega undanfarin ár en á sama tíma hafa kröfur til forms áhættustýringa aukist. Ráðgjöf vegna uppsetningar eða úttektir á því sviði hafa oft á tímum fjallað um að taka alla þætti áhættustýringar í notkun þannig að stjórnkerfi áhættu nýtist fyrirtækjum og stofnunum sem best.
STJÓRNUN ÁHÆTTU SAMKVÆMT ISO 31000
Í fyrirlestrinum fjallaði Guðjón um:
• Hugtök , forsendur og almenna aðferðafræði áhættustjórnunar.
• Hlutverk aðila : stjórnar, stjórnenda, innri endurskoðunar og áhættustýringardeilda.
• Staðla og regluverk varðandi áhættustjórnun.
• Ferli áhættustjórnunar, mat viðskiptalegra markmiða og áhættu sem að þeim steðja

Fleiri fréttir og pistlar

Öflug starfsemi á vegum Millennium Project – Fréttastiklur af því nýjasta.

Alheimsvettvangur framtíðarfræðinga Millennium Project, gefur reglulega út fréttabréf um ýmsa viðburði. Þarna er fjallaðu um ráðstefnur, útgáfumál og námskeð. Í nýjasta fréttabréfinu er meðal annars fjallað um heimsókn Jerome Glenn hingað til lands, ásamt öðru sem tengdist þeim viðburði. Endilega gerist áskrifendur af fréttabréfinu ef þið viljið fylgjast með á þessu sviði. Farið inn á eftirfarandi vefslóð:

https://mailchi.mp/millennium-project/newsletter-june-2024

Þróun framtíðarfræða í mismunandi heimshlutum. Gjaldfrjáls bók.

Bókin „Our World of Futures Studies as a Mosaic“ er ritstýrð af Tero Villman, Sirkka Heinonen (formaður Helsinki Node) og Laura Pouru-Mikkola. Í bókinni er meðal annars framlag frá sérfræðingum Millennium Project, eins og Jerome Glenn, Mara Di Berardo (Comms Director og Italy Node Co-formaður), Fredy Vargas Lama (Colombia Node Co-formaður), Nicolas Balcom Raleigh (FEN forseti) og Sirkka Heinonen. Bókin er ókeypis og kynnir aðferðir við framtíðarfræði og framsýni frá mismunandi heimshlutum. Hægt er að halaða bókina niður af eftirfarandi vefslóð:

 https://www.millennium-project.org/our-world-of-futures-studies-as-a-mosaic/

 

Aðalfundur faghóps framtíðarfræða

Mánudaginn 10 júní var aðalfundur faghóps framtíðarfræða haldinn. Gestur fundarins var Jerome Glenn, forstjóri og stofnandi Millennium Project, sem er einn stærsti vettvangur framtíðarfræðinga á alþjóðavísu. Jerome ræddi almennt um þróun meginstrauma samfélaga, en um morguninn var hann með morgunverðarerindi á vegum Framtíðarseturs Íslands í Arion Banka. Á fundinum voru eftirfarandi tekin inn í stjórn faghópsins; Funi Magnússon, Embla Medical, Sverrir Heiðar Davíðsson, Orkuveitan og Ingibjörg Smáradóttir, Náttúrufræðistofnun. Fljótlega verður listi stjórnarmeðlima uppfærður á vefnum. 

Aðalfundur loftslagshóps 22. maí

Miðvikudaginn 22. maí 2024 kl. 9.00 var aðalfundur loftslagshóps haldinn á Teams. Fundarstjóri var Guðný Káradóttir formaður faghóps og fundarritari Íris Þórarinsdóttir stjórnarmaður í faghópnum. 

Guðný opnaði fundinn og kynnti dagskrá fundarins: 1.Uppgjör á starfsári 2.  Kosning til stjórnar 3.  Önnur mál. 

Í uppgjör starfsársins sagði Guðný frá hlutverki og starfi hópsins á árinu en nú eru 248 meðlimir í hópnum. Haldnir voru fjórir viðburðir auk aðalfundar, sumir í samstarfi við aðra hópa og einn í samstarfi við gæðastjóra í bygginga- og mannvirkjagerð innan SI. Upptökur af fundum eru birtar á Facebook síðu Stjórnvísis. 

  • 14. september -  Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
  • 9. október –  Vísindaleg viðmið fyrir loftslagsmarkmið fyrirtækja - SBTi
  • 17. janúar – Svansvottaðar framkvæmdir – reynsla verktaka
  • 17. maí – Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur  ávinningurinn?

Stjórnarkjör:

Fráfarandi stjórn er þannig skipuð:

  • Guðný Káradóttir, VSÓ ráðgjöf, formaður – hættir í stjórn 
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið – situr áfram í
  • stjórn 
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur – situr áfram í stjórn
  • Gná Guðjónsdóttir, Versa vottun – hættir í stjórn
  • Ingibjörg Karlsdóttir, FlyPlay – hættir í stjórn
  • Íris Þórarinsdóttir, Reitir fasteignafélag – hættir í stjórn
  • Katrín Georgsdóttir, Elding hvalaskoðun – hættir í stjórn
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur  – situr áfram í stjórn
  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa – situr áfram í stjórn 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte – situr áfram í stjórn 

Formaður og þrír stjórnarmenn ganga nú úr stjórn; Guðný Káradóttir, Gná Guðjónsdóttir, Katrín Georgsdóttir og Íris Þórarinsdóttir.

Eitt nýtt framboð barst í stjórn, Grace Achieng, og Leó Sigurðsson bauð sig fram sem formann. Þau voru kosin. Ný stjórn er þannig skipuð:

  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa, formaður
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið  
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur 
  • Grace Achieng, Gracelandic ehf.
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte 

Guðný óskaði nýrri stjórn velfarnaðar á nýju starfsári og birti lista yfir tillögur að efni funda sem fráfarandi stjórn hafði sett niður á blað og ný stjórn getur unnið áfram með ef vill.

Undir önnur mál: Leó þakkaði Guðnýju fyrir hennar störf og þakkar traustið semnýr formaður. Ákveðið að ný og fráfarandi stjórn hittist fljótlega. Einnig rætt um áhuga á samstarfi loftslagshóps og hóps um sjálfbærni.  

 

Gervigreindar umbreyting rétt að hefjast og strax árangur

Gervigreindar umbreyting er rétt að hefjast og við sjáum strax árangur: "The types of business which are most likely to use artificial intelligence are seeing growth in workers' productivity that is almost five times faster than elsewhere, raising hopes for a boost to the broader economy, accountancy firm PwC said."

Hér er fréttin á Reuters:
https://www.reuters.com/technology/ai-intensive-sectors-are-showing-productivity-surge-pwc-says-2024-05-20/

Hér er skýrsla PWC sem vísað er í:
https://www.pwc.com/gx/en/issues/artificial-intelligence/ai-jobs-barometer.html

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?