Á morgunverðarfundi faghóps um verkefnastjórnun var umræðuefnið: Hvaða þættir eru mikilvægir til að bæta þína eigin framleiðni? Berglind Björk í stjórn faghópsins setti fundinn, kynnti Stjórnvísi og hvatti félaga til að hafa samband við stjórn faghópsins ef þeir hefðu uppástungu um áhugavert efni.
Til eru þúsundir sjálfshjálparbóka sem halda því fram að þær séu með nýja lausn á því hvernig einstaklingurinn getur bætt eigin framleiðni og þannig gengið betur í vinnunni og orðið hamingjusamari. Hvað eiga þessar bækur sameiginlegt? Er ekki líklegt að þær séu byggðar á sömu hugmyndum sem þykja mikilvægar til að bæta eigin framleiðni?
Helga Guðrún Óskarsdóttir skoðaði þetta í meistaraverkefni sínu "A Mapping of an Agile Software Development Method to the Personal Productivity of the Knowledge Worker. A Systematic Review of Self-Help Books" þar sem hún las 40 vinsælustu sjálfshjálparbækurnar um eigin framleiðni á Amazon.com. Hún uppgötvaði að bækurnar fjalla allar um svipaðar hugmyndir sem hún flokkaði í 26 hugtök.Í erindi sínu fjallaði Helga Guðrún um þessi hugtök og hvernig einstaklingurinn notar þau til að bæta eigin framleiðni samkvæmt sjálfshjálparbókum.
En hvað er eigin framleiðni? Virði þess sem starfsmaðurinn framleiðir fyrir fyrirtækið sem er í samræmi við stefnu og markmið þess. Til að finna 40 vinsælustu bækurnar leitaði Helga í gagnagrunni Amazon.com og notaði hún sölulista Amazon. Fljótt kom í ljós að allar bækurnar byggðu á sömu hugmyndafræðinni sem hún flokkaði í 26 hugtök. Hugtökin flokkaði hún í 7 stig. Vinna þarf með öll hugtökin saman. Öðlast þarf færni á afköstum með því að vera skilvirkur. Það er erfitt að verka skilvirkur ef maður hefur ekki þekkingu á andlegu þörfum en þar er framtíðarsýn. Það er erfitt að koma hlutum í verk ef maður gleymir að sofa. Helga fór yfir hvert stig fyrir sig.
Stig 1. Andlegar þarfir. Þar eru hugtökin: framtíðarsýn og hvatning. Framtíðarsýn er nauðsynleg til að vita hver þú vilt vera, hvert þú ert að fara og af hverju. Hvatning skiptist í innri hvatningu og ytri hvatningu. Innri hvatning kemur frá hugsunum, tilfinningum eða líkamlegum þörfum. Ytri hvatning kemur frá öðrum t.d. í formi verðlauna eða refsinga. Mikilvægt er að hvetja þessar hvatningar saman.
Stig 2: Líkamlegar þarfir. Þar eru Hugtökin: orkustjórnun (energy management). Orkustjórnun snýst um að stýra þeim þáttum sem hafa áhrif á: líkamlega orku, andlega tilfinningalega og hugarorku. Fólk skortir ekki tíma heldur orku. Allt snýst um þetta jafnvægi að fá orku og skila. Félagslynd manneskja nærist á orku annarra á meðan ófélagslynd tapar orku. Það sem skiptir mestu máli er að hreyfa sig. Sjálfstjórn krefst glúkósa.
