Átján fyrirmyndarfyrirtækjum í stjórnarháttum veitt viðurkenning

Samkvæmt hlutafélagalögum skulu vald og ábyrgð innan fyrirtækja skiptast í þrjá meginþætti, hluthafafund, stjórn og framkvæmdastjóra. Vald og áhrif hluthafa takmarkast við hluthafa­fundi en stjórnir félaga sækja umboð sitt til fundanna og fara með stjórn félaganna á milli fundanna. Það er síðan á ábyrgð stjórna félaganna að ráða framkvæmdastjóra (einn eða fleiri) og kalla til ábyrgðar varðandi rekstur þeirra. Framkvæmdastjórar bera síðan ábyrgð á daglegum rekstri félaganna í samræmi við stefnur og fyrirmæli stjórna þeirra.

Góðir stjórnarhættir snúast öðru fremur um að skipting valds og ábyrgðar sé með þeim hætti sem þrískipting hlutafélagaformsins gerir ráð fyrir, skýr mörk séu á milli vald- og ábyrgðarsviðs hvers þáttar og að aðilar hlutist ekki til um málefni sem eru á forræði annars aðila.

Fylgni við góða og ábyrga stjórnarhætti er talin styrkja innviði félaga og efla almennt traust gagnvart viðskiptalífinu. 

 „Mikilvægt er að hvetja til góðra stjórnarhátta á Íslandi. Verkefnið Fyrir­myndar­fyrirtæki í góðum stjórnarháttum hefur sannað sig sem áhrifaríkt tæki í þeirri vegferð.“

Í dag hlutu 18 fyrirtæki viðurkenningu Stjórnvísi fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina Fyrirmyndar­fyrir­tæki í góðum stjórnarháttum. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli, að viðstöddum fulltrúum fyrirmyndarfyrirtækjanna en það eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnu­lífsins og Nasdaq Iceland sem veita viðurkenningarnar.

Fyrirmyndarfyrirtæki í fjölbreyttri starfsemi

Fyrirmyndarfyrirtækin 18 eru í afar fjölbreyttri starfsemi en þar má nefna fjármála- og trygginga­starfsemi, fjarskipti, leigustarfsemi, eignaumsýslu og ferðaþjónustu. Fyrirtækin þykja öll vel að nafnbótinni komin enda eru starfshættir stjórna þeirra vel skipulagðir og framkvæmd stjórnarstarfa til fyrirmyndar. Hér má sjá myndir frá hátíðinni. 

Eftirtalin fyrirtæki voru að þessu sinni metin sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum:

 

  • Arion banki hf.
  • Eik fasteignafélag hf.
  • Fossar fjárfestingarbanki hf.
  • Heimar hf.
  • Icelandair Group hf.
  • Íslandssjóðir hf.
  • Kvika banki hf.
  • Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
  • Orkan IS ehf.
  • Reiknistofa bankanna hf.
  • Reitir hf.
  • Sjóvá hf.
  • Stefnir hf.
  • Sýn hf.
  • TM tryggingar hf.
  • Vátryggingafélag Íslands hf.
  • Vörður hf.
  • Ölgerðin Egill Skallagríms hf.

 

 

Á viðurkenningarathöfninni hélt Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademías, varaforseti European Academy of Management og upphafsmaður verkefnisins, stutt erindi þar sem hann fjallaði um áskoranir í stjórnarháttum og hvernig stjórnir verða markvirkar.

Eyþór benti á að ein af lykilforsendum fyrirmyndarfyrirtækja í stjórnarháttum er að skilja hvernig stjórnir geta kennt og lært. Hann fór í gegnum nýtt módel, stjórnarkanvas, sem hann hefur þróað sem verkfæri fyrir viðurkennda stjórnarmenn sem eru þjálfaðir hjá Akademias. Stjórnarkanvasinn er verkfæri fyrir stjórnir til þess að samræma skilning stjórnarmanna á hlutverki stjórnar og skipuleggja stjórnarstarfið með markvirkni að leiðarljósi.

Jón Gunnar Borgþórsson frá JGB ráðgjöf fór því næst stuttlega yfir verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum sem sett var á laggirnar fyrir rúmum áratug. Markmið verkefnisins er að stuðla að góðum stjórnarháttum með því að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda fyrirtækja og auðvelda þeim þannig að rækja störf sín. Viðurkenningin tekur mið af leiðbeiningum um stjórnarhætti útgefnum af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem sjá má á www.leidbeiningar.is.

Það voru svo Anna Hrefna Ingimundardóttir hjá Samtökum atvinnulífsins og Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi, sem afhentu viðurkenningarnar en fundarstjóri var Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.

