Hildur Jakobína Gísladóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Heilbrigðir stjórnarhættir flutti Stjórnvísifélögum áhugaverðan fyrirlestur í HÍ í morgun. Einelti er ofbeldi segir Hildur Jakobína en hugtakið "Einelti" byrjar með þýskum lækni Hanz Leyman. Í kjölfarið byrjaði fréttamaður hjá BBC Andrea Adams að rannsaka einelti í bönkum. Einelti er mannleg hegðun en það var ekki fyrr en 2004 sem kom reglugerð um aðgerðir á Íslandi gegn einelti. Hjónin Ruth og Gary N. komu á fót stofnun um einelti og hafa gefið út bók sem Hildur Jakobína hvetur alla til að lesa "Bully". Hjónin Ruth og Gary kenna í háskólum kúrs um hvernig tekist er á við einelti.
Einelti er kerfisbundin hegðun með það að markmiði að einhverjum líði illa. Mikilvægast er á vinnustöðum að æðslu stjórnendur viðurkenni að tekið sé á einelti og það kynnt starfsmönnum.
Einelti er ein tegund ofbeldis sem hefur gífurleg áhrif á svefn og það er erfitt og ætti ekki að bjóða neinum að mæta á vinnustað þar sem honum líður illa.
Rannsóknir staðfesta að einelti er meira á kvennavinnustöðum. Þeir sem eru fórnarlömb eineltis sjá yfirleitt sig sjálfa sem heiðarlegar manneskjur, fókusa á hið góða í öðrum og svara ekki með ofbeldi. Gerendur eru oft þeir sem hafa stundað einelti í grunnskóla eru sjálfhverfir og koma jafnvel frá ofbeldisheimilum. Gerendur á vinnustað eru í 72% hlutfalla yfirmenn og er óbeinn kostnaður sem hefur áhrif á ársreikninginn. Heilindi stjórnenda skiptir öllu máli og það er mikilvægt að hlusta á starfsmenn, viðurkenna líðan hans og leita eftir aðstoð. Bandarískar rannsóknir sýna að 35% millistjórnenda leggja starfsmenn í einelti og því er gríðarlega mikilvægt að æðstu stjórnendur fylgist vel með. Mikilvægt er að skapa kúltúr á vinnustað þar sem starsmenn geta rætt saman reglulega og sagt hvað þeim býr í brjósti og tjáð sig með skilaboðum t.d. á heimasíðu eða innrivef.
Þær stofnanir sem verða verst úti er varðar einelti eru heilbrigðis-og menntastofnanir og er talið að þar spili inn í álagið. Því er nauðsynlegt að meta reglulega millistjórnendur og aðra stjórnendur. Hildur sagði að sáttarmeðferð gengi yfirleitt ekki upp í eineltismálum og að þolanda eigi aldrei að refsa. Gott er að bjóða öllum þeim sem telja sig hafa orðið fyrir einelti upp á sálfræðitíma og sjá í framhaldi hvað gerist.
Hér má sjá myndir af fundinum: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.641002769301010.1073741908.110576835676942&type=3&uploaded=12