Hannaðu líf þitt! Það eru margar ranghugmyndir í gangi.

Fjölmenni var í Háskólanum í Reykjavík á fundi á vegum faghópa um markþjálfun og mannauðstjórnun.  Fyrirlesarinn Ragnhildur Vigfúsdóttir kynnti hugmyndafræðina og bókina Designing your life en hún fékk síðastliðið sumar réttindi eftir að hafa hlotið þjálfun hjá höfundum bókarinnar í US. Ragnhildur hvatti til þess að lesa bækurnar „Designing your life“ og „Daring Greatly“.  Í fyrirlestri sínum sagði Ragnhildur margar ranghugmyndir í gangi:  1. að gráðan þín ákvarði starfsferilinn 2. hafi menntaskólaárin ekki verið bestu ár ævi þinnar þá verði háskólaárin það 3. ef þú meikar það verður þú hamingjusöm/samur og 4. það er of seint.  En það er aldrei neitt of seint og þú þarf bara að finna köllun þína, það gerist ekki neitt fyrr en þú byrjar á einhverju. Það þarf að gefa hlutunum séns, málið er að byrja einhvers staðar.  Ragnhildur lagði mikla áherslu á að vandamál eru til að leysa þau og ekkert svar er til.  Útgangspunkturinn á að vera „Byrjaðu þar sem þú ert. Hugsaður eins o hönnuður; vertu forvitinn, prófaðu hluti, endurhugsaðu, mundu að þetta er ferli og biddu um hjálp.  Ragnhildur dreifði blöðum til allra þar sem félagar fylltu út „tankinn“ þ.e. mælaborð sem sýndi hver staðan væri á ást, leik, vinnu og heilsu.  Í ást er átt við hvort þú eigir í kærleiksríku sambandi við þína nánustu, hefurðu nægan tíma til að leika þér, ertu ánægður í vinnunni og með heilsuna.  Í dag eru margir að leika sér allt of mikið þ.e. í tölvunni.  Mikilvægt er að meta sig og skoða hvar maður getur gert örlítið betur og taka hænuskref, hvað er hægt að gera næstu daga.  Gera margar litlar tilraunir til að fylla á tankinn.  Sýna sjálfri sér samkennd.  Einnig er önnur æfing sem kallast áttavitinn.  Hver er ég? Hverju trúi ég? Hvað er ég að gera?  En þetta er lykillinn að því hvað næst?  Önnur gagnleg verkfæri er að spyrja sig spurninga eins og hvenær er gaman? Hvenær gleymirðu þér?  Einnig kynnti Ragnhildur Ódysseifsáætlunina sem byggist á því hvaða líf sé rétt fyrir þig núna.  Gerð er 5 ára áætlun sem gengur út á að finna þrjú algjörlega ólík líf.     

Um viðburðinn

Hannaðu líf þitt

Stofa M209

Bill Burnett og Dave Evens hafa kennt afar vinsælt námskeið við Stanford háskóla sem ber heitið Designing Your Life og hefur nýst fjölmörgum við að breyta lífi sínu. Þeir félagar trúa því að breytingar krefjist ferils, hönnunarferils, til að við getum áttað okkur á því hvað við viljum og hvernig við náum því. Aðferðin felst í því að hugsa eins og hönnuðir, og hanna og búa sér líf – á hvaða aldri sem er – þar sem við blómstrum.

Ragnhildur Vigfúsdóttir er ein 45 markþjálfa sem sótti þjálfun hjá þeim s.l. sumar og fékk í kjölfarið réttindi sem Designing Your Life Certified Coach. Ragnhildur nýtir aðferðafræðina með markþegum sínum á ýmsan hátt og kynnir þær á þessum fundi. Ragnhildur hefur unnið að flestum sviðum mannauðsmála sem jafnréttis- og fræðslufulltrúi Akureyrarbæjar, lektor við Nordens Folkliga Akademi, starfsþróunarstjóri hjá Landsvirkjun og sem ráðgjafi hjá Zenter. Ragnhildur er með MA í sögu og safnfræðum, með diplóma í starfsmannastjórnun og jákvæðri sálfræði, alþjóðlega vottaður ACC markþjálfi, NLP master coach og Certified Daring Way™ Facilitator sem þýðir að hún má halda námskeið byggð á fræðum Dr Brené Brown. Ragnhildur hefur alþjóðleg réttindi til að leiða vinnu með teymi byggð á fræðum Lencioni og er Certified Designing Your Life Coach. Ragnhildur notar meðal annars styrkleikagreiningar, Strength Profile, fyrir markþega sína og einnig fyrir teymi og deildir innan fyrirtækja og stofnana. 

Fleiri fréttir og pistlar

Áhugaverð skýrsla um þróun gervigreindar

Sjá skýrsluna með því að opna eftirfarandi vefslóð AI Index Report 2024 – Artificial Intelligence Index (stanford.edu)

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?