Helstu mistök frumkvöðla eru: 1. Að halda að maður verði ríkur srax 2. Setja ......

Haukur Guðjónsson einn af stofnendum Búngaló og ritstjóri vefsíðunnar frumkvodlar.is segir helstu mistök frumkvöðla vera: 1. Að halda að maður verði ríkur strax 2. Setja of mikinn pening í fyrirtækið 3. Ætla að leysa of mörg vandamál (einbeita sér að einni lausn og gera það vel) 4. Halda að varan selji sig sjálf (algeng mistök meðal frumkvöðla) 5. Reyna að búa til hina fullkomnu vöru (nota frekar einfalda vöru og ekki gleyma sér í smáatriðum) 6. Velja ranga samstarfsaðila (hafa í huga að tala opinskátt um alla hluti) 7. Bíða eftir fjármögnun (mjög sjaldgæft að fá strax fjármagn, finna frekar hugmynd) 8. Ísland er ekki stórasta land í heimi (Ísland er mjög lítill markaður). 9. Gleyma hvaðan tekjurnar koma (margir frumkvöðlar gleyma að hugsa um tekjurnar þ.e. að hugsa um að fá nægar tekjur. 10. Frestunarárátta (þetta eru ein algengustu mistökin, ef fyrirtækið á að verða alvöru þá verður að framkvæma strax.
Rúna Mangúsdóttir, einn af stofnendum BRANDit og alþjóðlegur stjórnendamarkþjálfi og fyrirlesari ræddi um orðspor og ímynd frumkvöðla. Það eru fyrstu 7 sekúndurnar sem skipta öllu máli, þá tökum við ellefu ákvarðanir. Við sem frumkvöðlar verðum að muna að fólk man eftir þeim í gegnum söguna sína. Leyfðu sögunni þinni að njóta sín. Hugsa með sér: Ef ég væri bíll hvernig bíll væri ég þ.e. tegund. Þegar við byggjum upp brandið þá erum við við sjálf. Rúna vinnur við að hjálpa einstaklingum að ná árangri. S-in 3 í Persónu Branding 1.Skýr (hvað lofum við að gera og hvað ekki d.bíllinn er hann fjölskyldubíll eða ekki). Fyrir hvað stendur þú? Ætlarðu að vera meðalmanneskja í atvinnulífinu eða standa upp úr. 2. Samræmi (við ætlum að koma hugmynd á framfæri. Það sem við lofum að gera, að við gerum það dag eftir dag). Hvernig er myndin sem við búum til er hún sú sama aftur og aftur. 3.Stöðugleiki. Lesa bókina um Steve Jobs hún sýnir hvernig brandið var byggt upp. Í dag eru 200millj.manns á Linkedin Það er búið að googla okkur alls staðar. Passa að hann sé réttur, þar ráðum við hvað stendur inni. Netverkið okkar er þarna inni. Við getum gert svo miklu meira á Linkedin. Það er gott að fá endurgjöf en við verðum að passa upp á að aðrir stjórni ekki hvernig við erum. Við verðum að koma inn þeirri tilfinningu að við höfum eitthvað nýtt fram að færa. Ertu aðilinn sem reynir sitt besta eða segist vera sá besti. Allir eiga sér sögu, í henni eru áskoranir, tækifæri og hindranir sem við höfum yfirstigið. Aðrir vilja heyra hvernig við fórum að því að verða þær manneskjur sem við erum í dag. Þar sjáum við meðalmanneskjuna eða þann sem stendur út úr. Með því að fókúsa á þinn styrkleika nærðu árangri. Facebook reynist mjög vel. Gott að gefa virði í þekkingu. Ef öðrum finnst áhugavert það sem þú ert að gera munu þeir fylgja þér. Allir mæla með auglýsingu á facebook. Tala líka við fyrirtæki sem vilja hjálpa frumkvölum.

Fleiri fréttir og pistlar

Óskað er eftir tilnefningum - Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2026.

Til að tilnefna fyrir árið 2026 smellið hér
Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2026. Sjá myndband. 

Stjórnvísifélagar eru hvattir til að hafa í huga að þema stjórnar starfsárið 2025-2026 er "Framsýn forysta".

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2026 verða veitt í sautjánda sinn í febrúar næstkomandi við hátíðlega athöfn á Grand hótel, Háteigi, kl.16:00-17:10. Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Við hvetjum alla landsmenn til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja 1. millistjórnendur 2. yfirstjórnendur 3.frumkvöðla/brautryðjendur í fyrirtækjum innan sem utan raða Stjórnvísi sem þeim þykir hafa skarað framúr á sínu sviði.

