Framtíðir í febrúar. Fimm áhugaverð erindi um ólíkar framtíðaráskoranir.

Faghópur framtíðarfræða hjá Stjórnvísi, Framtíðarsetur Íslands, Fast Future í Bretlandi og alþjóðavettvangur framtíðarfræðinga The Millennium Project, standa fyrir fimm áhugaverðum og gjaldfrjálsum erindum í febrúar sem flutt verða á ensku.

Erindin verða fimmtudagana 3., 10., 17. og 24. febrúar kl. 09:00-09:45 og einnig verður aukaerindi laugardaginn 15. febrúar kl. 18:30-19:30.

Ein skráning gildir fyrir alla dagana, en skráningin fer fram á vefslóðinni:  https://fastfuture.com/events/

Við skráningu birtist Zoom slóð sem farið er inn á við upphaf erindanna.

Nánari upplýsingar gefa:

Karl Friðriksson – karlf@framtidarsetur.is/8940422

Sævar Kristinsson – skristinsson@kpmg.is/8242424

Fimmtud. 3. feb. kl. 09:00-09:45 - „Mikilvægar umbreytingar og sviðsmyndir“ 

Horizon 2025 - Critical Shifts and Scenarios.

Hverjir eru mikilvægustu drifkraftarnir sem móta næstu árin og hvaða sviðsmyndir gætu komið upp þegar þessir kraftar samþættast eða rekast á?

Fimmtud. 10. feb. kl. 09:00-09:45 - „Rafmyntir – Skammvin bóla eða undirstaða efnahagsbyltingar?“

Crypto and Blockchain - Hype or Foundations for an Economic Revolution?

Kynning á kjarnaþáttum dulritunarhagkerfisins, rafeyri, bálkakeðjutækni og tækifærum og möguleikum þess til að umbreyta lífi einstaklinga, viðskiptum, stjórnvöldum og samfélagi.

Laugard. 15. feb. kl. 18:30-19:30 - Framtíð rafmynta hagkerfisins – Niðurstöður rannsókna.

         Athugið breyttan fundartíma, kl. 18:30 til 19:30.

The Future of the Crypto Economy – Presentation of Research Findings.

Sjá eftirfarandi lýsingu á efnistökum á ensku:

„In the third of three sessions on the future of the crypto economy, delivered in partnership with Fire on the Hill and Future Industries Australia, Rohit Talwar and Kapil Gupta will present and discuss the results of our Future in Focus study, covering our key findings on current and planned crypto holdings by individuals and corporates, attractions and barriers to adoption, future individual and corporate investment strategies and preferred asset classes, broader blockchain adoption strategies, attractions and drawbacks of Central Bank Digital Currencies (CBDCs), and countries’ use of crypto as legal tender.“

Fimmtud. 17. feb. kl. 09:00-09:45 - „Veldisaukning í tækni - Tíu ára sjónarhorn.“

Exponential Technologies - a Ten Year Perspective.

Vaktaðar eru um 400 tækninýjungar. Farið verður yfir tækni sem gæti haft afgerandi áhrif næstu árin eins og gervigreind, stafrænar umbreytingar og bálkakeðjutækni.

Fimmtud. 24. feb. kl. 09:00-09:45 - „Borgir framtíðarinnar - Leiðir til 360 gráðu sjálfbærni.“

Cities of the Future - Pathways to 360 Degree Sustainability.

Yfirlit yfir hagnýta  þætti og nýjar hugmyndir um hvernig tryggja megi sjálfbæra framtíð fyrir borgir og samfélag, heilsu, menntun og umhverfi, innviði samfélaga, fyrirtækja og atvinnulífs.

Framtíðarfræðingurinn Rohit Talwar frá Fast Future mun leiða erindin sem öll verða flutt á ensku.  Ásamt honum verða gestafyrirlesarar sem deila sjónarmiðum sínum um einstök efni. Rohit Talwar einbeitir sér við að rýna í samfélagsþróun, viðskipti og þróun nýrrar tækni og skoðað hvernig þessi atriði hafi áhrif á líf okkar, umhverfið, atvinnu- og menningarlíf og stjórnvöld. Nýjasta bók hans, Aftershocks and Opportunities 2, veitir djúpt innsæi í yfir 400 tækninýjungar sem gætu komið á markað á næsta áratug. Skýrsla hans um framtíð dulritunarhagkerfisins fyrir fyrirtæki og einstaklinga verður birt í janúar 2022.

 

Fleiri fréttir og pistlar

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Veffundur: Dæmi um notkun Logical Thinking Process

Fimmtudaginn 22. febrúar kl. 16 munu Bill Dettmer og Þorsteinn Siglaugsson, ráðgjafar og sérfræðingar í Logical Thinking Process aðferðafræðinni fjalla um nokkur dæmi þar sem aðferðafræðin hefur verið notuð til að leysa úr djúpstæðum vandamálum og móta lausnir. Fundinum stýrir Philip Marris, forstjóri Marris Consulting í París. Skráning á fundinn hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?