Ágreiningur vesen eða vannýtt tækifæri?

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Faghópar um markþjálfun, mannauðsstjórnun og leiðtogafærni héldu í morgun vel sóttan fund á Teams sem bar yfirskriftina „Hvað eiga aðferðir markþjálfunar og sáttamiðlunar sameiginlegt?“

Þóra Björg Jónsdóttir markþjálfi og ráðgjafi stofnandi Stokku byrjaði á að ræða um hvaðan ágreiningur kemur og hversu skemmandi hann getur verið. Orku, tíma og peningum er sóað með ágreiningi. Margir vinna með viðhorf og er eftirsóknarvert að vinna með ágreining. En hvaða virði er ágreiningur og hvaða verkfæri notum við.  Allt snýst um það að fólk leiti lausnanna sjálft því hver og einn þekkir sínar þarfir best. 

Flestir vilja vera lausir við ágreining og vilja halda friðinni því það er átakaminnst.  Ágreiningur er ósamkomulag, það þegar fólk er ekki sammála.  En hvernig er tekið á því þegar fólk er ekki sammála 1. Ósýnilegur ágreiningur 2.skapandi ágreiningur 3.skaðandi ágreiningur.

  1. Varðandi ósýnilegan ágreining það er þegar engin átök eru því allir eru sammála en þá koma ekki ólík sjónarhorn upp og umhverfið er stöðugt en kannski kraumar eitthvað undir því ekki er raunhæft að gera fyrir að enginn skoðunarmunur sé sýnilegur.  Stundum er hópurinn samstilltur og því allir sammála um allt. Þar sem er enginn ágreiningur er hætta á stöðnun.
  2. Í skapandi ágreiningi er talið eðlilegt og jákvætt að fólk sé stundum ósammála. Á slíkum vinnustað skiptist fólk á skoðunum. Málefnalegar og jafnvel snarpar umræður eru áður en ákvarðanir eru teknar. Þarna ríkir virðing og traust og fólk þorir að segja sínar skoðanir, svigrúm skapast til góðra umræðna og gæði ákvarðana eykst.
  3. Í skaðandi ágreiningi snýst allt um samkeppni og hlutir gerast persónulegir.  Á slíkum vinnustað er ósveigjanleiki og skortur á vilja og getu til samvinnu, gagnrýni á allt sem er ákveðið og gert og vanþakklæti fyrir allt sem er gert fyrir starfsfólk. Þar sem skaðandi ágreiningur þrífst eykst starfsmannavelta.

Þóra varpaði fram spurningunni: Hvar viltu vera viðskiptavinur? Alveg örugglega þar sem menningin er skapandi ágreiningur.  Mikilvægt er á vinnustöðum að skoða viðhorf innan hópa hvers til annars og fjölbreytni er kostur. Ekki er allt sem sýnist og því mikilvægt að vera ekki fljótur að draga ályktanir.  Stöðug sjálfsskoðun er því þörf og virðing í samskiptum.  Best að tala beint út og ekki í gátum. Okkar helsta tæki í samskiptum er að hlusta og skilja. Hvað er í gangi, hvers vegna er þetta sett svona fram, hvaða upplýsingar þarf ég. Nota aðferð eins og „Skil ég þig rétt?“ Hvar á samtalið sér stað, í einrúmi eða innan um aðra.  Það er svo mikilvægt að átta sig á hvað er í gangi.  Alltaf er verið að vinna með spurningar og um hvað málið snýst. Sáttamiðlarar eru alltaf að vinna að sameiginlegum skilningi þ.e. fólk skilji hvort annað. Án sameiginlegs skilnings getum við ekki haldið áfram í átt að góðri ákvörðun.  Spurningar eru til þess að fá upplýsingar.  Í grunninn snýst markþjálfun um að vinna með leiðir til að allir hafi skilið hvað er í gangi áður en er svarað.  Sms leiðin er algengust daglega, skilaboð – móttaka – svar. Líklegri leið til að ganga betur er skilaboð – móttaka – hlustun – spurningar – hagsmunir – skilningur – svar.  Markþjálfun og sáttamiðlun ganga út á þessa leið.  Lokaorð Þóru voru þau að við getum alltaf gert betur og haft áhrif.

Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari, lögfræðingur, og formaður Sáttar formaður sagði mikilvægt og sterkasta verkfærið að setjast niður.  Besta leiðin er að sinna forvörnum og bætt samskipti eru besta vörnin.  Aldrei er hægt að útrýma öllum ágreiningi.  Það á aldrei að vera eitrað að hafa aðra skoðun.  Málin verða stundum þrúgandi ef þau hafa fengið að grassera lengi.  Þegar hlutir eru orðnir óþægilegir þarf að taka þá upp á yfirborðið.  Í sáttamiðlaraskólanum eru teknar æfingar fyrir nemendur þar sem fólk er sett í aðstæður hvernig það getur komist að sameiginlegri niðurstöður.  Sáttamiðlun og markþjálfun setja ábyrgðina á einstaklinginn.  Aðilinn finnur sjálfur lausnirnar.  Viðhorfin á bakvið spurningarnar hafa svo mikil áhrif.  Þær þurfa að vera forvitnilegar og vekja skilning og bíða opinn eftir skilningi. Í lok fundar þakkaði Lilja Gunnarsdóttir formaðu faghóps um markþjálfun fyrirlesurum fyrir góð erindi. 

Um viðburðinn

Ágreiningur - vesen eða vannýtt tækifæri?

Join Microsoft Teams Meeting

Hvað eiga aðferðir markþjálfunar og sáttamiðlunar sameiginlegt? Hvernig getum við nýtt þær til árangurs á vinnustöðum og í samskiptum við viðskiptavini?

Sjónarhorn okkar mótast af mörgum þáttum, meðal annars menntun og starfsreynslu en einnig tilteknum venjum og viðhorfum. Viðhorf okkar til ágreinings er einn þáttur. Sjáum við ólíkar skoðanir sem tómt vesen og skort á getu einstaklinga til samvinnu eða spennandi tækifæri til að finna bestu lausnina og efla samstarfið?

Þóra Björg Jónsdóttir er markþjálfi og ráðgjafi. Hún er einnig lögfræðingur og starfaði um árabil við fagið, meðal annars sem lögmaður, en ákvað svo að róa á ný mið með samskipti og stjórnun í forgrunni.

Þóra lærði markþjálfun í Háskólanum í Reykjavík og stofnaði í kjölfarið eigið fyrirtæki, Stokku. Þar fæst hún við markþjálfun, stjórnendaþjálfun og ráðgjöf og nýtir meðal annars aðferðir sáttamiðlunar í störfum sínum. Þóra hefur lengi haft áhuga á samningatækni og sáttamiðlun og tók sæti í stjórn Sáttar, félags um sáttamiðlun, vorið 2020. 

Í lok erindisins mun Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari og lögfræðingur, og formaður Sáttar, kynna félagið og námskeiðið Sáttamiðlaraskólann, sem félagið hefur staðið fyrir síðustu misseri, og hlotið hefur góðar viðtökur.

Fundurinn fer fram á Teams.

Fleiri fréttir og pistlar

Verðlaunahafar Íslensku ánægjuvogarinnar 2025

Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2025 voru kynntar 22. janúar en þetta er tuttugasta og sjöunda árið sem ánægja viðskiptavina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Íslenska ánægjuvogin verðlaunar þau fyrirtæki sem skara fram úr í ánægju viðskiptavina á sínum markaði.
Nýsköpun og stafræn upplifun einkenna sigurvegarana
Niðurstöður sýna að þau fyrirtæki sem mælast með hæstu ánægju viðskiptavina eiga það sameiginlegt að vera nýskapandi, leggja áherslu á þjónustu og sterka stafræna upplifun, oft á mörkuðum sem hafa tekið miklum breytingum á undanförnum árum.
„Íslenska ánægjuvogin hefur þann tilgang að hvetja íslensk fyrirtæki til að hlúa að ánægju viðskiptavina og veita þeim samræmdan og hlutlausan mælikvarða á frammistöðu sína á milli ára og í samanburði við helstu samkeppnisaðila. Það er mikill heiður fyrir fyrirtæki að vera hæst á sínum markaði í Íslensku ánægjuvoginni og mörg setja sér markmið því tengt“ segir Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Íslensku ánægjuvogarinnar og Stjórnvísi.
Í þetta skiptið var skyndibitamarkaður mældur í fyrsta sinn. Til þess að mælast í Íslensku ánægjuvoginni þurfa fyrirtæki að ná ákveðinni stærð og markaðshlutdeild.
indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar annað árið í röð
indó er sigurvegari Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2025 með 84,7 stig, hæsta allra fyrirtækja. Þetta er í annað skiptið sem niðurstöður hafa verið birtar fyrir indó og í bæði skiptin hefur fyrirtækið sigrað. Í öðru sæti er Dropp með 83,9 stig, aðeins tæpu einu stigi á eftir. Dropp var sigurvegari Ánægjuvogarinnar árið 2023. Costco eldsneyti var 3. hæsta fyrirtækið með 81,3 stig.
Mikill munur á hæstu og lægstu fyrirtækjum
Það mælist töluverð breidd á ánægju þeirra fyrirtækja sem voru mæld og eru einkunnir frá 60,8 til 84,7 af 100 mögulegum.
„Það er ljóst að ánægja viðskiptavina er ekki föst stærð og það er ekkert sem heitir að hafa áskrift að Ánægjuvoginni. Fyrirtækin þurfa stöðugt að vinna að ánægju 1