Dómnefnd birtir lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga.
Frestur til að tilnefna rennur út 17. desember 2025.
Hver og einn Stjórnvísifélagi getur tilnefnt og rökstutt eins marga og hann vill innan sem utan síns fyrirtækis. Opið er fyrir tilnefningar í öllum faghópum Stjórnvísi sem sjá má á vef félagsins; https://www.stjornvisi.is/is/faghopar
Dómnefnd tekur við öllum tilnefningum, vinnur úr þeim og útnefnir verðlaunahafa.


Viðmið við tilnefningu:
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í starfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.

Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsfólk til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.

Dómnefnd.
Það er Stjórnvísi mikið í mun að verðlaunin séu byggð á faglegu mati og því eru viðmið og ferli verðlaunanna vel skilgreind og dómnefnd er skipuð sérfræðingum og reynslumiklum stjórnendum.
Dómnefnd 2026 skipa eftirtaldir:

Salóme Guðmundsdóttir, formaður dómnefndar, framkvæmdastjóri Ísorku og stjórnarformaður Kadeco.
Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar.
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.,og stjórnarkona.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins: https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun

Þrautreyndir reynsluboltar með framsögn í Húsi máls og menningar

Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um almannatengsl, miðlun og samskipti hélt vel heppnaðan haustfund í Húsi máls og menningar við Laugaveg miðvikudaginn 5. nóvember 2025. Fundurinn var opinn öllu áhugasömu fólki og fjölsóttur. Faghópurinn fékk þrautreynda reynslubolta í faginu til að opna fundinn með stuttri framsögn um sig og sín verkefni, ásamt vangaveltum yfir framþróun fagsins. Þau voru Ásgeir Friðgeirsson ráðgjafi, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ráðgjafi, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, Gísli Freyr Valdórsson blaðamaður og ráðgjafi, Særún Ósk Pálmadóttir ráðgjafi hjá KOM og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir ráðgjafi hjá Aton. Umræðum stýrði Stefán Hrafn Hagalín framkvæmdastjóri Þrettánellefu.

Fullt hús á fyrsta viðburði Faghóps um þjónustu- og markaðsstjórnun

Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um þjónustu- og markaðsstjórnun hélt fyrsta viðburð haustsins í Björtuloftum í Hörpu föstudaginn 7. nóvember síðastliðinn.

Hvert sæti var skipað þegar Ingibjörg Kristinsdóttir þjónustuhönnuður hélt erindi sitt „Frá innsýn til aðgerða“ í Hörpu. Hún leiddi þar gesti í gengum skemmtilega blöndu af fræðum og reynslu.

„Þjónustuhönnun hefur löngum sannað sig sem aðferðafræði sem eykur ánægju viðskiptavina og starfsfólks, eykur tekjur fyrirtækja, minnkar kostnað, eykur skilvirkni, minnkar áhættu, eykur tryggð viðskiptavina og eykur líkurnar á að viðskiptavinurinn velji fyrirtækið aftur og aftur“ segir í kynningu viðburðarins.

Ingibjörg fékk fjölmargar spurningar og í lokin spjölluðu gestir og nutu samverunnar í fallegu útsýni Björtulofta.

Stjórn faghópsins þakkar gestum kærlega fyrir komuna og minnir á næsta viðburð faghópsins sem verður í húsakynnum Icelandair í Hafnarfirði 27. nóvember nk. 

Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina 28. okt.

Enn eru nokkur pláss laus á STAÐFUNDINUM "Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina" sem fram fer 28. okt. kl. 09:00-10:30 í húsnæði Náttúrufræðistofunar Urriðaholtsstræti 6-8, Garðabæ. Sjá nánar í hér að neðan.

Skráning fer fram að venju á vef Stjórnvísi - sjá hér: https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/kaffi-og-kafad-a-dyptina

---

Faghópur um gæðastjórnun býður áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utan um samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.

Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall😊

Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 25 manns. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær.

Vel sóttur fundur í JBT Marel í morgun - Hvernig vinna HSE og LEAN saman.

Stjórnvísifélagar fjölmenntu í JBT Marel í morgun þar sem Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel fræddi  okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.

Boðið var upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30. Eftir kynninguna var öllum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?