Alvogen – menning árangurs. "The sky is not the limit"

Alvogen er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki, stofnað árið 2009 með starfsemi í 35 löndum. Hjá fyrirtækinu starfa um 2.800 starfsmenn sem vinna að því að byggja upp leiðandi og framsækið lyfjafyrirtæki.  Alvogen sérhæfir sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja.   Jensína K. Böðvarsdóttir, VP Global Strategic Planning and HR, varpaði ljósi á alþjóðlega sókn Alvogen til að rækta menningu árangurs með þjálfun leiðtoga.  Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi kynnti síðan til leiks nýjar rannsóknir um virði og áhrif stjórnendaþjálfunar og áhrifaríkar aðferðir við að efla mannauð. 

Glærur af fundinum eru komnar á vefinn - sjá ítarefni.

Alvogen var stofnað 2009.  Stefna Alvogen er einföld og skýr.  Þau hafa vaxið hraðar en flest öll lyfjafyrirtæki í heiminum.  Til að framkvæma stefnuna þurfa allir að hafa ákveðna hæfnisþætti sem starfa hjá Alvogen.   Mikil áhersla er lögð á framleiðni og þjónustulund. Allir starfsmenn setja sér markmið varðandi frammistöðu. Fræðslustefna Alvogen styður að þú náir þínum markmiðum, umbunarkerfi er í formi bónusa og er misjafnt eftir löndum.  Alls staðar í heiminum er hvort tveggja skammtíma og langtíma bónuskerfi.  Bónus er ekki bara tengdur sölutölum heldur líka hegðun.  Á USA eru allir tengdir í bónuskerfi.  Erfiðast er að ræða og finna út frammistöðumatið.  Í Asíu þarf allt að vera skjalfest og skráð.  Starfsmenn og stjórnendur fá leiðbeiningar.  Gríðarlegur árangur hefur náðst á örfáum árum.  Flensulyf hefur hjálpað Alvogen því fleiri fengum flensu í fyrra en nokkru sinni og því seldist lyfið gríðarlega vel.  Alvogen er í 35 löndum í dag og starfar reglulega vel saman.  Vel er gætt að því að hafa sama hlutfall kvenn-og karlstjórnenda.  Menningin er „culture of doers“ -  „The Sky is NOT the limit.  Í Alvogen eru hlutirnir gerðir. 

Mikilvægt er þegar fólk er ráðið að það séu „doerar“ og hafi reynslu. Allir starfsmenn fá tölvupóst frá Róbert þegar þeir byrja.  Þar er allt sem nýr starfsmaður þarf að vita.  Líka er sendur tölvupóstur frá Alvogen á ACADEMY og workshop.  Allir nýir starfsmenn setja sér markmið.  Í byrjun ársins 2017 var byrjað að gera frammistöðumat sem er skoðað á hálfsárs fresti.  Starfsmenn hafa meiri áhuga á hvað aðrir starfsmenn eru að segja heldur en prófessorar  frá MIT.  „My personal favorite“ er gríðarlega vinsælt því fólk vill vita hvað aðrir eru að horfa á.  Síðan eru póstar eingöngu ætlaðir stjórnendum varðandi hvað skiptir máli s.s. stöðug endurgjöf.  Í september sl. var „super september“.  Þá mæltu starfsmenn með heilsuöppum og fólk fór að senda inn alls kyns heilsumyndir, zumba og jógamyndir.   

Starfsmenn bera sjálfir ábyrgð á sinni þjálfun.  Fræðslumálin hafa því tekið mikinn kipp varðandi vinnustaðagreiningu.  Allt sem allir gera tengist stefnunni. 

„Fólk er flókið en fólk skiptir öllu sagði Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Franklin Covey á Íslandi.  Guðrún hvatti ráðstefnugesti til að lesa greinina „Proof That good managers really do make a difference“ sem er birt í Harvard Business Review.  Í greininni kemur fram að stjórnendur skipta öllu í fyrirtækjum, ef við náum að bæta frammistöðu stjórnenda um 1 stig í framleiðslufyrirtæki þá skilar það 23% aukningu í framleiðni og 14% aukningu á virði félagsins