Stig 3: Tilfinningalegar þarfir. Hugtök: félagshæfni (soial interaction), umhverfi (environment), viðhorf (perspective, sjálfsvitund/self-awareness, sambönd/relationships. Félagshæfni og sambönd næra þörf þína til að tengjast öðrum. Sjálfsvitund og viðhorf leyfa þér að stýra upplifnum þínum og nota styrkleika þína. Vinnuumhverfið þarf að styðja við þarfir þínar. Það er erfitt að standa sig vel ef þér líður ekki vel. Passa þarf upp á að hafa umhverfið ekki of kappsamt. Hægt er að skila miklum afköstum á skömmum Raunhæf bjartsýni er að sjá hlutina eins og þeir eru og reyna að vinna að jákvæðri útkomu. Maður geta nefnilega valið hvernig maður bregst við. Hægt er að stunda mind-fullness sem snýst um að skrifa dagbók. Sjálfsvitund snýst um að þekkja sjálfan sig og þjálfar með dagbók og núvitund. Þar lærir maður á styrkleika og veikleika. Deila verkefnum til þeirra sem eru með meiri styrkleika. Sjálfshjálparbækur tala mikið um að finna lærimeistara. Slíkt samband þarf að vaxa. Tengslamyndun á að snúast um hvað get ég gert fyrir aðra.
Stig 4: skilvirkni. Þar eru hugtökin: skilvirkni/effectiveness, markmið/goals, ákvarðanataka/decision making, hugsun/thinking. Hugsanir móta ákvarðanir, ákvarðanir móta líf þitt, markmið eru yfirlýsingar um hvað þú vilt afreka, skilvirkni er geta manns til að ná réttu markmiðunum. 20% af vinnunni skapa 80% af framlegðinni. Þvi þarf að passa upp á að forgangsraða og hætta að gera það sem skiptir ekki máli. Markmið eiga að vera smart goals. (skiljanleg/mælanleg/raunhæf/tímasett). Mikilvægt er að stjórna hugsun sinni og vera eins oft og maður getur gagnrýninn.
Stig 5: framkvæmd. Hugtök: aðgerðir/action, samstarf/collaboration, sjálfræði/autonomy, sjálfsáyrgð/accountability, skuldingingar/commitment, skipulagning/planning. Allt snýst um að brjóta niður aðgerðir og segja hvernig eigi að gera hlutinn, gera einn hlut í einu. Það er mikil tímasóun að skipta sér á milli margra verkefna í einu. Stress kemur af skuldbindingum sem annað fólk eða þú ert búinn að ákveða að gera. Það þarf að hugsa áður en skuldbinding er samþykkt. Ekkert er verra fyrir framleiðni en hafa yfirfullt að gera og koma engu í verk. Allt snýst um að minnka truflanir frá eigin huga. Þess vegna er mikilvægt að skrifa niður hvað þarf að gera. Sjálfræði er að hafa frelsi til að velja sem er gríðarlega mikilvægt fyrir starfsmenn þ.e. hvernig þeir gera hlutina og hvenær. Starfsmaðurinn stjórnar eigin þekkingu. Sjálfræði eykur þekkingu og skilvirkni. Starfsmenn hafa alltaf val, það er ekkert skylda. Það gengur allt svo miklu betur þegar við skilgreinum að við höfum alltaf val. Það þarf að beita sig aga til að skila af sér og þá verður maður ánægður. Það er mikilvægt að horfast í augu við það þegar hlutirnir ganga ekki upp.
Stig 6: símenntun. Hugtök: sjálfsmenntun /self development. Mikilvægt er að muna að það er mikilvægt að læra af ferðalaginu en ekki einungis útkomunni. Ákveða þarf hvað maður ætlar að læra og hvernig. Þekking getur verið huglæg, þá skilur maður hana en hefur ekki notað hana. Með æfingu og endurtekningu verður hún að vana. Ef vani er réttur þá er maður fljótari að gera hluti sem er vani.
