CHAT MARKETING - Nýjasta trendið eða bara bóla?

Sigurður Svansson, eigandi og yfirmaður stafrænnar deildar SAHARA, fjallaði í dag um þau tækifæri sem felast í spjallmennum á sviði þjónustu og markaðssetningar. Fundurinn var á vegum faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun og var haldinn í Háskólanum í Reykjavík.
Sigurður sagði miklar breytingar hafa átt sér stað síðustu misseri sem bjóða upp á fjölbreytt tækifæri. Fjöldi notenda á spjallkerfum er orðinn fleiri en á samfélagsmiðlum sem gerir það að verkum að við þurfum að fara hugsa öðruvísi. Sigurður er nýkominn af stærstu ráðstefnu í heimi sem fjallar um Chat marketing.  Fyrirtækið Sahara var stofnað fyrir þremur árum síðan og sameinaðist Silent fyrir ári síðan og nú eru starfsmenn 30 og viðskiptavinir 180.  Í upphafi fundar óskaði Sigurður eftir því við alla fundargesti að fara inn á menti.com slá inn kóða og svara nokkrum spurningum eins og: „Veistu hvað spjallmenni er?“ „Ég eyði mestum tíma á eftirfarandi samfélagsmiðli“ „ „þú þarft að hafa samband við fyrirtæki – hvað gerir þú?  „þú þarft að heyra í vinu þínum – Hvað gerir þú? „Ég myndi vilja geta fengið svör við spurningum hjá fleiri fyrirtækjum í gegnum facebook“ Ég er samfélagsmiðill og það eru 500.000.000 einstaklingar með aðgang að mér – hver er ég?  „Hvað eru mörg ósvöruð sms í símanum þínum?  Það var virkilega áhugavert að sjá svörin í salnum við þessum spurningum sem voru í samræmi við og endurspegla niðurstöður stórra erlendra rannsókna.

En af hverju er verið að líta til chat marketing í dag? Það er vegna þess að það er grundvöllur fyrir því að fyrirtæki nýti sér það.  Við mannfólkið erum byrjunin og síðan kemur tækifærið til fyrirtækjanna.  Þróunin á samfélagsmiðlunum er ótrúlega hröð.  Mikið sem við tölum um í dag er facebook messenger. Allir eru á facebook í dag og nú eru allir að spá í Tik Tok sem er svipað og Instagram.  Tik Tok er video-miðill og þar eru margir fylgjendur. Það er opið inn á Tik Tok frá Facebook.  Aldrei vanmeta breytingar sem eru að koma því þær getu orðið allsráðandi eftir mánuð eða sex mánuði.  Í dag eru 97% Íslendinga á Facebook sem er sama tala og hlutfall þeirra sem eru nettengdir.  Ísland er lítið samfélag og hjarðhegðunin er mikil. WeChat er notað í allt í Kína.  Framtíðin er á lokuðum persónulegri samskiptum.  Í fyrsta skipti í sögunni eru orðnir fleiri notendur af messenger forritum en samfélagsmiðlum.   Fólk vill geta talað við manneskjur en ekki róbota en 64% einstaklinga kjósa frekar að senda fyrirtækjum skilaboð í stað þess að taka upp símann eða senda þeim tölvupóst.  

RCS er eins og sms á sterum. Chat bottar eru frábærir til að leysa einfaldar spurningar með öllu því helsta sem fólk er að spá í.  Botti er ekki alltaf gervigreind.  Ef í spurningu kemur „opið eða helgar“ þá svarar bottinn hver opnunartíminn er um helgar.  Chat marketing fer ört vaxandi.   Hægt er að nota NPS skor inn í bottann.  Að setja upp botta er á bilinu 15 klukkustundir í dag.  Mikilvægt er að viðhalda þessu. 

Sigurður bað fólk að hafa í huga hversu mikilvægt það er að byrja einfalt, hafa spjallmennið mannlegt, þetta þarf að vera virðisaukandi og að lokum hvatti hann alla til að vera ófeimna við að prófa eitthvað nýtt.

 

 

 

 

 

Um viðburðinn

CHAT MARKETING - Nýjasta trendið eða bara bóla?

Sigurður Svansson, eigandi og yfirmaður stafrænnar deildar SAHARA, mun fjalla um þau tækifæri sem felast í spjallmennum á sviði þjónustu og markaðssetningar. 

Miklar breytingar hafa átt sér stað síðustu misseri sem bjóða upp á fjölbreytt tækifæri. Fjöldi notenda á spjallkerfum er orðinn fleiri en á samfélagsmiðlum sem gerir það að verkum að við þurfum að fara hugsa öðruvísi.

Fleiri fréttir og pistlar

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Veffundur: Dæmi um notkun Logical Thinking Process

Fimmtudaginn 22. febrúar kl. 16 munu Bill Dettmer og Þorsteinn Siglaugsson, ráðgjafar og sérfræðingar í Logical Thinking Process aðferðafræðinni fjalla um nokkur dæmi þar sem aðferðafræðin hefur verið notuð til að leysa úr djúpstæðum vandamálum og móta lausnir. Fundinum stýrir Philip Marris, forstjóri Marris Consulting í París. Skráning á fundinn hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?