Fleiri fréttir og pistlar

Stjórn endurkjörin á aðalfundi

Aðalfundur var haldinn í maí. Á fundinum var samþykkt að halda sömu stjórn og síðasta ár.

Stjórn félagsins var því endurkjörin og skipa hana eftirtalin:

  • Formaður: Hrafnhildur Birgisdóttir

  • Meðstjórnendur:

    • Erla Jóna Einarsdóttir

    • Jónína Guðný Magnúsdóttir

    • Magnús Bergur Magnússon

    • Magnús Ívar Guðfinnsson

    • Súsanna Magnúsdóttir

    • Þóra Kristín Sigurðardóttir

Endurhugsun viðskiptalífsins með gervigreind

Nýlega kom út áhugaverð skýrsla frá Dubai Future Fountation. Hér eru tvær tilvitnanir er tengjast efni skýrslunnar:

Gervigreindarfulltrúar hafa möguleika á að verða öflugir bandamenn bæði leiðtoga og starfsmanna. Þeir geta aukið mannlega getu, umbreytt fyrirtækjum innan frá og tryggt að nýsköpun skapi varanlegt virði fyrir skipulagið.
Lidia Kamleh, aðallögfræðingur, Dubai Future Foundation

„Gervigreind er ekki bara tæki, heldur umbreytandi afl sem getur gjörbreytt uppbyggingu, tilgangi og umfangi fyrirtækjadeilda.“
John Jeffcock, forstjóri Winmark

Skýrslan dregur saman umræður, athuganir og framtíðarsýn sem komu fram á lokuðum fundi sem Winmark hélt í samstarfi við Dubai Future Foundation.

Skýrsluna má nálgast á eftirfarandi vefslóð:

https://www.dubaifuture.ae/insights/re-imagining-business-with-ai/

Áhugavert viðtal um þróun gervigreindar

Hér er viðtal við Eric Schmidt, fyrir framkvæmdastjóra Google, fjárfestir og hugsuður um þróun gervigreindar. Viðtalið er nokkuð langt, en áhugavert. Tækifæri til að drepa tíman og hugleiða framtíðina, í hvíld sumarsins :)

https://www.youtube.com/watch?v=qaPHK1fJL5s 

Nýkjörin stjórn faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun

Nýlega barst fyrirspurn til Stjórnvísi frá áhugasömum félaga um að endurvekja stjórn faghóps um þjónutu-og markaðsstjórnun.  Í framhaldi var sendur út póstur til félaga þar sem óskað var eftir áhugasömum í stjórn faghópsins. Viðbrögðin létu ekki á sér standa þar sem búið er að mynda 10 manna stjórn sem fundaði á VOX.  Þar kynntu félagara sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Stjórnin kaus Maríu Ágústsdóttur ON sem formann og  Hildi Ottesen sem varaformann.  Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér. 

Stjórn faghópsins skipa:   Ásdís Gíslason Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Brynja Ragnarsdóttir Veitur, Heiðrún Grétarsdóttir Bananar, Hildur Ottesen Harpa, Hjördís María Ólafsdóttir Happdrætti Háskóla Íslands, Ingibjörg Magnúsdóttir Pílukast ehf, María Ágústsdóttir ON, Sædís Jónasdóttir Samgöngustofa, Unnur Líndal ON og Þórhallur Örn Guðlaugsson Háskóli Íslands.

Nýkjörin stjórn faghóps um verkefnastjórnun

Yfir þrjátíu áhugaverðir aðilar sýndu áhuga á að setjast í stjórn faghóps um verkefnastjórnun, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins. Úr varð fjórtán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var á Kringlukránni í dag þar sem félagar kynntu sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Þar sem helmingur stjórnar var staddur erlendis stefnir stjórnin á að hittast aftur í júní til að móta hugsanlegar áherslur hópsins. Stjórnin kaus Gísla Rafn Guðmundsson sem formann og Aðalstein Ingólfsson sem varaformann.   Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.  

Stjórn faghópsins skipa:  Aðalsteinn Ingólfsson MT Sport, Auður Íris Ólafsdóttir Hagar, Daníel Sigurbjörnsson Efla, Eygerður Margrétardóttir Ríkislögreglustjóri, Gísli Rafn Guðmundsson Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, Halldóra Traustadóttir Reykjavíkurborg, Hannes Bjarnason Sjúkrahúsið á Akureyri, Íris Elma Guðmann Dómstólasýslan, Lísbet Hannesdóttir Háskólinn á Akureyri, Signý Jóna Hreinsdóttir Landspítali, Sigurður Blöndal Háskólinn á Bifröst, Steinunn Anna Eiríksdóttir Háskóli Íslands, Þóra Kristín Sigurðardóttir Eimskip og Unnur Helga Kristjánsdóttir Strategia. 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?