Aðalfundur stjórnar faghóps um LEAN- Straumlínustjórnun, 3.maí 2021

Aðalfundur stjórnar um LEAN- Straumlínustjórnun var haldinn í gegnum Teams 3. maí 2021. 

Á fundinum var farið yfir kynningu á faghópnum, viðburði ársins, ný stjórn var kjörinn og rætt um næstu skref í starfsárinu framundan.

Ljóst er að mikill áhugi er á LEAN og komust færri að í stjórn en vildu.

Stjórn faghópsins er nú fullskipuð með 12 manns.

Glærur af fundinum má nálgast undir viðburðinum.

Um viðburðinn

Aðalfundur stjórnar faghóps um LEAN - straumlínustjórnun (fjarfundur)

Aðalfundur LEAN faghóps Stjórnvísi. 

Laus sæti eru í stjórninni og hvetjum við áhugasama að láta vita af sér með því að senda tölvupóst á bergruns@vis.is

Dagskrá fundarins

  1. Kynning á faghópnum
  2. Yfirferð á viðburðum síðastliðið ár
  3. Kosning stjórnar (viðmiðunarfjöldi 4-10 manns)
  4. Starfsárið framundan, markmið og fyrirkomulag
  5. Önnur mál

Fundurinn verður haldin á teams 12:00-13:00 linkurinn á fundinn er hér.  

Fyrir hönd stjórnar

Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir

Fleiri fréttir og pistlar

TENGSL er þema Stjórnvísi starfsárið 2023-2024

Mikill áhugi um skilvirka áhættustjórnun á fundi KPMG og Stjórnvísi í morgun.

KPMG og Stjórnvísi buðu til fundar í morgun um áhættustjórnun út frá ýmsum sjónarhornum og kynntu leiðir til að greina áhættu í rekstri og ná yfirsýn yfir þá áhættu sem skiptir mestu máli.  Með skilvirkri áhættustjórnun geta fyrirtæki og stofnanir lækkað kostnað og náð betri árangri í rekstri.  Á annað hundrað manns sóttu fundinn sem var bæði í streymi og í glæsilegum nýuppgerðum húsakynnum KPMG í Borgartúni.  Erindi fluttu Sigurjón Birgir Hákonarson og Hafþór Ægir Sigurjónsson hjá KPMG og Sigrún Ósk Sigurðardóttir ÁTVR.  Fundarstjóri var Helena W. Óladóttir frá sjálfbærniteymi KPMG. Fundurinn aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.   

Sögur af framtíðinni

Í gær lauk framtíðarráðstefna Dubai Future Forum. Á ráðstefnunni voru um 2000 framtíðarfræðingar, frá 95 þjóðum, en alls voru um 150 fyrirlesarar á ráðstefnunni. Af nógu að taka. Læt hér fylgja, til gamans, vefslóð á sögum frá framtíðinni, sem sendar voru út rétt fyrir ráðstefnuna. 

Stories From The Future (mailchi.mp) 

 

Stakkaskipti á verklagi ráðuneytis með Agile

Ásdís Halla Bragadóttir ráðuneytisstjóri fjallaði á fundi faghóps um stefnumótun og árangursmat um hvernig Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið nýtir Agile bæði við stefnumörkun og innleiðingu. 

Hún lýsti hvernig verklag í ráðuneytinu hefur tekið stakkaskiptum frá því sem almennt hefur tíðkast í stjórnsýslunni. Nýttar eru Agile-aðferðir og -verkfæri í forgangsröðun og stýringu verkefna og lögð aukin áhersla á framgöngu mikilvægra mála ásamt fjármögnun þeirra.  Hún sýndi hvernig óhefðbundið þverfaglegt skipurit styður við Agile hugmyndafræðina með árangursríkum hætti og áhersluna á skýra sýn.

Útskýrði ráðuneytisstjóri hvernig forgangsverkefni eru valin, hvernig þau veljast svo inn í vinnu spretthópa, reglulegar kynningar á framvindu spretta og aðferðir til að vinna afturvirkt frá lokaútkomu. Einnig fjallaði hún um að ráðningarferlið hafi verið gjörbreytast hjá ráðuneytinu, sem og fundastýring og að stuttar skilvirkar vinnustofur með lykilfólki séu að taka við af stýrihópum og nefndum. 

 

Áhugasamir geta skoðað lýsingu á verklagi í kveri frá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu: Vinnulag HVIN snýst um árangur

Skipurit og sýn HVIN kemur fram í kverinu Árangur fyrir Ísland

 

Rótagreiningar - Hvers vegna og hverju skila þær?

Í morgun hélt faghópur um gæðastjórnun og ISO fund í IÐAN fræðslusetur um rótargreiningar. Þeir sem reka stjórnunarkerfi þekkja að stjórnunarstaðlar gera kröfu um að frábrigði séu greind og orsakir þeirra ákvarðaðar. Málið er hins vegar, að það er okkur ekki eðlislægt að rótargreina og því er leiðin gjarnan að sleppa því ferli og fara bara beint í leiðréttingarhaminn þegar að frábrigði koma upp í kerfinu. Þetta getur valdið því að við sitjum uppi með galla í kerfinu sem geta valdið óþarfa sóun eða skaða í starfseminni.  Viðburðurinn var samansettur af tveimur 20 mínútna fyrirlestrum og 30 mínútna vinnustofu og í framhaldi fengu þátttakendur að spreyta sig við framkvæmd rótargreininga.

Í fyrirlestrunum var skoðuð annars vegar fræðilega hliðin á rótargreininigum, þar sem Birna Dís Eiðsdóttir, vottunarstjóri hjá Versa vottun, varpaði ljósi á hvers vegna við leitumst við að skoða málin of grunnt og hins vegar faglega hliðin þar sem Einar Bjarnason, kerfis- og gæðastjóri hjá LímtréVírnet, fór yfir eigin reynslu af gagnsemi vandaðra rótargreininga.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?