Stjórn Stjórnvísi heimsótti Nýjan Landspítala NLSH

Stjórn Stjórnvísi heimsótti Nýjan Landspítala NLSH í vikunni. Dagskráin hófst á kynningu Gísla Georgssonar, verkefnastjóra ,sem fór yfir helstu þætti í starfsemi NLSH í sinni kynningu. Síðan var rölt um framkvæmdasvæðið og meðal annars gengið um ganga meðferðarkjarnans undir fylgd Jóhanns G. Gunnarssonar staðarverkfræðings. Það er einstaklega fræðandi og áhugavert að fá tækifæri til að fylgjast með stórum framkvæmdum og ekki síst þessari stóru framkvæmd sem bygging nýs spítala er. Heimsóknin var sérlega vel heppnuð og kom hópnum á óvart hversu stór og umfangsmikil byggingin er.  

Hvað er það sem koma skal? Sviðsmyndir til ársins 2030 Þétt og vel skipuð nýársmálstofa faghópa framtíðarfræða og gervigreindar, næstkomandi föstudag kl 09:00 – Sjá viðburðinn.

Málshafandi er David Wood frá London Futurist

Panelinn skipa þau:

  • Sylvía Kristín forstjóri Nova
  • Róbert Bjarnason forstjóri Citizens
  • Páll Rafnar Þorsteinsson frá atvinnuráðuneytinu
  • Helga Ingimundardóttir frá Háskóla Íslands

Sjá frekari upplýsingar um málstofuna hér að neðan og um einstaka þátttakendur

Málstofan „The New Year and Scenarios to the Year 2030“ skoðar hvernig ört vaxandi útbreiðsla gervigreindar og umbreytt geopólitísk staða kunna að marka næsta áratug. Verður árið 2030 mótað af róttækum tæknibyltingum, nýju valdajafnvægi og breyttum efnahagskerfum—eða mun þróunin reynast hæg eða stigvaxandi. Við rýnum í líklegar og ólíklegar sviðsmyndir: frá alþjóðlegri samkeppni um AI, til nýrrar samvinnu, klofnings milli ríkja og samfélagslegra áskorana sem geta annaðhvort hraðað framfarahvörfum eða dregið úr þeim. Málstofan boðar skapandi samtal um framtíð manns og tækni.

Fyrirlesarinn David Wood er þekktur framtíðar- og tæknifræðingur og rithöfundur búsettur í Bretlandi. Hann er formaður London Futurists, hóps sem hann hefur haldið utan um síðan 2008. Þar hefur hann leitt umræður um umbreytandi tækni eins og gervigreind, langlífi og transhúmanisma. Hann er brautryðjandi í farsímaiðnaðinum (meðstofnandi Symbian) og berst nú fyrir greina framtíðaráskoranir og tækninýjungum til að leysa hnattræn vandamál. Hann hefur skrifað nokkrar bækur um þessi framtíðartengdu efni.

Upplýsingar um þátttakendur í panel:

Sylvía Kristín er forstjóri fjarskipta fyrirtækisins Nova. Hún starfað áður hjá Icelandair þar sem hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri rekstrar. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo. Sylvía starfaði einnig um árabil hjá Amazon, fyrst við rekstur og áætlanagerð og síðan við Kindle deild fyrirtækisins þar sem hún sá um viðskiptagreind og vöruþróun.

Dr. Helga Ingimundardóttir er lektor í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og meðlimur Kennsluakademíu opinberra háskóla. Rannsóknir og kennsla hennar snúa að bestun, stærðfræðilegri líkangerð, gagnavísindum og gervigreind, með áherslu á tengsl fræða og atvinnulífs. Hún hefur víðtæka reynslu úr rannsóknum og hagnýtri gervigreind í iðnaði.

