Samfélagsábyrgð fyrirtækja er í raun tæki til að vinna með viðskiptavinum og samfélagi á einfaldan og árangursríkan hátt.
Atriði sem stuðla að góðu orðspori:
Sýnin um að vera hluti af lausninni - Verkefni á sviði umhverfismála og samfélags þarf að leysa, hvert er hlutverk fyrirtækisins og hvaða tækifæri hefur það til að leggja sitt af mörkum til úrbóta? Miðlið sýn fyrirtækisins og lausnum.
Láta verkin tala - Orðsporið byggir á aðgerðum og árangri. Að auglýsa ímynd án innistæðu getur skaðað meira en að gera ekkert. Útlistið í hverju áskoranir ykkar liggja og hverju þið ætlið að áorka.
Starfsmenn virkjaðir - Starfsmenn þarf að virkja; það veitir ánægju að tilheyra hópi sem hefur eitthvað meira fram að færa en hagnað. Því skýrari skilaboð sem starfsmenn fá, því auðveldara er að taka réttar ákvarðanir, efla fyrirtækið og vera eftirsóttur vinnustaður.
Fræða viðskiptavini - Að fræða viðskiptavinina er árangursrík leið. Með því að deila lausnum fyrirtækisins út á við sýnið þið frumkvæði, hafið keðjuverkandi jákvæð áhrif í virðiskeðjunni og eflið orðsporið.
Beita áhrifum - Með þrýstingi má hafa jákvæð áhrif á markaðinn, t.d. á stefnumótun, innkaup og lagasetningu. Stuðningur frá atvinnulífi er mikilvægur til að bæta umhverfi og samfélag.
Vinna með hagsmunasamtökum - Hlustið á væntingar annarra með lausnir í huga, þannig gefst tækifæri til að læra og deila upplýsingum.
Segja sögu fyrirtækisins - Vandið ykkur við að miðla sögu, lærdómi og áherslum fyrirtækisins.
Miðlun þarf vera smekkleg og með tilfinningu fyrir hagsmunaaðilum.
Góðar reynslusögur - Góð dæmi um árangur berast víða og smita út frá sér.