CAF greining hjá opinberum stofnunum

Anna Guðrún Albright sem situr í stjórn faghóps um gæðastjórnun setti fundinn og byrjaði á að þakka Veðurstofunni fyrir að bjóða okkur til sín. Fundurinn var samstarf þriggja faghópa, CAF, faghóps um gæðastjórnun og faghóps um samfélagsábyrgð. Anna fór jákvæðum orðum um Stjórnvísi og hversu fundirnir nýtast henni vel persónulega í sínum störfum. Tveir fyrirlesarar voru á fundinum þau Sigurjón Þór Árnason gæða-og upplýsingastjóri Veðurstofu Íslands og Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.
"Common Assessment Framework" (CAF) er fyrsta evrópska gæðastjórnunartækið sem var sérstaklega hannað fyrir og þróað af opinbera geiranum. Sífellt meiri kröfur eru gerðar til opinberra stofnana um að sýna fram á mikilvægi sitt og að bregðast við auknum kröfum og væntingum samfélagsins. Nokkrar stofnanir hafa nýtt sér CAF sjálfsmatslíkanið til að meta mismunandi þætti í starfsemi stofnunarinnar, í þeim tilgangi að finna út styrkleika og þau atriði sem betur mega fara.
Sigurjón fjallaði almennt um hvaðan CAF kemur og hvernig líkanið tengist gæðastarfinu. Upp úr 1980 leit CAF dagsins ljós og var upphafið að meta stofnanir og fyrirtæki til að veita gæðaverðlaun, seinna kom EFQM. EFQM kom til að meta fyrirtæki þannig að það væri raunhæft mat og hægt að meta til verðlauna. EFQM var þýtt af Stjórnvísi áður Gæðastjórnunarfélagi Íslands og fyrirtæki á Íslandi verðlaunuð samkvæmt því.
CAF/EFQM er mælitæki til að mæla starfsemi stofnana frá leiðtoga til lykilárangurs og fá nokkuð hlutlaust mat á starfseminni hvar verið er að gera góða hluti og hvar mætti gera betur (mæling á gæðum). Líkanið er árangursmiðað, áherslur á borgara og viðskiptavini, forystu og stefnu, stjórnun með ferlum, umbætur, þróun samstarfs, samfélagslega ábyrgð og starfsmenn.
Heildræn gæði: stöðugar flóknar endurbætur þar sem miðað er við viðskiptavini, þ.e. allir eru virkjaðir til þess að veita eins góða þjónustu og hægt er. Líkanið sjálft skiptist upp í 9 þætti, allt frá því hvernig leiðtoginn hagar sér, hvað er verið að gera fyrir starfsfólkið og úr því verður einhver árangur. Ef gæðakerfið er ekki nógu gott ferðu í nýsköpun og úrbótaverkefni. Bak við líkanið eru bestu starfsvenjur, þ.e. búið er að þróa ferla til að sjá bestu venjur þ.e. hvernig fyrirtæki eiga að haga sér. Til þess að framkvæma það sem líkanið er að gera er bent á gæðamál eins og ISO 9001 og 26000. Í kröfum 9001 er m.a. getið um samskipti, rýni og mat, rýni stjórnenda, innra og ytra umhverfi, viðhorf starfsmanna. Ákvarðanir þarf að byggja á áhættumati, koma þarf á áhættustjórnun (9001), meta eigin styrkleika út frá áhættumati. Verið er að uppfylla staðalinn með því að nýta CAF.
Sigrún sagði frá því að hjá ÁTVR er stefnumiðuð stjórnun og árlegt endurmat. Fyrsta EFQM mat ÁTVR var framkvæmt 2002. Á þeim tíma voru ekki til mælingar til að sannreyna það sem fólk hélt fram. Rekstrarlegir mælikvarðar voru sterkir. Sjálfsmat var gert 2002, 2003 og 2004. Árið 2004 fékk ÁTVR gæðaverðlaunin. Eftir 2004 gerði ÁTVR mat á 2ja ára fresti og nú á 3ja ára fresti. ÁTVR hefur náð miklum framförum í CSR frá 2010-2013. Í kjölfar sjálfsmats rýnir framkvæmdastjórn tillögur og tekur afstöðu til aðgerða. Aðgerðum er komið í framkvæmd í umbóta- og verkefnahópum, framkvæmdir strax eða settar í aðgerðaplan til þriggja ára í senn. Sigrún sagði að sjálfsmatið væri sannarlega átaksverkefni sem þarf að gefa sér tíma í. Með líkaninu er horft markvisst á þróun starfseminnar út frá markaðri stefnu og skýrum markmiðum. Allar aðgerðir eru skoðaðar í samhengi og metið hvort breyttar áherslur hafi skilað sér í bættum árangri.

Fleiri fréttir og pistlar

The Power of Inclusion - Fjölbreytnimenning innan fyrirtækja

Í tilefni af samstarfi Nasdaq við Hinsegin daga heldur Richard Taylor, VP of Employee Experience hjá Nasdaq opið klukkustundarlangt vefnámskeið þar sem hann veitir hagnýt ráð um hvernig koma megi á og hlúa að fjölbreytnimenningu innan fyrirtækja sem verndar og styður allt starfsfólk óháð kyni, kynvitund, kynhneigð, kynþætti, þjóðerni eða aðstöðumun af einhverjum toga. Námskeiðið hentar stjórnendum fyrirtækja en einnig öllum öðrum áhugasömum um málefnið.
 
