Fréttatilkynning - Ákall til Sameinuðu þjóðanna

Til fróðleiks þá er hér fréttatilkynning um ákall til Sameinuðu þjóðanna, sem einn af stærri vettvögnum framtíðarfræðingar, Millennium Project, hefur mótað vegna hugsanlegra þróunar breytingarafla á heimsvísu. Munum samt að framtíðin er björt :)

Fréttatilkynning - Ákall til Sameinuðu þjóðanna

Alþjóðavettvangur framtíðarfræðinga – Millennium Project

Tvö hundruð leiðtogar kalla eftir því  að stofnuð verði sérstök skrifstofa hjá Sameinuðu þjóðunum, til að samræma alþjóðlegar rannsóknir og hafi það að markmiði að hindra útrýmingu mannkyns.

The Millennium Project, World Futures Studies Federation og Association of Professional Futurists benda á að mannkyninu sé verulega ógnað vegna veikingar á lofthjúpi jarðar, súrnun sjávar vegna loftslagsbreytinga, stjórnlausrar þróunar á nanótækni og gervigreind.

Í opnu bréfi til aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, dagsettu 16. september 2021, hvetja internetbrautryðjandinn Vint Cerf, Nóbelsverðlaunahafinn Oscar Arias og aðrir leiðtogar á sviði tækni, viðskipta, stjórnmála, umhverfis- og loftslagsmála um allan heim, til þess að sett verði á stofn sérstök skrifstofa innan Sameinuðu þjóðanna sem fjalli sérstaklega um þær ógnir sem steðja að mannkyninu.. Tilgangur slíkrar skrifstofu væri að samræma alþjóðlegar rannsóknir á langtíma áhrifum slíkra ógna  og varnir gegn þeim.

Í bréfinu leggur Maria João Rodrigues, höfundur Lissabonáætlunar ESB, til að skrifstofa Sameinuðu þjóðanna geri fýsileikakönnun á stofnun slíkra skrifstofu.

„Bráðakrísur virðast alltaf taka athygli frá langtíma áhyggjum um framtíð mannkyns. Því þurfum við sérstaka skrifstofu innan Sameinu þjóðanna sem einblínir  á það sem gæti útrýmt okkur og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir það. “sagði Jerome Glenn, forstjóri The Millennium Project.

Innan Sameinuðu þjóðanna eru nú þegar stofnanir sem taka á mörgum af áskorunum nútímans - svo sem minnkandi ferskvatni í heiminum, samþjöppun auðs og þjóðernistengdu ofbeldi – en eins alvarlegir og þessi þættir eru þá ógna þeir ekki tilvist mannkyns.

Eftirfarandi tíu atriði eru dæmi um langtíma ógnir:

• Veiking á lofthjúpi (segulsviði) jarðar sem verndar okkur fyrir banvænni geislun sólar

• Mikil losun vetnissúlfats vegna súrnun sjávar, sem stafar af hlýnun jarðar

• Skaðleg nanótækni (þar á meðal svonefnt „gray goo“ vandamál)

• Stjórnlaus þróun gervigreindar

• Einstaklingshyggja sem gæti meðal annars leitt til þróunar og notkunar gereyðingarvopna, s.s. efnavopna

• Vaxandi ógn vegna kjarnorkustríðs

• Stjórnlausir og alvarlegir heimsfaraldrar

•  Kornakstursslys (e. A particle accelerator accident)

• Sprengingar vegna gamma-geisla frá sólu (e. Solar gamma-ray bursts)

• Árekstur smástirna

„Það eru engir innviðir innan Sameinu þjóðanna sem fjalla um slíkar langtíma ógnir,“ sagði Héctor Casanueva, fyrrverandi sendiherra Chile hjá Sameinuðu þjóðanna í Genf. „Skrifstofa Sameinuðu þjóðanna um stefnumótun og tilvistarógnir gæti greint, fylgst með, séð fyrir og samhæft stefnumótandi rannsóknir á heimsvísu til að koma í veg fyrir þessar ógnir, sagði hann. „Það myndi þjóna alþjóðlegum stofnunum, ýmsum samtökum, þjóðríkjum og mannkyninu almennt.

