Haustráðstefna Stjórnvísi var haldin í dag á Grand hótel. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Minni vinna - meiri framlegð - betri líðan“ en á henni voru ræddar ýmsar leiðir sem eru færar til að auka framlegð fyrirtækja.
Framsögumenn ráðstefnunnar voru þau Ólafur Ísleifsson, framkvæmdastjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst; Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra; Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans; Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar og formaður stjórnar Stjórnvísi. Ráðstefnustjóri var Hrönn Greipsdóttir, fjárfestingastjóri Arev verðbréfa.
Grand Hótel bauð upp á sannkallað veisluhlaðborð sem svignaði í orðsins fyllstu merkingu af dýrindis kræsingum og að sjálfsögðu var líka heitt súkkulaði með rjóma.
Stjórn félagsins er sérlega ánægð með hve mikill áhugi var á að ræða framlegð og leiðir til að auka hana.
Stjórn Stjórnvísi þakkar fyrirlesurum frábær erindi, ráðstefnugestum fyrir komuna og Grand Hótel fyrir góðar veitingar og þjónustu. Síðast en ekki síst þakkar Stjórnvísi styrktaraðilum ráðstefnunnar sem gerðu félaginu kleift að halda þessa frábæru ráðstefnu.
Það er von okkar að þessi umræða um framlegð megi leiða til þess að hún aukist í íslensku þjóðfélagi.
stjórn Stjórnvísi
Hér eru myndir frá ráðstefnunni:
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.770339513034001.1073741940.110576835676942&type=3
Hér má sjá umsögn um ráðstefnuna í fjölmiðlum:
http://www.vb.is/frettir/110863/