CAF greining hjá opinberum stofnunum

Anna Guðrún Albright sem situr í stjórn faghóps um gæðastjórnun setti fundinn og byrjaði á að þakka Veðurstofunni fyrir að bjóða okkur til sín. Fundurinn var samstarf þriggja faghópa, CAF, faghóps um gæðastjórnun og faghóps um samfélagsábyrgð. Anna fór jákvæðum orðum um Stjórnvísi og hversu fundirnir nýtast henni vel persónulega í sínum störfum. Tveir fyrirlesarar voru á fundinum þau Sigurjón Þór Árnason gæða-og upplýsingastjóri Veðurstofu Íslands og Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.
"Common Assessment Framework" (CAF) er fyrsta evrópska gæðastjórnunartækið sem var sérstaklega hannað fyrir og þróað af opinbera geiranum. Sífellt meiri kröfur eru gerðar til opinberra stofnana um að sýna fram á mikilvægi sitt og að bregðast við auknum kröfum og væntingum samfélagsins. Nokkrar stofnanir hafa nýtt sér CAF sjálfsmatslíkanið til að meta mismunandi þætti í starfsemi stofnunarinnar, í þeim tilgangi að finna út styrkleika og þau atriði sem betur mega fara.
Sigurjón fjallaði almennt um hvaðan CAF kemur og hvernig líkanið tengist gæðastarfinu. Upp úr 1980 leit CAF dagsins ljós og var upphafið að meta stofnanir og fyrirtæki til að veita gæðaverðlaun, seinna kom EFQM. EFQM kom til að meta fyrirtæki þannig að það væri raunhæft mat og hægt að meta til verðlauna. EFQM var þýtt af Stjórnvísi áður Gæðastjórnunarfélagi Íslands og fyrirtæki á Íslandi verðlaunuð samkvæmt því.
CAF/EFQM er mælitæki til að mæla starfsemi stofnana frá leiðtoga til lykilárangurs og fá nokkuð hlutlaust mat á starfseminni hvar verið er að gera góða hluti og hvar mætti gera betur (mæling á gæðum). Líkanið er árangursmiðað, áherslur á borgara og viðskiptavini, forystu og stefnu, stjórnun með ferlum, umbætur, þróun samstarfs, samfélagslega ábyrgð og starfsmenn.
Heildræn gæði: stöðugar flóknar endurbætur þar sem miðað er við viðskiptavini, þ.e. allir eru virkjaðir til þess að veita eins góða þjónustu og hægt er. Líkanið sjálft skiptist upp í 9 þætti, allt frá því hvernig leiðtoginn hagar sér, hvað er verið að gera fyrir starfsfólkið og úr því verður einhver árangur. Ef gæðakerfið er ekki nógu gott ferðu í nýsköpun og úrbótaverkefni. Bak við líkanið eru bestu starfsvenjur, þ.e. búið er að þróa ferla til að sjá bestu venjur þ.e. hvernig fyrirtæki eiga að haga sér. Til þess að framkvæma það sem líkanið er að gera er bent á gæðamál eins og ISO 9001 og 26000. Í kröfum 9001 er m.a. getið um samskipti, rýni og mat, rýni stjórnenda, innra og ytra umhverfi, viðhorf starfsmanna. Ákvarðanir þarf að byggja á áhættumati, koma þarf á áhættustjórnun (9001), meta eigin styrkleika út frá áhættumati. Verið er að uppfylla staðalinn með því að nýta CAF.
Sigrún sagði frá því að hjá ÁTVR er stefnumiðuð stjórnun og árlegt endurmat. Fyrsta EFQM mat ÁTVR var framkvæmt 2002. Á þeim tíma voru ekki til mælingar til að sannreyna það sem fólk hélt fram. Rekstrarlegir mælikvarðar voru sterkir. Sjálfsmat var gert 2002, 2003 og 2004. Árið 2004 fékk ÁTVR gæðaverðlaunin. Eftir 2004 gerði ÁTVR mat á 2ja ára fresti og nú á 3ja ára fresti. ÁTVR hefur náð miklum framförum í CSR frá 2010-2013. Í kjölfar sjálfsmats rýnir framkvæmdastjórn tillögur og tekur afstöðu til aðgerða. Aðgerðum er komið í framkvæmd í umbóta- og verkefnahópum, framkvæmdir strax eða settar í aðgerðaplan til þriggja ára í senn. Sigrún sagði að sjálfsmatið væri sannarlega átaksverkefni sem þarf að gefa sér tíma í. Með líkaninu er horft markvisst á þróun starfseminnar út frá markaðri stefnu og skýrum markmiðum. Allar aðgerðir eru skoðaðar í samhengi og metið hvort breyttar áherslur hafi skilað sér í bættum árangri.

Fleiri fréttir og pistlar

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?