Fyrirlestrarröð SALTO um inngildingu og fjölbreytileika

Faghópur um fjölbreytileika og inngildingu vekur athygli meðlima á áhugaverðum fyrirlestrum SALTO-Youth um inngildingu og fjölbreytileika. Fyrirlestrarröðin er miðuð að þeim sem starfa með ungu fólki en á þó fullt erindi til alls samfélagsins.

Fjallað er um ólíka þætti inngildingar í hverjum fyrirlestri. Í haust hafa verið haldnir fyrirlestrar um kynþætti, hinsegin samfélagið og stéttaskiptingu en eftir eru fyrirlestrar um kyn (20. október) og fjölbreytileika (3. nóvember). Alla fyrirlestrana er hægt að nálgast á formi upptöku nokkrum vikum eftir að þeir hafa verið fluttir, að kostnaðarlausu.

Hægt er að nálgast fyrri fyrirlestrarraðir á vef SALTO ásamt því að samantekt úr fyrirlestrum vetrarins 2020-2021 hefur verið gefin út á rafrænum bækling, ID Talks Magazine. Fyrirlestrarnir veturinn 2020-2021 voru um trú, líkamlega getu, fólksflutninga, kynslóðabil og samtvinnun (e. intersectionality), en eldri fyrirlestrar um inngildingu í rafrænu ungmennastarfi, í samtökum, fyrirtækjum og í samfélögum framtíðarinnar eru einnig aðgengilegir á vefnum. 

SALTO-Youth stendur fyrir Support, Advanced Learning and Training Opportunities for Youth og vinnur SALTO náið með Erasmus+ samstarfinu sem Ísland er þátttakandi í.

Fleiri fréttir og pistlar

Jólakveðja Stjórnvísi 2024

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.  Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason,  Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!