sæl öll,
Nú er hauststarf faghópsins um Kostnaðarstjórnun og -greiningu að fara af stað og allt tekur þetta smá tíma, en ekkert gerist að sjálfu sér. Nú eru tveir viðburðir komnir á dagskrá faghópsins, en vonandi að hægt sé að halda 4 viðburði á haustönn 2016. Hér með er óskað eftir fólki sem vill starfa í stjórn faghópsins. Mjög gott er að hafa 5 til 7 í stjórn faghópsins, þannig að hægt væri að skipta verkefnum á milli sín, án þess að það verði of tímafrekt fyrir hvern og einn. Það er vitað mál að allir geta ekki alltaf mætt á alla stjórnarfundi eða viðburði faghópsins, því er frábært að geta dreift verkefnunum eitthvað. Vinsamlegast sendið inn póst netfangið procontrol@procontrol.is ef þið hafið áhuga að starfa í faghópnum.
kveðja
Einar Guðbjartsson,
formaður.