Hugmyndin að nýrri skrifstofu Sameinuðu þjóðanna kom fram á degi framtíðar 1. mars 2021, sem er haldin árlega. Um er að ræða alþjóðlega netráðstefnu nærri þúsund sérfræðinga frá 65 löndum. Alþjóðavettvangur framtíðarfræðinga, Millennium Project,  stendur fyrir umræddum degi. Lagt var til að ályktun um framangreint ákall yrði lögð fyrir á næsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem haldið verður í september 2021. Það myndi veita skrifstofu Sameinuðu þjóðanna umboð til að gera fýsileikakönnun á fyrirhugaðri skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um langtíma ógnir.

Frekari upplýsingar veitir Karl Friðriksson, umsjónarmaður Framtíðarseturs Íslands, en setrið er aðili að alþjóðavettvanginum Millennium Project.

Framtíðarsetur Íslands er leiðandi rannsóknasetur á sviði framtíðarfræða hérlendis í öflugu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir hér á landi sem erlendis. Sjá nánar www.framtidarsetur.is

Meðfylgjandi er framangreint bréf til aðalritara Sameinuðu þjóðanna.

Karl Friðriksson

karlf@framtidarsetur.is

Sími 8940422

Fleiri fréttir og pistlar

Öflug starfsemi á vegum Millennium Project – Fréttastiklur af því nýjasta.

Alheimsvettvangur framtíðarfræðinga Millennium Project, gefur reglulega út fréttabréf um ýmsa viðburði. Þarna er fjallaðu um ráðstefnur, útgáfumál og námskeð. Í nýjasta fréttabréfinu er meðal annars fjallað um heimsókn Jerome Glenn hingað til lands, ásamt öðru sem tengdist þeim viðburði. Endilega gerist áskrifendur af fréttabréfinu ef þið viljið fylgjast með á þessu sviði. Farið inn á eftirfarandi vefslóð:

https://mailchi.mp/millennium-project/newsletter-june-2024

Þróun framtíðarfræða í mismunandi heimshlutum. Gjaldfrjáls bók.

Bókin „Our World of Futures Studies as a Mosaic“ er ritstýrð af Tero Villman, Sirkka Heinonen (formaður Helsinki Node) og Laura Pouru-Mikkola. Í bókinni er meðal annars framlag frá sérfræðingum Millennium Project, eins og Jerome Glenn, Mara Di Berardo (Comms Director og Italy Node Co-formaður), Fredy Vargas Lama (Colombia Node Co-formaður), Nicolas Balcom Raleigh (FEN forseti) og Sirkka Heinonen. Bókin er ókeypis og kynnir aðferðir við framtíðarfræði og framsýni frá mismunandi heimshlutum. Hægt er að halaða bókina niður af eftirfarandi vefslóð:

 https://www.millennium-project.org/our-world-of-futures-studies-as-a-mosaic/

 

Aðalfundur faghóps framtíðarfræða

Mánudaginn 10 júní var aðalfundur faghóps framtíðarfræða haldinn. Gestur fundarins var Jerome Glenn, forstjóri og stofnandi Millennium Project, sem er einn stærsti vettvangur framtíðarfræðinga á alþjóðavísu. Jerome ræddi almennt um þróun meginstrauma samfélaga, en um morguninn var hann með morgunverðarerindi á vegum Framtíðarseturs Íslands í Arion Banka. Á fundinum voru eftirfarandi tekin inn í stjórn faghópsins; Funi Magnússon, Embla Medical, Sverrir Heiðar Davíðsson, Orkuveitan og Ingibjörg Smáradóttir, Náttúrufræðistofnun. Fljótlega verður listi stjórnarmeðlima uppfærður á vefnum. 