Róbert Bjarnason er reyndur frumkvöðull og leiðtogi í umræðunni um gervigreind á Íslandi. Hann stofnaði meðal annars fyrstu veffyrirtækin á Íslandi og í Danmörku á sínum tíma. Hann er stofnendi að Citizens Foundation árið 2008, sjálfseignarstofnunar sem vinnur að því að bæta opinbera ákvarðanatöku með nýstárlegum stafrænum lausnum fyrir borgara. Stofnunin er almennt talin vera í fararbroddi á sviði stafræns lýðræðis.

Páll Rafnar Þorsteinsson starfar hjá atvinnuráðuneytinu meðal annars á sviði AI. Hann hefur verið aðstoðarmaður ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðar. Páll Rafnar er með doktorspróf í heimspeki frá Cambridge háskóla og fjallaði lokaritgerð hans um lagahugtakið (nomos) í stjórnspeki Aristótelesar. Páll Rafnar er auk þess með meistaragráðu í stjórnmálaheimspeki frá London School of Economics og BA gráðu í heimspeki og grísku frá Háskóla Íslands. Páll Rafnar hefur starfað við Háskólann á Bifröst, sem almennatengsla ráðgjafi hjá KOM, og stundað rannsóknir og ritstjörf.

Enghlish

Páll Rafnar Þorsteinsson works at the Ministry of Industry, including on matters related to artificial intelligence. He has previously served as an assistant to the Minister of Fisheries and Agriculture. Páll Rafnar holds a PhD in Philosophy from University of Cambridge, where his doctoral thesis examined the concept of law (nomos) in Aristotle’s political philosophy. He also holds a Master’s degree in Political Philosophy from the London School of Economics, as well as a BA in Philosophy and Greek from the University of Iceland. In addition, he has worked at Bifröst University, served as a public relations consultant at KOM, and engaged in research and editorial work.

Sylvía Kristín is the CEO of the telecommunications company Nova. She previously worked at Icelandair, where she served as Chief Operating Officer. Before that, she was Executive Director of Business Development and Marketing at Origo. Sylvía also spent several years at Amazon, initially working in operations and planning, and later in the company’s Kindle division, where she focused on business intelligence and product development.

Dr. Helga Ingimundardóttir is an Assistant Professor of Industrial Engineering at the University of Iceland and a member of the Teaching Academy of Iceland’s public universities. Her work focuses on optimization, mathematical modeling, data science, and artificial intelligence, with a strong emphasis on connecting academic research to real-world applications. She brings extensive experience from applied AI and industry-driven research.

Róbert Bjarnason is an experienced entrepreneur and a leading voice in the discussion on artificial intelligence in Iceland. He was among the founders of the first web-based companies in Iceland and Denmark at the time. In 2008, he co-founded the Citizens Foundation, a nonprofit organization dedicated to improving public decision-making through innovative digital solutions for citizens. The foundation is widely regarded as being at the forefront of digital democracy.

Saga Garðars sló í gegn á Nýársfagnaði Stjórnvísi

Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi  var í dag haldinn í Marel sem tók á móti félögum með glæsilegum veitingum, þar sem Stjórnvísifélagar skáluðu fyrir nýju ári og gæddu sín á smáréttum.

Anna Kristín Kristinsdóttir formaður stjórnar Stjórnvísi og Engineering Manager Lead, JBT Marel opnaði viðburðinn, kynnti Marel og fór örstutt yfir þema starfsársins "Framsýn forysta" og hvernig það er útfært.

Katrín Rós Baldursdóttir, VP Software Engineering & Helgi Eide Guðjónsson, Director Supply Chain Operations sögðu okkur á áhugaverðan hátt frá hvernig "Framsýn forysta" tengist allri starfsemi JBT Marel. 

Í lokin steig  þjóðargersemin Saga Garðarsdóttir á svið með vandað uppistand og sló alveg í gegn enda hefur Saga fest sig í sessi sem ein af ástsælustu leikkonum og skemmtikröftum þjóðarinnar.  

Gleðilegt nýtt ár 2026

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni farsældar á nýju ári og þakkar fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða.
Megi nýja árið reynast ykkur gæfuríkt.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Héðinn Jónsson, Ingibjörg Loftsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson, Tinna Jóhannsdóttir og Viktor Freyr Hjörleifsson.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?