Stig 7: afköst. Hvernig get ég komið meiru í verk? Hugtök: tími/time use, flæði/flow, afkastamælingar/performane measures, tækni/technology. Skoða í hvað tími manns fer, mælt er með að teknir séu nokkrir dagar og skoðað í hvað tími manns fer í. Líka er mælt með að festa tíma og skala umfangið þ.e. ákveða að vinna 2 klst. í ákveðnu verki og sjá til hvert maður kemst. Flæði er æðislegt fyrirbæri, þá getur maður gleymt hvað tímanum líður og kemur miklu í verk. Mikilvægt er að stöðva eigin hugsanir. Setja upp merki fyrir samstarfsfélaga. Afkastamælingar; mikilvægt er að fylgjast með afköstum sínum; er ég að framkvæma það sem ég segist ætla að gera? Halda dagbók og skrá hvað gekk vel og hvað illa. Hvernig get ég aukið líkurnar á að ná markmiðum mínum? Tæknin á að þjóna manni en ekki öfugt. Hún á ekki að trufla fólk. Mælt er með að ákveða fyrirfram hvenær tölvupóstur er skoðaður. Sama gildir með síma. Ekki þarf að bregðast við öllu strax. Halda innboxi tómu, flokka í möppur o.fl.
Seinustu þrjú hugtökin sem styðja við öll hin eru sköpunargáfa/creativity, sjálfsstjórn/self-ontrol, venjur/habits. Sköpunargáfa er geta manns til að leysa vandamál. Það þarf sjálfsstjórn til að koma langtíma markmiðum í verk. Venjur eru aðgerðir sem gerast ósjálfrátt við ákveðnar aðstæður. Meirihlutinn af öllu sem þú gerir eru venjur. Venjur geta verið til trafala ef þær eru ekki góðar. Það tekur 30 daga að breyta venju. Þetta er hægara sagt en gert. Skrifa þarf niður það sem hrindir af stað vanahegðun. Að sleppa að borða kökusneið eykur viljastyrk þ.e. ef þú ert í megrun en að borða hana eykur sjálfsstjórn því hún hækkar glúkósamagnið í líkamanum. Margar bækurnar eru byggðar á rannsóknum en þær litast af sölumennsku
Fjölmargar fyrirspurnir komu í lokin og þar svaraði Berglind Björk því m.a. að ef hún ætti að velja bestu sjálfshjálparbókina þá væri það: „Be excellent at everything“.
Hvernig bætirðu þína eigin framleiðni?
Fleiri fréttir og pistlar
Til að tilnefna fyrir árið 2026 smellið hér
Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2026. Sjá myndband.
Stjórnvísifélagar eru hvattir til að hafa í huga að þema stjórnar starfsárið 2025-2026 er "Framsýn forysta".
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2026 verða veitt í sautjánda sinn í febrúar næstkomandi við hátíðlega athöfn á Grand hótel, Háteigi, kl.16:00-17:10. Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Við hvetjum alla landsmenn til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja 1. millistjórnendur 2. yfirstjórnendur 3.frumkvöðla/brautryðjendur í fyrirtækjum innan sem utan raða Stjórnvísi sem þeim þykir hafa skarað framúr á sínu sviði.
Dómnefnd birtir lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga.
Frestur til að tilnefna rennur út 17. desember 2025.
Hver og einn Stjórnvísifélagi getur tilnefnt og rökstutt eins marga og hann vill innan sem utan síns fyrirtækis. Opið er fyrir tilnefningar í öllum faghópum Stjórnvísi sem sjá má á vef félagsins; https://www.stjornvisi.is/is/
Dómnefnd tekur við öllum tilnefningum, vinnur úr þeim og útnefnir verðlaunahafa.
Viðmið við tilnefningu:
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í starfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.
Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsfólk til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.
Dómnefnd.
Það er Stjórnvísi mikið í mun að verðlaunin séu byggð á faglegu mati og því eru viðmið og ferli verðlaunanna vel skilgreind og dómnefnd er skipuð sérfræðingum og reynslumiklum stjórnendum.
Dómnefnd 2026 skipa eftirtaldir:
Salóme Guðmundsdóttir, formaður dómnefndar, framkvæmdastjóri Ísorku og stjórnarformaður Kadeco.
Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar.
