Hafa boðið sig fram til stjórnar Stjórnvísi 2012-2013
Kæru Stjórnvísisfélagar.
Aðalfundur Stjórnvísi verður haldinn á veitingahúsinu Nauthóli fimmtudaginn 10. maí og hefst hann kl. 15:30.
Fundurinn hefur þegar verið auglýstur með löglegum fyrirvara en í sömu auglýsingu var minnt á að allir félagsmenn geta boðið sig fram til stjórnar og formennsku. Í stjórninni sitja 7 aðalmenn og 2 varamenn.
Formaður félagsins er kjörinn til eins árs í senn og getur hann mest setið í tvö ár.
Meðstjórnendur eru kosnir til tveggja ára og þá ævinlega þrír í senn.
Tveir varamenn eru kjörnir til eins árs í senn og sitja þeir alla stjórnarfundi.
Eftirtaldir hafa boðið sig fram til stjórnar Stjórnvísi fyrir næsta starfsár 2012 til 2013:
Til formanns:
Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar.
Til stjórnarsetu til næstu tveggja ára:
Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs Íslenska gámafélagsins.
Fjóla María Ágústsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu yfirstjórnar velferðaráðuneytisins.
Ingibjörg Eðvaldsdóttir, gæða- og öryggisfulltrúi Sorpu
Þorvaldur Ingi Jónsson, viðskipta-og stjórnunarráðgjafi.
Til varamanna í stjórn:
Sigurjón Þór Árnason, gæða-og öryggisstjóri Tryggingastofnunar ríkisins
Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel
Eftirtalin voru kosin á aðalfundi 2011 til tveggja ára og sitja áfram í stjórn næsta starfsárs:
Einar S. Einarsson, framkvæmastjóri þjónustu-og sölusviðs ÁTVR.
Hrefna Briem, umsjónarmaður BSc náms í Háskólanum í Reykjavík.
Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar.
Til skoðunarmanna reikninga:
Bára Sigurðardóttir viðskiptafræðingur, mannauðsstjóri Termu.
Arney Einarsdóttir, lektor í HR og framkvæmdastjóri hjá HRM - Rannsóknum og ráðgjöf.
Til fagráðs:
Auður Þórhallsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá Samskipum.
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar- og nýsköpunar hjá
Samtökum iðnaðarins.
Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hjá Ríkisendurskoðun
Kristinn Tryggvi Gunnarsson, ráðgjafi hjá Expectus og kennari við HR.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, ráðgjafi hjá Vendum.