Gæðamál hjá Landmælingum Íslands. Grein í Mbl. höf: Anna Guðrún Ahlbrecht Gæðastjóri hjá Landmælingum Íslands

Gæðamál hjá Landmælingum Íslands

Árið 2005 var mótuð gæðastefna hjá Landmælingum Íslands (LMÍ). Síðan þá hefur markvisst verið unnið að því að bæta gæði í verkefnum stofnunarinnar. Gæðastefnan hefur tekið breytingum í gegnum tíðina og stöðugt er unnið að því að finna út hvaða aðferðir henti vel til þess að auka skilvirkni og gagnsæi í daglegri vinnu.

Hluti af ferlinu var uppbygging og innleiðing nýs gagnaskipulags því hjá Landmælingum Íslands er haldið utan um flókna gagnagrunna sem innihalda mikilvægar og nákvæmar upplýsingar um Ísland.

Margir opinberir aðilar vinna að öflun og vinnslu landupplýsinga og því er vel skilgreint skipulag landupplýsinga mikilvægt. Það kemur í veg fyrir að margir séu að afla sömu gagna og ýtir undir samnýtingu þeirra. Aðgengi að gögnunum verður betra og hlutverkaskipting skýrari.
Árið 2011 voru samþykkt lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar en þau tengjast INSPIRE-tilskipun Evrópusambandsins. LMÍ fara með framkvæmd laganna fyrir hönd umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og er markmiðið þeirra að byggja upp aðgengi að stafrænum landupplýsingum á vegum stjórnvalda. Samkvæmt lögunum er grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar: „Tækni, stefnur, staðlar og mannauður sem þarf til að afla stafrænna landupplýsinga, vinna úr þeim, varðveita, miðla og auðvelda notkun þeirra.“
Með því að koma grunngerðinni á fót gefast mörg tækifæri til umbóta. Hluti af því er að innleiða skipulögð vinnubrögð samkvæmt kröfum alþjóðlegra staðla t.d. ISO 9001 gæðastaðalsins og um leið auka gæði landupplýsinga á Íslandi.
Ákveðið hefur verið að sækja um gæðavottun fyrir starfsemi LMÍ samkvæmt ISO 9001 gæðastaðlinum í byrjun næsta árs.

25.11.13
Anna Guðrún Ahlbrecht
Gæðastjóri hjá Landmælingum Íslands

Fleiri fréttir og pistlar

Faghópur Stjórnvísi um Mannauðsstjórnun – Fyrsti viðburður vetrarins er á fimmtudaginn

Eftir fjölda áskorana hefur faghópur Stjórnvísi um mannauðsstjórnun verið endurvakinn.

Mikill áhugi er á að taka þátt í starfinu og hefur nú verið skipuð sextán manna stjórn, sem endurspeglar vel þann fjölbreytileika sem hópurinn býr yfir. (Sjá frétt hér )

Í faghópnum eru yfir 900 manns, sem gerir hann að einum stærsta faghópnum innan Stjórnvísi. Þar sem sífelld endurnýjun á sér stað í fyrirtækjum hvetjum við ykkur til að framsenda þetta skeyti til áhugasamra einstaklinga innan ykkar fyrirtækja og hvetja þá til að skrá sig í hópinn.

Ný stjórn kemur saman á næstunni og mun í kjölfarið setja fram dagskrá vetrarins.


 

Fyrsti viðburður vetrarins

Fyrsti viðburður er í anda vetrarins um framsýna forystu og er í samstarfi við FranklinCovey á Íslandi.

Áhersla er á framtíð vinnustaða og vinnumenningar og mikilvægi mannlegra gilda á tímum örra tæknibreytinga, gervigreindar og alþjóðlegs umróts. Hvernig má stuðla að því að starfsfólk þrói með sér þá færni sem þarf til framtíðar?

Viðburðurinn er nk. fimmtudag, 4. september og er á Teams (8:30-10:00).  Skráning hér

 

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest á viðburðum vetrarins.

 

Stjórn faghóps um mannauðsstjórnun.

Kick off fundur Stjórnvísi var haldinn í Lava Show í dag föstudaginn 29.ágúst 2025.

Hér má sjá myndir frá fundinum.
Í dag hittust stjórnir faghópa Stjórnvísi í Lava Show þar sem nýju starfsári var startað með sannkölluðum sprengikrafti.  Þema starfsársins er "Framsýn forysta".  Farið var yfir ýmis atriði til að létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, góður tími gafst til að sameinast um viðburði,  skerpt var á stefnu og gildum félagsins og boðið var upp á morgunkaffi í einstaklega fallegu og notalegu umhverfi. .  

