Einfaldleikinn í lífsspeki fisksins - grein í Viðskiptabl.Mbl. höf: Helga Fjóla Sæmundsdóttir, framk

Á ferðalagi okkar um lífið erum við alltaf að læra eitthvað nýtt og spennandi og mismunandi hvaða fræði henta okkur á mismunandi tímaskeiðum í lífi okkar. Ég kynntist spekinni um Fiskinn, Fish philosophy, fyrir rúmum áratug, heillaðist strax og trú mín á Fisknum hefur eingöngu aukist með árunum. Ég hef oft spurt mig að því af hverju þessi fræði henta mér? Það eru óteljandi ástæður fyrir aðdáun minni en það sem stendur upp úr er einfaldleikinn. Mannleg samskipti eru flókin, og oft á tíðum erfið og allt of oft flækjum við sjálf einfalda hluti. Fiskurinn hjálpar okkur að meta einfaldleikann og að njóta lífsins, eins og það er í dag. Þeir sem tileinka sér lífsspeki Fisksins muna eftir því að leika sér, gera daginn eftirminnilegan, þeir eru til staðar og síðast en ekki síst þá velja þeir sér viðhorf. Þetta hljómar einfalt en er auðvelt að tileinka sér þessa lífsspeki? Við erum mannleg, förum í gegnum sorgir og gleði, sigra og ósigra og oft á tíðum finnst okkur lífið ekki sanngjarnt.

Við höfum hins vegar alltaf val um það hvernig við bregðumst við þeim aðstæðum sem við erum í hverju sinni. Lífið er svo sannarlega ekki alltaf auðvelt en lífspeki Fisksins hjálpar okkur að njóta ferðalagsins.

Víða í skólakerfinu er unnið eftir frábæru kerfi sem byggir á fimm grunnþörfum okkar. Grunnþarfirnar fimm eru undirstöðuþáttur í uppbyggingu og einstaklingarnir hvattir til að þekkja þarfir sínar. Það að þekkja þarfir sínar er grundvöllur þess að við skiljum hegðun okkar og getum breytt henni til betri vegar. Ein af grunnþörfum okkar er GLEÐI en oft þegar við verðum ,,stór“ einblínum við á að haga okkur eftir aldri, halda virðingu og faglegu viðmóti. Fiskurinn gefur okkur leyfi til að leika okkur, hann ýtir undir ánægju og byggir upp grunnþarfir okkar svo við getum notið okkar í starfi og í leik. Þekkir þú þínar grunnþarfir?

Fleiri fréttir og pistlar

Þrautreyndir reynsluboltar með framsögn í Húsi máls og menningar

Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um almannatengsl, miðlun og samskipti hélt vel heppnaðan haustfund í Húsi máls og menningar við Laugaveg miðvikudaginn 5. nóvember 2025. Fundurinn var opinn öllu áhugasömu fólki og fjölsóttur. Faghópurinn fékk þrautreynda reynslubolta í faginu til að opna fundinn með stuttri framsögn um sig og sín verkefni, ásamt vangaveltum yfir framþróun fagsins. Þau voru Ásgeir Friðgeirsson ráðgjafi, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ráðgjafi, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, Gísli Freyr Valdórsson blaðamaður og ráðgjafi, Særún Ósk Pálmadóttir ráðgjafi hjá KOM og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir ráðgjafi hjá Aton. Umræðum stýrði Stefán Hrafn Hagalín framkvæmdastjóri Þrettánellefu.

Fullt hús á fyrsta viðburði Faghóps um þjónustu- og markaðsstjórnun

Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um þjónustu- og markaðsstjórnun hélt fyrsta viðburð haustsins í Björtuloftum í Hörpu föstudaginn 7. nóvember síðastliðinn.

Hvert sæti var skipað þegar Ingibjörg Kristinsdóttir þjónustuhönnuður hélt erindi sitt „Frá innsýn til aðgerða“ í Hörpu. Hún leiddi þar gesti í gengum skemmtilega blöndu af fræðum og reynslu.

„Þjónustuhönnun hefur löngum sannað sig sem aðferðafræði sem eykur ánægju viðskiptavina og starfsfólks, eykur tekjur fyrirtækja, minnkar kostnað, eykur skilvirkni, minnkar áhættu, eykur tryggð viðskiptavina og eykur líkurnar á að viðskiptavinurinn velji fyrirtækið aftur og aftur“ segir í kynningu viðburðarins.

Ingibjörg fékk fjölmargar spurningar og í lokin spjölluðu gestir og nutu samverunnar í fallegu útsýni Björtulofta.

Stjórn faghópsins þakkar gestum kærlega fyrir komuna og minnir á næsta viðburð faghópsins sem verður í húsakynnum Icelandair í Hafnarfirði 27. nóvember nk. 

Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina 28. okt.

Enn eru nokkur pláss laus á STAÐFUNDINUM "Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina" sem fram fer 28. okt. kl. 09:00-10:30 í húsnæði Náttúrufræðistofunar Urriðaholtsstræti 6-8, Garðabæ. Sjá nánar í hér að neðan.

Skráning fer fram að venju á vef Stjórnvísi - sjá hér: https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/kaffi-og-kafad-a-dyptina

---

Faghópur um gæðastjórnun býður áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utan um samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.

Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall😊

Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 25 manns. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær.

Vel sóttur fundur í JBT Marel í morgun - Hvernig vinna HSE og LEAN saman.

Stjórnvísifélagar fjölmenntu í JBT Marel í morgun þar sem Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel fræddi  okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.

Boðið var upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30. Eftir kynninguna var öllum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.

Nýkjörin stjórn faghóps um sjálfbæra þróun, loftslagsmál og umhverfi

Fjöldi áhugaverðra aðila sýndu áhuga á að setjast í stjórn faghóps um sjálfbæra þróun, loftslagsmál og umhverfi allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins.

Úr varð sextán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var á Kringlukránni í dag þar sem félagar kynntu sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Stjórnin mun hittast í næstu viku til að móta hugsanlegar áherslur hópsins. Stjórnin kaus Eirík Hjálmarsson, Orkuveitunni, sem formann og Rakel Lárusdóttur, Hörpu, sem varaformann.   Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.   

Stjórn faghópsins skipa:  Erla Rós Gylfadóttir Advania, Sara Elísabet Svansdóttir Austurbrú, Þóra Dögg Jörundsdóttir Bananar, Páll Sveinsson Brú lífeyrissjóður, Ásdís Nína Magnúsdóttir Carbfix, Harpa Júlíusdottir Festa, Björg Jónsdóttir Háskólinn á Bifröst, Ragnhildur Helga Jónsdottir Landbúnaðarháskóli Íslands, Klara Rut Ólafsdóttir Landspítali, Sandra Rán Ásgrímsdóttir COWI Ísland, Guðbjörg Lára Sigurðardóttir Urta, Hólmfríður Bjarnadóttir Vegagerðin, Eiríkur Hjálmarsson Orkuveitan, Freyr Eyjólfsson Sorpa, Marta Jóhannesdóttir Grant Thornton og Rakel Lárusdóttir Harpa. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?