Hvað er Category Management?

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Í hádeginu í dag var haldinn vel sóttur fundur á vegum vörustjórnunar – innkaupa og birgðastýringar. Farið var yfir grunnhugmyndafræði Category Management / Vöruflokkastýringu, hvaðan aðferðafræðin kemur og hvaða ávinning má vænta af slíkri innkaupastefnu. Þau Elva Sif Ingólfsdóttir, Tómas Örn Sigurbjörnsson og Björgvin Víkingsson fóru yfir sína reynslu af því að vinna í umhverfi Category Management hjá alþjóðlegum fyrirtækjum í þessum fyrirlestri.

 

1. Elva Sif Ingólfsdóttir er með meistaragráðu í Aðfangakeðjustýringu ( Supply Chain Management) frá Copenhagen Business school. Hún hefur starfað við Category Management hjá Marel og Supply chain ráðgjöf hjá AGR Dynamics. Elva ræddi um hvernig Category Management er í Akademisku ljósi og bar saman við viðskiptaheiminn. Hún talaði út frá sinni reynslu af því að skrifa meistaraverkefni um Procurement Category Management, og síðan starfi sínu sem Global Category Manager hjá Marel.

2. Tómas Örn Sigurbjörnsson er með meistaragráðu í aðfangakeðjustýringu (e. supply chain management) frá Copenhagen Business School. Hann hefur unnið í umhverfi category management hjá m.a. Marel og Eimskip og er nú Procurement Manager fyrir Alvotech þar sem áherslan er á uppbyggingu stefnumiðaðra innkaupa til að geta tekist á við krefjandi framtíð.  Alvotech er að leggja af stað í þá vegferð að nota category management í innkaupum. Eftir því sem fyrirtækið vex og dafnar eykst þörfin fyrir betri yfirsýn yfir peningastreymi fyrirtækisins og meiri festu í innkaupum og vöruflokkagreining skiptir þar miklu máli. Innleiðing er rétt að byrja og að mörgu að hyggja, Sagt var frá undirbúningi innleiðingar, mikilvægi góðra gagna við gerð innkaupastefnu og helstu þröskuldum sem hafa orðið á veginum fram til þessa.

3. Björgvin Víkingsson er nýskipaður forstjóri Ríkiskaupa. Hann hefur brennandi áhuga á nýsköpun í stjórnun og hugmyndafræði um hvernig á að skapa virði fyrir viðskiptavini. Björgvin er með meistaragráðu í aðfangakeðjustjórnun) frá ETH Zurich og B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands. Björgvin hefur reynslu af innkaupum og vörustjórnun hjá alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Maersk, Aasted Aps, DT Group og Marel hf.  Category management, hvernig er hægt að vinna með category management án category management teymisins? Kynning á öðruvísi uppsetningu Category management.

Um viðburðinn

Hvað er Category Management?

Click here to join the meeting
Farið verður yfir grunnhugmyndafræði Category Management / Vöruflokkastýringu, hvaðan aðferðafræðin kemur og hvaða ávinning má vænta af slíkri innkaupastefnu. Þau Elva Sif Ingólfsdóttir, Tómas Örn Sigurbjörnsson og Björgvin Víkingsson fara yfir sína reynslu af því að vinna í umhverfi Category Management hjá alþjóðlegum fyrirtækjum í þessum fyrirlestri.

 

Dagskrá:

1. Elva Sif Ingólfsdóttir er með meistaragráðu í Aðfangakeðjustýringu ( Supply Chain Management) frá Copenhagen Business school. Hún hefur starfað við Category Management hjá Marel og Supply chain ráðgjöf hjá AGR Dynamics.

Elva ætlar að tala um hvernig Category Management er í Akademisku ljósi og bera saman við viðskiptaheiminn. Hún mun tala útfrá sinni reynslu afþví að skrifa meistaraverkefni um Procurement Category Management, og síðan starfi sínu sem Global Category Manager hjá Marel.