Aðalfundur loftslagshóps 22. maí

Miðvikudaginn 22. maí 2024 kl. 9.00 var aðalfundur loftslagshóps haldinn á Teams. Fundarstjóri var Guðný Káradóttir formaður faghóps og fundarritari Íris Þórarinsdóttir stjórnarmaður í faghópnum. 

Guðný opnaði fundinn og kynnti dagskrá fundarins: 1.Uppgjör á starfsári 2.  Kosning til stjórnar 3.  Önnur mál. 

Í uppgjör starfsársins sagði Guðný frá hlutverki og starfi hópsins á árinu en nú eru 248 meðlimir í hópnum. Haldnir voru fjórir viðburðir auk aðalfundar, sumir í samstarfi við aðra hópa og einn í samstarfi við gæðastjóra í bygginga- og mannvirkjagerð innan SI. Upptökur af fundum eru birtar á Facebook síðu Stjórnvísis. 

  • 14. september -  Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
  • 9. október –  Vísindaleg viðmið fyrir loftslagsmarkmið fyrirtækja - SBTi
  • 17. janúar – Svansvottaðar framkvæmdir – reynsla verktaka
  • 17. maí – Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur  ávinningurinn?

Stjórnarkjör:

Fráfarandi stjórn er þannig skipuð:

  • Guðný Káradóttir, VSÓ ráðgjöf, formaður – hættir í stjórn 
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið – situr áfram í
  • stjórn 
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur – situr áfram í stjórn
  • Gná Guðjónsdóttir, Versa vottun – hættir í stjórn
  • Ingibjörg Karlsdóttir, FlyPlay – hættir í stjórn
  • Íris Þórarinsdóttir, Reitir fasteignafélag – hættir í stjórn
  • Katrín Georgsdóttir, Elding hvalaskoðun – hættir í stjórn
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur  – situr áfram í stjórn
  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa – situr áfram í stjórn 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte – situr áfram í stjórn 

Formaður og þrír stjórnarmenn ganga nú úr stjórn; Guðný Káradóttir, Gná Guðjónsdóttir, Katrín Georgsdóttir og Íris Þórarinsdóttir.

Eitt nýtt framboð barst í stjórn, Grace Achieng, og Leó Sigurðsson bauð sig fram sem formann. Þau voru kosin. Ný stjórn er þannig skipuð:

  • Leó Sigursson, Örugg verkfræðistofa, formaður
  • Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytið  
  • Ásgeir Valur Einarsson, Iðan fræðusetur 
  • Grace Achieng, Gracelandic ehf.
  • Jennifer Lynn Schwalbenberg, lögfræðingur 
  • Rannveig Anna Guicharnaud, Deloitte 

Guðný óskaði nýrri stjórn velfarnaðar á nýju starfsári og birti lista yfir tillögur að efni funda sem fráfarandi stjórn hafði sett niður á blað og ný stjórn getur unnið áfram með ef vill.

Undir önnur mál: Leó þakkaði Guðnýju fyrir hennar störf og þakkar traustið semnýr formaður. Ákveðið að ný og fráfarandi stjórn hittist fljótlega. Einnig rætt um áhuga á samstarfi loftslagshóps og hóps um sjálfbærni.  

 

Gervigreindar umbreyting rétt að hefjast og strax árangur

Gervigreindar umbreyting er rétt að hefjast og við sjáum strax árangur: "The types of business which are most likely to use artificial intelligence are seeing growth in workers' productivity that is almost five times faster than elsewhere, raising hopes for a boost to the broader economy, accountancy firm PwC said."

Hér er fréttin á Reuters:
https://www.reuters.com/technology/ai-intensive-sectors-are-showing-productivity-surge-pwc-says-2024-05-20/

Hér er skýrsla PWC sem vísað er í:
https://www.pwc.com/gx/en/issues/artificial-intelligence/ai-jobs-barometer.html

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?