Ánægðari viðskiptavinir - Vegferð Sjóvá

Árið 2015 var Sjóvá neðst tryggingafélaga í Íslensku Ánægjuvoginni. Það ár tók starfsfólk félagsins ákvörðun um að breyta þessu og setti sér skýr og metnaðarfull markmið. Nú er svo komið að Sjóvá er efst tryggingafélaga í Ánægjuvoginni, annað árið í röð. Sigurjón Andrésson forstöðumaður markaðsmála og forvarna fjallaði um þetta ferðalag og lýsti því hvernig Sjóvá tókst að auka ánægju viðskiptavina og fara frá því að vera neðst í að vera efst í Ánægjuvoginni. Sigurjón byrjaði á að segja sögu félagsins sem fagnaði 100 ára afmæli félagsins árið 2018.  Í stefnumótunarvinnu 2015 var sett markmið „Sjóvá efst í Íslensku ánægjuvoginni 2018“.  Settir voru vegvísar og markmiðið að gera tryggingar betri.  Vegvísarnir voru breytingarverkefni.  Þarna tók við mjög stórt verkefni og breyta þurfti kúltúrnum innan fyrirtækisins.  Mikilvægt var að allir starfsmenn gætu sett sig í spor viðskiptavinarins og mætast á jafningjagrundvelli.  Hjá Sjóvá er mjög flatur strúktúr og eru allir í opnu rými. Það sem markaðsdeildin gerði frá 2015 var að færa fókusinn af stórum herferðum og unnu markaðsefni sitt þannig að tryggingar og forvarnir á mannamáli kæmust til skila á öllum snerti flötum.  Þessu fylgdi gagnger endur hugsun á því hvernig talað er um tryggingar.  Mikilvægt er að hafa skilaboð stutt og skýr og að of hugsa ekki hlutina.  Sjóvá er með háa starfsánægju og var meðal framúrskarandi fyrirtækja í flokki stærri fyrirtækja og er komið með jafnlaunavottun. Sigurjón sýndi tengslin á milli starfsánægju og ánægju viðskiptavina sem eru mikil.  Í dag er Sjóvá nýbúið að vinna í stefnumótun með öllum starfsmönnum og voru þá sett ný markmið.   

Um viðburðinn

Ánægðari viðskiptavinir - Vegferð Sjóvá

Árið 2015 var Sjóvá neðst tryggingafélaga í Íslensku Ánægjuvoginni. Það ár tók starfsfólk félagsins ákvörðun um að breyta þessu og setti sér skýr og metnaðarfull markmið. Nú er svo komið að Sjóvá er efst tryggingafélaga í Ánægjuvoginni, annað árið í röð.

 Sjóvá býður þér á kynningu þar sem Sigurjón Andrésson forstöðumaður markaðsmála og forvarna fjallar um þetta ferðalag og lýsir því hvernig Sjóvá tókst að auka ánægju viðskiptavina og fara frá því að vera neðst í að vera efst í Ánægjuvoginni.

 

Sigurjón fer yfir framkvæmd markaðsstefnunnar, skipulag markaðsmála og nána tengingu markaðsmála við sölu- og þjónustustarf félagsins. Þá verður einnig farið lauslega yfir nýlega stefnumótun og nána tengingu á milli starfsánægju og ánægju viðskiptavina.

 

Boðið er upp á morgunmat frá klukkan 08:30.

Fleiri fréttir og pistlar

Intercultural Conference of Reykjavík City

The Intercultural Conference offers a unique platform for people of diverse backgrounds to come together and share their knowledge, have lively discussions, and enjoy the day together. The Conferences’ objectives are communication, democracy, and attitudes.

Reykjavík City ‘s Intercultural Conference will take place at Hitt Húsið on the 4th of May 2024. 

The Conference is an essential forum for active discussion regarding people of foreign origin and immigrants in Reykjavík. Reykjavik City is an intercultural city, and 25% of its residents are of foreign origin.

Language, literature, and inclusion will be a focal point at the Intercultural Conference. For the first time at the Conference, a seminar for youth to discuss the experiences of youth and ethnic minority backgrounds takes place.

 

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?