Áhugaverður fundur um hvað er líkt og ólíkt með markþjálfun á Íslandi og í Noregi.

Faghópur um markþjálfun hélt áhugaverðan fund í Háskólanum í Reykjavík í morgun. Fyrirlesararnir voru tveir þau Harald Arnesen og Anna María Þorvaldsdóttir. Harald Arnesen er alþjóðlega vottaður PCC markþjálfi frá International Coach Federation (ICF). Harald er einn af stofnendum ICF Norge Chapter í Noregi og gegndi hann formannsstöðu í 4 ár og situr nú í stjórn félagsins. Harald hefur mikla reynslu m.a. af innanhúss markþjálfun en hann stofnaði og stýrir innanhúss markþjálfunardeild Tine sem er eitt stærsta fyrirtæki í Noregi. Harald hefur mikla reynslu í stjórnendaþjálfun og hefur hann stýrt fjölda hópa og haldið vinnustofur á alþjóðlegum vettvangi í markþjálfun og stjórnendaþjálfun. Anna María er alþjóðlega vottaður ACC markþjálfi frá International Coach Federation (ICF) og hefur starfað í mörg ár sem stjórnendamarkþjálfi. Anna María starfar í dag sem mannauðsstjóri hjá LNS Saga og er í samstarfi við Carpe Diem. Anna María hefur stýrt hópum í stefnumótun og haldið fyrirlestra um gæðastjórnun í fyrirtækjum og hvernig stjórnendur geti nýtt sér aðferðafræði markþjálfunar til að verða betri stjórnendur. Anna María hefur starfað með fjölda félagasamtaka m.a. félagi markþjálfa á Íslandi og er nú í stjórn ICF Norge. Anna María er nýflutt heim frá Osló í Noregi þar sem hún aflaði sér reynslu í mannauðsstjórnun og vann hún m.a. sem mannauðsstjóri og sinnti stjórnendamarkþjálfun þar í landi. Anna María brennur fyrir að nýta aðferðafræði markþjálfunar og gæðastjórnunar til að byggja upp gæðastjórnendur og einstaklinga þar sem hún hefur yfir áratuga reynslu í mannauðs- og gæðastjórnun í íslenskum fyrirtækjum.
Annar María og Harald héldu fyrirlesturinn í spjallformi. Þau sögðu að munurinn væri mikill milli Noregs og Íslands. Í gær var ICF Iceland stofnað og það er gæðastimpill að vera með þá vottun. Í Noregi þar sem eru markþjálfar innan fyrirtækja eru þeir ekki nýttir til að þjálfa forstjóra eða yfirstjórn. Áhugavert var að heyra af fyrri reynslu Harls Arnesen; his previous jobs or background as a leader is: accounting manager, financial manage, financial and accounting director and internal accountant. Today he is a coach. Árið 2005 var fagið fyrst kynnt á Íslandi og í dag eru 280 útskrifaðir úr skólum á Íslandi. Mikið hefur gerst á þessum 10 árum og meðvitundin ummarkþjálfun hefur aukist. Markþjálfunin gengur út á að ná því besta út úr einstaklingnum.

Í Noregi leita kaupendur eftir PCC vottuðum markþjálfum. Þar eru þrír skólar sem mennta til PCC vottunar. Þar eru 3 stig vottunar, ACC, PCC og MCC. Í Noregi er sérhæfing, innri og ytri markþjálfun. Þar prófa forstjórar oft fyrst markþjálfann áður en hann er ráðinn.. Í Noregi er auðveldara að hafa innri markþjálfara því fyrirtækin eru svo stór.
ICF is the biggest in the world about 200 offices in the world. Most of the coaches have ACC. Several schools in Norway are proved by ICF and are teaching coaching f.eks. CTY, Ericson and Adler. In Iceland there is only one coach with MCC, none with PCC but lot of coaches with ACC. Endurnýja þarf vottunina á þriggja ár fresti.

Fleiri fréttir og pistlar

Óskað er eftir tilnefningum - Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2026.

Til að tilnefna fyrir árið 2026 smellið hér
Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2026. Sjá myndband. 

Stjórnvísifélagar eru hvattir til að hafa í huga að þema stjórnar starfsárið 2025-2026 er "Framsýn forysta".