Varðandi að skoða heiminn í heild sinni þá er til frábær síða WMS – World Management Survey http://worldmanagementsurvey.org/policy-business-reports/ þar sést að  bein fylgni er milli vergrar þjóðarframleiðslu og öflugra stjórnenda.  Afríka er frekar neðarlega varðandi GDP pr. person, Norðulönd og Asíulönd.  Það skiptir öllu máli að vera með öfluga stjórnendur.  Háskólarnir eru að gera frammúrskarandi hluti varðandi menntun starfsmanna en hvað er verið að gera til að þjálfa stjórnendur? Guðrún hvatti til lesturs greinarinnar: Markaðsbrestur í menntun: Hvað er til ráða? Höf: Ásta S. Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.  https://medium.com/@vidskiptarad/marka%C3%B0sbrestur-%C3%AD-menntun-hva%C3%B0-er-til-r%C3%A1%C3%B0a-7b9a12af4892  Í grein Ástu segir að færni muni skipta gríðarlegu máli í framtíðinni.  Andrés hjá Góðum samskiptum skrifað frábæra grein um æðstu stjórnendur.  Við erum að horfa á skortstöðu, kynslóð sem hefur ekki fengið þá þjálfun sem til þarf.  En af hverju eru ekki nógu margir leiðtogar „klárir í slaginn“núna?   Ástæðurnar eru lýðfræðilegar. Þúsaldarkynslóðin tók framúr 2012 og er alin upp í tækniumhverfi en hefur ekki fengið þann stuðning sem til þarf til að leiða hóp.  Allt snýst um að leiða fólk, ca 35 ára fær fólk sitt fyrsta stjórnunarstarf, það er vöntun á markaðnum.  Nú er vanfjárfesting í þróun leiðtoga eftir hrun.  „Hvar eru konurnar?“. 

Það sem aðgreinir framúrskarandi leiðtoga frá hinum er árangurinn sem þeir ná.  Það eru aðgerðirnar sem þeir grípa til  og hvernig þeir hugsa.  Stærsti þátturinn er hverjir þeir eru þ.e. karakterinn, það er ekki nóg að vinna með excel því er það er svo mikilmægt að kenna tjáskipti og færni i mannlegum samskiptum.  Árangur snýst um karakter fólks.  Framlínustjórnendur stýra sölunni og helgun starfsfólks .  það sem þarf að breytast í viðhorf þeirra er að vinna verkið með og í gegnum aðra, þá þarf aðra þekkingu.  Næsta stjórnendalag eru millistjórnendur sem þurfa að virkja fjölda teyma og þriðja lagið eru æðstu stjórnendur með heildræna sýn á lang-og skammtíma árangur og koma til móts við þarfir allra hagaðila.  Forysta er val.  „Great leaders are born and so were you“.  Að lokum hvatti Guðrún alla til að fara inn á „jhana“ https://www.jhana.com/   því allir eiga skilið frábæran stjórnanda. 

 

Um viðburðinn

Alvogen – menning árangurs.

Örfá sæti laus

Alvogen er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki með starfsemi í 35 löndum. Hjá fyrirtækinu starfa um 2.800 starfsmenn sem vinna að því að byggja upp leiðandi og framsækið lyfjafyrirtæki.  Alvogen sérhæfir sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja.  Á sérstöku stefnumóti stjórnenda fyrir félagsmenn Stjórnvísi fimmtudaginn 17. maí nk. mun Jensína K. Böðvarsdóttir, VP Global Strategic Planning and HR, varpa ljósi á alþjóðlega sókn Alvogen til að rækta menningu árangurs með þjálfun leiðtoga.  Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi mun síðan kynna til leiks nýjar rannsóknir um virði og áhrif stjórnendaþjálfunar – og kynna áhrifaríkar aðferðir við að efla mannauð.  Þátttakendafjöldi er takmarkaður.