2. Tómas Örn Sigurbjörnsson er með meistaragráðu í aðfangakeðjustýringu (e. supply chain management) frá Copenhagen Business School. Hann hefur unnið í umhverfi category management hjá m.a. Marel og Eimskip og er nú Procurement Manager fyrir Alvotech þar sem áherslan er á uppbyggingu stefnumiðaðra innkaupa til að geta tekist á við krefjandi framtíð.

Alvotech er að leggja af stað í þá vegferð að nota category management í innkaupum. Eftir því sem fyrirtækið vex og dafnar eykst þörfin fyrir betri yfirsýn yfir peningastreymi fyrirtækisins og meiri festu í innkaupum og vöruflokkagreining skiptir þar miklu máli. Innleiðing er rétt að byrja og að mörgu að hyggja, Sagt verður frá undirbúningi innleiðingar, mikilvægi góðra gagna við gerð innkaupastefnu og helstu þröskuldum sem hafa orðið á veginum fram til þessa.

3. Björgvin Víkingsson er nýskipaður forstjóri Ríkiskaupa, hefur brennandi áhuga á nýsköpun í stjórnun og hugmyndafræði um hvernig á að skapa virði fyrir viðskiptavini. Björgvin er með meistaragráðu í aðfangakeðjustjórnun) frá ETH Zurich og B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands. Björgvin hefur reynslu af innkaupum og vörustjórnun hjá alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Maersk, Aasted Aps, DT Group og Marel hf.

Category management, hvernig er hægt að vinna með category management án category management teymisins? Kynning á öðruvísi uppsetningu Category management.

Við reiknum með að hvert erindi sé um 15 mín og tekið verði á móti spurningum í lokin. 

Fyrirlesturinn verður á Teams: Click here to join the meeting

Fleiri fréttir og pistlar

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

FP&A Trends Group - Alþjóðleg hugveita fyrir stjórnendur og sérfræðinga

FP&A Trends Group er alþjóðleg hugveita ætluð stjórnendum og sérfræðingum í fjármálum, áætlanagerð og greiningu. Hugveitan stendur fyrir fjölda áhugaverðra funda ár hvert þar sem toppstjórnendur og sérfræðingar víðsvegar um heim deila reynslu sinni og þekkingu. Þar á meðal eru fjármálastjórar og aðrir toppstjórnendur margra stærstu fyrirtækja heims.

FP&A Trends Group gefur einnig út vefritið FP&A Insights sem hefur 450.000 áskrifendur. Hugveitan gefur jafnframt út rannsóknir á sérsviði sínu. Hún hefur útibú í 18 löndum sem standa fyrir reglubundnum fundum, meðal annars í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki, sem er nýjasta útibúið.

Hugveitan heldur einnig úti vinnuhópi rúmlega 40 stjórnenda og sérfræðinga í notkun gervigreindar á sviði fjármála, áætlanagerðar og greiningar. Hér má sjá ýmsar greinar og fyrirlestra frá fundum vinnuhópsins, þar á meðal umfjöllun stjórnenda hjá Microsoft, Philips, Swarowski og fleiri fyrirtækjum um eigin vegferð og reynslu af innleiðingu gervigreindarlausna. 

Aðgangur að FP&A Trends Group og áskrift að FP&A Insights er ókeypis og tilvalið fyrir stjórnendur, sérfræðinga og annað áhugafólk um fjármál, áætlanagerð og greiningu að skrá sig og fá þannig tækifæri til að fylgjast með því nýjasta á sínu sviði.

Nánari upplýsingar um starfsemi FP&A Trends Group og hlekk á skráningu má finna hér.

Áhrif gervigreindar fyrir 2040. Hrikadýrð! Ógn við mannkynið?

Elon háskólinn í Bandaríkjunum framkvæmdi tvíþætta rannsókn síðla árs 2023 til greina hugsanlega  áhrif gervigreindar á einstaklinga og samfélög fyrir árið 2040. Rannsóknarniðurstöðum var safnað, annars vegar með víðtækri skoðanakönnun og svo með því að rýna í skoðanir og þekkingu sérfræðingar á sviði tækni og framtíðarþróunar. Þau ykkar sem hafið áhuga geta skoðað eftirfarandi gögn:

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?