Magnús Diðrik Baldursson, gæðastjóri Háskóla Íslands tók vel á móti Stjórnvísifélögum í HÍ með rjúkandi kaffi og góðu meðlæti. Magnús Diðrik fór yfir að mikilvægt leiðarljós fyrir háskóla í Evrópu væri Bolognia ferlið, sem er samvinnuferli allrar Evrópu. Grundvallarhugmyndin er að samþætta háskólastarfið. Ljóst sé hvað hver og einn nemandi hefur gert t.d. MA 3 ár MS 2ár. Nú er því auðvelt að meta menntun milli landa. Rammi var samþykktur utan um þetta ferli, hvað þarf að vera fyrir hendi, hvaða kröfur þurfa þeir sem meta að uppfylla. Ákveðnar matsstofnanir eru viðurkenndar innan Evrópu. Í íslensku lögunum segir að allir háskólar skulu vera viðurkenndir af menntamálaráðherra. Háskólar hafa ekki sjálfsagt leyfi til að vera með doktorspróf. Háskólinn á Akureyri hefur ekki heimild til að bjóða doktorsnám. Landbúnaðarháskólinn hefur skilyrta heimild og HR hefur heimild. Það er hlutverk ráðherra að fara með ytra eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna.
Í dag fara Háskólarnir algjörlega með sín starfsmannamál og menntamálaráðuneytið er að tryggja ytra eftirlit. Í nánast öllum Evrópulöndum eru sjálfstæðar matsstofnanir sem eru óháðar pólitíska valdinu og stofnunum sem fara með úttektir. Markmiðið með gæðastarfi í háskólum er að skapa kraft til framfara. Í gæðaráði íslenskra háskóla eru erlendir prófessora sem hafa aðsetur hjá Rannís.
Ráðið sjálft skipuleggur, setur leikreglur og fylgist með en er ekki með úttektirnar sjálft. Nú eru það gæðastjórar háskólanna sem mynda ráðgjafarnefnd gæðaráðs íslenskra háskóla. Það er mikilvægt til að auka samvinnu milli háskólanna. Háskólarnir eru sjö talsins og eiga ekki að vera í blóðugri samkeppni helda styrkja hvorn annan. Gæðaráðið kom fram með handbók, Quality Enhancement Handbook for Icelandic Higher Educaton 2011. Háskólarnir bera sjálfir ábyrgð á gæðum starfsemi sinnar.
Í upphafi gerðu allir háskólar landsins tillögu að því hvernig ætti að meta allar faglegar einingar sínar. Öll námsstig, grunn-, meistarar og doktorsnáms. Mat skólans sjálfs á sínum faglegu einingum. HÍ skiptist í 5 fræðasvið og síðan í deildir innan þeirra. Í heild er HÍ með 27 faglegar einingar sem meta sig. HÍ verður síðan metinn sem heild.
Þetta er skólahlutinn sem er metinn, ekki rannsóknarhlutinn. Þetta er eins og úttekt á gæðakerfi. Hver og ein deild fer í gegnum sjálfsskoðun og fer yfir hvernig tryggt er að námið skili því sem það á að skila. Áhersla er lögð á sjálfsmatsskýrslur sem eru ekki lengur eins viðkvæmar og áður var, heiðarleiki er hafður að leiðarljósi. Það er ekki auðvelt að meta hvað er góð kennsla en rannsóknir er auðveldara að meta þ.e. í hvaða tímaritum eru þær birtar. Þarna er hægt að telja. En það er öllu erfiðara að finna mælikvarða á góðan kennara. En hvernig vegnar nemendur og líður í nemendum? Er það mælikvarði?
Sjálfsmatsferlið: skipaður er sjálfsmatshópur fyrir hverja deild sem framkvæmir matið og ritar sjálfsmatsskýrslu. Hver deild þarf að gera tillögu um þrjá erlenda aðila í hópinn sem eru nokkurs konar fyrirmyndir úr erlendum háskólum. Þessi útlendingur er í senn ráðgjafi en líka aðhald og hluti af hópnum. Síðan er fulltrúi atvinnulífsins, þ.e. er skólinn að mennta nemendur rétt fyrir atvinnulífið.
Í upphafi fær hver deild afhent sín göng, fjöldi nemenda, fjöldi virkra nemenda, kennara endurkomuhlutfall, rannsóknaafköst. (reflective analyses). Viljinn til að taka framförum er misjafn, sumir líta á þetta sem hvimleiða vinnu á meðan aðrir líta á þetta sem tækifæri. Hvernig vitum við hvernig nemendum líður? Félagsvísindastofnun HÍ gerir könnun meðal nemenda á 2.ári í grunnnámi. Hliðstæð könnun er meðal meistaranema, doktorsnema, fyrrverandi nemenda. Sama könnun er gerð í Bretlandi þannig að þeir hafa samanburð. Bretar nota þetta mikið þ.e. þegar þú t.d. ert að skoða nám þá sérðu með bendlinum hve margir voru ánægðir með þetta nám í fyrra o.s.frv.
Sjálfsmatsskýrslur eru ekki gerðar opinberar en eru aðgengilegar á innra neti.