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2026 verða veitt í sautjánda sinn í febrúar næstkomandi við hátíðlega athöfn á Grand hótel, Háteigi, kl.16:00-17:10. Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Við hvetjum alla landsmenn til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja 1. millistjórnendur 2. yfirstjórnendur 3.frumkvöðla/brautryðjendur í fyrirtækjum innan sem utan raða Stjórnvísi sem þeim þykir hafa skarað framúr á sínu sviði.

Dómnefnd birtir lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga.
Frestur til að tilnefna rennur út 17. desember 2025.
Hver og einn Stjórnvísifélagi getur tilnefnt og rökstutt eins marga og hann vill innan sem utan síns fyrirtækis. Opið er fyrir tilnefningar í öllum faghópum Stjórnvísi sem sjá má á vef félagsins; https://www.stjornvisi.is/is/faghopar
Dómnefnd tekur við öllum tilnefningum, vinnur úr þeim og útnefnir verðlaunahafa.


Viðmið við tilnefningu:
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í starfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.

Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsfólk til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.

Dómnefnd.
Það er Stjórnvísi mikið í mun að verðlaunin séu byggð á faglegu mati og því eru viðmið og ferli verðlaunanna vel skilgreind og dómnefnd er skipuð sérfræðingum og reynslumiklum stjórnendum.
Dómnefnd 2026 skipa eftirtaldir:

Salóme Guðmundsdóttir, formaður dómnefndar, framkvæmdastjóri Ísorku og stjórnarformaður Kadeco.
Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar.
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.,og stjórnarkona.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins: https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun

Þrautreyndir reynsluboltar með framsögn í Húsi máls og menningar

Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um almannatengsl, miðlun og samskipti hélt vel heppnaðan haustfund í Húsi máls og menningar við Laugaveg miðvikudaginn 5. nóvember 2025. Fundurinn var opinn öllu áhugasömu fólki og fjölsóttur. Faghópurinn fékk þrautreynda reynslubolta í faginu til að opna fundinn með stuttri framsögn um sig og sín verkefni, ásamt vangaveltum yfir framþróun fagsins. Þau voru Ásgeir Friðgeirsson ráðgjafi, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ráðgjafi, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, Gísli Freyr Valdórsson blaðamaður og ráðgjafi, Særún Ósk Pálmadóttir ráðgjafi hjá KOM og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir ráðgjafi hjá Aton. Umræðum stýrði Stefán Hrafn Hagalín framkvæmdastjóri Þrettánellefu.

Fullt hús á fyrsta viðburði Faghóps um þjónustu- og markaðsstjórnun

Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um þjónustu- og markaðsstjórnun hélt fyrsta viðburð haustsins í Björtuloftum í Hörpu föstudaginn 7. nóvember síðastliðinn.

Hvert sæti var skipað þegar Ingibjörg Kristinsdóttir þjónustuhönnuður hélt erindi sitt „Frá innsýn til aðgerða“ í Hörpu. Hún leiddi þar gesti í gengum skemmtilega blöndu af fræðum og reynslu.

„Þjónustuhönnun hefur löngum sannað sig sem aðferðafræði sem eykur ánægju viðskiptavina og starfsfólks, eykur tekjur fyrirtækja, minnkar kostnað, eykur skilvirkni, minnkar áhættu, eykur tryggð viðskiptavina og eykur líkurnar á að viðskiptavinurinn velji fyrirtækið aftur og aftur“ segir í kynningu viðburðarins.

Ingibjörg fékk fjölmargar spurningar og í lokin spjölluðu gestir og nutu samverunnar í fallegu útsýni Björtulofta.

Stjórn faghópsins þakkar gestum kærlega fyrir komuna og minnir á næsta viðburð faghópsins sem verður í húsakynnum Icelandair í Hafnarfirði 27. nóvember nk. 

Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina 28. okt.

Enn eru nokkur pláss laus á STAÐFUNDINUM "Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina" sem fram fer 28. okt. kl. 09:00-10:30 í húsnæði Náttúrufræðistofunar Urriðaholtsstræti 6-8, Garðabæ. Sjá nánar í hér að neðan.

Skráning fer fram að venju á vef Stjórnvísi - sjá hér: https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/kaffi-og-kafad-a-dyptina

---

Faghópur um gæðastjórnun býður áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utan um samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.

Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall😊

Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 25 manns. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær.

Vel sóttur fundur í JBT Marel í morgun - Hvernig vinna HSE og LEAN saman.

Stjórnvísifélagar fjölmenntu í JBT Marel í morgun þar sem Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel fræddi  okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.

Boðið var upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30. Eftir kynninguna var öllum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?