Green Lean - umhverfisvænni rekstur fyrirtækja

Faghópar um samfélagsábyrgð fyrirtækja og Lean héldu í morgun fund í Háskólanum í Reykjavík. Markmið fundarins er að kanna hvernig Lean aðferðafræðin getur nýst fyrirtækjum sem vilja innleiða samfélagslega ábyrgð í starfsemi sína. Farið var yfir grunnhugmyndir Lean Management og samfélagsábyrgðar fyrirtækja með það í huga að finna góðar aðgerðir (e. best practices) sem nýtast fyrirtækjum. Fundurinn var frekar óhefðbundinn en Ketill Berg reið á vaðið og kynnti samfélagsábyrgð. Samfélagsábyrgðarhugtakið tengist sjálfbærri þróun. Sjálfbær þróun flest í því að við erum að nýta gæðin í dag, félagslegar og náttúrulegar, þannig að komandi kynslóðir gangi beint að þeim.
Það sem hefur náðst er að mæla árangur fyrirtækja. ISO 26000 er leiðbeiningarstaðall, ekki vottunarstaðall, skjal sem tryggir að allir hafi sama skilning á því hvað samfélagsábyrgð er. Samfélagsábyrgð felst í að fyrirtæki axli ábyrgð á áhrifum sem ákvarðanir og athafnir þess hafa á samfélagið og umhverfið. Einhver fyrirtæki leggja áherslu á umhverfismál á meðan önnur leggja áherslu á persónuöryggi. Hagaðilar eru: viðskiptavinir, birgjar, eigendur, þjóðfélag, starfsfólk, fjárfestar og náttúran. Huga þarf að allri keðjunni þegar talað er um „frá króki að disk“ og átt er við fisk. Hvaða áskorunum stöndum við frammi fyrir. Þetta er risastórt verkefni. Samfélagsábyrgð er fallegt orð en það það er hætta á því að fyrirtæki blekki neytendur. Fyrirtæki þarf engan veginn að vera fullkomið í samfélagsábyrgð en það þarf að setja niður mælanleg markmið. En hvernig getur hver og einn haft áhrif? Er til stefna?

Næst tók við Aðalheiður Sigursveinsdóttir, Expectus. Straumlínustjórnun er safn hugmynda og aðferðafræði. Allt er miðað við þarfir viðskiptavinarins. Unnið er eftir skilvirkum hætti og verið að rýna út frá skilvirkni. Jafningjastjórnun, sjónræn sem krefst aga og stöðugra umbóta. Horft er á virðiskeðjuna alla leið út frá skilvirkni og reynt að eyða sóun. Verkefni eru stöðugt rýnd, hvað getur við gert betur? Saman myndar þetta menningu, þ.e. sameiginlega upplifun fólks, í lagi er að gera mistök, við erum stöðugt að læra. Þegar verið er að horfa á strauma er verið að horfa á hvað viðskiptavinurinn er að upplifa, hvernig er flæðið og hvernig vinnum við saman. Hvað er nauðsynlegt og hvað er ekki nauðsynlegt? Straumlínustjórnun er ekki hlutverk, gildi, stefna eða markmið. Fyrirtæki eru með hlutverk og stefnu og mynda sér gildi. Gildin eru svo djúpstæð og hafa áhrif á svo margar ákvarðanir. Markmið eru svo skoðuð reglulega. Síðan er t.d. straumlínustjórnun og 4DX nýtt til að ná rauntölum. Menning er samheiti yfir hegðun og hugarfar. Lean er ekki markmið í sjálfu sér heldur aðferð. ÁTVR segir að samfélagsábyrgð sé partur af hlutverki sínu. Þannig fer það inn í stefnuna, gildin og markmið. Þannig tekst það. Ekki er nægjanlegt að setja merkimiðann. Orð eru til alls fyrst.
Hvernig er hægt að nýta mælikvarðana fyrr í fyrirtækjum. En hvernig er hægt að mæla samfélagsábyrgð? Verið er að mæla jafnlaunavottun sem er samfélagsábyrgð eða jafnrétti. Blandaðir hópar skila betri ábyrgð. Það er mikilvægt að átta sig á því að það eru rekstrarlegir mælikvarðar, fjármála, starfsánægju of.l. sem starfsfólkið sjálft hefur áhrif á. Ef við náum að tengja það sem við gerum dags daglega við fjárhagsárangur þá skiptir það máli. Lean er ekki viðskiptastefna heldur rekstrarstefna. Það þarf að samvefja Lean og samfélagsábyrgð stefnu og gildi starfsmanna fyrirtækja. Ef allir í fyrirtæki skilja um hvað það snýst að vera ábyrgari í samfélagsmálum þá gengur innleiðingin betur. Auðvelt er t.d. að setja upp í mælikvarða sóun matvæla. Nú eru nokkrar verslanir farnar að bjóða matvæli sem eru að renna út í stað þess að farga þeim. Í dag þurfum við að geta lifað gildin okkar í vinnunni líka, ekki lifað tveimur aðskildum lífum. Hverjum dytti í hug að nota stöðugt plastmál heima hjá sér? Hvernig ætlum við að vera heil og sönn? Hvað skiptir þig mestu máli? Spyrja þarf um af hverju erum við að fara að gera þetta, hver er ávinningurinn? Hvað þýðir að vera ábyrgur? Hvernig eru starfsmenn virkjaðir betur? Mikilvægt í samfélagsábyrgðinni er að horfa ekki bara á Ísland heldur á heiminn sem einn stað. Mikilvægt er að hver og einn finni að hans framlag skipti máli. Mötuneyti getur sett um mælikvarða varðandi sóun o.fl.

Fleiri fréttir og pistlar

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?