FJÓRÐA TÆKNIBYLTINGIN ER HAFIN: Hvaða stefnu og markmið eiga fyrirtæki að setja sér á þessum tímamótum tækninýjunga.

Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun fund í höfuðstöðvum Microsoft á Íslandi í Borgartúni.  Ragnhildur Ágústsdóttir hjá Microsoft fjallaði á hressilegan hátt um hvernig  tæknin mun gjörbylta viðskiptalífinu á næstu 5-10 árum og að hverju fyrirtæki þurfa að huga ef þau ætla ekki að verða undir í samkeppninni.

Ragnhildur hóf fyrirlestur sinn á því hvað allir væru uppteknir í að klára verkefni dag frá degi og síðan bíður heimilið og annað og því gleymum við stundum að líta á mikilvæga hluti sem eru að breytast.   Sama hversu öflug og gáfuð við erum þá megum við ekki gleyma að aðlagast. Tæknibyltingin er óumflýjanleg, ætlarðu að vera með eða ekki?.  Ef horft er á mannkynssöguna þá höfum við þróast hægt en stöndum nú á brún þar sem ógnvænleg breyting mun eiga sér stað. Margir vilja ekki horfast í augu við þetta en meira og minna allir eru með öpp og eru að fá upplýsingar um t.d. hve mörg skref við höfum gengið, hvar hundurinn okkar er og búið er að framleiða ísskapa sem vita hvað er til í þeim og geta pantað það sem vantar í þá.  Ragnhildur sýndi stutt myndband:  „What is digital transformation?“.  Könnun PWC frá 2 árum síðan sýnir að það sem er mest aðkallandi í þeirra fyrirtækjum að huga að er að vera í takt við tímann og fylgja stafrænni byltingu.  Tæknin er það sem flestir segja að skipti öllu máli, óháð atvinnugeira.  Allar atvinnugreinar eru að fjárfesta verulega í stafrænni byltingu.  Í dag sætta viðskiptavinir sig ekki við langan biðtíma, ekkert lengra en 2 vikur.  Skýið er jafn óumflýjanlegt og að þessi tæknibylting sé að eiga sér stað.  Með tilkomu skýjalausna mun verða 30% lækkun kostnaðar vegna bættra ferla.  Þúsaldarkynslóðin er alin upp við að vera alltaf tengd tækninni en þetta eru þeir sem eru 35 ára og yngri.  Þau eru alltaf tengd tækninni og tæknideild ekki alltaf búin að samþykkja þá tækni sem þau eru að nota.  Þessir starfsmenn tilheyra 2x fleiri vinnuteymum nú en þeir gerðu fyrir fimm árum.   41% starfsmanna segjast nota smáforrit í símanum sínum til að vinna vinnuna sína.  En hverju þurfa fyrirtæki að huga að?  Hjálpa samvinnu innan fyrirtækja og auðvelda aðgengi gagna.  Gervigreind er að koma inn að fullu.  En hvernig er Microsoft að huga að framtíðinni? Microsoft er búið að undirgangast gríðarlegar breytingar á undanförnum 4 árum.  Forstjóri Microsoft er búinn að leiða þá breytingu sem búin er að eiga sér stað.  Hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki þá er markmiðið að efla alla.  Hann á son sem er fatlaður og hann vill að allir geti nýtt sér tæknina.  Microsoft er með þá stefnu að ráða a.m.k. 1% allra starfsmanna sem eru fatlaðir.  Til að geta þjónað viðskiptavininum vel þá þurfa starfsmenn að endurspegla viðskiptavininn.  Öll fyrirtæki og stofnanir viða að sér gríðarlegu magni upplýsinga.  Einungis 1% er verið að greina af öllum þessum upplýsingum.  Allar þessar upplýsingar t.d. upplýsingatæknirekstur, viðskiptamenn, starfsmenn, einungis 1% er greint.  Enginn hefur tíma til að greina upplýsingarnar.  Það sem mun skera úr um hverjir muni skora fram úr í framtíðinni eru þeir sem greina gögnin sín.

Microsoft er búið að undirgangast gríðarlegar breytingar.  Búið er að skipta niður öllu sem þarf að gera til að ná raunverulegum árangri í stafrænni byltingu.  Það þarf að efla starfsfólk og vera í góðu sambandi við viðskiptavini til að nýta þær upplýsingar til hagsbóta. Það þarf að hagræða í rekstri og það er engin ein leið til að byrja.  Hvað getum við gert fyrir okkar starfsfólk til að þeim gangi betur.  Office 365 er gríðarlega vannýtt.   Flestir eru einungis að nota ritvinnsluna og skjalavinnsluna.  Fæstir að nota skjalavistun og utanumhald, samskipti, netspjall, fundi og greiningu gagna. 

Microsoft setur öryggi og friðhelgi einkalífsins sem forsendu í öllu sem þeir gera.  Microsoft er með gríðarlegan fjölda notenda í skýjalausnum.  Hvað þýðir það?  Að hægt er að greina ákveðin mynstur.   Að lokum tók Ragnhildur dæmi um nokkur fyrirtæki sem hafa nýtt sér þjónustu Microsoft t.d. Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Íslandsstofu, Meniga, SS og Bláa Lónið.  SS er með frumkvæði í að koma ákveðnum vörum til viðskiptavinarins jafnvel áður en hann biður um það.  Þannig er hagrætt í rekstri og viðskiptavinurinn verður ánægðari.   

Til þess að ná árangri í stafrænni byltingu þá verður starfsfólkið að vera með. Það þarf að fá starfsfólkið til að skilja að þetta er til að auðvelda þeim vinnuna og allir stjórnendur verða að vera með. Ef Office 5 er innleitt þá þarf að skoða hvort verið er að nýta alla lausnina með mælingu.  Fjárfestingar í nýsköpun skila aukinni framleiðni fólks, ef það er fjárfest í þjálfun starfsfólks þá gengur þetta upp.  Það þarf að hjálpa starfsfólki að byrja að nota lausnina.  

Um viðburðinn

FJÓRÐA TÆKNIBYLTINGIN ER HAFIN: Hvaða stefnu og markmið eiga fyrirtæki að setja sér á þessum tímamótum tækninýjunga.

Ragnhildur Ágústsdóttir hjá Microsoft Ísland leiðir okkur í allan sannleika um það hvernig tæknin mun gjörbylta viðskiptalífinu á næstu 5-10 árum og að hverju fyrirtæki þurfa að huga ef þau ætla ekki að verða undir í samkeppninni.

Fleiri fréttir og pistlar

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?