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.,og stjórnarkona.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins: https://www.stjornvisi.is/is/
Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um almannatengsl, miðlun og samskipti hélt vel heppnaðan haustfund í Húsi máls og menningar við Laugaveg miðvikudaginn 5. nóvember 2025. Fundurinn var opinn öllu áhugasömu fólki og fjölsóttur. Faghópurinn fékk þrautreynda reynslubolta í faginu til að opna fundinn með stuttri framsögn um sig og sín verkefni, ásamt vangaveltum yfir framþróun fagsins. Þau voru Ásgeir Friðgeirsson ráðgjafi, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ráðgjafi, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, Gísli Freyr Valdórsson blaðamaður og ráðgjafi, Særún Ósk Pálmadóttir ráðgjafi hjá KOM og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir ráðgjafi hjá Aton. Umræðum stýrði Stefán Hrafn Hagalín framkvæmdastjóri Þrettánellefu.
Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um þjónustu- og markaðsstjórnun hélt fyrsta viðburð haustsins í Björtuloftum í Hörpu föstudaginn 7. nóvember síðastliðinn.
Hvert sæti var skipað þegar Ingibjörg Kristinsdóttir þjónustuhönnuður hélt erindi sitt „Frá innsýn til aðgerða“ í Hörpu. Hún leiddi þar gesti í gengum skemmtilega blöndu af fræðum og reynslu.
„Þjónustuhönnun hefur löngum sannað sig sem aðferðafræði sem eykur ánægju viðskiptavina og starfsfólks, eykur tekjur fyrirtækja, minnkar kostnað, eykur skilvirkni, minnkar áhættu, eykur tryggð viðskiptavina og eykur líkurnar á að viðskiptavinurinn velji fyrirtækið aftur og aftur“ segir í kynningu viðburðarins.
Ingibjörg fékk fjölmargar spurningar og í lokin spjölluðu gestir og nutu samverunnar í fallegu útsýni Björtulofta.
Stjórn faghópsins þakkar gestum kærlega fyrir komuna og minnir á næsta viðburð faghópsins sem verður í húsakynnum Icelandair í Hafnarfirði 27. nóvember nk.
Enn eru nokkur pláss laus á STAÐFUNDINUM "Gæðastjórnun - Kaffi og kafað á dýptina" sem fram fer 28. okt. kl. 09:00-10:30 í húsnæði Náttúrufræðistofunar Urriðaholtsstræti 6-8, Garðabæ. Sjá nánar í hér að neðan.
Skráning fer fram að venju á vef Stjórnvísi - sjá hér: https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/kaffi-og-kafad-a-dyptina
---
Faghópur um gæðastjórnun býður áhugafólki um gæðamál og stjórnunarkerfi á staðviðburð þar sem þátttakendur hittast og taka þátt í umræðum um sín uppáhalds viðfangsefni. Sett verða upp umræðuborð með umræðustjórnendum (moderators) sem halda utan um samtalið á hverju borði. Viðfangsefnin ákvarða þátttakendur í sameiningu í upphafi viðburðar og velja sér í kjölfarið borð/málefni sem þeir hafa áhuga á og gefst kostur á að koma á framfæri hugmyndum og áskorunum ásamt því að fá innblástur frá öðrum. Möguleiki er að skipta um borð/málefni einu sinni á viðburðinum ef fólk kýs. Viðburðinum lýkur svo með stuttri samantekt þar sem hver umræðustjórnandi kynnir helstu niðurstöðurnar sem fram komu á viðkomandi borði - svo allir fái innsýn í umræður og lærdóma morgunsins.
Kjörið tækifæri til að ræða gæðamál á dýptina, fá nýja sýn á áskoranir og viðfangsefni og hitta kollega í morgunkaffi og gæðaspjall😊
Fjöldi þátttakenda er miðaður við hámark 25 manns. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst – fyrstur kemur, fyrstur fær.
Stjórnvísifélagar fjölmenntu í JBT Marel í morgun þar sem Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel fræddi okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.
Boðið var upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30. Eftir kynninguna var öllum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.