Eftirfylgni. Sjálfsamtsskýrslur deilda eru í reynd þróunar-og umbótaáætlanir þeirra. Áhersla á að skýrslurnar dragi fram styrkleika og veikleika og innihaldi skýrar niðurstöður og tíma-og markmiðasetta aðgerðaráætlun. Áhersla á að deildir setji sér skýra stefnu ummálefni náms og kennslu. Áhersla á að sjálfsamtsskýrslum sé dreift sem víðast innan deildar og fræðasviðs og að efni þeirra sé rætt með skipulegum hætti. Einu sinni á ári eftir skil gera forseti viðkomandi fræðasviðs og deildarforseti ásamt úttektarnefnd grein fyrir árangri og eftirfylgni. Innra aðhald og festa. (Hásólinn verður spurður að því hvað hafið þið gert með þetta?) en þetta er ekki alveg gallalaust, hvað gerist svo. Gulls ígildi að fá ytri skýrslur. Skólarnir tilnefna aðra háskóla sem skulu verða samanburðarháskóli fyrir matsnefndina. Þessi útlendi hópur skrifar skýrslu, gefur mat og gefur að lokum dóm þ.e. a) getu háskólans til að tryggja gæði prófgráðanna sem skólinn veitir og b)getu háskólans til að tryggja gæði námsins og námsreynslu nemenda. Dómurinn hefur bein áhrif á viðurkenningu háskólans. Trúverðugleiki allra háskóla á Íslandi er undir því ef einn háskóli er ekki að standa sig er Ísland ekki að standa sig.
Gæðamat í háskólastarfi á Íslandi og við HÍ
Fleiri fréttir og pistlar
Til að tilnefna fyrir árið 2026 smellið hér
Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2026. Sjá myndband.
Stjórnvísifélagar eru hvattir til að hafa í huga að þema stjórnar starfsárið 2025-2026 er "Framsýn forysta".
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2026 verða veitt í sautjánda sinn í febrúar næstkomandi við hátíðlega athöfn á Grand hótel, Háteigi, kl.16:00-17:10. Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Við hvetjum alla landsmenn til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja 1. millistjórnendur 2. yfirstjórnendur 3.frumkvöðla/brautryðjendur í fyrirtækjum innan sem utan raða Stjórnvísi sem þeim þykir hafa skarað framúr á sínu sviði.
Dómnefnd birtir lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga.
Frestur til að tilnefna rennur út 17. desember 2025.
Hver og einn Stjórnvísifélagi getur tilnefnt og rökstutt eins marga og hann vill innan sem utan síns fyrirtækis. Opið er fyrir tilnefningar í öllum faghópum Stjórnvísi sem sjá má á vef félagsins; https://www.stjornvisi.is/is/
Dómnefnd tekur við öllum tilnefningum, vinnur úr þeim og útnefnir verðlaunahafa.
Viðmið við tilnefningu:
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í starfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.
Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsfólk til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.
Dómnefnd.
Það er Stjórnvísi mikið í mun að verðlaunin séu byggð á faglegu mati og því eru viðmið og ferli verðlaunanna vel skilgreind og dómnefnd er skipuð sérfræðingum og reynslumiklum stjórnendum.
Dómnefnd 2026 skipa eftirtaldir:
Salóme Guðmundsdóttir, formaður dómnefndar, framkvæmdastjóri Ísorku og stjórnarformaður Kadeco.
Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar.
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.,og stjórnarkona.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins: https://www.stjornvisi.is/is/
Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um almannatengsl, miðlun og samskipti hélt vel heppnaðan haustfund í Húsi máls og menningar við Laugaveg miðvikudaginn 5. nóvember 2025. Fundurinn var opinn öllu áhugasömu fólki og fjölsóttur. Faghópurinn fékk þrautreynda reynslubolta í faginu til að opna fundinn með stuttri framsögn um sig og sín verkefni, ásamt vangaveltum yfir framþróun fagsins. Þau voru Ásgeir Friðgeirsson ráðgjafi, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ráðgjafi, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, Gísli Freyr Valdórsson blaðamaður og ráðgjafi, Særún Ósk Pálmadóttir ráðgjafi hjá KOM og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir ráðgjafi hjá Aton. Umræðum stýrði Stefán Hrafn Hagalín framkvæmdastjóri Þrettánellefu.
Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um þjónustu- og markaðsstjórnun hélt fyrsta viðburð haustsins í Björtuloftum í Hörpu föstudaginn 7. nóvember síðastliðinn.
Hvert sæti var skipað þegar Ingibjörg Kristinsdóttir þjónustuhönnuður hélt erindi sitt „Frá innsýn til aðgerða“ í Hörpu. Hún leiddi þar gesti í gengum skemmtilega blöndu af fræðum og reynslu.
„Þjónustuhönnun hefur löngum sannað sig sem aðferðafræði sem eykur ánægju viðskiptavina og starfsfólks, eykur tekjur fyrirtækja, minnkar kostnað, eykur skilvirkni, minnkar áhættu, eykur tryggð viðskiptavina og eykur líkurnar á að viðskiptavinurinn velji fyrirtækið aftur og aftur“ segir í kynningu viðburðarins.
Ingibjörg fékk fjölmargar spurningar og í lokin spjölluðu gestir og nutu samverunnar í fallegu útsýni Björtulofta.
Stjórn faghópsins þakkar gestum kærlega fyrir komuna og minnir á næsta viðburð faghópsins sem verður í húsakynnum Icelandair í Hafnarfirði 27. nóvember nk.
Enn eru nokkur pláss laus á STAÐFUNDINUM "Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina" sem fram fer 28. okt. kl. 09:00-10:30 í húsnæði Náttúrufræðistofunar Urriðaholtsstræti 6-8, Garðabæ. Sjá nánar í hér að neðan.
Skráning fer fram að venju á vef Stjórnvísi - sjá hér: https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/kaffi-og-kafad-a-dyptina
---
Faghópur um gæðastjórnun býður áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utan um samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.
Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall😊
Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 25 manns. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær.
Stjórnvísifélagar fjölmenntu í JBT Marel í morgun þar sem Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel fræddi okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.
Boðið var upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30. Eftir kynninguna var öllum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.