Krafturinn í stjórnum faghópanna er mikill eins og meðfylgjandi excelskjal sýnir þar sem komin eru drög að á annað hundruð viðburða í vetur. Einnig hlýddum  við á einstaklega áhugavert erindi frá stofnanda Lava Show Ragnhildi Ágústsdóttir.  Að lokum var öllum boðið á þessa mögnuðu sýningu.  Í lok hennar voru allir leystir út með gjöf.  

Nýkjörin stjórn faghóps um mannauðsstjórnun.

Yfir fjörtíu áhugaverðir aðilar sýndu áhuga á að setjast í stjórn faghóps um mannauðsstjórnun, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins.

Úr varð sextán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var á Kringlukránni í dag þar sem félagar kynntu sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Stjórnin mun hittast fljótlega aftur til að móta hugsanlegar áherslur hópsins. Stjórnin kaus Helgu Rún Jónsdóttur  sem formann og Völu Jónsdóttur sem varaformann.   Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.   

Stjórn faghópsins skipa:  Dagný Guðsteinsdóttir Efling, Dóra Lind Pálmarsdóttir FSRE, Geir Andersen Fastus ehf, Hanna Lind Garðarsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Helga Rún Jónsdóttir Swappagency, Helgi Guðjónsson Veitur, Hildur Steinþórsdóttir KPMG, Hrefna Sif Jónsdóttir Tixly, Ingólfur Helgi Héðinsson Kilroy, Laufey Inga Guðmundsdóttir Fagkaup, Lilja Hrönn Guðmundsdóttir Strætó, María Baldursdóttir Hafnarfjarðarbær, Ólafur Ólafsson Faxaflóahafnir, Sigurður Ólafsson Gott og gilt og Vala Jónsdóttir Carbfix.

Sautján fyrirmyndarfyrirtækjum í stjórnarháttum veitt viðurkenning

Á hátíðlegri athöfn á Nauthóli í dag hlutu 17 íslensk fyrirtæki nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Viðurkenningarnar eru veittar af Stjórnvísi, Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland. 
Fyrirtækin sem hlutu viðurkenningu árið 2025 eru: 
Alvotech, Arion banki, Eik fasteignafélag, Fossar fjárfestingarbanki, Heimar, Icelandair Group, Íslandssjóðir, Kvika banki, Orkan IS, Reiknistofa bankanna, Reitir fasteignafélag, Sjóvá, Skagi, Stefnir, VÍS, Vörður tryggingar og Ölgerðin Egill Skallagríms. 
Markmið verkefnisins er að efla traust í viðskiptalífinu og styrkja innviði fyrirtækja með því að hvetja til skýrra vald- og ábyrgðarskipta innan stjórna og stjórnenda. Fylgni við góða stjórnarhætti stuðlar að faglegri ákvarðanatöku, ábyrgari rekstri og bættri samskiptamenningu innan fyrirtækja. Þannig verður stjórnarstarf bæði skilvirkara og traustara í augum almennings. Liður í því er meðal annars útgáfa, og regluleg uppfærsla, leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja sem sjá má á www.leidbeiningar.is

Fyrirmyndarfyrirtækin 17 eru afar fjölbreytt en þar má nefna fjármála- og trygginga­starfsemi, fjarskipti, leigustarfsemi, eignaumsýslu og ferðaþjónustu. Fyrirtækin þykja öll vel að nafnbótinni komin enda eru starfshættir stjórna þeirra vel skipulagðir og framkvæmd stjórnarstarfa til fyrirmyndar. 

Erindi flutti Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og stjórnarformaður nýs Rannsóknarseturs HÍ um jafnrétti í efnahags-og atvinnulífi. Viðurkenningarnar voru afhentar af Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Fundarstjóri var Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.

Stjórn endurkjörin á aðalfundi

Aðalfundur var haldinn í maí. Á fundinum var samþykkt að halda sömu stjórn og síðasta ár.

Stjórn félagsins var því endurkjörin og skipa hana eftirtalin:

  • Formaður: Hrafnhildur Birgisdóttir

  • Meðstjórnendur:

    • Erla Jóna Einarsdóttir

    • Jónína Guðný Magnúsdóttir

    • Magnús Bergur Magnússon

    • Magnús Ívar Guðfinnsson

    • Súsanna Magnúsdóttir

    • Þóra Kristín Sigurðardóttir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?