Fréttatilkynning. Er vá af háþróaðri gervigreind?

22. ágúst 2023

Er vá af háþróaðri gervigreind?

Komin er út skýrsla á vegum samtaka framtíðarfræðinga, Millennium Project, sem varar við hættunni af háþróaðri gervigreind, og bendir á nauðsyn alheimssamvinnu á þessu sviði.

Í skýrslunni koma fram viðhorf helstu leiðtoga heims, er varða þróun gervigreindar, og hugmyndir þeirra um hugsanlega framtíðarþróun.

Skýrsla Millennium Project varar við því að háþróuð gervigreindarkerfi gætu komið fram fyrr en búist er við, sem hefði áður óþekkta áhættu í för með sér nema gripið sé til viðunandi ráðstafana á alþjóðavísu.

Í skýrslunni, sem ber titilinn International Governance Issues of the Transition from Artificial Narrow Intelligence to Artificial General Intelligence (AGI), kemur fram álit 55 gervigreindarsérfræðinga frá Bandaríkjunum, Kína, Bretlandi, Kanada, Evrópusambandinu og Rússlandi. Þeir fjalla meðal annars um hvernig eigi að takast á við AGI—AI, á grundvelli nýrra forsenda um þróun gervigreindar. Meðal þessara sérfræðinga eru Sam Altman, Bill Gates og Elon Musk.

Í skýrslunni segir að AGI gæti skapað gervigreind umfram mannlega hæfileika. Skortur á reglum gæti leitt til skelfilegra afleiðinga, þar með talið tilvistarógnun við mannkynið ef slík kerfi eru ekki í samræmi við mannleg gildi og hagsmuni. Í skýrslunni kemur fram að engir núverandi innviða séu nægilega undirbúnir til að takast á við áhættuna og þau tækifæri sem skapast af gervi almennrar greindar (AGI). Þetta kallar á hraðari þróun nýrra viðmiða, reglna, sem eru sveigjanlegar og  sem gera ráð fyrir hraðari þróun á þessu sviði en gert hefur verið ráð fyrir og sem varna óþarflegri áhættu sem þróunin gæti leitt af sér.

„AGI er nær en nokkru sinni fyrr – næstu framfarir gætu farið fram úr greind manna,“ hefur skýrslan eftir Ilya Sutskever, meðstofnanda OpenAI. „Aðlögun við mannleg gildi er mikilvæg en krefjandi.“ Ben Goertzel, höfundur AGI Revolution.

Aðrar helstu niðurstöður eru:

• Ávinningur AGI verður verulegur á sviði læknisfræði, menntunar, stjórnunar og framleiðni, og því keppast fyrirtæki um að vera fyrst til  að hagnýta sér hana.

• AGI mun auka pólitískt vald, og því keppast stjórnvöld um að vera fyrst í að innleiða slík kerfi.

• Alþjóðlegt samstarf er nauðsynlegt til að takast á við harðandi  samkeppni meðal þjóða og fyrirtækja sem keppa um yfirburði á sviði gervigreindar. Sameiginleg áhætta kann að knýja á um samvinnu, milli ólíkra aðila, og draga úr vantrausti þeirra á milli.

• Hugsanlega þarf óvenjulegar ráðstafanir til að framfylgja nauðsynlegum aðgerðum á sviði stjórnsýslu í þessu sambandi bæði innan ríkja og á heimsvísu.

• Umdeildar tillögur um að takmarka rannsóknir og þróun, á þessu sviði gætu orðið nauðsynlegar, til að þróa innviði og lausnir til að takast á við hugsanlega almenna vá. 

• Glugginn til að þróa skilvirkar lausnir er þröngur, krefst áður óþekkts samstarfs.

 „Við erum öll í sama báti? – ef það gengur illa, þá erum við öll dauðadæmd,“ vitnar skýrslan í Nick Bostrom, prófessor í Oxford.

Millennium Project kallar eftir nauðsynlegum aðgerðum til að skapa AGI reglur og viðmið á innlendum og alþjóðlegum vettvangi áður en háþróuð gervigreind fer yfir getu mannkyns til að stjórna því á öruggan hátt. „Ef við fáum ekki samþykkt Sameinuðu þjóðanna um AGI og AGI-stofnun Sameinuðu þjóðanna til að framfylgja reglum og verndaraðgerðum, þá gætu ýmsar gerðir gervigreindar komið fram sem við höfum ekki stjórn á og okkur líkar ekki við,“ segir Jerome Glenn, forstjóri hjá Millennium Project.

Sjá nánar með því að fara inn á vefinn https://www.millennium-project.org/transition-from-artificial-narrow-to-artificial-general-intelligence-governance/

Þetta starf var stutt af Dubai Future Foundation og Future of Life Institute. Millennium Project var stofnað árið 1996 og eru alþjóðleg samtök með 70 formlegar tengingar, starfsstöðvar, um allan heim.

Framtíðarsetur Íslands er ein af þessum starfsstöðvum og er hluti af umræddri rannsókn. Forstöðumaður setursins er Karl Friðriksson, sem veitir frekari upplýsingar, sími 8940422 eða karlf@framtíðarsetur.is,  en einnig er hægt að hafa beint samband við forstöðumann Millennium Project, Jerome Glenn, +1-202-669-4410, Jerome.Glenn@Millennium-Project.org

Fleiri fréttir og pistlar

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?