English: This short workshop will help organizations with the business case for diversity and inclusion, the challenges that must be faced, and very practical tips on how to re-imagine your hiring, talent development, and retention practices for maximum effectiveness.
 
Speaker: Richard Taylor is the VP of Employee Experience at Nasdaq, where he’s intent on transforming people’s relationship with work. This is through re-imagining everything from company values & culture, leadership, recognition, diversity and careers, to the day-to-day work environment like work environment, processes, and tools. Prior to Nasdaq, Rich has held HR leadership roles at Palo Alto Networks, LinkedIn, Applied Materials, Reuters, and several startups.
 
Event is online and can be accessed via Facebook page of Stjórnvísi. 
 

Hlaðvarp - Framtíðir

Hægt er að nálgast þrjá hlaðvarpsþættir á Spotify:

  • Framtíðir#1: Sviðsmyndir og framtíðarfræði.
  • Framtíðir#2: Framtíðir í menntamálum.
  • Framtíðir#3: Vinnustaðir og venjur.

Leitið undir Framtíðir

 

 

 

Fyrsta stjórn nýstofnaðs faghóps um leiðtogafærni.

Nýr faghópur hefur verið stofnaður um leiðtogafærni og kom ný stjórn saman í hádeginu í dag. Stjórn faghópsins hvetur alla áhugasama til að skrá sig í faghópinn en það er gert með því að smella hér
Þar er jafnframt að finna allar upplýsingar um markmið og tilgang þessa nýja faghóps. 
Stjórn þessa nýja öfluga faghóps skipa:  Áslaug Ármannsdóttir formaður, Berglind Björk Hreinsdóttir Hafrannsóknarstofnun, Berglind Fanndal Káradóttir Rannís, Bragi Jónsson BYKO, Elín Ólafsdóttir Flugger, Elísabet Jónsdóttir Löður, Gestur K Pálmarson sérfræðingur, Hafdís Huld hjá Rata, Helga Elísa Þorkelsdóttir Medís, Hildur Jóna Bergþórsdóttir Landsvirkjun, Ída Jensdóttir Hafnarfjarðarbær, Lilja Gísladóttir Íslandspóstur, Linda Rós Reynisdóttir Þjóðskrá, Laufey Guðmundsdóttir Markaðsstofa Suðurlands, Sara Valný Sigurjónsdóttir Marel, Sigríður Þóra Valsdóttir Háskólinn á Bifröst, Unnur Magnúsdóttir Dalecarnegie og Þórhildur Þorkelsdóttir Veitur.

Samfélagsskýrsla Krónunnar útnefnd besta skýrsla ársins 2020

Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands veittu fyrr í dag viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins. Þetta er í þriðja sinn sem viðurkenningin eru veitt. Myndir af hátíðinni má nálgast hér og hér er nánari frétt af viðburðinum ásamt frétt í Viðskiptablaðinu.

Í ár var það Krónan sem dómnefnd taldi eiga eftirtektarverðustu skýrsluna og hlaut viðurkenninguna 

Að þessu tilefni hélt Magnús Harðarson forstjóri Nasdaq Iceland erindi þar sem meðal annars kom fram að aukin áhersla á útgáfu samfélagsskýrslna eru svar við auknum kröfum fjárfesta og stjórnvalda.

Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að Krónan lítur á sig sem mikilvægan þátttakanda í samfélaginu og gerir sér grein fyrir því að í krafti stærðar sinnar geti fyrirtækið haft áhrif til góðs. Í því samhengi hefur umhverfisvernd, lýðheilsa og upplýst val verið skilgreind sem mikilvægustu málefnin.

„Við erum gríðarlega þakklát fyrir að hljóta viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu Krónunnar því við leggjum áherslu á að hafa áhrif til góðs og sýna samfélagslega ábyrgð í verki – alltaf" - Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Krónunnar.

Alls bárust 27 tilnefningar og voru það 19 skýrslur sem hlutu tilnefningu - skýrslurnar má allar nálgast hér: https://samfelagsabyrgd.is/samfelag…/samfelagsskyrslur-2019/

"Ár aðlögunar" er þema Stjórnvísi 2020-2021.

Nýlega hélt nýkjörin stjórn Stjórnvísi sinn fyrsta vinnufund.  Stjórnina skipa þau Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Advania formaður, Ásdís Erla Jónsdóttir Háskólinn í Reykjavík, Guðný Halla Hauksdóttir OR, Ingi Björn Sigurðsson sjálfstætt starfandi, Jón Gunnar Borgþórsson stjórnunarráðgjafi, Ósk Heiða Sveinsdóttir Pósturinn, Sigríður Harðardóttir Strætó, Stefán Hrafn Hagalín Landspítalinn og Steinunn Ketilsdóttir Intellecta. 

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir formaður Stjórnvísi fór á fundinum yfir dagskrá og markmið dagsins.  Þá kynnti Aðalheiður  framtíðarsýn félagsins, gildi, lög og siðareglur. Mikilvægt er að gæta að fjölbreytni í stjórn Stjórnvísi eins og ný stjórn endurspeglar.  Stjórn sammæltist um að þema ársins yrði „Ár aðlögunar“.  Aðalheiður kynnti hugmynd að samskiptasáttmála stjórnar 2020-2021 þar sem m.a. var sammælst um að 1.mæta undirbúin 2.tímalega 3.taka ábyrgð á verkefnum 4.hafa uppbyggilega gagnrýni 5. samskipti væru opin og eðlileg og 6.vera á staðnum.

Allar fundargerðir stjórnar Stjórnvísi má sjá á vef Stjórnvísi

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?