Árið sem er að líða og nýjar áskoranir

Til fróðleiks stóð faghópur framtíðarfræða fyrir um 20 viðburði á árinu sem er að líða. Um leið og ég þakka hópnum fyrir skemmtileg samskipti á árinu, þá sendi ég öllum ósk um velfarnaðar á nýju ári og hlakka til nýrra áskorana. Stjórn hópsins mun hittast snemma á nýju ári til að móta dagskrá um starfsemi hópsins. Endilega sendið okkur ábendingar um fróðleg og áhugaverð framtíðarmálefni sem hægt væri að fjalla um.

Fyrirliggur að í febrúar næstkomandi mun Framtíðarsetur Íslands og Fast Future í Bretlandi bjóða þátttakendum í faghópi framtíðarfræða og öðrum félögum í Stjórnvísi upp á fjögur áhugaverð erindi. Regnhlífaheiti erindanna er „Að huga að framtíðinni, leiðtoginn og mikilvægi innsýni hans.“

Frekari upplýsingar verða gefnar þegar nær dregur, en endilega skráið ykkur sem fyrst til þátttöku. Öll erindin byrjar kl 9:00 og gert er ráð fyrir að fyrirlestur og spjall á eftir taki um 45 mínútur. Um er að ræða eftirfarandi erindi og dagsetningar:

3. febrúar - „Mikilvægar umbreytingar og sviðsmyndir.“

Horizon 2025 - Critical Shifts and Scenarios.

Hverjir eru mikilvægustu drifkraftarnir sem móta næstu árin og hvaða sviðsmyndir gætu komið upp þegar þessir kraftar samþættast eða rekast á?

10. febrúar - „Rafmyntir – Skammvin bóla eða undirstaða efnahagsbyltingar?“

Crypto and Blockchain - Hype or Foundations for an Economic Revolution?

Kynning á kjarnaþáttum dulritunarhagkerfisins, rafeyri, bálkakeðjutækni og tækifærum og möguleikum þess til að umbreyta einstaklingslífi, viðskiptum, stjórnvöldum og samfélagi.

17. febrúar - „Veldisaukning í tækni - Tíu ára sjónarhorn.“

Exponential Technologies - a Ten Year Perspective.

Vaktaðar eru um 400 tækninýjungar. Farið verður yfir tækni sem gætu haft afgerandi áhrif næstu árin eins og gervigreind, stafrænar umbreytinga og bálkakeðjutækni.

24. febrúar - „Borgir framtíðarinnar - Leiðir til 360 gráðu sjálfbærni.“

Cities of the Future - Pathways to 360 Degree Sustainability.

Yfirlit yfir hagnýtum þáttum og nýjum hugmyndum um hvernig tryggja megi sjálfbæra framtíð fyrir borgir og samfélags, heilsu, menntun og umhverfi, innviða samfélaga, fyrirtækja og atvinnulífs.

Framtíðarfræðingurinn Rohit Talwar frá Fast Future mun leiða erindin. Ásamt honum verða gestafyrirlesarar sem deila sjónarmiðum sínum um einstök efni. Rohit Talwar einbeitir sér að rýna í samfélagsþróun, viðskipti og þróun nýrrar tækni og skoðað hvernig þessi atriði hafi áhrif á líf okkar, umhverfið, atvinnu- og menningarlíf og stjórnvöld. Nýjasta bók hans Aftershocks and Opportunities 2 veitir djúpt innsæi í yfir 400 tækninýjungar sem gæti komið á markað á næsta áratug. Skýrsla hans um framtíð dulritunarhagkerfisins fyrir fyrirtæki og einstaklinga verður birt í janúar 2022.

Erindin verða flutt á netinu í gegnum Zoom, en vefslóð verða send á þá sem skrá sig þegar nær dregur.