Fleiri fréttir og pistlar

Verðlaunahafar Íslensku ánægjuvogarinnar 2025

Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2025 voru kynntar 22. janúar en þetta er tuttugasta og sjöunda árið sem ánægja viðskiptavina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Íslenska ánægjuvogin verðlaunar þau fyrirtæki sem skara fram úr í ánægju viðskiptavina á sínum markaði.
Nýsköpun og stafræn upplifun einkenna sigurvegarana
Niðurstöður sýna að þau fyrirtæki sem mælast með hæstu ánægju viðskiptavina eiga það sameiginlegt að vera nýskapandi, leggja áherslu á þjónustu og sterka stafræna upplifun, oft á mörkuðum sem hafa tekið miklum breytingum á undanförnum árum.
„Íslenska ánægjuvogin hefur þann tilgang að hvetja íslensk fyrirtæki til að hlúa að ánægju viðskiptavina og veita þeim samræmdan og hlutlausan mælikvarða á frammistöðu sína á milli ára og í samanburði við helstu samkeppnisaðila. Það er mikill heiður fyrir fyrirtæki að vera hæst á sínum markaði í Íslensku ánægjuvoginni og mörg setja sér markmið því tengt“ segir Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Íslensku ánægjuvogarinnar og Stjórnvísi.
Í þetta skiptið var skyndibitamarkaður mældur í fyrsta sinn. Til þess að mælast í Íslensku ánægjuvoginni þurfa fyrirtæki að ná ákveðinni stærð og markaðshlutdeild.
indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar annað árið í röð
indó er sigurvegari Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2025 með 84,7 stig, hæsta allra fyrirtækja. Þetta er í annað skiptið sem niðurstöður hafa verið birtar fyrir indó og í bæði skiptin hefur fyrirtækið sigrað. Í öðru sæti er Dropp með 83,9 stig, aðeins tæpu einu stigi á eftir. Dropp var sigurvegari Ánægjuvogarinnar árið 2023. Costco eldsneyti var 3. hæsta fyrirtækið með 81,3 stig.
Mikill munur á hæstu og lægstu fyrirtækjum
Það mælist töluverð breidd á ánægju þeirra fyrirtækja sem voru mæld og eru einkunnir frá 60,8 til 84,7 af 100 mögulegum.
„Það er ljóst að ánægja viðskiptavina er ekki föst stærð og það er ekkert sem heitir að hafa áskrift að Ánægjuvoginni. Fyrirtækin þurfa stöðugt að vinna að ánægju 1

Stjórn Stjórnvísi heimsótti Nýjan Landspítala NLSH

Stjórn Stjórnvísi heimsótti Nýjan Landspítala NLSH í vikunni. Dagskráin hófst á kynningu Gísla Georgssonar, verkefnastjóra ,sem fór yfir helstu þætti í starfsemi NLSH í sinni kynningu. Síðan var rölt um framkvæmdasvæðið og meðal annars gengið um ganga meðferðarkjarnans undir fylgd Jóhanns G. Gunnarssonar staðarverkfræðings. Það er einstaklega fræðandi og áhugavert að fá tækifæri til að fylgjast með stórum framkvæmdum og ekki síst þessari stóru framkvæmd sem bygging nýs spítala er. Heimsóknin var sérlega vel heppnuð og kom hópnum á óvart hversu stór og umfangsmikil byggingin er.  

Hvað er það sem koma skal? Sviðsmyndir til ársins 2030 Þétt og vel skipuð nýársmálstofa faghópa framtíðarfræða og gervigreindar, næstkomandi föstudag kl 09:00 – Sjá viðburðinn.

Málshafandi er David Wood frá London Futurist

Panelinn skipa þau:

  • Sylvía Kristín forstjóri Nova
  • Róbert Bjarnason forstjóri Citizens
  • Páll Rafnar Þorsteinsson frá atvinnuráðuneytinu
  • Helga Ingimundardóttir frá Háskóla Íslands

Sjá frekari upplýsingar um málstofuna hér að neðan og um einstaka þátttakendur

Málstofan „The New Year and Scenarios to the Year 2030“ skoðar hvernig ört vaxandi útbreiðsla gervigreindar og umbreytt geopólitísk staða kunna að marka næsta áratug. Verður árið 2030 mótað af róttækum tæknibyltingum, nýju valdajafnvægi og breyttum efnahagskerfum—eða mun þróunin reynast hæg eða stigvaxandi. Við rýnum í líklegar og ólíklegar sviðsmyndir: frá alþjóðlegri samkeppni um AI, til nýrrar samvinnu, klofnings milli ríkja og samfélagslegra áskorana sem geta annaðhvort hraðað framfarahvörfum eða dregið úr þeim. Málstofan boðar skapandi samtal um framtíð manns og tækni.

Fyrirlesarinn David Wood er þekktur framtíðar- og tæknifræðingur og rithöfundur búsettur í Bretlandi. Hann er formaður London Futurists, hóps sem hann hefur haldið utan um síðan 2008. Þar hefur hann leitt umræður um umbreytandi tækni eins og gervigreind, langlífi og transhúmanisma. Hann er brautryðjandi í farsímaiðnaðinum (meðstofnandi Symbian) og berst nú fyrir greina framtíðaráskoranir og tækninýjungum til að leysa hnattræn vandamál. Hann hefur skrifað nokkrar bækur um þessi framtíðartengdu efni.

Upplýsingar um þátttakendur í panel:

Sylvía Kristín er forstjóri fjarskipta fyrirtækisins Nova. Hún starfað áður hjá Icelandair þar sem hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri rekstrar. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo. Sylvía starfaði einnig um árabil hjá Amazon, fyrst við rekstur og áætlanagerð og síðan við Kindle deild fyrirtækisins þar sem hún sá um viðskiptagreind og vöruþróun.

