Future of Coaching in Organisations

Þær Anna María Þorvaldsdóttir ACC markþjálfi og mannauðsstjóri Arctic Adventures og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir ACC markþjálfi og mannauðsráðgjafi hjá Zenter kynntu á morgunfundi hjá Arctic Adventure efnistök ráðstefnu sem þær fóru á í Ungverjalandi sl. vor.

ICF Hogan ráðstefnan ræddi nýjar hugmyndir um tilvist markþjálfunar innan fyrirtækja og reynir að sjá hvernig markþjálfun muni festa sig í sessi. Leitast var við að svara spurningunni, hver væri sýnin á framtíð markþjálfunar innan fyrirtækja.

Þær Anna María og Ágústa fóru yfir innihald áhugaverðustu fyrirlestranna sem fluttir voru og kynntu PRISM verðlaun sem ICF (International Coaching Federation) veita þeim fyrirtækjum sem hafa unnið vel í því að innleiða markþjálfun í starfsemi sína. Viðburðurinn var samvinna faghóps Stjórnvísi og ICF Iceland – félags markþjálfa.

Ráðstefnan var haldin í samvinnu við Hogan International og ætlunin er að slík ráðstefna verði haldin árlega héðan í frá eftir góða byrjun í Budapest. Hér eru upplýsingar um efnistök ráðstefnunnar http://www.coachfederationevents.com/

Viðburðurinn var hugsaður sérstaklega fyrir starfandi markþjálfa sem og fulltrúa fyrirtækja sem hafa áhuga á að taka næsta skref í innleiðingu á aðferðum markþjálfunar í fyrirtækjum sínum og vilja fræðast meira um PRISM verðlaunin. Ágústa byrjaði á að kynna Hogan sem var samstarfsaðili ráðstefnunnar en þeir hafa hannað tól fyrir markþjálfa sem er mest áberandi í dag og eru í samstarfi við ICF.  Markþjálfar fengu að hámarki 4,75 CCFU punkta fyrir að mæta á alla fyrirlestra ráðstefnunnar.  Spurning ráðstefnunnar var: „Hver er framtíð markþjálfunar í fyrirtækjum?“ og gekk ráðstefnan út á að svara því.  Þær fóru yfir nokkra áhugaverða fyrirlestra og sögðu ítarlega frá þeim. 

Sá fyrsti var frá Dr. Hogan „Who is Uncoachable? Hvað einkennir fólk sem erfitt er að markþjálfa? Það eru þeir sem eru ekki tilbúnir að hlusta, vaxa og dafna.  Einstaklingar þurfa að vera forvitnir til að skoða sjálfa sig og ná fram breytingum.  Hvað er árangursrík markþjálfun? Það er þegar sá sem verið er að markþjálfa fer virkilega að hugsa og skoða hvernig hann getur breytt hegðun sinni.  Skoðaðu endatakmarkið og farðu síðan til baka og finndu leiðina þangað.  Hvað viltu standa fyrir í lífinu?  Hvernig viltu að þú framkallist í samfélaginu þ.e. hvaða orðspor viltu marka.  Árangur er betur tryggður ef þú tengir við kjarnann i sjálfum þér.

Næsti fyrirlesari fjallaði um rannsókn sem PWC gerði fyrir ICF brotið niður eftir aldri.  Því yngri sem þátttakendur voru því meira vissu þeir um markþjálfun sem er jákvætt fyrir fagið, markþjálfun.  Einnig var mælt hvernig stjórnunarstíll er í fyrirtækjum og hvaða aðferð er mest notuð.  Niðurstaðan var sú að óskað var eftir breytingu þ.e. að markþjálfun yrði meira notuð.  Þeir sem eru að stjórna mannauðnum þurfa að horfa á ólíkar kynslóðir og passa upp á yngri kynslóðir og einnig að þjálfa nýja stjórnendur til þess að þeir nái til allra aldursskeiða. Meðalaldur markþjálfa er í kringum 45 ára og þeir þurfa að nýta ólíkar aðferðir við að markþjálfa. 

Kynntir voru örfyrirlestrar þ.e. 20 mínútna fyrirlestrar.  Daphna Horowich hvatti fólk til að hugsa um spurninguna: „Hvað einkennir þig þegar þú ert að bugast?“ Hver er þinn innri kraftur.  Virkjaðu innri kraftinn, notaðu hann og virkjaðu því það er hann sem kemur þér áfram.

Það sem Ágústa tók með sér af ráðstefnunni sem markþjálfi og getur nýtt sér var fyrirlestur  Janet Wilson formaður ICF í Bretlandi.  Hún talaði um bókina „Ethicability“ – Eitt er að vera með stefnu og annað að framkvæma þau „Ethics are moral values in action“.  Janet talaði um þrjú stig 1. Undirbúningur 2. Hvað er rétt (notaðu gildin þín) 3. Prófaðu.  RIGHT módelið var kynnt: R:What are the rules? I:Are we acting with integrity? G:Who is this good for? H:ho could we harm? T:What´s the truth? 

Að lokum voru Prism verðlaunin kynnt.  Einungis markþjálfar í ICF geta tilnefnt fyrirtæki til verðlaunanna en þau fyrirtæki verða að hafa stefnumiðuð markmið sem móta menningu fyrirtækisins. 

 

Um viðburðinn

Future of Coaching in Organisations

Þær Anna María Þorvaldsdóttir ACC markþjálfi og mannauðsstjóri Arctic Adventures og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir ACC markþjálfi og mannauðsráðgjafi hjá Zenter kynna efnistök ráðstefnu sem þær fóru á í Ungverjalandi sl. vor.

ICF Hogan ráðstefnan ræðir nýjar hugmyndir um tilvist markþjálfunar innan fyritækja og reynir að sjá hverning markþjálfun muni festa sig í sessi. Leitast var við að svara spurningunni, hver væri sýnin á framtíð markþjálfunar innan fyrirtækja.

Þær stöllur fara yfir innihald áhugaverðustu fyrirlestranna sem fluttir voru og kynna PRISM verðlaun sem ICF (International Coaching Federation) veita þeim fyritækjum sem hafa unnið vel í því að innleiða markþjálfun í starfsemi sína. Viðburðurinn er samvinna faghóps Stjórnvísi og ICF Iceland – félags markþjálfa.

Ráðstefnan var haldin í samvinnu við Hogan International og ætlunin er að slík ráðstefna verði haldin árlega héðan í frá eftir góða byrjun í Budapest. Hér eru upplýsingar um efnistök ráðstefnunnar http://www.coachfederationevents.com/

Viðburðurinn er hugsaður sérstaklega fyrir starfandi markþjálfa sem og fulltrúa fyritækja sem hafa áhuga á að taka næsta skref í innleiðingu á aðferðum markþjálfunar í fyrirtækjum sínum og vilja fræðast meira um PRISM verðlaunin.

Fleiri fréttir og pistlar

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?