Fleiri fréttir og pistlar

Fróðleg síða áhugamanna um Excel á Íslandi - excel.is

Þessi áhugaverða ábending barst til Stjórnvísi: Vegna excel áhugahópsins ykkar bendi ég á fróðlega síðu áhugamanna um Excel á Íslandi. Þeir bjóða vöfrurum upp á ótal ókeypis Excel skjöl. Dæmi þar um er t.d. boltakeppnisspálíkan 2023, bókhald einyrkja með uppstillingu ársreiknings, heimilisbókhald og annað fyrir ræktina, kaloríubókhald fyrir þá sem vilja grennast, sömuleiðis eru margir að spyrja þá um hvernig á að gera eitt og annað í excel og þeir svar jafnharðan o.fl. o.fl.. Þá er hægt að kaupa af þeim vinnutíma til að bæta við síðurnar eftir þörfum hvers og eins, eða panta algerlega nýtt skjal. Síðan er einfaldlega excel.is.

Hvaða tungumál er hlutlaust í fjölbreyttu starfsumhverfi? / What counts as a neutral language?

* In English below

UN Global Compact í Hörpu í næstu viku og þér er boðið.

Faghópur um loftslagsmál vekur athygli á þessari áhugaverðu ráðstefnu í Hörpu í næstu viku.
SKRÁNING Á VIÐBURÐ
Þér er boðið á kynningarviðburð UN Global Compact á Íslandi sem fer fram í Hörpu þann 31. maí næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 10:00 og boðið verður upp á léttar veitingar frá kl. 9:30. 
Með þátttöku í UN Global Compact gefst einstakt tækifæri til að hraða árangri á sviði sjálfbærni. Fyrirtæki í öllum atvinnugreinum og stofnanir geta gerst aðilar að Global Compact og þannig tekið virkan þátt í starfi samtakanna á Íslandi og um allan heim. 
Til að tryggja sæti er mikilvægt að skrá sig á viðburðinn. SKRÁNING Á VIÐBURÐ

 

Ný stjórn faghóps um loftslagsmál

Aðalfundur faghóps um loftlagsmál var haldinn 5. maí sl. Á fundinum fór fram stjórnarkjör. Úr stjórn gengu þær Berglind Ósk Ólafsdóttir, BYKO, Birta Kristín Helgadóttir, Eflu, Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, Íslandsbanka og Sigríður Ósk Bjarnadóttir, Hornsteini. Þökkum við þeim kærlega fyrir þeirra góða framlag og samstarfið í stjórn faghópsins.

Fimm voru kosin í stjórn og er hún nú skipuð tíu manns: 

  • Guðný Káradóttir, VSÓ Ráðgjöf, formaður
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðslusetur
  • Gná Guðjónsdóttir, Versa Vottun
  • Íris Þórarinsdóttir, Reitir fasteignafélag 
  • Katrín Georgsdóttir, Elding hvalaskoðun
  • Leó Sigurðsson, Örugg verkfræðistofa
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte
  • Ingibjörg Karlsdóttir, Play Air
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, sjálfstætt starfandi lögfræðingur

Aðalfundur faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun var haldinn 19. maí 2023

Aðalfundur faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun var haldinn 19. maí 2023 í gegnum Teams.

Starfsárið 2022-2023 var gert upp og var kosið í nýja stjórn fyrir starfsárið 2023-2024 sem er eftirfarandi:

Formaður:

Erla Björg Eyjólfsdóttir - Cohn & Wolfe á Íslandi

Meðstjórnendur:

Andrea Guðmundsdóttir – Háskólinn á Bifröst

Ásta Sigrún Magnúsdóttir – Garðabær

Eva Bergþóra Guðbergsdóttir – Reykjavíkurborg

Gunnar Hörður Garðarsson – Ríkislögreglustjóri

Gunnar Sigurðsson – KPMG

Gunnlaugur Bragi Björnsson – Viðskiptaráð

Heiða Ingimarsdóttir – Múlaþing

Ingvar Örn Ingvarsson – Cohn & Wolfe á Íslandi

Júlíus Andri Þórðarson – Háskólinn á Bifröst

Karen Kjartansdóttir – Langbrók

 

Faghópurinn þakkar öllum meðlimum fyrir þátttökuna á sínu fyrsta starfsári og hlökkum til þess næsta!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?