Dr. Helga Ingimundardóttir er lektor í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og meðlimur Kennsluakademíu opinberra háskóla. Rannsóknir og kennsla hennar snúa að bestun, stærðfræðilegri líkangerð, gagnavísindum og gervigreind, með áherslu á tengsl fræða og atvinnulífs. Hún hefur víðtæka reynslu úr rannsóknum og hagnýtri gervigreind í iðnaði.

Róbert Bjarnason er reyndur frumkvöðull og leiðtogi í umræðunni um gervigreind á Íslandi. Hann stofnaði meðal annars fyrstu veffyrirtækin á Íslandi og í Danmörku á sínum tíma. Hann er stofnendi að Citizens Foundation árið 2008, sjálfseignarstofnunar sem vinnur að því að bæta opinbera ákvarðanatöku með nýstárlegum stafrænum lausnum fyrir borgara. Stofnunin er almennt talin vera í fararbroddi á sviði stafræns lýðræðis.

Páll Rafnar Þorsteinsson starfar hjá atvinnuráðuneytinu meðal annars á sviði AI. Hann hefur verið aðstoðarmaður ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðar. Páll Rafnar er með doktorspróf í heimspeki frá Cambridge háskóla og fjallaði lokaritgerð hans um lagahugtakið (nomos) í stjórnspeki Aristótelesar. Páll Rafnar er auk þess með meistaragráðu í stjórnmálaheimspeki frá London School of Economics og BA gráðu í heimspeki og grísku frá Háskóla Íslands. Páll Rafnar hefur starfað við Háskólann á Bifröst, sem almennatengsla ráðgjafi hjá KOM, og stundað rannsóknir og ritstjörf.

Enghlish

Páll Rafnar Þorsteinsson works at the Ministry of Industry, including on matters related to artificial intelligence. He has previously served as an assistant to the Minister of Fisheries and Agriculture. Páll Rafnar holds a PhD in Philosophy from University of Cambridge, where his doctoral thesis examined the concept of law (nomos) in Aristotle’s political philosophy. He also holds a Master’s degree in Political Philosophy from the London School of Economics, as well as a BA in Philosophy and Greek from the University of Iceland. In addition, he has worked at Bifröst University, served as a public relations consultant at KOM, and engaged in research and editorial work.

Sylvía Kristín is the CEO of the telecommunications company Nova. She previously worked at Icelandair, where she served as Chief Operating Officer. Before that, she was Executive Director of Business Development and Marketing at Origo. Sylvía also spent several years at Amazon, initially working in operations and planning, and later in the company’s Kindle division, where she focused on business intelligence and product development.

Dr. Helga Ingimundardóttir is an Assistant Professor of Industrial Engineering at the University of Iceland and a member of the Teaching Academy of Iceland’s public universities. Her work focuses on optimization, mathematical modeling, data science, and artificial intelligence, with a strong emphasis on connecting academic research to real-world applications. She brings extensive experience from applied AI and industry-driven research.

Róbert Bjarnason is an experienced entrepreneur and a leading voice in the discussion on artificial intelligence in Iceland. He was among the founders of the first web-based companies in Iceland and Denmark at the time. In 2008, he co-founded the Citizens Foundation, a nonprofit organization dedicated to improving public decision-making through innovative digital solutions for citizens. The foundation is widely regarded as being at the forefront of digital democracy.

Saga Garðars sló í gegn á Nýársfagnaði Stjórnvísi

Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi  var í dag haldinn í Marel sem tók á móti félögum með glæsilegum veitingum, þar sem Stjórnvísifélagar skáluðu fyrir nýju ári og gæddu sín á smáréttum.

Anna Kristín Kristinsdóttir formaður stjórnar Stjórnvísi og Engineering Manager Lead, JBT Marel opnaði viðburðinn, kynnti Marel og fór örstutt yfir þema starfsársins "Framsýn forysta" og hvernig það er útfært.

Katrín Rós Baldursdóttir, VP Software Engineering & Helgi Eide Guðjónsson, Director Supply Chain Operations sögðu okkur á áhugaverðan hátt frá hvernig "Framsýn forysta" tengist allri starfsemi JBT Marel. 

Í lokin steig  þjóðargersemin Saga Garðarsdóttir á svið með vandað uppistand og sló alveg í gegn enda hefur Saga fest sig í sessi sem ein af ástsælustu leikkonum og skemmtikröftum þjóðarinnar.  

Gleðilegt nýtt ár 2026

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni farsældar á nýju ári og þakkar fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða.
Megi nýja árið reynast ykkur gæfuríkt.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Héðinn Jónsson, Ingibjörg Loftsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson, Tinna Jóhannsdóttir og Viktor Freyr Hjörleifsson.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?